Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016
✝ Þór Halldórssonfæddist 15. októ-
ber 1929 að Kórek-
staðagerði í Hjalta-
staðaþinghá á
Fljótsdalshéraði.
Hann lést 2. janúar
2016.
Foreldrar hans
voru Halldór Ein-
arsson, f. 1891, d.
1969, bóndi og söðla-
smiður, og Jóna
Jónsdóttir, f. 1888, d. 1973, ljós-
móðir og húsfreyja. Þór áttir
tvo eldri bræður, þeir eru Einar,
f. 1919, d. 1998, búfræðingur og
seinna lögregluþjónn í Reykja-
vík, og Óskar, f. 1921, d. 1983,
lektor í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Íslands.
Þór kvæntist Auði Ingólfs-
dóttur 20. september 1958. Auð-
ur fæddist 28. nóvember 1935
og lifir eiginmann sinn. Börn
þeirra: 1. Guðlaug, f. 1959.
Maki: Ingólfur Kristjánsson, f.
1959. Börn: Auður, f. 1986, og
Kristján, f. 1989. 2. Jóna, f. 1965.
Maki: Lars Peter Jensen, f.
1964. Börn: Hjálmar Þór, f.
1993, Ída Guðný, f. 1995, Odd-
geir, f. 2000. 3. Bolli, f. 1966.
Maki: Ásdís Hlökk Theodórs-
dóttir, f. 1966. Börn: Þorvaldur,
f. 1993, og Þórbergur f. 1999. 4.
Hjalti Þór, f. 1976. Börn: Pjetur
og þróaði starf deildarinnar í
samræmi við það sem best tíðk-
aðist í nágrannalöndum okkar.
Dæmi um félags- og trún-
aðarstörf: Þór stofnaði ásamt
Alfreð Gíslasyni Öldrunar-
fræðafélag Íslands 1974 og var
formaður þess félags 1978-83. Í
stjórn Sambands norræna öldr-
unarfræðafélagsins (Nordisk
Gerontologisk Förening) 1974-
96. Í undirbúningsnefnd að
frumvarpi til laga um málefni
aldraðra 1979. Í undirbúnings-
nefnd 5. Norrænu ráðstefn-
unnar í öldrunarfræðum 1983
og forseti 10. norrænu ráðstefn-
unnar í öldrunarfræðum 1990
sem haldnar voru hér í Reykja-
vík. Heiðursfélagi Öldruna-
fræðafélags Íslands 1993. Tók
þátt í stofnun Félags íslenskra
öldrunarlækna og var fyrsti
heiðursfélagi þess félags. Þór
vann einnig að ýmsum fram-
faramálum fyrir aldraðra í
gegnum Rauða krossinn RK en
hann sat í stjórn RK 1991-97 og
var formaður Reykjavíkurdeild-
ar RK á árunum 1993-2001.
Þór átti sér fjölmörg áhuga-
mál svo sem tónlist, menningu,
útivist, ljósmyndun og ferðalög.
Eftir starfslok gekk Þór til liðs
við Harmonikkufélag Reykja-
víkur og spilaði á fjölmörgum
viðburðum, ýmist á vegum fé-
lagsins eða eigin vegum.
Þór verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag, 19. jan-
úar 2016, kl. 13.
Már, f. 2002, og
Sigurbjörg Þóra,
f. 2007. Fv. eigin-
kona Hjalta og
barnsmóðir: Björg
Pjetursdóttir, f.
1971. Unnusta
Hjalta: Margrét
Erla Maack, f.
1984.
Þór tók stúd-
entspróf frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1952 og kandidats-
próf frá læknadeild Háskóla Ís-
lands í júní 1960.
Sérnám í Svíþjóð 1962-69.
Þór reyndi fyrir sér í ýmsum
greinum en tók að lokum stefn-
una á nýrnalækningar í Lundi.
Haustið 1968 kom Þór frá Lundi
ásamt tækni- og hjúkrunarliði.
Settu þau upp gervinýra á Land-
spítalanum og voru fyrst til að
veita þá meðferð (blóðskilun)
hér á landi. Árið 1970 réði Þór
sig sem yfirlækni á Sólvangi í
Hafnarfirði. Vaknaði þá áhugi
hans á öldrunarmálum hér á
landi og fann að þar var mikið
verk að vinna. Fór að sækja
námskeið og ráðstefnur til út-
landa í faginu. Þór vann að
stofnun Öldrunarlækningar-
deildar Landspítalans og varð
fyrsti yfirlæknir hennar þegar
hún tók til starfa að Hátúni 1975
Í dag fylgjum við Þór Hall-
dórssyni, tengdaföður mínum, til
grafar.
