Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016
Veldu hreint loft,
aukna orku og vellíðan
Loftgæðin innandyra hafa áhrif á heilsu okkar.
Þau minnka á veturna á Íslandi og ekki hjálpar að opna
glugga því að útiloft, sem er við frostmark, getur aðeins
innihaldið um fjögur grömm af vatni á rúmmetra.
Stadler Form rakamælar, rakatæki, lofthreinsitæki og
ilmtæki á 20% afslætti í janúar.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.isHlíðasmára 3 . Sími 520 3090
www.bosch.is
Selina rakamælir
Sýnir hitastig og rakaprósentu.
Nákvæm mæling.
Öflugt, hljóðlátt og stílhreint.
Afköst mest 300 g/klst.
Herbergisstærð allt að 40 m2.
Náttúrulegur rakagjafi.
Afköst mest 120 g/klst.
Herbergisstærð allt að 25 m2.
Skapar róandi stemningu og
dreifir ilmi um herbergið.
Öflugt og glæsilegt.
Afköst mest 480 g/klst.
Herbergissstærð allt að 65 m2.
Hreinsar loftið með þremur síum.
Eyðir ólykt, ryki, svifryki,
bakteríum, veirum, frjókornum og
öðrum örverum í híbýlum okkar.
Herbergisstærð: 50 m2
Viktor lofthreinsitæki
Anton rakatæki
Jasmin ilmtæki
Oskar rakatæki
Jack rakatæki
Síðustu misseri hafa viðræður átt
sér stað milli Hafnarfjarðarbæjar
og fjármálaráðuneytisins um fram-
tíð bygginga St. Jósefsspítala en
fasteignirnar voru auglýstar til
sölu á síðasta ári. Þetta kemur fram
í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarð-
arbæ.
„Meðal annars hafa viðræður
milli bæjarins og ríkisins snúist um
beiðni bæjaryfirvalda um að sér-
stök forvalsnefnd verði sett á lagg-
irnar um framtíðarhlutverk fast-
eignanna. Þeirri ósk var hafnað af
hálfu ríkisins. Í kjölfar þessa
hyggst bæjarstjórn Hafnarfjarðar
nú óska eftir formlegum viðræðum
um kaup á hlut ríkisins,“ segir í
fréttatilkynningunni.
St. Jósefsspítala var lokað árið
2011 og hann hefur verið til sölu frá
2014. Fasteignin er samtals 2.829
fermetrar og fylgir henni tæplega
4.500 fermetra eignarlóð. Spítalinn
stendur við Suðurgötu 41 í Hafnar-
firði.
Vilja hefja
formlegar
viðræður
Hafnarfjörður vill
fá St. Jósefsspítala
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Suðurgata St. Jósefsspítala var
lokað árið 2011 eftir sameiningu.
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til
að greiða konu 6,5 milljónir króna í
bætur vegna ólögmætrar riftunar á
ráðningarsamningi.
Konan starfaði m.a. sem hóp-
stjóri á þjónustusviði hjá ríkisstofn-
un. Henni var sagt upp störfum eft-
ir að hún varð uppvís að því að hafa
skoðað upplýsingar um fjármál
fyrrverandi eiginmanns síns í tölvu-
kerfi stofnunarinnar.
Konan höfðaði skaðabótamál og
taldi að ríkið hefði einhliða og með
ólögmætum hætti rift ráðningar-
samningi hennar. Íslenska ríkið
taldi hins vegar að lagaskilyrði
hefðu verið fyrir hendi til riftunar á
ráðningarsambandi konunnar.
Brot á starfsskyldum
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
á það með ríkinu að framganga
konunnar hefði falið í sér brot á
starfsskyldum hennar. Hins vegar
hefði ríkið ekki farið þá leið að
segja upp ráðningarsamningi án
undanfarandi áminningar heldur
hefði samningnum verið rift, bóta-
laust og án launa í uppsagnarfresti.
Hefði sú riftun verið ólögmæt.
Dómurinn dæmdi ríkið til að
greiða konunni 6 milljónir í skaða-
bætur vegna fjártjóns og 500 þús-
und krónur í miskabætur þar sem
framganga ríkisins við riftun ráðn-
ingarsamningsins hefði verið meið-
andi í garð konunnar. Henni var
m.a. gert að taka saman og yfirgefa
vinnustað sinn fyrirvaralaust og að
viðstöddum samstarfsmönnum og
þurfti hún að leita sér hjálpar hjá
sálfræðingi í kjölfar þessa áfalls.
Bætur vegna uppsagnar
Dómssalur Úr einum dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur
Skoðaði upplýsingar um fyrrverandi eiginmann sinn
Félag atvinnu-
rekenda efnir til
morgunverðar-
fundar á morgun
þar sem fjallað
verður um hvað
þurfi að gerast til
að framkvæmdir
hefjist við nýjan
Landspítala og
hvernig eigi að
fjármagna nýjan
spítala.
Meðal frummælenda verða Krist-
ján Þór Júlíusson heilbrigðisráð-
herra, María Heimisdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
Landspítalans og Jón Finnboga-
son, forstöðumaður skuldabréfa hjá
Stefni.
Fundurinn verður haldinn í fund-
arsal Félags atvinnurekenda
á 9. hæð í Húsi verslunarinnar,
Kringlunni 7, og hefst kl. 8:30. Eru
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundur
um nýjan
Landspítala
Kristján Þór
Júlíusson