Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 10

Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Eggert Haukdal, fyrr- verandi alþingismaður og oddviti, andaðist á Landspítalanum mið- vikudaginn 2. mars sl. Hann var á 83. aldurs- ári þegar hann lést. Eggert fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. apríl 1933. Hann var sonur hjónanna séra Sigurðar S. Haukdal, prófasts í Flatey og síðar að Bergþórshvoli í Land- eyjum, og konu hans Benediktu Eggerts- dóttur Haukdal. Eggert ólst upp í Flatey og síðar á Bergþórshvoli. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1953. Eggert varð bóndi á Bergþórshvoli 1955 og bjó í félagsbúi með foreldrum sínum til 1973. Eggert var mikill félagsmála- maður. Hann var m.a. í stjórn Hér- aðssambandsins Skarphéðins 1961- 1972. Formaður Búnaðarfélags Vestur-Landeyja 1970-1993. Hann sat um tíma í fulltrúaráði Bruna- bótafélags Íslands. Eggert var for- maður Sjálfstæðisfélags Rang- æinga 1970-1978 og í kjördæmisráði Sjálf- stæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi frá 1959. Hann sat í hreppsnefnd Vestur- Landeyjahrepps og varð oddviti hennar árið 1970. Þá var Eggert sýslunefnd- armaður 1974-1988 og sat í héraðsnefnd frá 1988. Hann átti sæti í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1980-1985, þar af formaður 1980- 1983 og sat í stjórn Byggðastofnunar 1985-1987. Einn- ig sat Eggert í stjórn Þríhyrnings 1988-1991 og í stjórn Hafnar- Þríhyrnings hf. frá 1991. Hann átti og sæti í stjórn Fóðurblöndunnar hf. um tíma. Eggert var alþingismaður Suð- urlands 1978-1995. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en var utan flokka 1979-1980. Eggert var meðal annars formaður at- vinnumálanefndar Alþingis um tíma. Sambýliskona Eggerts til 30 ára var Guðrún Bogadóttir. Dóttir Eggerts er Magnúsína Ósk og son- ur hennar er Eyþór Lárusson. Andlát Eggert Haukdal, fyrrv. alþingismaður - hin heimsþekktuBeta verkfæri og fyrirtækjavörur fást núáhagstæðu verði hjá Iðnvélum Þú getur treyst Beta Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Full búð af nýjum vörum Mikið úrval af Páskagjöfum Afmælisgjöfum Sængurgjöfum Skírnargjöfum www.dimmalimmreykjavik.is Kjóll 5.595.- Peysa 4.895.- Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það eru allir að fiska og búið að vera mjög gott í öll veiðarfæri. Þetta er stór og fallegur þorskur,“ sagði Þórður Björnsson, hafnarvörður í Ólafsvíkurhöfn. „Það hefur verið miklu betra veður en í fyrra og miklu fleiri róðrardagar nú. Það og meiri fiskgengd skýrir þennan aukna afla.“ Sannkölluð vertíðarstemning ríkir nú í Ólafsvík og víðar á Snæfellsnesi. Bátar koma drekkhlaðnir að landi með rígaþorsk og fiska vel hvort sem er í net eða dragnót. Það hefur líka fiskast vel á línu en aflinn á hana verið sveiflukenndari. Alfons Finnsson fréttaritari sagði að dragnótabátarnir hefðu fiskað ævintýralega mikið. Sveinbjörn Jak- obsson SH fékk risastórt hal á þriðjudaginn var. Aflanum var land- að blóðguðum og óslægðum og vigt- aði 40 tonn á hafnarvoginni í Ólafs- vík. Skipverjar voru fimm stundir að blóðga fiskinn. „Þetta er svakalega mikill afli í einu hali. Hann náði einhvernveginn að koma þessu um borð. Það er erfitt að fá svona stórt hal,“ sagði Þórður hafnarvörður. Steinunn SH er líka að mokfiska í dragnótina og fékk 51 tonn á þriðjudaginn og 47 tonn á