Þór var, að segja má, maður
þriggja alda. Þótt hann væri
fæddur þegar komið var fram á
þá tuttugustu fæddist hann inn í
nítjándu aldar aðstæður. Fyrstu
ár ævinnar bjó hann með fjöl-
skyldu sinni í torfbæ austur í
Hjaltastaðaþinghá, þar sem um
aðdrætti og búskaparhætti var
um margt líkt og verið hafði um
langan aldur og tæknibylting og
nútími að því er virðist ekki al-
veg í augsýn.
Þessi sveit, Hjaltastaða-
þingháin með sínar blár og sam-
félag fólks og drauga, átti alltaf
vísan stað í huga og hjarta Þórs.
Alla tíð var stutt í sögur og vísur
úr sveitinni og tilvitnanir í hnytt-
in tilsvör kalla og kellinga.
Í huga mínum eru myndir
teknar í vinnuferð í Kóreks-
staðagerði sumarið 2012. Þar er
Þór í essinu sínu við það sem
hann unni mest. Sem „Lilli í
Gerði“ við söng og leik í stofunni
í Gerði og á rölti með barnabörn-
um um heimahagana, þyljandi
sögur um huldufólk og drauga.
Heilabilun er grimmur sjúk-
dómur. Hún rænir fólk minni,
hugsun og sjálfi. En eitt tókst
henni ekki að taka frá Þór og það
var músíkin.
Sem barn lék Þór ýmist á fiðlu
eða harmonikku undir dansi á
böllum í sveitinni. Síðar tók hann
varla þátt í mannfagnaði án þess
að standa fyrir fjöldasöng og
undirspili á píanó eða harmon-
ikku. Kominn á efri ár stytti
hann félögum sínum á dagvist-
inni stundir með harmonikku-
leik. Og alveg fram undir það
allra síðasta gat hann enn sest
við píanóið, orgelið eða með
harmonikkuna og spilað eins og
ekkert væri, lag eftir lag.
Hvíl í friði og músík handan-
heimsins.
Ásdís Hlökk Theódórsdóttir.
Afi okkar átti mörg nöfn.
Þann 15. október árið 1929
fæddist hann í litlum torfbæ þar
sem hlátur, grátur, söngur og
fiðluleikur ómaði um dimma,
þrönga ganga sem lyktuðu af
reyk og jörð og sauðfé. Þá var
hann Lilli í Gerði.
Hann flutti til Reykjavíkur
eftir stríð. Hann þroskaðist,
dafnaði og gerði mistök, eins og
ungt fólk gerir.
Hann gekk menntaveginn og
varð læknir, byggði upp þjón-
ustu við aldraða og hjálpaði fólki.
Þá var hann Þór Halldórsson
læknir.
Hann varð ástfanginn eins og
við verðum flest. Hann kvæntist
Auði Ingólfsdóttur og eignaðist
með henni börn. Þá var hann
pabbi.
Börnin uxu úr grasi og eign-
uðust sjálf börn, eins og gengur.
Hann spilaði á píanó og orgel
fyrir okkur krakkana. Hann
söng lög, fór með vísur og sagði
sögur. Þá var hann afi.
Hann fór loks á eftirlaun 75
ára að aldri og spilaði á harm-
onikku „fyrir gamla fólkið“.
Hann hraut hástöfum undir dag-
blaði uppi í sófa og sat og hlust-
aði með okkur á tónlist á meðan
við lærðum. Þá varð hann aftur
Lilli í Gerði.
Svo lést hann þann 2. janúar
2016. Hver er hann nú? Það er
ekki okkar að vita. En þegar
manneskja hefur kvatt okkur
fyrir fullt og allt, hvað skilur hún
þá eftir sig? Hvaða spor mörkum
við okkur í heiminum?
Þegar allt kemur til alls þá er
það eina sem við eigum, það eina
sem raunverulega skiptir máli
fólkið sem okkur þykir vænt um.
Ég og þú, hann, hún og þau. Það
eina sem við höfum er hvert ann-
að.
Gildi ævi okkar mælist í þeim
minningum sem við merkjum í
vitund hvert annars. Þór Hall-
dórsson, Lilli í Gerði, pabbi eða
afi, hver sem hann var fyrir þér,
mun skilja eftir sig djúp spor hjá
okkur öllum sem þekktum hann.
Hjálmar Þór Jensen.
