Morgunblaðið - 19.01.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.01.2016, Qupperneq 27
gjöf hjá Mannafli (sem síðar varð Capacent) 2000-2004, var starfs- manna- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2004-2006 og mannauðs- stjóri Skýrr 2006-2011. Í dag gegn- ir Ingibjörg starfi mannauðsstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins bs. Ingibjörg er varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur jafn- framt gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um innan hans. Hún situr í mið- stjórn flokksins, var lengi í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og hefur verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ýmsum nefndum og ráðum á vegum borg- arinnar, m.a. varamaður í velferð- arráði og mannréttindaráði, fulltrúi flokksins í starfshópi um mannrétt- indi eldri borgara og skipulag Gufunessvæðisins, situr í fulltrúa- ráði flokksins og var kosin í fræðslunefnd hans. Ingibjörg sat einnig í Hverfisráði Grafarvogs um árabil. Hún var í námsnefnd í MBA-náminu, stýrði um tíma mannauðshópi Stjórnvísis og hefur í gegnum tíðina ritað ýms- ar greinar í blöð og tímarit um stjórnun og starfsmannamál og haldið erindi um mannauðsmál. Ingibjörg hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka og stofnana. Hún var lengi stjórnar- maður í Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna, sat um árabil í aðalstjórn íþróttafélagsins Fjölnis og hlaut silfurmerki félagsins, sat í stjórn fimleikadeildar Fjölnis, í stjórn Vímulausrar æsku og í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógar- bæjar. Hún situr nú í trúnaðarráði VR. ,,Helstu áhugamál okkar hjóna eru gönguferðir um landið. Við reynum að fara í eina langa göngu- ferð á sumrin með frábærum gönguhópi sem varð til fyrir áratug er við stelpurnar voru saman í MBA-námi við HÍ. Í fyrra gekk hópurin Hellismannaleið sem kom okkur skemmtilega á óvart. Við hjónin förum svo auk þess í styttri gönguferðir með börnunum. Einnig eru borgarferðir ofarlega á lista hjá okkur hjónum en við höf- um gert tölvert af því að heimsækja skemmtilegar borgir erlendis og reynum helst að fara aldrei tvisvar á sama stað. Í fyrra heimsóttum við Melbourne í Ástralíu og Moskvu árið áður. Á meðal borga sem mig langar að heimsækja eru Seúl í Suður-Kóreu og Hanoí i Víetnam.“ Fjölskylda Ingibjörg giftist 15.6. 1991, Lár- usi Elíassyni, f. 20.5. 1959, fram- kvæmdastjóra. Hann er sonur Elí- asar Jónssonar, fyrrv. lögreglu- manns á Keflavíkurflugvelli, og k.h., Oddbjargar Ögmundsdóttur útibússtjóra. Börn Ingibjargar og Lárusar eru Alexander, f. 3.4. 1992, nemi í tölv- unarfræði; Atli Geir, f. 26.6. 1995, sagnfræðinemi, og Aðalheiður, f. 21.9. 1997, framhaldsskólanemi. Bróðir Ingibjargar er Aðalsteinn Óðinsson, f. 19.02. 1965, skurðlækn- ir í Noregi. Foreldrar Ingibjargar eru Óðinn Geirsson, f. 7.1. 1943, prentari og atvinnurekandi í Reykjavík, og Að- alheiður Maack, f. 5.9. 1944, at- vinnurekandi í Reykjavík. Úr frændgarði Ingibjargar Óðinsdóttur Ingibjörg Óðinsdóttir Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Rvík Þórhallur Ólafsson smjörlíkisgerðarmaður í Smára í Rvík Jarþrúður Þórhallsdóttir húsfreyja í Rvík Aðalsteinn P. Maack fyrrv. forstm. Byggingaeftirlits ríkisins í Rvík Aðalheiður Maack atvinnurekandi í Rvík Hallfríður Hallgrímsdóttir húsfreyja í Rvík Örlygur Geirsson fyrrv. skrifstofustj. í menntamálaráðuneytinu Pétur Andreas Maack fyrrv. varaform.VR Pétur K. Maack fyrrv. flugmálastjóri Viggó Einar Maack skipaverkfræðingur Kristján Maack ljósmyndari og formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi Aðalbjörg Stefánsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Guðmundur Þorbjarnarson múraram. á Seyðisfirði Ingibjörg Guðmundsdóttir verslunarm. í Rvík Geir Gunnarsson ritstjóri í Rvík Óðinn Geirsson prentari og atvinnu- rekandi í Rvík Sigríður Siggeirsdóttir skrifstofum. í Rvík Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, alþm. Pétur Andreas Maack skipstj. í Rvík, fórst með togaranum Max Pemberton 1944 María B.J. Maack hjúkrunarkona og forstöðuk. á Farsóttarheimilinu í Reykjavík Afmælisbarnið Ingibjörg á Hellis- mannaleið með hluta gönguhópsins. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Sigurður fæddist á Stakkhamrií Miklaholtshreppi á Snæ-fellsnesi 19.1. 