Morgunblaðið - 19.01.2016, Page 18

Morgunblaðið - 19.01.2016, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er hægt aðfæra sann-færandi rök fyrir því hvers vegna það gæti verið eftirsóknar- vert fyrir ríki að vera í samstarfi um öflugt markaðssvæði, þar sem það hefði ríkari rétt en þau ríki sem utan við stæðu. Því er sér- kennilegt að þeim, sem brenna í skinninu, gangi svo illa að vera með sæmilega röksemda- færslu fyrir þeim málstað. Og margir veifa neikvæðum for- merkjum þegar aðildarspurn- ing um Ísland kemur upp. Nærri 80% norskra kjósenda eru andvíg aðild síns lands að ESB. Þar myndu aðildarsinnar ekki komast upp með málflutn- ing sem byggðist á því, að Nor- egur væri „ónýtt“ land í sam- anburði við ESB. Slíkum rökum er þó enn beitt á Íslandi. Þrátt fyrir að ímynd evrunnar sé illa löskuð heyrist fullþrosk- að fólk enn nota þau rök fyrir aðild að ESB að vextir séu miklu hærri hér en á evrusvæð- inu og munurinn „kosti“ Íslendinga tugi milljarða á ári. En ástæða þess að vextir eru öfugir á evrusvæðinu kemur ekki til af góðu. Þar er barist í örvæntingu gegn stöðnun og kreppu. Því er sameiginlega myntin niðurgreidd og inn- stæðulausum evrum dælt í stórum stíl út í hagkerfið til að tryggja lágmarksverðbólgu. Því þótt verðbólgan sé illa liðin á Íslandi þá vill enginn verð- bólgulaus vera í heiminum. Verðbólga sem fer úr böndum er ill en ekki hin. Góð samlík- ing er, að sérhver einstakling- ur vill „vera hitalaus“ en þó ekki með minni hita en 37°C. Hár blóðþrýstingur er vara- samur, en það er þó eins gott fyrir alla að hafa blóðþrýsting, því ella væri þetta búið. Æstustu ESB-sinnar nota það málstað sínum til fram- dráttar að borgað sé með evr- unni svo hún sé brúkleg! Sama fólkið andmælir því hástöfum að með ESB-aðild sé gengið á fullveldi aðildarþjóða. En það er gert og er alls staðar viður- kennt nema hér. Enda má rök- styðja það, með þeim ávinningi sem fáist á móti. Sá rökstuðn- ingur er frambærilegur, þótt hann sé ekki sannfærandi. En þess í stað er lagst í afneitun. Yfir 100.000 tilskipanir sem fjölgar um 10 þúsund á ári tryggja, nánast hver og ein, samfelldan fullveldisskurð. Einhverjir treysta sér sjálf- sagt til að rökstyðja það líka, þótt á brattann sé að sækja. Enda velja flestir afneitunina fremur en hinn vonda málstað. Við fullveldis- árásir tilskipana- fargansins bætist vaxandi hroki emb- ættismanna ESB með lítið lýðræð- islegt umboð. Þeir setja hiklaust harkalega ofan í við leiðtoga aðildarríkja ESB. Þó ekki leið- toga alvörulandanna tveggja, sem svo eru kölluð á göngum ESB, Þýskalands og Frakk- lands. En „jakkafötin“ fá hins vegar að heyra það þegar embættismönnum hentar. Dæmin eru mörg. Þjóðar- atkvæðagreiðsla í einu aðildar- landinu var einfaldlega slegin af með fyrirmælum frá leiðtog- um sambandsins. Skipt var um forsætisráðherra á Ítalíu og Grikklandi og löndunum sendir ókosnir embættismenn frá ESB með næsta flugi. Eftir að ríkisstjórn Portú- gals féll nýlega neitaði Silva, forseti Portúgals, að skipa ríkisstjórn í samræmi við vilja nýs þingmeirihluta. Forsetinn gaf þá hreinskilnu skýringu að slík stjórn myndi ekki hugnast ESB! Það er grátbroslegt að Lissabonsáttmálinn svokallaði var sagður vera upphaf lýð- ræðisvæðingar í ESB. Ekkert bólar á henni. Nú nýlega hafa embættis- menn í Brussel talað niður til kjörinna leiðtoga Ungverja- lands, Póllands, Slóvakíu og Slóveníu og krafist þess að þeir breyttu um stefnu. Er það allt með miklum ólíkindum. Í gær lýsti Hollande, forseti Frakklands, því yfir að nú ríkti „efnahagslegt neyðarástand í Frakklandi“. Hann hefði því ákveðið að verja 300 millj- örðum (í ísl. krónum) til að bæta úr ástandinu. Helm- ingnum yrði varið í margvísleg þjálfunarnámskeið. Þá nefndi forsetinn að fyrirtæki sem hefðu færri en 250 starfsmenn fengju sem svaraði 300.000 krónum fyrir hvern nýjan starfsmann sem þau réðu til sín í a.m.k. sex