Þó að við systkinin sæjum Þór
föðurbróður sjaldan framan af
var ýmislegt sem minnti á þenn-
an fjarlæga frænda og litaði til-
veruna svo um munaði. Það er til
dæmis erfitt að ímynda sér upp-
vaxtarárin án plötuspilarans sem
Þór kom í fóstur hjá okkur – því
hann átti plötuspilara áður en
slík tæki urðu algeng.
Hvernig skyldi sá gripur hafa
orkað á hann í fyrsta sinn,
sveitadrenginn sem tólf ára var
farinn að spila fyrir dansi í sinni
afskekktu sveit?
Með spilaranum fylgdu fáein-
ar plötur, fiðlukonsert Mendels-
sohns, Mozart – fyrsta viðkynn-
ing við strengjakvintettana,
hughrifin ógleymanleg. Vistun
grammófónsins varð einnig til
þess að Þór sendi stundum plöt-
ur í jólagjöf; ein þeirra var með
Osmond Brothers, önnur með
hinum sænsku Hounds, þegar
frænda hafði borist njósn um að
ungviðinu hefði þótt Osmond-
drengirnir eitthvað hallærisleg-
ir. Miðað við slíkar yfirlýsingar
hljómuðu þeir þó grunsamlega
oft.
Í huga okkar systkina tengd-
ist Þór einhverri óljósri exótík,
hann var farinn til Svíþjóðar í
sérnám þegar við vorum peð, við
sáum hann nær eingöngu á há-
tíðum. Þessi „útlenski“ frændi –
notre oncle – var útiteknari en
við áttum að venjast, alltaf stutt í
brosið; hann var dálítið píreygur,
það hlaut að stafa af sólinni í út-
löndum sem fjölskyldumyndirn-
ar vitnuðu um – sumarleyfi á
strönd, sem var hvít – því hann
Þór átti vitanlega ljósmyndag-
ræjur og sýndi stundum „slæds“.
Þetta var bjartsýni áratugur-
inn, Haukur Morthens söng um
lífið í síldinni og svo kom bítla-
æðið og brátt fóru tveggja laga
poppplötur að rata á fóninn góða.
Kynslóð foreldra okkar kepptist
við að koma yfir sig þaki. „Fok-
helt“ var orð sem flögraði í loft-
inu á þessum árum án þess að við
krakkarnir veittum því sérstaka
athygli, en þegar Þór flutti heim
með fjölskylduna, alkominn,
varð merking þess jafn áþreif-
anleg og litla steypuhrærivélin
sem gekk þegar múrað var í
Brúnalandi. Þar innandyra ríkti
smört skandínavísk stemning, en
ljós viður var nýnæmi í tek-
kvæddri Reykjavík þessa tíma.
Eftir því sem við stækkuðum
varð það keppikefli að læra eitt-
hvað af þeim aragrúa söngtexta
sem kváðu við á þorrablótum
fjölskyldunnar, í stórafmælum
og stúdentsveislum – og við svo
til öll önnur tækifæri, því ef Þór
var mættur var alltaf sungið. Þar
skilaði sér með rentu heitstreng-
ing ömmu Jónu á sínum tíma,
þegar þau afi hófu búskap í
Gerði: á nýja heimilinu skyldi
sungið og jafnvel leikið á hljóð-
færi.
Ein eftirminnileg mynd af
Þór, þetta er áður en hann hvarf
okkur inn í „ellinnar mildu
þoku“: Það er verið að vígja nýtt
gólf í gamla fjósinu í Gerði, búið
að slá upp balli, Þór sestur með
harmónikkuna.
Innan skamms birtist Ingvi á
Svínafelli með nikkuna sína og
tyllir sér andspænis Þór. Þarna
er engum orðum eytt, þegar einu
lagi sleppir hefst nýtt án þess að
bera þurfi saman bækur, einbeit-
ingin algjör. Dansinn dunar,
sveitungarnir tveir eru kaf-
Þór Halldórsson
Á Laugarvatni
hefur íþrótta-
fræðinám farið
fram frá árinu
1932. Þá stofnaði
Björn Jakobsson
íþróttaskóla sem
var forveri
Íþróttakennara-
skóla Íslands sem
var stofnaður
1943. Árið 1998
var skólinn sam-
einaður Kennaraháskóla Ís-
lands sem varð síðan hluti af
menntavísindasviði Háskóla
Íslands 2008. Í gegnum allar
þessar breytingar hefur skól-
inn alltaf starfað á Laugar-
vatni og útskrifað fjöldann
allan af öflugum einstakling-
um sem hafa sett svip sinn á
þjóðfélagið.
