Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 1
Ekki hefur verið jafn mikið af fiski í
sjónum við Ísland í áratugi og nú, að
sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðs-
stjóra nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunar. Metfiskirí er nú
víða við Suður- og Vesturland.
„Þetta er í samræmi við þróunina í
þorskstofninum. Það er alls staðar
góð veiði þar sem menn eru að róa,“
sagði Þorsteinn. Hann minnti á að í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar í
fyrra hefði komið fram að viðmiðun-
arstofninn hefði þá verið metinn
stærri en hann hafði verið undan-
farna þrjá áratugi. Þorsteinn sagði
að aukningin í þorskstofninum kæmi
fram í veiðinni nú. „Auk þess eru bát-
arnir færri en þeir voru fyrir margt
löngu og sóknarminnkunin, sérstak-
lega með netum, er mikil. Fiskurinn
fær því að ganga óhindrað að mestu
og safnast saman í þéttar lóðningar.“
Vel hefur veiðst við Snæfellsnes að
undanförnu. Pétur Pétursson á
Bárði SH sem gerir út frá Arnar-
stapa segist hafa mokveitt frá ára-
mótum, sérstaklega í febrúar.
Raunhæft sé því að Hafrann-
sóknastofnun geri tillögu um auknar
aflaheimildir. »10
Mun meira af fiski en áður
Alls staðar góð veiði þar sem menn róa Þéttar lóðningar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjómenn Þorskstofninn hefur tekið
við sér og þá er gaman að vera á sjó.
L A U G A R D A G U R 5. M A R S 2 0 1 6
Stofnað 1913 54. tölublað 104. árgangur
TÓNLISTIN
SNÝST UM
GOTT SAMSPIL
ÞURFUM AÐ
VIÐHALDA
TENGSLUNUM
VESTURFARASETRIÐ 20 ÁRA 18JÓHANN ÁSMUNDSSON 12
Morgunblaðið/Eggert
Flóttafólk Komið í örugga höfn á Íslandi.
Tveir 14 og 16 ára drengir, fóst-
urlausir hælisleitendur frá Afgan-
istan, virðast eiga öruggt skjól á Ís-
landi, því alls sóttu 43 einstaklingar
um að taka þá í fóstur þegar Barna-
verndarstofa óskaði eftir því.
Drengirnir, sem hafa verið á Íslandi
í tvo mánuði, voru fyrsta kastið í
móttökustöð á vegum Útlendinga-
stofnunar en njóta nú þjónuustu
Reykjavíkurborgar. Starfsmenn
barnaverndar borgarinnar heim-
sækja nú þá sem koma til greina
sem fósturforeldrar, en leitað var
fólks sem er heimavinnandi eða hef-
ur sveigjanlegan vinnutíma.
Í fyrra komu sjö börn ein til lands-
ins og var nokkrum þeirra komið í
fóstur en önnur send til baka. Í sam-
anburðinum er það þó lítið því til
Svíþjóðar komu í fyrra 30 þúsund
fylgdarlaus börn. »12
Mikill áhugi á að
taka hælisleitandi
börn í fóstur
Tugir milljarða
» Rekstur gististaða og
rekstur í veitingasölu og þjón-
ustu velti samanlagt yfir 90
milljörðum króna á fyrstu átta
mánuðum ársins í fyrra, sem
er mikil aukning frá fyrri árum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríkisskattstjóri hefur að undanförnu
farið þess á leit við stjórnendur fjölda
fyrirtækja, sem eru einkum í mann-
virkjagerð og ferðaþjónustu, að þeir
geri grein fyrir skilum á virðis-
aukaskatti á árinu 2015.
Hækkun á lægra þrepi virðisauka-
skatts og lækkun á efra þrepinu í árs-
byrjun 2015 hafði m.a. áhrif á rekstur
fyrirtækja í ferðaþjónustu. Að
óbreyttu ættu þær breytingar að
leiða til þess að munur á innskatti og
útskatti virðisaukaskatts minnkar.
