Morgunblaðið - 19.01.2016, Side 10

Morgunblaðið - 19.01.2016, Side 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að er lífsnauðsynlegt að fræða börn um eitt al- mikilvægasta mál sem snertir okkur mann- fólkið nú á dögum, hlýn- un jarðar. Ég settist niður og spurði sjálfan mig einfaldra spurninga eins og börn gætu spurt og svaraði þeim í stuttu máli. Þetta var ekki auðvelt verk, ég var lengi að velta fyrir mér hvernig mætti gera þetta, ég reyndi að skrifa á barnamáli en gafst upp á því, og útkoman varð sú að ég skrif- aði þannig að það krefðist engrar þekkingar að lesa textann, einvörð- ungu skilnings á venjulegu máli. Þannig gætu allir haft gagn af þessu, líka fullorðið, forvitið fólk. Það getur verið snúið fyrir vísindamann að nálgast efni á þessum forsendum, það er án þess að reikna með að les- andinn kunni heilmikið um efnið, þetta var mér því heljarinnar vinna. En ánægjan óx eftir því sem á leið vinnuferlið og samstarfið við teikn- arann Þórarinn Má Baldursson var líka mjög skemmtilegt. Skýringar- myndirnar hans í bókinni eru með húmor, sem skiptir máli,“ segir Helgi Björnsson jöklafræðingur en hann sendi nýlega frá sér í samráði við Vísindavefinn bók sem heitir Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Þar er hinum ýmsu spurningum um jökla og loftslagsmál svarað á að- gengilegan hátt en þó með vísinda- legri nákvæmni. Hélt hann yrði rekinn á gat Helgi komst að því að börn eru mjög forvitin um jökla og hlýnun jarðar þegar hann fór í Melaskóla að kynna bókina 12 ára krökkum á degi íslenskrar náttúru. „Ég var mjög hrifinn af þeim áhuga sem þar kom fram. Þau spurðu alveg stöðugt og mér fannst ég sleppa sæmilega frá því prófi, en ég var nokkuð hræddur um að ég yrði rekinn á gat. Ég gataði reyndar á því að svara því hvað Vatnajökull væri mörg kíló. Ég sneri mig út úr því með því að segja þeim hvað hann væri að meðaltali þykkur og stór að flatarmáli og setti þeim verkefnið fyrir sem heimadæmi,“ segir Helgi og bætir við að alla tíð hafi hann fundið fyrir mikilli forvitni hjá fólki á öllum aldri um jöklarannsóknir. „Ég hef því ævinlega lagt áherslu á að skrifa fyrir almenning utan þess sem ég skrifa í fræðitímarit.“ Vonumst til að halda kannski helmingi jöklanna Helgi er með próf í jarðeðlis- fræði en verkefnin sem hann hefur unnið allan sinn starfsferil eru tengd jöklum. „Ég vildi starfa við eitthvað þar sem ég gæti verið úti við á sumrin og safnað gögnum. Ég vildi að starf mitt tengdist náttúrufræði, enda er ég mikill útivistarmaður og það gild- ir um jöklafræðinga almennt. Þeir eru líka oft miklir náttúruverndar- menn. Þegar ég byrjaði í jöklarann- sóknum var ég að mestu einn en nú hefur jöklafræðingum fjölgað. Áhuginn á nútímajöklum hefur stór- aukist og það tengist að sjálfsögðu loftlagsbreytingunum.“ Helgi hefur eðli málsins sam- kvæmt farið margsinnis á alla meg- injökla Íslands, en líka smájökla. „Eitt af því sem ég vann við var að kanna landslag undir öllum meg- injöklum landsins, ég hef gert það undanfarin fjörutíu ár. Ég hef verið langmest á Vatnajökli, þar er mikið um að vera, jarðhiti og jökulhlaup og fyrir vikið eru mjög margbreytileg- ar jöklarannsóknir tengdar honum. Við sem vinnum í jöklarannsóknum erum þátttakendur í umræðunni um áhrif hlýnunar jarðar á jöklana, því áhrifin eru hvergi eins sýnileg og í jöklabreytingunum. Við tökum líka meira og meira þátt í að fræða al- menning um þessi hnattrænu áhrif og við gerum það með glöðu geði, þessi bók er hluti af því.