Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Golli Safnar áheitum Jóhann Ásmundsson tónlistarmaður undirbýr nú aðra sólóplötu sína. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Það voru komin 15 ár síðan éggerði síðustu plötu,“ segirJóhann um ástæður þessað hann ákvað að fara út í gerð annarrar hljómplötu. „Ég var loksins kominn með nógu mikið af efni á plötuna og sonur minn, Ás- mundur, hvatti mig eindregið til þess að láta slag standa,“ segir Jóhann. Fyrri sólóplata Jóhanns, So Low, hefur verið ófáanleg um nokk- urt skeið og stendur til að nýta tæki- færið og framleiða fleiri eintök af Tónlistin snýst um gott samspil Jóhann Ásmundsson, bassaleikari, sem er líklega þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni Mezzoforte, undirbýr nú upptökur á sinni annarri sólóplötu. Jó- hann ákvað að reyna hópfjármögnun á plötunni, og má finna verkefnið á heima- síðunni Karolinafund.com, þar sem notendur geta styrkt ýmis verkefni. þeirri plötu. „Það er nokkuð síðan það seldist upp allt sem var til af So Low,“ segir Jóhann en á sínum tíma var það breskt hljómplötufyrirtæki sem stóð að gerð hennar, en það fyr- irtæki hefur nú lagt upp laupana. Þarna gefst því kjörið tækifæri til þess að eignast báðar sólóplötur Jó- hanns á einu bretti. – En hvers vegna ákvaðstu að reyna hópfjármögnunarferlið? „Ég hafði heyrt af Karolinafund í gegnum kunningja mína sem höfðu farið þessa leið,“ segir Jóhann. Hann tek- ur fram að þessi leið sé spennandi, þar sem hún sé í raun forsala á því efni sem verið sé að gefa út. „Kerfið er þannig að þú ákveður upphæðina í upphafi og ef það safn- ast bara saman til dæmis 60%, þá verður ekkert úr verkefninu. Þetta er því ekki þannig að fólk sé að gefa pening sinn, heldur er það að kaupa vöruna í „allt eða ekkert“ forsölu,“ segir Jóhann. Býður upp á kennslutíma Þeir sem vilja geta þannig sett meiri pening í verkefnið og fengið til baka frekara efni. Jóhann segir að í sínu verkefni sé hann til að mynda ekki bara að selja sólóplöturnar 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Líf og fjör verður í Hörpu alla helgina. Auk matarmarkaðar Búrsins, Food and Fun og kynningar frá íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði munu Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Penninn Eymundsson taka hönd- um saman og bjóða gestum að hlýða á átta rithöfunda spjalla um verk sín við sjónvarpsmanninn Egil Helgason. Höfundarnir munu einnig lesa upp úr verkum sínum. Höfundarnir sem koma fram eru Jónína Leósdóttir sem á fyrstu bók ársins, spennusöguna Konan í blokkinni, Guðmundur Andri Thorsson sem fjallar um nýútkomna bók í ritröðinni Íslensk klassík, verkið Örlagaþættir eftir Sverri Krist- jánsson, ungskáldið Eydís Blöndal ræðir um sína fyrstu ljóðabók, Tíst og bast, og les úr bókinni, Dagur Hjartarson les úr nýútkominni skáld- sögu sinni, Síðasta ástarjátningin. Ragnar Helgi Ólafsson og Dagur ræða um forlagið Tunglið og nýjustu útgáfur þess. Ný skáld Tunglsins, þau Sólveig Johnsen, Þórdís Helgadóttir og Björn Halldórsson, verða kynnt og lesa þau úr smásögum sínum sem birtust í Skíðblaðni, tímariti Tungls- ins forlags. Spjallið fer fram á sunnu- daginn í fyrirlestrarsalnum Vísu á 1. hæð og hefst klukkan 14. Matur og menning í Hörpu alla helgina Ljósmynd/Matarmarkaður Búrsins Margmenni Matarmarkaður Búrsins í Hörpu er ávallt mjög vel sóttur. Bókmenntir krydda matarhátíð Ein skemmtilegasta lúðrasveit lands- ins heldur tónleika kl. 14, sunnudaginn 6. mars, í Háskólabíói. Þarna verða á ferðinni 160 börn og ungmenni úr Kópavogi sem leika saman í Skóla- hljómsveit Kópavogs. Hópnum er skipt í þrjár lúðrasveitir eftir aldri og getu og kemur hver sveit fram með sína efnisskrá. Mikið af kvikmynda- tónlist verður í boði í þessari tónlist- arveislu og ættu flestir að þekkja mörg þeirra laga sem þarna verða flutt. Stjórnendur sveitanna eru Þórð- ur Magnússon og Össur Geirsson. Í febrúar á næsta ári verður Skóla- hljómsveit Kópavogs 50 ára og er mik- il tilhlökkun hjá hópnum að fagna þeim merku tímamótum. Endilega … … takið þátt í tónlistarveislu Skólalúðrasveitir Þrjár sveitir koma fram með sína efnisskrá. Söguhringur kvenna er fjölmenning- arlegt verkefni Borgarbókasafns og samstarfsverkefni safnsins við Sam- tök kvenna af erlendum uppruna. Undanfarna mánuði hefur verið boðið upp á stórskemmtilegt nám- skeið í trúðatækni. Konur af íslensk- um sem og erlendum uppruna hafa tekið þátt undir vandaðri leiðsögn Virginiu Gillard og hefur tekist afar vel að tengjast gegnum húmor og skapandi æfingar. Í dag, laugardag, klukkan 13:30, verður síðasta trúða- stundin í bili haldin í Borgarbóka- safninu í Tryggvagötu 15. Á nám- skeiðinu kynnir Virginia trúðatækni fyrir byrjendur sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Hún nýtir eingöngu „rauða nefið“, minnstu grímu í heimi, sem er grunn- urinn í evrópskri trúðahefð. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Þátttaka er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Borgarbókasafns. Trúðatæknin eykur sjálfstraustið Rauða trúðsnefið leiðir konur saman í Söguhring kvenna Ljósmynd/Borgarbókasafn Sköpunargleði Á námskeiðinu er notast við rauða nefið, minnstu grímu heims, og trúðstækni er beitt í þeim tilgangi að styrkja sjálfstraustið. Glæsilegur bíll með miklum aukabúnaði! M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE Nýskráður 10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel 170hö, sjálfskiptur 7 gíra. Bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi og start, Íslenskt leiðsögukerfi, krómpakki, öryggispakki , LED ljósapakki, inrétting- arpakki, rafmagnsopnun/-lokun á skottloki, USB, bluetooth og aux tengi og fleiri aukahlutir. Verð 7.990.000. OKKAR BESTAVERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254705 á www.BILO.is Sími: 567 4840 • Funahöfði 1 • 110 Rvk. • bilo@bilo. is • www.bi lo. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.