Sé innskattur hærri en útskattur
myndar það stofn til endurgreiðslu
virðisaukaskatts. Sú endurgreiðsla er
meðal þess sem embætti Ríkisskatt-
stjóra er nú að rannsaka.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri segir að oftast séu fyrirtæki í
rannsókninni heimsótt.
„Endurákvörðun opinberra gjalda
á sér stað í kjölfarið … Ef umfangið er
mikið, eða verknaður hefur verið unn-
inn við aðstæður sem auka saknæmi
brotsins, kann málum að vera vísað
áfram til viðeigandi refsimeðferðar,“
segir Skúli Eggert um athugunina.
Ferðaþjónustan í rannsókn
Ríkisskattstjóri kannar skil fyrirtækja á virðisaukaskatti Áhersla á fyrirtæki í
ferðaþjónustu og mannvirkjagerð Endurgreiðslur á virðisaukaskatti athugaðar
MKrefja fyrirtæki »22
Fjölskylda Geirs Hallgrímssonar,
fyrrverandi forsætisráðherra,
hefur afhent Þjóðskjalasafni Ís-
lands til vörslu allt skjalasafn
hans. Er það opið fræðimönnum
og áhugamönnum. Safnið er mik-
ið að vöxtum og spannar allan
starfsferil Geirs og stjórn-
málaþátttöku frá því á árum
seinni heimsstyrjaldar og fram til
andláts hans 1990.
Skjalaskráin er aðgengileg á
vef safnsins og er hún 32 síður að
lengd. Meðal skjalanna er dagbók
sem Geir byrjaði að rita 16 ára
gamall þar sem hann heitir því að
skrifa aðeins það sem hann viti
sannast og réttast.
Stutt er síðan
Þjóðskjalasafni
bárust öll póli-
tísk skjöl Jóns
Baldvins Hanni-
balssonar, fv.
formanns Al-
þýðuflokksins.
Safnið hefur
áhuga á að fá
skjöl stjórn-
málaflokkanna,
en lítið hefur borist af slíkum.
Engin skjöl eru frá Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokki.
Alþýðuflokkurinn er und-
antekning, en þaðan hefur ým-
islegt borist. » 14
Skjöl Geirs á safni
Geir
Hallgrímsson
Á fimmta þúsund unglinga var í Laugardalshöll-
inni í Reykjavík í gærkvöldi þegar unglingahá-
tíðin Samfestingurinn hófst. Þar komu fram
hljómsveitirnar Úlfur Úlfur, Glowie og ýmsir
fleiri listamenn sem fengu góðar viðtökur. Há-
punkturinn var þegar Páll Óskar Hjálmtýsson
sté á svið. Samkoman er árleg hátíð Samfés,
samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, en hún var
fyrst haldin fyrir 25 árum. Haldið er áfram í dag
þegar rösklega 70 unglingar á aldrinum 13-16
ára taka þátt í söngkeppni Samfés, sem sýnd
verður á RÚV. „Hér er virkilega góð stemning
og bros á hverju andliti krakka sem koma af öllu
landinu,“ sagði Andri Ómarsson, formaður Sam-
fés, í samtali við Morgunblaðið.
Góð stemning og bros á hverju andliti krakkanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þúsundir á árshátíð Samfés sem er í Laugardalshöll um helgina
Undirbúningur
fyrir tökur á
kvikmyndinni
Fast and Furious
8 stendur nú sem
hæst og verður
töluverð örygg-
isgæsla við Mý-
vatn þegar fram-
leiðandi myndar-
innar og stór-
stjarnan Vin
Diesel kemur til landsins en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
verður það í næstu viku. Áætlað er
að kvikmyndatökur standi yfir í um
átta vikur á Mývatni. »16
Undirbúningur fyrir
Fast 8 í fullum gangi
Mývatn Þar verður
mikið um að vera.