Morgunblaðið - 19.01.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.01.2016, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Lítil og stór Listaverkið þúfan fellur vel að landslaginu úti á Granda og speglaðist hún tignarlega í sjónum í björtu og fallegu vetrarveðri í gær en Esjan gnæfði þó yfir í vetrarbúningi. Árni Sæberg Túlkaþjónusta Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur öðru hverju verið í fréttum undan- farið. Oft undir fyrirsögn á borð við Túlkasjóður tómur og um- fjöllun um það svið túlkaþjón- ustu sem er endurgjaldslaus túlkaþjónusta í daglegu lífi. Miðlað hefur verið gagnrýni á þennan þátt og mætti jafnvel ráða að þetta væri eina verkefni Samskiptamiðstöðvar. Svo er ekki. Stöðin vinnur að mörgum öðrum verk- efnum svo sem rannsóknum á íslensku tákn- máli, kennslu íslensks táknmáls, námsefn- isgerð og ráðgjafarþjónustu. Þessi verkefni eru undirstaða túlkaþjónustu og forsenda þess að hún þróist. Þau hafa öll gengið vel. Raunar er óhætt að segja að Samskipta- miðstöð sé í fremstu röð stofnana á sínu sviði í heiminum. Túlkaþjónusta stöðvarinnar er einnig umfangsmeiri en endurgjaldslausa túlkaþjónustan, sem er í dag einungis um 20% af þeirri túlkaþjónustu sem veitt er. Greiðendur túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðin annast og miðlar túlkaþjónustu. Veitendur opinberrar þjón- ustu bera ábyrgð á að greiða fyrir túlkun samkvæmt gjaldskrá sem mennta- og menn- ingarmálaráðherra setur stofnuninni. Allar opinberar stofnanir, s.s. sjúkrastofnanir, stjórnvöld, dómstólar, sveitarfélög og skólar sem og félagasamtök og fyrirtæki sem fá op- inbera styrki greiða fyrir túlka- þjónustu sem þær panta. Endurgjaldslausa túlkaþjón- ustan er unnin fyrir fjárveitingu frá mennta- og menningarmála- ráðuneyti, sem nemur nú um 30 milljónum króna. Henni er ætl- að að tryggja heyrnarlausum túlkaþjónustu í samskiptum við einkaaðila svo sem vegna fast- eignaviðskipta eða annarra við- skipta, í atvinnu og við ýmis samskipti sem falla fyrir utan opinbera þjónustu. Fyrir aukið framlag frá mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti á undan- förnum árum hefur hlutfall endurgjalds- lausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi vaxið frá árinu 2012 úr um 11% í um 20% af allri veittri túlkaþjónustu. Lög um túlkaþjónustu Engin ein lög gilda um rétt fólks til túlka- þjónustu á milli íslensks táknmáls og ís- lensku. Túlkaþjónusta er tryggð víða í lögum svo sem í lögum um réttindi sjúklinga og í lögum um grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig hafa réttindi til túlkaþjónustu skap- ast með ýmsum úrskurðum og dómum frá því farið var að veita hana. Fjárveiting frá mennta- og menningar- málaráðuneyti til túlkaþjónustu í daglegu lífi kemur til Samskiptamiðstöðvar á fjárlögum en hún byggist ekki á reglugerð eða lögum um skilgreind réttindi til túlkunar. Fjárveit- ingunni hafa fylgt tilmæli um að jafnræðis skuli gætt við úthlutun. Bent hefur verið á að það skapi vanda að hafa ekki reglur um út- deilingu fjárins og endurtekið hefur komið upp sú staða að fjármagn hefur klárast á haustdögum. Félag heyrnarlausra hefur bent á að tryggja þyrfti rétt til túlkaþjónustu í daglegu lífi með lagasetningu og að óeðli- legt væri að fela Samskiptamiðstöð vald til þess að deila út fjárveitingu án þess að skýrt væri með hvaða hætti það er gert. Nýjar reglur Nú er verið að bæta úr þessu með því að setja Samskiptamiðstöð reglur um endur- gjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi sem munu vonandi gera útdeilingu þjónustu gagnsærri fyrir notendur. Reglurnar munu þó ekki verða til þess að hægt verði að sinna öllum beiðnum um þjónustu. Verkefni við túlkun eru bundin ákveðnum stað og stund og ekki er hægt að setja túlkapöntun á bið- lista. Þegar sú staða kemur upp að þörf fyrir túlkaþjónustu er meiri en hægt er að mæta, hvort sem er vegna fjárskorts eða skorts á túlkum, þarf að vera hægt að forgangsraða. Reglurnar sem verið er að vinna eru því hugsaðar sem verkfæri til þess að bregðast með skýrum hætti við slíkum aðstæðum. Jákvæð þróun Hröð og jákvæð þróun hefur orðið frá stofnun Samskiptamiðstöðvar fyrir ald- arfjórðungi. Möguleikar fólks, sem talar ís- lenskt táknmál, til þátttöku í samfélaginu eru stórbættir. Hagnaðurinn er ekki bara fólksins heldur líka samfélagsins sem hefur betri aðgang að þeim mannauði sem býr í táknmálstalandi Íslendingum. Stór áfangi náðist með lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 þar sem segir að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli. Mikil þróun hefur verið á sviði rannsókna, kennslu og túlkunar á milli íslensks tákn- máls og íslensku. Samskiptamiðstöð hefur átt gefandi samstarf við Háskóla Íslands í yf- ir 20 ár og tekið þátt í uppbyggingu á mennt- un í táknmálsfræðum og túlkun og rann- sóknum á íslensku táknmáli. Málvísindamenn sem rannsaka íslenskt táknmál eru málsmetandi í fræðaheiminum og kennarar Samskiptamiðstöðvar eru eft- irsóttir í erlent samstarf. Mörg ný verkefni verða stöðugt til innan stofnunarinnar. Sem dæmi má nefna SignWiki-vef stofnunarinnar sem hefur fengið erlendar og innlendar við- urkenningar. Fjöldi notenda túlkaþjónustu hefur tvöfaldast á síðasta áratug og fjár- framlög til verkefnisins vaxið verulega. Mikil aukningin hefur því orðið í túlkuðum tímum en á sl. ári voru túlkaðir um 13.000 tímar. Þróuninni er engan veginn lokið því mörg brýn og spennandi verkefni blasa við sem mun verða sinnt, sem fyrr, af frumkvæði og festu. Eftir Valgerði Stefánsdóttur » Þrátt fyrir að gagnrýnamegi táknmálstúlkaþjón- ustu hefur táknmálsþjónusta í heild þróast hratt og vel á und- anförnum aldarfjórðungi. Valgerður Stefánsdóttir Höfundur er forstöðumaður Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Táknmálsþjónusta – ný þekking og jákvæð þróun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.