Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 BÚÐU VEL UM GESTINA ÞÍNA Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 580 3900 sem aðstoðar þig með ánægju. Fastus býður upp á vandað lín fyrir hótel, ferða- þjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt það sameiginlegt með maka þínum að laðast sterklega að allsnægtum. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef gamla góða ástin gæti bara komið og dregið athygli þína frá viðskiptum og daglegu lífi. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að standa á rétti þínum en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlut- unum en nauðsyn krefur. Með góðri skipu- lagningu tekst þér að koma miklu í verk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt halda óhikað til streitu áformum þínum varðandi heimilið eða hvað eina sem hefur með fasteignir að gera. Lífið heldur áfram þó þú tapir stundum, það gerir sigrana bara sætari. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það myndi æra óstöðugan að leita að or- sökum allra hluta. Þú ættir ekki að fresta því að láta athuga torkennileg hljóð í bílnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ó, dásamlega fortíð! Líklega mun for- tíðarþráin toga þig baka til áranna þegar þú hafðir fáar skyldur. Líttu á björtu hliðarnar, líf- ið verður betra með hækkandi aldri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð óvænta athygli sem þú kærir þig alls ekki um. Sköpunarkrafturinn flæðir í gegnum þig. Stappaðu stálinu í sjálfa/n þig með að viðurkenna að þú hefur eitthvað að sanna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þig langar til að flýja hversdags- leikann, læra eitthvað nýtt og víkka sjóndeild- arhringinn. Ef þú ert í þörf fyrir að ræða málin skaltu gera það á réttum forsendum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gleðst yfir því að fá einhvern í lið með þér í áætlunum þínum – svo lengi sem þú færð að ráða. Fólki finnst þú full sam- úðar, góðleg og umhyggjusöm manneskja þessa dagana. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samtöl við vini og fjölskyldu- meðlimi ganga ekki sem skyldi í dag. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Einhver brennur í skinninu eftir að mega segja frá leyndarmáli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Manneskjan sem þú ert að bíða eftir er líka að bíða eftir þér. Þú þarft að brjót- ast út úr mynstrinu. Hafðu hugfast að allt á sér sinn stað og sína stund. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver sem virðist ekki hafa áhuga á því sem þú segir mun brátt skipta um skoðun. Aukið annríki og óreiða halda þér við efnið. Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Bungu á landi lítum vér. Leynist undir höfuðskel. Víða snýst á vegum hér. Í vegg íbogið skarð það tel. Þannig svarar Guðrún Bjarna- dóttir og má til sanns vegar færa: Keilir er keilulaga. Keilur í heila bæta sjón. Vegskemmd með keilukraga. Keilu í vegg hjó spætuflón. Þessi er hins vegar lausn Hörpu á Hjarðarfelli og ber saman við höfund gátunnar: Gátu að ráða víst ég vel og visku minni flíka. Tvö ég hef í kolli hvel og kannast við hin líka. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hvel nefnd bunga ávöl er. Í okkur leynist heilahvel. Hvel snýst víða á vegum hér. Í veggjum hvel nefnt skarð ég tel. Og fylgir svarinu eftir með limru: „Allt er á hverfanda hveli, æ, hvar er minn brennivínspeli? Hann léttir mér lund á líðandi stund,“ segir hinn kófdrukkni Keli. Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Í fjárhúskrónni kusk hún er. Kóklast í berjalyngi. Grær á velli, er vora fer. Vel ég tel hún syngi. Ingólfur Ómar heilsaði leir- verjum á fimmtudag, – „veðrið leikur við okkur nú þessa dagana,“ sagði hann, „og sólin lætur sig ekki vanta.“ Vekur gleði, vermir brá, vonar birtu gefur. Sólin guðar gluggann á, geislum landið vefur.“ Sigurlín Hermannsdóttir var líka í sólskinsskapi: Sólarljósið leitar vars, lengist geisli fagur. Viku eftir miðjan mars mætast nótt og dagur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allt er á hverfanda hveli Í klípu „HÆRRA, TIL VINSTRI – JÁ, ÞARNA. TAKK – ÞESSI KLÁÐI VAR AÐ GERA MIG ÓÐAN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HRINGDI Í LÆKNINN. HANN SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ NÓG AF VÖKVA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að nudda auma fætur hennar. SEGJUM BARA AÐ ÉG HAFI GELT Á ÞIG Í DAG ÓKEI ÞVÍ AÐ Í SANN- LEIKA SAGT, ÞÁ HEF ÉG BETRI HLUTI AÐ GERA SAMA HÉR AF HVERJU ERT ÞÚ SVONA GLAÐUR? ÉG HEF ALLTAF VILJAÐ VERA VINSÆLL! Gamlar fermingarmyndir. Þærgleðja alltaf jafn mikið. Fátt er skemmtilegra en að fletta í gegnum myndir af þessu einstaka tímabili í lífi fólks. Tískan og unglingalegt út- lit kveikir alltaf einhverjar kenndir í brjósti og fiðiring í maga þegar þær eru skoðaðar. Það er því ekkert skrýtið við það að sumir eiga í einkennilegu sam- bandi við myndir af þessu tímabili langt fram á fullorðinsárin. Systir Víkverja er nýhætt að fela ferming- armyndirnar en þær lágu lengi vel undir sófa og enginn vissi um þær. x x x Víkverji var sjálfur ekki alslæmur,nokkuð fínt fermingarbarn ef út í það er farið. Fötin voru hefð- bundin, blár kjóll, hvít skyrta og þykkbotna skór í stíl. Það sem stóð upp úr eða skagaði/skaraði fram úr var þetta líka ákaflega fallega stóra nef sem hefur fylgt honum æ síðan og hann ber með stolti. x x x Einu sinni á ári þá kemur stærðþess honum í koll. Það er um áramótin þegar skálað er og nýju ári er fagnað með kampavíni í tilheyr- andi kampavínsglösum. Víkverji þarf að drekka úr þeim með ein- stakri lagni. Þegar hann leggur barminn við varir sínar þá rekst hinn barmurinn alltaf í nefið á hon- um þegar hann reynir að dreypa á víninu. Það verður til þess að hann nær ekki að drekka freyðivínið í fyrstu atrennu. Heldur þarf hann nokkrar tilraunir. x x x Þá kemur að góðum notum aðmunnur Víkverja er nokkuð stór. Hann opnar því glasið bara vel og skellir öllu glasinu upp í sig í einu. Þá er það búið og gert. Þessar aðfar- ir minna hann á þegar börn eru að drekka í fyrsta skipti kók í gleri og setja allan munninn yfir stútinn og þamba. x x x Sem betur fer eru áramótin baraeinu sinni á ári. Það heyrist að minnsta kosti í sambýling Víkverja sem verður alltaf jafn hissa þegar hann horfir á þessar aðfarir við drykkjuskapinn. víkverji@mbl.is Víkverji Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jóh. 15:12) Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.