Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Í Suður-Afríku vofir nú hungurs- neyð yfir allt að 14 milljónum manna að talið er vegna mikilla þurrka þar að undanförnu. Að sögn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna (e. World Food Programme) er ástandið nú einna verst í Malaví. Þessir miklu þurrkar eru, sam- kvæmt fréttaveitu AFP, sagðir tengjast veðurfyrirbærinu El Nino, en vegna þeirra hefur uppskera brugðist og búfénaður drepist. „Þeim sem eru án nægjanlegs matar á svæðinu gæti fjölgað veru- lega á næstu mánuðum nú þegar birgðir fólks fara í síauknum mæli að eyðast,“ hefur AFP eftir fulltrúa frá Matvælaáætluninni. Innan landamæra Malaví vofir hungursneyð yfir um 2,8 milljónum manna, en mjög lítið rigndi þar í landi á síðasta ári. Um 1,9 milljónir manna eru í sömu sporum á Mada- gasgar og um 1,5 milljónir í Zim- babwe, en þar var uppskera síðasta árs um helmingur uppskerunnar árið 2014. Vegna þessa hefur verð á matvælum hækkað mjög og hefur meðal annars verð á maískorni hækkað um 73%. khj@mbl.is Hungursneyð ógnar 14 milljónum manna AFP Dauði Hræ af nautgrip liggur þar sem eitt sinn var árfarvegur. Í fjallahéruðum Honshu-eyjar í Japan er í svoköll- uðum Heljardal að finna borgina Yamanouchi, en hverasvæði þar við er afar vinsælt meðal maka- kíapa. Þessir tveir virðast kunna að njóta lífsins og fór bersýnilega vel á með þeim er ljósmyndari AFP sótti þennan náttúrulega heita pott heim. Apar af þessari tegund eru um 60 cm á hæð, að jafnaði 15 kg fullvaxnir og oft nefndir snæapar, en apabyggð- in er hluti af Jigokudani-þjóðgarðinum. AFP Tveir vinir í náttúrulegum heitum potti Apabyggðin í Heljardal Honshu-eyjar í Japan „Uppi er meiri- háttar vandi, al- varlegur og án fordæmis í Frakklandi, og við verðum að komast að því hvað fór úrskeið- is, en að hætta lyfjaprófunum – ekkert réttlætir það,“ sagði Mar- isol Touraine, heilbrigðisráðherra Frakklands, í viðtali á útvarpsstöð- inni RTL. Vísar ráðherrann þar til alvarlegs slyss sem varð við prófanir á lyfi sem ætlað er að meðhöndla skapbresti fólks. Var farið með sex þátttakendur rannsóknarinnar á sjúkrahús í Rennes og er einn þeirra látinn. Hinir mennirnir sýna mis- alvarleg einkenni að sögn fréttaveitu AFP, en þrír þeirra munu að lík- indum hljóta varanlega heilaskaða. Heilbrigðisráðuneytinu var ekki gert viðvart um slysið fyrr en að fjórum dögum liðnum. Þetta er ámælisvert að sögn ráðherra. „Við hefðum haldið að rannsóknarstofan myndli láta vita fyrr.“ khj@mbl.is Prófunum verður ekki hætt  Einn er nú látinn eftir alvarleg atvik Marisol Touraine Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Húbert Zafke, fyrrverandi sjúkraliði í SS-sveitum þýska hersins í síðari heimsstyrjöld, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðum á alls 3.681 fanga í Auschwitz-Birke- nau útrýmingar- búðunum í Pól- landi. Réttarhöld yfir manninum, sem nú er 95 ára gamall, hefjast 29. febrúar nk. Húbert hóf störf sem sjúkraliði í búðunum 15. ágúst 1944 og gegndi þeirri stöðu í rétt um mánuð, eða til 14. september sama ár. Á þeim tíma komu 14 járn- brautarlestir með fanga í útrýming- arbúðirnar og var hin síðar þekkta Anna Frank þeirra á meðal. Flest- allir sem í lestunum voru létust í gas- klefum Auschwitz-Birkenau fljót- lega eftir komu sína þangað. Í ákæru saksóknara kemur fram að Húbert hafi „vitað að Birkenau- búðirnar væru útrýmingarbúðir“ og hvernig þær væru uppbyggðar. „Í ljósi vitneskju hans veitti hinn ákærði starfsemi búðanna stuðning sinn og átti hann því bæði hlut að og flýtti fyrir útrýmingunni.