Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 46
46 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Einar Heiðursfélagi FÍLA.
E
inar fæddist í Reykja-
vík 5.3. 1941, ólst upp
á Vöglum í Fnjóska-
dal til 1947, á Grettis-
götunni í Reykjavík
um skeið og síðan í Kópavogi. Hann
lauk kennaraprófi frá KÍ 1961,
stundaði nám í garðyrkjufræðum í
Danmörku og Noregi 1961-64 og
lauk námi frá Kunstakademiets
Arkitektskole í Kaupmannahöfn
1972 sem landslagsarkitekt.
Einar starfaði á teiknistofu hjá
Reyni Vilhjálmssyni landslags-
arkitekt frá 1972 og vann þá m.a.
við deiliskipulag Seljahverfis í nánu
samstarfi við Teiknistofuna Höfða.
Hann stofnaði eigin teiknistofu
1977 sem hann starfrækti í tíu ár og
vann þá m.a. að hönnun Gufunes-
kirkjugarðs, Vesturgötu 2, Bern-
höftstorfu og Seðlabanka Íslands og
átti þá m.a. samstarf við teiknistofu
Stefáns Jónssonar arkitekts og
Reyni Vilhjálmsson um svæðis-
skipulag Ölfuss, Hveragerðis og
Selfoss og Þingvallaþjóðgarðs.
Í ársbyrjun 1987 varð Einar
garðyrkjustjóri Kópavogs og gegndi
því starfi til 1993. Þar tók hann þátt
í vinnu við aðalskipulag Kópavogs
1988-2008 og ýmsa hönnun s.s. á
umhverfi skóla og leikskóla, hönnun
torgs við bæjarskrifstofur Kópa-
vogs, útivistarsvæðis við Kópavogs-
læk og umhverfis Kópavogskirkju.
Einar hefur verið sjálfstætt starf-
andi frá 1993. Árið 1994 stofnaði
hann, ásamt Gísla Gíslasyni og
Yngva Þór Loftssyni landslags-
arkitektum, Landmótun sf. sem er
ráðgjafarstofa landslagsarkitekta.
Nú eru eigendur stofunnar fjórir og
starfsmenn 13 talsins. Einar er ekki
lengur meðeigandi en vinnur þar í
sérverkefnum. Landmótun hefur
unnið við svæðis-, aðal- og deili-
skipulagsgerð auk hönnunarverk-
efna og kortagerðar.
Einar var lektor í hlutastarfi við
LBHÍ 2009-2011 og hefur síðan ver-
ið stundakennari þar.
Einar sat í stjórn Landverndar
1974-85, í stjórn Náttúruverndar-
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt – 75 ára
Hópurinn samankominn Einar og Helga með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum á góðri stund.
Fjölskyldu- og hesta-
maður og náttúrubarn
Hulda Gústafsdóttir er margföld afrekskona í hestaíþróttum.Hún er tvöfaldur Norðurlandameistari, varð í 2. sæti á HM1995 og í úrslitum 2011, margfaldur Íslandsmeistari, hesta-
íþróttakona ársins 1998 og 2000 og margfaldur Reykjavíkurmeistari.
Hún rekur fyrirækið Hestvit á Árbakka á Hellu ásamt manni sínum
og þau selja og flytja út hesta, sinna reiðkennslu og eru með ræktun.
„Við fluttum út rétt tæplega 500 hross í fyrra og ég býst við að það
verði aukning í ár. Salan fer hressari af stað núna en í fyrra.“
Hulda vann fyrir stuttu fjórganginn í Meistaradeildinni. „Fram
undan er keppni í fimmgangi í sömu mótaröð og svo eru það Reykja-
víkurmeistaramótið, Íslandsmótið og Landsmót á Hólum í sumar. Það
skemmtilega við hestasportið er að dæmi eru um að keppendur séu
orðnir sjötugir. Maður er ekki orðinn gamall þegar maður er kominn
yfir þrítugt eins og í öðru sporti og batnar með aldrinum, reynslan er
svo mikilvæg. Svo er besta auglýsingin í þessum bransa að vera sýni-
legur í keppni.
Fyrir utan hestamennsku finnst mér gaman að elda góðan mat og
ferðast. Ég ferðast töluvert í gegnum starfið og er mikið erlendis, en
það er samt mest gaman að ferðast með fólkinu mínu.
Ég ætla út að borða með fjölskyldunni í tilefni dagsins en ekki fyrr
en á morgun því í kvöld er hið árlega kvennakvöld Fáks. Stefnan er
svo að halda upp á 100 ára sameiginlegt afmæli okkar hjóna á næsta
ári. Það verður að sumarlagi og við ætlum að halda alvöru partí í reið-
höllinni á 1.000 fermetra dansgólfi.“
Eiginmaður Huldu er Hinrik Bragason og börn þeirra eru Edda
Hrund, f. 1992, nemi í ferðamálafræði við HÍ, og Gústaf Ásgeir, f.
1996, nemi í Háskólanum á Hólum.
Fjölskyldan Við opnun reiðhallarinnar þeirra í febrúar 2015.
Batnar með aldrin-
um í hestasportinu
Hulda Gústafsdóttir er fimmtug í dag
Reykjavík Sonur Lilju
Bjargar Sigurjónsdóttur
og Halldórs Arnar Þor-
steinssonar fæddist í
Reykjavík 12. febrúar 2016
kl. 2.44. Hann vó 4.256 g
og var 53,5 cm langur.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
FYRIR
BETRI
BORGARA
LANDSINS
Prófaðu hamborgarasósuna
frá E. Finnsson og gerðu gott betra.
31
18
-V
O
G
–
V
E
R
T.
IS