Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 13

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 13
tvær, heldur standi fólki einnig til boða til dæmis að kaupa sérútgáfu af disknum aukalega þar sem bassa- línan sé á sér rásum, þannig að hægt sé að spila lögin án þess að vera með bassaundirleikinn. „Fólk getur þá spilað sjálft með disknum,“ segir Jó- hann. Er það vinsæll kostur? „Það eru margir sem vilja æfa sig með tónlist og þeir læra heilmikið á því að spila með lögum. Ef það er enginn bassi, þá er enginn að þvælast fyrir þeim,“ segir Jóhann og bætir við að hann sendi þá bassarásina sér, þannig að viðkomandi geti hlustað á bassa- ganginn og lært þannig. „Þetta er kjörið æfingatæki,“ segir Jóhann, sem býður einnig upp á sérstaka kennslutíma í bassaleik, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum Skype- netsímaþjónustuna. Þannig geti hver sem er í heiminum fengið að njóta kennslustundarinnar. Tónlist snýst um samspilið Þó að platan sé „sóló“-plata er það ekki svo að Jóhann geri allt sjálf- ur á henni, heldur hyggst hann fá til liðs sig tónlistarmenn úr ýmsum átt- um sem hann hefur kynnst á löngum tónlistarferli sínum. „Fyrir mér Með bassann Jóhann hefur mund- að bassann frá unga aldri. Mezzoforte Hljómsveitin Mezzoforte á tónleikum árið 1980. Hún fagnar fertugsafmæli sínu á næsta ári. Frá vinstri: Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson og Björn Thorarensen. snýst músík um að spila með öðrum, að vera í samspili,“ segir Jóhann. „Ég reiði mig algjörlega á að vera með aðra meðspilara og það er ekki verra þegar það eru vinir manns, sem maður hefur kynnst í gegnum Mezzoforte-tíðina,“ bætir hann við. Lögin á plötunni eru öll samin af Jóhanni nema eitt. Hann segir tón- listarstílinn vera blöndu af jazzi, rokki, bræðingi eða fusion, og að öll lögin séu „instrumental“, það er, án söngs, og svipar þeim því til sama stíls og þann sem Mezzoforte hefur gert garðinn frægan með. „Þetta er bara mín tónlist, ég er ekki að ýta mér á annan vettvang heldur bara að halda í það sem stendur mér næst,“ segir Jóhann. Platan ætti því að geta gefið aðdáendum Mezzoforte eitt- hvað fyrir sinn snúð. Fertugsafmælið á næsta leyti En aðdáendur hljómsveitar- innar fá fleiri tækifæri til þess að gleðjast á næstunni, því að á næsta ári verða liðin fjörutíu ár frá því að Mezzoforte kom fyrst fram undir því nafni. „Þetta var þannig að Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson voru saman í Vörðuskóla og ég og Gulli Briem vorum saman í Réttar- holtsskóla,“ segir Jóhann og bætir við að þeir hafi byrjað að spila saman árið 1976 „Við kynntumst þegar maður var að rölta í hljóðfæraversl- anir og við höfðum þetta sameigin- lega áhugamál sem var þessi bræð- ingstónlist sem var mjög vinsæl þá. Við fórum að hittast að reyna að spila þessa tónlist.“ Ári síðar hafi mál þróast þannig að hljómsveitin hafi verið beðin um að koma fram á jazzkvöldi, og þá hafi vantað nafn til þess að auglýsa við- burðinn. „Við höfðum mörg vitleysis- nöfn fyrir þann tíma, en svo kom Mezzoforte og það festist við okkur.“ Jóhann segir nafngiftina hafa verið happadrjúga, þar sem mezzoforte sé alþjóðlegt tónlistarnafn og mikið not- að. Eftir þetta fyrsta kvöld varð ekki aftur snúið og fyrsta hljómplata sveitarinnar kom út á vínýl árið 1979. Síðan þá hefur sveitin gefið út fimm- tán plötur og fimm safnplötur. „Við höfum spilað saman síðan 1976, og á næsta ári ætlum við að halda mikla afmælishátíð í Hörpunni,“ segir Jó- hann. Ráðgert sé að hún verði haldin í september á næsta ári. „Það verða alveg örugglega margir góðir gestir þar og við reynum að sýna okkar bestu hliðar,“ segir Jóhann að lokum. Verkefni Jóhanns má nálgast á heimasíðu Karolina Fund: karol- inafund.com/project/view/1235 Stúdíó Paradís Hljóðverið er vel útbúið til tónlistarmyndunar. Jóhann rekur ásamt syni sínum hljóðverið Stúdíó Paradís sem hóf störf árið 2012. Jóhann segist alltaf hafa haft áhuga á þessari hlið tónlistar- innar eftir að hafa unnið mikið í hljóðverum um ævina, en að hann hefði aldrei hugsað sér að hefja svona rekstur. „Svo kom þetta óvænta tækifæri í lok árs 2011 að félagi minn sem byggði stúdíóið bauð mér það til sölu. Ég tók skyndiákvörðun í samráði við fjölskylduna og þetta er eiginlega fjölskyldufyrirtækið okkar,“ segir Jóhann. Ásmundur, sonur Jóhanns, sér um hljóðverið með honum. „Þetta er hans stóra áhugamál líka, hann spilar á trommur og er upptökumaður og er mjög fær í því,“ segir Jóhann, sem nýtur krafta Ásmundar á sóló- plötunni. Jóhann segir það mikinn kost að þeir feðgar séu báðir tónlist- armenn, því það geri þeim kleift að bjóða fólki undirspil ef það vill. Fékk óvænt tækifæri STÚDÍÓ PARADÍS DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefstmánudaginn 7.mars Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal - frjálsmæting 15.mars verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 60PLÚS Þjálfarar: Agnes Þóra Árnadóttir, Patrick Chiarolanzio og Guðbjartur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.