“ Hefur saksóknari því ákært Húbert fyrir aðild sína að „grimmdarlegum morð- um minnst 3.681“ fanga. Réttarhöldin munu fara fram í bænum Neubrandenburg í suðaust- urhluta Þýskalands, en áfrýjunar- dómstóll sneri nýverið við fyrri nið- urstöðu dómstóla þess efnis að Húbert væri ekki, sökum aldurs, fær um að mæta fyrir dómara. Þá hafa þýskir fjölmiðlar greint frá því að Húbert þjáist nú af elliglöpum. Ekki færri en 1,1 milljón Auschwitz-búðirnar voru teknar í notkun 1940. Talið er að ekki færri en 1,1 milljón manna hafi verið myrt þar og jafnvel 1,5 milljónir. Um 90% fórnarlambanna hafi verið gyðingar, sennilega um 960 þúsund manns. Með yfir 3.600 líf á samviskunni  Fyrrverandi sjúkraliði í Auschwitz mun í næsta mánuði mæta fyrir dóm AFP Illska Hlið hinna alræmdu búða Auschwitz í Póllandi í apríl árið 1945. Húbert Zafke Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið karl- mann, hælisleit- anda frá Alsír, sem grunaður er um að hafa beitt konu kynferðis- legu ofbeldi á ný- ársnótt í Köln. Er þetta fyrsti maðurinn sem handtek- inn er þar í borg vegna þeirra kyn- ferðisbrota sem framin voru fyrir utan aðalbrautarstöðina og dóm- kirkjuna umrætt kvöld. Alsírbúinn er 26 ára gamall og var hann, samkvæmt fréttaveitu AFP, handtekinn ásamt öðrum hæl- isleitanda, sem einnig er frá Alsír og er 22 ára gamall, í athvarfi fyrir hælisleitendur. Er sá eldri grunað- ur um að hafa káfað á konu á nýárs- nótt og stolið af henni farsíma, en sá yngri var handtekinn fyrir þjófn- að. khj@mbl.is ÞÝSKALAND Tveir hælisleitendur handteknir í Köln Þremur Banda- ríkjamönnum, sem staddir voru í íbúðarhúsi í Bagdad í Írak, var um helgina rænt og er þeirra nú leitað logandi ljósi af öryggis- sveitum. Frétta- veita AFP greinir frá þessu. „Þremur einstaklingum með rík- isfang í Bandaríkjunum var rænt á meðan þeir voru í Dura [hverfi í suðurhluta Bagdad] ... inni í grun- samlegri íbúð,“ hefur AFP eftir talsmanni öryggissveita án þess að veita frekari upplýsingar um íbúð- ina. „Öryggissveitir leita þeirra.“ Ekki er vitað hver ber ábyrgð á ráninu, en vopnaðar sveitir shíta- múslíma hafa margsinnis gert árás- ir á vændishús og vínveitingastaði að undanförnu auk þess sem liðs- menn Ríkis íslams hafa einnig stað- ið fyrir mannránum. khj@mbl.is BAGDAD Í ÍRAK Þrír hurfu úr „grun- samlegri íbúð“ John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú sagður bæði „pirraður og reiður“ vegna birtingar myndbandsupptöku sem sýnir tíu bandaríska sjóliða, sem nýverið voru teknir höndum af írönskum yfirvöld- um, krjúpandi á hnjánum með hend- ur á hnakka sér. Yfir þeim standa svo þungvopnaðir íranskir hermenn. „Ég varð mjög reiður, ég varð mjög pirraður og reiður yfir því að þetta skyldi birtast,“ sagði Kerry í viðtali á sjónvarpsstöð CNN í Bandaríkjunum, en það eru íranskir hermenn eða menn úr sveitum Bylt- ingarvarðar Írans sem ábyrgð bera á birtingu myndbandsins, en ekki stjórnvöld, að sögn fréttaveitu AFP. „En ég er ekki að draga fjöður yfir þetta, fyrir þessu er engin afsökun. Okkar sjóliðar fóru því miður, og óviljandi, inn fyrir lögsögu Írans,“ sagði Kerry ennfremur á CNN. Skipin tvö sem sjóliðarnir voru um borð í voru á siglingu á Persaflóa, milli Kúveit og Bahrein, þegar vél annars skipsins sýndi merki um bil- un. Var því tekin ákvörðun um að drepa á vélum beggja skipa meðan viðgerð fór fram. Þungvopnaðir hermenn „Þetta stopp átti sér stað innan lögsögu Írans. Það er þó ekki ljóst hvort áhafnir hafa vitað staðsetningu sína nákvæmlega. Á meðan skipin voru stopp og áhafnir reyndu að greina vélavandann komu herskip Írana upp að þeim,“ segir í tilkynn- ingu frá stjórn Bandaríkjahers. Samkvæmt AFP sendi Íran fjögur herskip á svæðið með þungvopnaða hermenn sem tóku sjóliðana banda- rísku höndum. khj@mbl.is Myndband angrar Kerry ráðherra  Sýnir tíu sjóliða krjúpandi á hnjánum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.