mánuði. Slíkar að- gerðir eru vart til annars en að koma mönnum út af atvinnu- leysisskránni fram yfir forseta- kosningarnar 2017 og munu engu breyta um atvinnuástand til frambúðar. Hollande tók fram að skattar yrðu ekki hækkaðir til að afla fjár í þess- ar „aðgerðir“. Sjálfsagt mun einhver kommisserinn í Brussel muldra að Frakkar muni þar með þverbrjóta reglur ESB um hámarkshalla á fjárlögum. En þar sem um er að ræða annað af alvörulöndunum tveimur mun muldrið ekki hafa nein áhrif. Hollande bregst við neyðarástandi með þjálfunarnám- skeiðum. Napóleon virðist langt undan} Neyðarlegt neyðarástand F lest munum við mætavel mikil- vægu augnablikin í lífi okkar að því marki að við munum hvar við vorum og hvenær. Þetta á við um dramatíska, heimssögulega at- burði, en líka persónuleg augnablik. Undirrit- aður man til að mynda þá stund er hann leit verðandi eiginkonu sína fyrst augum. Sama er að segja um fæðingu barna okkar hjóna. Ég man líka daginn sem ég fékk fyrst alvarlegan áhuga á tískuheiminum. Það gerðist 11. ágúst 1989, þegar sá sem þetta ritar var rétt rúm- lega 16 ára gamall. Þann örlagaríka laugardag las ég nefnilega sérblaðið Daglegt líf, sem fylgdi Morgunblaðinu þann dag, og þar var á miðopnunni að finna stóra grein, endursagða af Vilborgu Einarsdóttur blaðamanni, sem bar heitið Barist um hálaunaðar fyrirsætur. Ég renndi augunum dolfallinn yfir stórar myndir af fyr- irsætum sem voru svo dáleiðandi fallegar að þær gátu vart verið af þessum heimi. Þarna var Naomi Campbell 19 ára, Christy Turlington tvítug. „Er þetta bransi út af fyrir sig? Áhugavert,“ hugsaði táningurinn og geymdi blaðið – til þessa dags. Allar götur síðan hef ég drukkið í mig sagnfræði jafnt sem samtímafróðleik um þessa merkilegu veröld og með þann samanburð sem ég hef milli tímabila í tískuheiminum held ég að ákveðin ögur- stund sé að renna upp í þessum bransa. Hinn glögg- skyggni stílspekúlant Malcolm McLaren reit í tímaritið Details árið 1992 að í framtíðinni yrði líftími „trenda“ sí- fellt styttri uns hann yrði ekki neitt og tískan per se liði undir lok; stíllinn risi svo upp úr öskunni. Þetta er nokkurn veginn að rætast hjá hinum framsýna séntilmanni og fjölfræð- ingi. Ósjálfbær offramleiðsla lágvöruverðs- keðjanna (tískubransinn fer heilt yfir hroða- lega með umhverfið), sífellt algengari útbruni yfirhönnuða sem þurfa að skila af sér sífellt fleiri fatalínum á hverju ári með ótímabærum brotthvörfum frá stóru tískuhúsunum (Gal- liano, Wang, Simons, Elbaz, og fljótlega Slim- ane líka, sannið þið bara til) og aukin meðvit- und neytenda um að hafna einnota flíkum ber allt saman að þeim brunni að tískan er eins og snákur sem beit á einhverjum tímapunkti í halann á sér, hóf að éta sjálfa sig upp og nú styttist einfaldlega í hausinn; það er ekki hægt að ganga miklu lengra á viðskiptamódelið sem verið hefur í gangi allt of lengi. Fyrir mitt leyti segi ég – sem hef alla tíð fylgst með af áhuga og einbeitingu og lesið mér til um tískuna aftur til árdaga 20. aldarinnar – farið hefur fé betra! Ég geri orð sjálfs Yves Saint-Laurents, eins áhrifamesta fatahönn- uðar 20. aldarinnar, að mínum en hann sagði svo frægt er orðið: „Fashions fade, style is eternal.“ (Tískusveiflur líða hjá, stíllinn lifir að eilífu.) Það er trauðla hægt að finna betri leiðsögumenn um stílinn en þá McLaren og Saint-Laurent og það hefðu allir gott af því að mata fataskápinn á minni tísku og meiri stíl. Það, lesendur góðir, er lífsstíll í lagi. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Er tískan að detta úr tísku? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um fjórðungur íslenskragrunnskólabarna í 6.