Aðsókn að náminu hefur
farið minnkandi síðustu ár
eins og í kennaranámi al-
mennt en lenging námsins úr
þremur í fimm ár vegur þar
eflaust þungt. Á síðasta ári lét
Háskóli Íslands gera úttekt á
íþrótta- og heilsufræðinámi
skólans á Laugarvatni. Af-
raksturinn var tvær skýrslur
og nefndist fyrri skýrslan
„Sóknarfæri í námi í íþrótta-
og heilsufræði við Háskóla Ís-
lands“ og seinni skýrslan
„Valkostir um framtíð grunn-
náms í íþrótta- og heilsufræði
við Háskóla Íslands“. Nokkuð
hallar á fagleg vinnubrögð í
fyrri skýrslunni en vissulega
segja niðurstöður þeirra
beggja að ástæða sé til að-
gerða.
Við erum sífellt að verða
meðvitaðar um mikilvægi
góðrar heilsu. Hver rann-
sóknin á fætur annarri stað-
festir að heilbrigði hvers ein-
staklings er þjóðfélaginu
gífurlega verðmætt. Það ætti
því að vera eitt
af forgangs-
verkefnum
okkar að
mennta öfluga
einstaklinga á
þessu sviði.
Nú er sókn-
arfæri fyrir
Háskóla Ís-
lands sem er
Háskóli allra
landsmanna.
Það þarf að
markaðssetja
nýtt áhugavert
nám í íþrótta- og heilsufræði
á Laugarvatni, fjölga náms-
leiðum, bjóða upp á endur-
menntun og jafnvel styttri
námsleiðir. Mikil tækifæri fel-
ast í staðsetningu námsins á
Laugarvatni og mætti t.d.
nýta mikla fjölgun ferða-
manna hér á landi með því að
efla nám í heilsutengdri
ferðaþjónustu og útivist en
um 80% erlendra ferðamanna
fara hinn klassíska Gullna
hring og þar með í gegnum
Laugarvatn. Líklegt er að eft-
irspurn eftir vel menntuðu og
sérhæfðu starfsfólki í þessum
geira eigi eftir að aukast mik-
ið á næstu árum og nálægðin
við fjölbreytta náttúru gerir
Laugarvatn að tilvöldum stað
fyrir slíkt nám.
Í dag starfar metnaðar-
fullur hópur kennara á Laug-
arvatni og hefur byggt um
vandað nám. Þeir sinna rann-
sóknarstarfi sem er eitt það
öflugasta meðal deilda há-
skólans og sést best á þeim
rannsóknarstyrkjum sem
þeir hafa hlotið. Þennan
mannauð þarf að nýta í þeim
sóknarfærum sem eru til
staðar með áframhaldandi
starfsemi á Laugarvatni þar
sem öll aðstaða er í boði.
Styrkleikar svæðisins og
tækifærin sem felast í íþrótta-
og heilsufræðinámi á Laug-
arvatni eru ótvíræðir. Með
skýrri stefnumörkun er vel
hægt að byggja upp öflugt og
eftirsóknarvert nám á Laug-
arvatni. Ein grunnstoðin í ís-
lensku þjóðfélagi er heilsa og
það ætti að vera spennandi
kostur fyrir ungt fólk að
sækja nám á Laugarvatn þar
sem er gott mannlíf, leikskóli,
grunnskóli, framhaldsskóli,
og mikil náttúrufegurð.
Nú þurfa þingmenn Suður-
kjördæmis hvar í flokki sem
þeir standa að snúa bökum
saman og standa vörð um
starfsemi Háskóla Íslands á
Laugarvatni. Ef setja þarf
aukið fjármagn til að byggja
upp og laga aðstöðuna á
Laugarvatni þá þarf að ganga
í það verk. Í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarflokkanna er tal-
að um mikilvægi þess að
stuðlað verði að fjölbreyttum
atvinnutækifærum um allt
land, m.a. með dreifingu op-
inberra starfa. Það er ekki í
anda stjórnarsáttmálans að
færa opinber störf frá lands-
byggðinni til höfuðborgar-
innar.
Að lokum hvet ég stjórn-
endur Háskóla Íslands til
halda áfram starfsemi
íþrótta- og heilsufræðináms á
Laugarvatni og leggja metn-
að sinn í að endurskipuleggja
nám í íþrótta- og heilsufræði
og fara í öflugt markaðs- og
kynningarstarf í framhaldinu.