“ „Það er nærsýnt sjónarmið að Jöklafræðingurinn Helgi Björnsson hefur unnið við það undanfarin fjörutíu ár að kanna landslag undir öllum megin- jöklum landsins. Hann þekkir því vel þessa stóru kappa sem við erum svo stolt af. En við verðum að sporna gegn hlýnun jarðar ef við ætlum að halda einhverju eftir af jöklunum. Morgunblaðið/RAX Jöklafræðingur Helgi Björnsson. Skrið Jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Þessi bók er ekki síður fyrir fullorðna 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Frestur til skráningar í ljóðaslamm Borgarbókasafnsins hefur verið framlengdur til 27. janúar, en níunda ljóðaslammið verður haldið á Safna- nótt, föstudaginn 5. febrúar næst komandi. Að þessu sinni er þemað „Flótti“. Sem fyrr er ljóðaslammið ætlað ungu fólki á aldrinum 15-25 ára og er skilgreint á afar opinn hátt sem einskonar ljóðagjörningur og er áherslan ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefð- bundinn ljóðaupplestur ekki til ljóða- slamms. Dagskrár síðustu fjögurra ára hafa einkennst af hugmyndauðgi, krafti og frumleika en fyrri þemu voru ‚spenna’, ‚hrollur’, ‚væmni‘, ‚sjálf- stæði‘, ‚myrkur‘, ‚sykur‘, ‚af öllu hjarta‘ og ‚bilun‘. Eina krafan hefur verið sú að frum- flutt væri óbirt frumsamið ljóð eða stuttur prósi á íslensku og hafa þátt- takendur sýnt dansverk, ör-leikþætti, rapp, fólk hefur sungið og leiklesið ljóð með myndefni svo eitthvað sé nefnt. Fimm manna dómnefnd velur þrjú bestu atriðin. Í henni sitja fyrir hönd Borgarbókasafns María Þórðardóttir leikkona og Sunna Björk Þórarins- dóttir fyrrverandi meðlimur Brúðar- bandsins. Aðrir eru Björg Magnús- dóttir rithöfundur og tónlistar- mennirnir Andri Már Enoksson og Atli Sigþórsson. Kynnir er rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir. Upptökur af siguratriðunum þrem- ur verða settar inn á vefsíðuna www.ljodaslamm.is, sem er undirsíða borgarbokasafn.is og á YouTube. Hægt er að skrá sig á vefsíðu borg- arbókasafnsins: borgarbokasafn.is eða með því að senda tölvupóst í net- fangið: ljodaslamm@reykjavik.is. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Kælan mikla Þeirra ferill hófst á glæstum sigri í ljóðaslammi fyrir nokkrum ár- um, en þær hafa átt mikilli velgengni að fagna bæði hér heima og í útlöndum. Skráið ykkur í ljóðaslammið Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í kvöld kl. 20:30 fagnar Snorrastofa í Reykholti í Borgarfirði nýbökuðum borgfirskum doktor í heimspeki, Jak- obi Guðmundi Rúnarssyni, en hann ætlar að flytja fyrirlesturinn „… og allir gluggar opnuðust …“ Jakob fjallar í fyrirlestri sínum um verk og áhrif dr. Ágústs H. Bjarnasonar í ís- lensku samfélagi á fyrstu áratugum 20. aldar og hvaða ímynd hefur verið dregin upp af honum hin síðari ár. Jakob fæddist á Þverfelli í Lundar- reykjadal árið 1982. Hann lauk tvö- faldri BA-gráðu í heimspeki og sagn- fræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaragráðu í Intellectual Hist- ory frá háskólanum í Sussex á Eng- landi árið 2008. Fyrir tæpu ári varði Jakob doktors- ritgerð sína frá Háskóla Íslands, „Ein- hyggja, þróun og framfarir. Heim- speki Ágústs H. Bjarnasonar“. Ritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsóknar á heimspeki Ágústs og starfsemi hans sem heimspekings í samhengi íslenskrar menningar á fyrrihluta 20. aldar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 í Bók- hlöðu Snorrastofu þar sem boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að fyrirlestrinum loknum. Fyrirlestur um heimspeki dr. Ágústs H. Bjarnasonar Jakob Hann er Borgfirðingur. „… og allir gluggar opnuðust …“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.