-10.bekk upplifir sig stress-aðan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta Skólapúls- inum, þar sem virkni, líðan og náms- viðhorf nemenda er kannað. Sálfræð- ingur segir nokkuð um að nemendur í 10. bekk upplifi stress vegna þess að þeir óttist að komast ekki inn í vin- sælustu framhaldsskólana. Skóla- stjóri segir miklar kröfur geta verið eina skýringuna. Meðal spurninga sem nemendur svöruðu í Skólapúlsinum var hvort þeir upplifðu stress. 23,9% grunn- skólanemenda af öllu landinu sögðust upplifa það oft eða mjög oft. Í Reykjavík var sambærileg tala 26% og í Mosfellsbæ 28%. Berglind Brynjólfsdóttir, sál- fræðingur á barna- og unglingageð- deild Landspítalans, segir þessar nið- urstöður koma á óvart. „Ég hefði ekki búist við því að hlutfallið væri svona hátt. Þetta er alvarlegt og þyrfti að skoða betur; hverjar ástæðurnar séu og hvort það sé eitthvað í samfélaginu sem veldur þessu.“ Svefnleysi og skortur á rútínu Berglind segir ekki hægt að segja til um hvort stress eða streita hjá börnum sé meiri nú en áður eða hvort meðvitund um það hafi aukist. Hún segir að streita byggist upp á löngum tíma af margvíslegum ástæð- um. „Bæði börn og fullorðnir finna fyrir streitu þegar það er of mikið að gera. En það er margt annað sem veldur. T.d. sýna rannsóknir að ís- lensk börn sofa allt of lítið. Þegar við sofum erum við að endurnýja okkur og vinna úr áreitum. Of lítill svefn veldur streitu bæði hjá börnum og fullorðnum. Annað sem er þekktur orsakavaldur hjá börnum er skortur á rútínu,“ segir Berglind. „Streita foreldra getur líka haft áhrif og einn- ig mikil tölvunotkun. Þá getur nám valdið mikilli streitu hjá barni með námserfiðleika.“ Hún segir mikilvægt að gæta að því að börn eigi sinn frítíma; skóla- dagurinn sé langur og að honum loknum taki við heimanám og tóm- stunda- og íþróttastarf. Víða séu gerðar miklar kröfur til barna sem leiði til þess að þau fari að gera mikl- ar kröfur til sjálfra sín og það geti leitt til þess að þau upplifi stress. Hún segir nokkuð um að til sín leiti ung- lingar í 10. bekk sem hafi áhyggjur af því að komast ekki inn í vinsælustu framhaldsskólana. „Þau sýna stress- einkenni vegna þessa. Þau langar í vinsælustu skólana og eru hrædd um að ef þau komast ekki inn í þá stand- ist þau ekki væntingar annarra eða sínar eigin.“ Spurð hvernig meðferð við streitueinkennum barna og unglinga sé háttað segir Berglind að fyrst sé farið yfir það hvað það sé í lífi barns- ins sem valdi streitunni. Í kjölfarið sé hugrænni atferlismeðferð beitt, en hún hafi reynst einkar vel. Streita geti valdið kvíða og í slíkum tilvikum séu stundum gefin kvíðastillandi lyf. Miklar kröfur um árangur Samkvæmt Skólapúlsinum upp- lifa 28% barna í Varmárskóla í Mos- fellsbæ stress oft eða mjög oft. Þór- anna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla, segir að talsvert sé rætt um stress hjá börnum meðal skólafólks. „Ég heyri á mörgum skólastjórum að það eru miklar kröf- ur á krakka í dag. Aðalnámskrá grunnskóla gerir miklar kröfur til þeirra og mörg þeirra eru í stífu pró- grammi utan skóla. Það eru miklar kröfur um að sýna árangur og þau eiga að standa sig vel alls staðar. Það vill gjarnan gleymast í allri skóla- málaumræðunni að börnin þurfa líka að fá að njóta sín í leik og að slaka á í frítíma,“ segir Þóranna Rósa. Stressuð börn sem eiga að standa sig vel Morgunblaðið/ÞÖK Skólabörn Samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins segist tæpur fjórðungur grunnskólabarna í 6.-10. bekk upplifa stress oft eða mjög oft. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi sem ætlað er að fylgjast með og bæta skólastarf. Um er að ræða könnun, sem er þannig gerð að nemendur svara spurningalista á netinu. Meðal þess sem spurt er um er ánægja af einstökum námsgreinum, trú á eigin náms- getu, líðan, lífshættir og sam- band við kennara. Engum per- sónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og ekki er hægt að sjá hver svarar hverju. Ýmsir þættir eru kannaðir SKÓLAPÚLSINN Þóranna Rósa Ólafsdóttir Berglind Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.