Sóknarfæri á Laugarvatni
Eftir Helga
Kjartansson
Helgi
Kjartansson
» Styrkleikar
svæðisins og
tækifærin sem fel-
ast í íþrótta- og
heilsufræðinámi á
Laugarvatni eru
ótvíræðir.
Höfundur er oddviti
Bláskógabyggðar.
Tölum saman
og knúsumst
þótt ólík séum
og svo ósam-
mála um margt.
Við erum öll á
sömu leið og
þurfum hvert á
öðru að halda.
Verum uppörv-
andi og hvetj-
andi. Leitumst við að laða það
besta fram í eigin fari og sam-
ferðamanna okkar.
Það er mín skoðun að þeim
farnast einfaldlega best, þeg-
ar til lengri tíma er litið, sem
temja sér auðmýkt og þjón-
ustulund. Hugarfar gjafmildi,
fyrirgefningar og þakklætis.
Þeim sem leitast við að hrósa,
vera jákvæðir, uppörvandi og
hvetjandi.
Örlæti hjartans
Veitum af örlæti hinum
fegurstu gjöfum úr sálarsjóði
hjartans svo straumar hins
lífgefandi anda finni sér far-
veg og berist frá hjarta til
hjarta.
Látum friðinn flæða líkt og
fallvatn, fullt af ferskum,
nærandi kærleika sem gefur
svalandi andblæ, vekur, lífgar
og nærir svo við hressumst og
getum horft með þakklæti til
framtíðar.
Kærleika fylgir ábyrgð
Mikill munur er á því hvort
kærleikurinn er borinn á borð
með virðingu og vingjarnlegri
nálgun að hroka
og yfirlæti.
Gleymum ekki að
sönnum kærleika
fylgir líka
ábyrgð.
Því er svo mik-
ilvægt að temja
sér að þakka fyr-
ir daginn að
kvöldi, og fyrir
hvíld næturinnar
að morgni, fá að
vakna inn í enn
einn daginn.
Þakka fyrir matinn við kvöld-
verðarborðið með fjölskyld-
unni. Þakka fyrir sig og sína,
líf og heilsu og bara það að fá
að vera með og þurfa ekki að
eiga síðasta orðið í öllum sam-
skiptum og ekki heldur um
það hvað um okkur verði.
Allt er í Guðs hendi. Þess
Guðs sem sagði: Ég er veg-
urinn, sannleikurnn og lífið,
enginn kemur til föðurins
nema fyrir mig. Treystum
þeim orðum, því hann, frels-
arinn eini og eilífi Jesús
Kristur, hefur heitið því að
allt muni fara vel að lokum.
Treystum náð hans og mis-
kunn. Við höfum nákvæmlega
engu að tapa, en sannarlega
allt að vinna.
Hlustum, sýnum
skilning og virðingu
Flestir ef ekki allir þrá að
fá að njóta blessunar í lífinu.
Ef þú vilt njóta blessunar
skaltu leitast við að vera til
blessunar. Með því að bera
raunverulega umhyggju fyrir
samferðafólki þínu. Með um-
vefjandi og hlýlegu viðmóti.
Með jákvæðri og uppbygg-
ilegri gagnrýni. Með því að
hlusta, sýna skilning, uppörva
og gleðja, styðja og hvetja.
Þeir sem hugsa ávallt fyrst
og fremst um eigin hag og
láta allt snúast um eigin þarf-
ir verða ekki til blessunar í
umhverfi sínu. Þeir sem alltaf
eru neikvæðir, þurfa að toppa
allt sem sagt er eða gert, til-
búnir að setja út á allt og alla
og tala öðruvísi um fólk en
það kemur fram við þá, verða
ekki heldur til blessunar. Þeir
sem eru sjálfselskir, sérhlífn-
ir og sjálfumglaðir, sífellt nei-
kvæðir, með allt á hornum
sér.
Þess vegna er svo mikil-
vægt að ganga út í daginn
með því meðvitaða hugarfari
að ætla sér að verða til bless-
unar.
Spurning dagsins: Hvað
get ég gert í dag til þess að
fólkinu mínu og samferðafólki
almennt geti liðið sem best?
Með þakklæti, friðar- og
kærleikskveðju!
Hugarfarið skiptir máli
Eftir
Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Veljum að vera
til blessunar. –
Hvað get ég gert í
dag til þess að fólk-
inu mínu og sam-
ferðafólki almennt
geti liðið sem best?
Höfundur er ljóðskáld og rit-
höfundur og aðdáandi lífsins.