1907, sonur Óla Jóns Jónsson, bónda og oddvita þar, og Þórunnar Ingibjargar Sigurð- ardóttur húsfreyju. Óli Jón var sonur Jóns Jónssonar, bónda í Borgarholti, bróður Krist- ínar, langömmu Ólafs Thors for- sætisráðherra. Önnur systir Jóns var Kristín, langamma Ingunnar, móður Sturlaugs H. Böðvarssonar á Akranesi. Þórunn var dóttir Sig- urðar, bónda á Skeggstöðum Sig- urðssonar, og Margrétar Þorsteins- dóttur, bónda á Æsustöðum Ólafssonar, bróður Guðmundar, afa Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara og langafa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Meðal systkina Sigurðar Ólasonar voru Ágúst, afi Sturlu Böðvarssonar, fyrrv. ráðherra, og Tómas, afi Sturlu Tómasar Gunnarssonar, kvik- myndaleikstjóra í Kanada. Fyrri kona Sigurðar var Ragn- hildur I.J. Ásgeirsdóttir kennari en þau skildu. Síðari kona Sigurðar varð Unnur Kolbeinsdóttir, fyrrv. kennari og bókavörður og eru börn þeirra Kol- beinn flugstjóri; Þórunn leikstjóri og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík um árabil; Jón, fyrrv. ráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins; Guðbjartur prentfræð- ingur; Guðrún Sigríður fram- kvæmdastjóri, og Katrín mynd- listarmaður. Sigurður lauk stúdentsprófi 1928, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1933 og öðlaðist hrl.-réttindi 1941. Sigurður var fulltrúi hjá ríkisféh- irði 1933-39, settur ríkisféhirðir 1937, fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1939-72 og starfrækti jafnhliða lög- mannsstofu í Reykjavík á árunum 1935-87, ýmist einn eða í félagi við aðra, s.s. Þorvald Lúðvíksson hrl. á árunum 1958-61. Sigurður var með allra skemmti- legustu mönnum, hafsjór af fróðleik, skrifaði umtalsvert um sagnfræði- legt efni og bækur um þjóðlegan fróðleik. Sigurður lést 18.1. 1988. Merkir Íslendingar Sigurður E. Ólason 90 ára Áslaug Zoëga Kristín Ólafsdóttir 85 ára Guðmundur Snorrason Hrafnhildur Ágústsdóttir Margrét Helga Aðalsteinsdóttir Þýðrún Pálsdóttir 80 ára Anna Guðrún Hannesdóttir Scheving Eggert Þorfinnsson 75 ára Ásta Kristjánsdóttir Eiríkur Hjartarson Ester Bára Sigurðardóttir Guðmundur Gíslason Guðríður Fjóla Ólafsdóttir Jóhannes Gíslason Svanhvít Aðalsteinsdóttir Þorbjörg Jakobína Magnúsdóttir 70 ára Barbara Haage Björn Sigurpálsson Gunnar Kristján Aðalsteinsson Ólöf Karlsdóttir 60 ára Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal Garðar Agnar Garðarsson Gísli Sverrir Halldórsson Jón Gunnlaugur Jónasson Pétur Ólafsson Sigurður Pétur Jónsson Sigurður Rúnar Ívarsson Þorvaldur Þór Björnsson 50 ára Anja Huber Arnar Þór Sveinsson Brynjar Guðbjartsson Ólafur Þ. Kristjánsson Sigrún Sigurðardóttir Tryggvi Haraldsson Þórný Hlynsdóttir 40 ára Anna Sigríður Gunnarsdóttir Ásgeir Örvar Stefánsson Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir Bjarni Gylfason Carolin Ursula Kraus Erla Ólafsdóttir Ingibjörg Sunna Vilhjálmsdóttir Jóhanna Másdóttir Kjartan Jóhannesson Marek Ryszard Wróblewski Piotr Jeziorkowski Róbert Anni Gunnarsson Steinþór Carl Karlsson Witold Leon Dowsin 30 ára Giedrius Pranckus Guðni Kárason Margrét Edda Yngvadóttir Páll Bragi Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Rúnar ólst upp á Ísafirði, býr þar, lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá VMA og starfar við raf- virkjun. Maki: Kolbrún Fjóla Arn- arsdóttir, f. 1981, íþrótta- kennari. Foreldrar: Páll Hólm, f. 1954, d. 2014, húsa- gagnasmiður og sund- laugastarfsmaður á Ísa- firði, og Guðrún Rósinbergsdóttir, f. 1959, sjúkraliði á Ísafirði. Rúnar Páll Hólm 30 ára Oddur ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk far- mannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykja- vík 2010 og er fyrsti stýrimaður á Björgvini EA. Kærasta: Andrea Diljá Ólafsdóttir, f. 1982, MEd- nemi við HA. Börn: Katrín Salka, f. 2008, og Brynjólfur Hólmar, f. 2012. Foreldrar: Brynjólfur Oddsson, f. 1955, og Sandra Barbosa, f. 1963. Oddur Jóhann Brynjólfsson 30 ára Heiðrún ólst upp í Kópavogi, er búsett þar, lauk BS-prófi frá HÍ 2012 og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Erlingur Ingason, f. 1981, bifreiðastjóri og frí- stundaleiðbeinandi í Kópavogi. Sonur: Lúkas Atli, f. 2015. Foreldrar: Hafþór Krist- jánsson, f. 1957, rafvirki og vélavirki hjá Orkuveit- unni, og Þórunn Páls- dóttir, f. 1960, tölvunarfr.. Heiðrún Hafþórsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.