Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Einar Heiðursfélagi FÍLA. E inar fæddist í Reykja- vík 5.3. 1941, ólst upp á Vöglum í Fnjóska- dal til 1947, á Grettis- götunni í Reykjavík um skeið og síðan í Kópavogi. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði nám í garðyrkjufræðum í Danmörku og Noregi 1961-64 og lauk námi frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1972 sem landslagsarkitekt. Einar starfaði á teiknistofu hjá Reyni Vilhjálmssyni landslags- arkitekt frá 1972 og vann þá m.a. við deiliskipulag Seljahverfis í nánu samstarfi við Teiknistofuna Höfða. Hann stofnaði eigin teiknistofu 1977 sem hann starfrækti í tíu ár og vann þá m.a. að hönnun Gufunes- kirkjugarðs, Vesturgötu 2, Bern- höftstorfu og Seðlabanka Íslands og átti þá m.a. samstarf við teiknistofu Stefáns Jónssonar arkitekts og Reyni Vilhjálmsson um svæðis- skipulag Ölfuss, Hveragerðis og Selfoss og Þingvallaþjóðgarðs. Í ársbyrjun 1987 varð Einar garðyrkjustjóri Kópavogs og gegndi því starfi til 1993. Þar tók hann þátt í vinnu við aðalskipulag Kópavogs 1988-2008 og ýmsa hönnun s.s. á umhverfi skóla og leikskóla, hönnun torgs við bæjarskrifstofur Kópa- vogs, útivistarsvæðis við Kópavogs- læk og umhverfis Kópavogskirkju. Einar hefur verið sjálfstætt starf- andi frá 1993. Árið 1994 stofnaði hann, ásamt Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni landslags- arkitektum, Landmótun sf. sem er ráðgjafarstofa landslagsarkitekta. Nú eru eigendur stofunnar fjórir og starfsmenn 13 talsins. Einar er ekki lengur meðeigandi en vinnur þar í sérverkefnum. Landmótun hefur unnið við svæðis-, aðal- og deili- skipulagsgerð auk hönnunarverk- efna og kortagerðar. Einar var lektor í hlutastarfi við LBHÍ 2009-2011 og hefur síðan ver- ið stundakennari þar. Einar sat í stjórn Landverndar 1974-85, í stjórn Náttúruverndar- Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt – 75 ára Hópurinn samankominn Einar og Helga með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum á góðri stund. Fjölskyldu- og hesta- maður og náttúrubarn Hulda Gústafsdóttir er margföld afrekskona í hestaíþróttum.Hún er tvöfaldur Norðurlandameistari, varð í 2. sæti á HM1995 og í úrslitum 2011, margfaldur Íslandsmeistari, hesta- íþróttakona ársins 1998 og 2000 og margfaldur Reykjavíkurmeistari. Hún rekur fyrirækið Hestvit á Árbakka á Hellu ásamt manni sínum og þau selja og flytja út hesta, sinna reiðkennslu og eru með ræktun. „Við fluttum út rétt tæplega 500 hross í fyrra og ég býst við að það verði aukning í ár. Salan fer hressari af stað núna en í fyrra.“ Hulda vann fyrir stuttu fjórganginn í Meistaradeildinni. „Fram undan er keppni í fimmgangi í sömu mótaröð og svo eru það Reykja- víkurmeistaramótið, Íslandsmótið og Landsmót á Hólum í sumar. Það skemmtilega við hestasportið er að dæmi eru um að keppendur séu orðnir sjötugir. Maður er ekki orðinn gamall þegar maður er kominn yfir þrítugt eins og í öðru sporti og batnar með aldrinum, reynslan er svo mikilvæg. Svo er besta auglýsingin í þessum bransa að vera sýni- legur í keppni. Fyrir utan hestamennsku finnst mér gaman að elda góðan mat og ferðast. Ég ferðast töluvert í gegnum starfið og er mikið erlendis, en það er samt mest gaman að ferðast með fólkinu mínu. Ég ætla út að borða með fjölskyldunni í tilefni dagsins en ekki fyrr en á morgun því í kvöld er hið árlega kvennakvöld Fáks. Stefnan er svo að halda upp á 100 ára sameiginlegt afmæli okkar hjóna á næsta ári. Það verður að sumarlagi og við ætlum að halda alvöru partí í reið- höllinni á 1.000 fermetra dansgólfi.“ Eiginmaður Huldu er Hinrik Bragason og börn þeirra eru Edda Hrund, f. 1992, nemi í ferðamálafræði við HÍ, og Gústaf Ásgeir, f. 1996, nemi í Háskólanum á Hólum. Fjölskyldan Við opnun reiðhallarinnar þeirra í febrúar 2015. Batnar með aldrin- um í hestasportinu Hulda Gústafsdóttir er fimmtug í dag Reykjavík Sonur Lilju Bjargar Sigurjónsdóttur og Halldórs Arnar Þor- steinssonar fæddist í Reykjavík 12. febrúar 2016 kl. 2.44. Hann vó 4.256 g og var 53,5 cm langur. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. FYRIR BETRI BORGARA LANDSINS Prófaðu hamborgarasósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.