Morgunblaðið - 19.01.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
franskur, íslenskur,
enskur eða heilsu
Brunch
alla daga frá 9-14 Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Stjórnarskrárnefnd tókst ekki að
ljúka störfum áður en þing kemur
saman en yfirlýst markmið nefndar-
innar var að afhenda Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til-
lögur nefndarinnar áður en Alþingi
kemur saman á nýjan leik í dag, 19.
janúar.
Er bjartsýnn að eðlisfari
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri
forsætisráðuneytisins, formaður
stjórnarskrárnefndar, sagði í samtali
við Morgunblaðið
í gær að næsti
fundur nefndar-
innar yrði líklega
öðrum hvorum
megin næstu
helgar.
„Við funduðum
tvisvar sinnum í
síðustu viku og
línur hafa skýrst,“
sagði Páll, „en það
er ekki búið að útkljá öll ágreinings-
mál, en það liggur ljóst fyrir hver af-
staða ólíkra flokka er og það er verið
að reyna að vinna úr því.“
Spurður hvort hann væri enn
bjartsýnn á að nefndin kæmist að
einni sameiginlegri niðurstöðu sagði
Páll: „Ég er bjartsýnn að eðlisfari og
trúi því að menn reyni til þrautar að
komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Mér finnst á öllum nefndarmönnum
að þeir séu að leggja sig fram til þess
að láta ólík sjónarmið mætast.“
Ástæða þess að ekki er búið að
dagsetja næsta fund nefndarinnar er
sú, að sögn Páls, að það var ákveðið
að setja ákveðna vinnu í gang eftir
síðasta fund. „Þegar þeirri vinnu er
lokið, getum við boðað til fundar á
ný.“
Línurnar hafa skýrst
í stjórnarskrárnefnd
Enn ekki búið að útkljá öll ágreiningsmál í nefndinni
Páll
Þórhallsson
hátt bárust 354 hælisumsóknir í
fyrra, eða fleiri en nokkru sinni. Af
þeim voru samtals um 42% frá
Albaníu, Kósóvó og Makedóníu.
Alls 32 hælisleitendum var vísað úr
landi í fyrra á grundvelli Dyflinnar-
reglugerðarinnar.
Hlutfall sýrlenskra hælisleitenda,
sem sóttu um stöðu flóttamanns hef-
ur farið hækkandi og var 8,2% í
fyrra. Árið 2015 veitti Útlendinga-
stofnun 82 einstaklingum hæli eða
aðra vernd á Íslandi. Þar af voru Sýr-
lendingar fjölmennastir, eða sautján
talsins.
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi
hjá Rauða krossinum, segir meiri-
hluta þessara 82 einstaklinga hafa
sótt um hæli áður en Rauði krossinn
hóf að veita hælisleitendum réttinda-
gæslu 28. ágúst 2014. Af þeim hafi 37
verið skjólstæðingar Rauða krossins
og fengið vernd, þar af 18 Sýrlend-
ingar. Þá hafi sex til viðbótar fengið
hæli, eða vernd, eftir að hafa, að eigin
ósk, fengið réttindagæslu annars
staðar en hjá Rauða krossinum.
Alls 9 hælisleitendur afþökkuðu
réttindagæslu hjá Rauða krossinum
á Íslandi í fyrra.
Margar umsóknirnar gamlar
Björn segir að huga þurfi að
mörgu þegar svona tölur eru teknar
saman. „Það er í sjálfu sér gleðilegt
að 82 einstaklingar hafi fengið hæli í
fyrra, fleiri en nokkru sinni áður.
Engu að síður verður að hafa í huga
að mörgum þessara hælisumsókna
var skilað inn fyrir löngu, þær elstu
eru jafnvel frá árinu 2011. Fjölda
hælisveitinga 2015 má því að ein-
hverju leyti skýra með því að hælis-
veitingar voru allt of fáar árin á und-
an fremur en að um sé að ræða
stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda.
En vonandi horfir þetta til betri veg-
ar.“
Á grafinu hér fyrir ofan má sjá að
179 Albanar sóttu um hæli á Íslandi
árin 2010-15 en 48 Sýrlendingar.
Kvótaflóttamenn eru flóttamenn
sem fá dvalarleyfi í kjölfar ákvörð-
unar stjórnvalda um að taka á móti
tilteknum fjölda flóttamanna. Þegar
einstaklingar sækja um hæli er metið
hvort þeir uppfylli skilgreininguna á
flóttafólki og fá þeir síðan eftir atvik-
um stöðu flóttamanns og þar með
dvalarleyfi. Sé þeim talin bráð hætta
búin í heimalandinu geta þeir fengið
dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Síðan Rauði krossinn tók við rétt-
indagæslu til handa hælisleitendum
fyrir rúmum 15 mánuðum höfðu bor-
ist 437 umsóknir um réttindagæslu í
lok síðasta árs. Hafði þá 195 málum
verið lokið af hálfu Útlendingastofn-
unar, 233 málum var ólokið. Alls 9
hælisleitendur fólu sem áður segir
öðrum en RKÍ réttindagæslu.
Á vef Útlendingastofnunar segir
að samsetning umsækjenda um
vernd á Íslandi m.t.t. þjóðernis sé
„mjög frábrugðin samsetningunni í
öðrum Evrópuríkjum en þar eru hóp-
ar frá stríðshrjáðum ríkjum eins og
Sýrlandi, Írak, Erítreu og Afganist-
an fjölmennastir“.