miðvikudag. Netabáturinn Bárður SH hefur mokfiskað síðan í janúar og fengið upp í 20 tonn í róðri í aðeins 20 net. Pétur Pétursson eldri er skipstjóri og rær við þriðja mann. Katrín SH, sem er eins og Bárður SH, hefur einnig fiskað mjög vel. Breytist þegar loðnan kemur Sumt af aflanum fer til vinnslu í Ólafsvík, annað á fiskmarkað og svo er sumu ekið í burtu. „Mikið af þorski fer í saltfiskvinnslu hjá Fisk- verkuninni Valafelli hér í Ólafsvík,“ sagði Þórður. „Það eru bátar í bein- um viðskiptum við fyrirtæki fyrir sunnan og afla þeirra er ekið þang- að.“ Margir línubátar róa frá Ólafsvík og eru þeir yfirleitt með landbeitta línu. Þórður sagði að loðnan væri á hraðri leið vestur með landinu og kæmi fljótlega fyrir Snæfellsnes. Búast má við að línufiskiríið detti niður þegar loðnan kemur. Meðan svo stendur á hafa línubátarnir að vestan oft farið suður fyrir land og fiskað þar um tíma. Sannkölluð vertíðar- stemning í Ólafsvík  Það mokfiskast í net og dragnót við Snæfellsnes Morgunblaðið/Alfons Finnsson Mokfiskirí Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH, var að landa vænum þorski í Ólafsvík í gær. Sannkölluð vertíðarstemning er víða á Snæfellsnesi. „Það er búin að vera mokveiði síðan á áramótum, sérstaklega í febrúar. Fiskurinn er mjög vænn,“ sagði Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH. Þeir eru búnir að landa 581 tonni af óslægðu frá áramótum. Þar af 562 tonnum af þorski. Aflinn í febrúar var 346 tonn, samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskmarkaði Íslands. Þrír eru í áhöfn Bárðar. Þeir hafa dregið 2-4 trossur undanfarið. Í hverri trossu eru 10 til 15 net. Yfirleitt hefur verið látið liggja yfir nóttina. Þegar loðnan kemur verður hægt að leggja að morgni og draga eftir 2-3 tíma. „Veðrið nú er algjör kúvending frá í fyrra þegar var stöðug brælutíð. Það hefur verið mjög hagstætt sjóveður frá áramótum og einmuna blíða marga daga í röð í febrúar,“ sagði Pétur. Það gengur hratt á kvótann þegar svo vel aflast. „Ég hef fulla trú á að forstjóri Hafrannsóknastofn- unar endi með stæl og bæti verulega við kvótann!“ „Mokveiði síðan á áramótum“ BÁRÐUR SH HEFUR LANDAÐ 581 TONNI FRÁ ÁRAMÓTUM „Ef einhvers staðar er hægt að tala um umhverfissóðaskap þá er það á gervigrasvöllum barnanna okkar í dag. Í dekk er sett efni til þess að gefa þeim eiginleika sem eru óþarfir á gervigrasvelli. Loks er sett í dekk- in sót sem lætur börnin okkar líta út eins og námugraftrarmenn,“ segir í greinargerð sem hópur foreldra hef- ur sent Alþingi. Hópurinn hefur bar- ist fyrir því að Reykjavíkurborg skipti um undirlag á gervigrasvöll- um þar sem notast er við dekkjakurl. Talið krabbameinsvaldandi Alþingi óskaði eftir greinargerð- inni vegna þingsályktunartillögu sem lögð var fram á síðasta ári um að umhverfis- og auðlindaráðuneytið setji bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum og geri áætlun um að skipta því út fyrir hættuminni efni. Í greinargerðinni kemur fram að sótið í dekkjakurlinu sé talið krabba- beinsvaldandi. Vísað er til upplýs- inga frá alþjóðlegu krabbameins- rannsóknarstofnuninni Inter- national Agency for Research on Cancer. Börnin eins og námaverkamenn  Greinargerð um kurlið til Alþingis Morgunblaðið/Ómar Æfing Margir foreldrar barna sem æfa á gervigrasi óttast afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.