47 drógu umsóknir til baka
Útlendingastofnun gerir upp árið
2015 með þessum orðum:
„Árið 2015 fékkst niðurstaða í 323
mál sem stofnunin hafði til af-
greiðslu. 82 umsóknir voru ekki tekn-
ar til efnislegrar meðferðar vegna
þess að umsækjendur höfðu þegar
fengið dvalarleyfi í öðru landi (32)
eða mál þeirra voru til meðferðar í
öðru ríki (50) og 47 umsækjendur
drógu umsóknir sínar til baka eða
hurfu. Af þeim 194 umsóknum sem
teknar voru til efnislegrar meðferðar
var veitt vernd í 82 tilvikum, þar af
fengu 66 einstaklingar viðurkennda
stöðu sína sem flóttamenn og 16 ein-
staklingar fengu dvalarleyfi á grund-
velli mannúðarsjónarmiða.“
Fjöldi hælisleitenda í biðstöðu
Á þriðja hundrað skjólstæðinga Rauða krossins bíða úrskurðar hjá Útlendingastofnun Alls 354
sóttu um hæli í fyrra og hafa aldrei verið fleiri Nærri þúsund hafa sótt um hæli frá ársbyrjun 2010
Hælisleitendur frá þremur Balkanlöndum og Sýrlandi, 2010-2015
Heimild: Ársskýrslur og fréttir á vef Útlendingastofnunar.
Albanía
Albanía,
Kósóvó og
Makedónía Sýrland
Fjöldi
hælisleitenda
Hlutfall
hælisleitenda
frá Albaníu
Hlutfall hælisleitenda
frá Albaníu, Kósóvó
og Makedóníu
Hlutfall
hælisleitenda
frá Sýrlandi
2015 108 150 29 354 30,5% 42,4% 8,2%
2014 18 31 6 175 10,3% 17,7% 3,4%
2013 40 42 7 172 23,3% 24,4% 4,1%
2012 11 11 3 118 9,3% 9,3% 2,5%
2011 2 4 1 76 2,6% 5,3% 1,3%
2010 0 4 2 51 0% 7,8% 3,9%
SAMTALS 179 238 48 946
400
300
200
100
0
2010 2011 2012 20142013 2015
Heildarfjöldi hælisleitenda Hælisleitendur frá Albaníu Hælisleitendur frá Albaníu, Kósóvó og Makedóníu Hælisleitendur frá Sýrlandi
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vel á þriðja hundrað skjólstæðinga
Rauða krossins biðu um áramótin
eftir úrskurði frá Útlendingastofnun
vegna umsóknar um hæli á Íslandi.
Samtals 32
skjólstæðingar
Rauða krossins
höfðu sótt um
hæli í ár til og
með gærdeginum.
Þar af koma 13
frá Albaníu, níu
frá Írak, átta frá
Sýrlandi og einn
frá bæði Ítalíu og
Bandaríkjunum.
Þessir 32 um-
sækjendur bætast við þá 946 sem
sóttu um hæli 2010 til 2015 og fjallað
er um hér til hliðar, alls 978 manns.
Samsetning hópsins breyttist
Tveir hópar sýrlenskra kvóta-
flóttamanna eru á leið til landsins.
Samkvæmt tilkynningu frá vel-
ferðarráðuneytinu hefur orðið breyt-
ing á samsetningu hópanna tveggja,
alls 55 flóttamanna.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun undirbúningur að komu næsta
hóps hefjast eftir að síðari hópurinn
kemur, þá í samstarfi við Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Eins og hér er sýnt á myndrænan
Björn
Teitsson
Fram kemur í tilkynningu frá vel-
ferðarráðuneytinu að 35 sýrlenskir
kvótaflóttamenn komi til landsins í
dag. Í hópnum séu sex fjölskyldur,
þar af 13 fullorðnir og 22 börn.
„Fjórar þessara fjölskyldna munu
setjast að á Akureyri en tvær þeirra
í Kópavogi … Ráðgert var að fólkið
kæmi til landsins í lok desember sl.
en af óviðráðanlegum ástæðum
reyndist það ekki mögulegt.
Af fjölskyldunum sex sem koma
[í dag] munu fjórar setjast að á Ak-
ureyri, samtals 23 einstaklingar, en
tvær í Kópavogi. Barnshafandi kona
sem fyrirhugað var að kæmi [í dag]
ásamt fjölskyldu sinni reyndist ekki
fær um að takast á hendur ferða-
lagið og frestast því koma þeirra til
landsins. Þrjár fjölskyldur til við-
bótar sem höfðu lýst áhuga á að
setjast að á Íslandi sáu sér ekki
fært að koma,“ segir í tilkynning-
unni.
Unnið er að komu flóttafólks í
stað þeirra. Sá hópur kemur eftir
nokkrar vikur og mun setjast að í
Hafnarfirði og Kópavogi.
35 sýrlenskir flóttamenn koma til Íslands í dag
ÞRJÁR FJÖLSKYLDUR SÁU SÉR EKKI FÆRT AÐ KOMA
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Keflavíkurflugvöllur Móttaka verður
fyrir fólkið á vellinum kl. 16.30 í dag.