Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
!
"#
$%
$"%
"$
%!
#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
"
$!!
$"
$
%
$
% $$
#
"
#%
$#
#
$"%
$!
"#
#
%"
#%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Samtök iðnaðarins hafa stofnað sér-
stakt hugverkaráð sem ætlað er að
styrkja þau málefni sem eru sameig-
inleg fyrirtækjum sem starfa á al-
þjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar
og þjónustu á tækni og hugverki. Segja
samtökin að stofnun ráðsins sé liður í
að efla samkeppnishæfni þeirra og að
þeim verði skapað rekstrarumhverfi
sem jafnast á við það sem best gerist á
alþjóðlegum vettvangi. Í ráðinu sitja 15
manns. Fyrsti formaður þess verður
kosinn á stjórnarfundi síðar í þessum
mánuði. Áætlað útflutningsverðmæti
annars iðnaðar og þjónustu er áætlaður
289 milljarðar á síðasta ári og hefur
vaxið um 81% frá árinu 2009.
Iðnaðurinn kemur hug-
verkaráði á laggirnar
● Heildartekjur hugbúnaðarfyrirtækis-
ins Tempo, sem er dótturfélag Nýherja,
voru 1,2 milljarðar króna á síðasta ári.
Það er 65% aukning frá árinu á undan.
Um 98 prósent af tekjum Tempo urðu
til utan Íslands. Meira en þriðjungur
tekna varð til í Bandaríkunum og jókst
salan um 78% milli ára á þeim markaði.
Tekjur í Bretlandi jukust um 66% og í
Þýskalandi um 56%. Hjá Tempo starfa
75 starfsmenn á Íslandi og í Kanada.
Mikill vöxtur í tekjum
hjá Tempo á milli ára
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríkisskattstjóri hefur tekið fjölda
fyrirtækja til athugunar vegna skila
á virðisaukaskatti.
Nær athugunin m.a. til fyrirtækja
í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð.
Ríkisskatt-
stjóri horfir með-
al annars til fyrir-
tækja þar sem
innskattur, þ.e.
virðisaukaskattur
af aðföngum, hef-
ur verið hærri en
útskattur af
seldri vöru og
þjónustu og einn-
ig ef virðisaukinn
er lítill. Sé inn-
skatturinn hærri myndar það stofn
til endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir athugunina hluta af
venjubundnu eftirliti embættisins.
Hún sé gerð á nokkrum stigum.
„Það er verið að skoða alls konar
atriði til að tryggja að yfirferðin sé
að því leyti fjölbreytt. Fyrirtækin
eru í fæstum tilfellum tekin í alls-
herjar yfirhalningu, nema á grund-
velli skattrannsóknar. Í þessu skatt-
eftirliti eru könnuð afmörkuð atriði í
þessari lotu. Í næstu athugun kunna
önnur atriði að verða könnuð. Þetta
er því þáttur í fjölbreyttu eftirliti.
Skattskilin í misjöfnu horfi
Nú erum við að leggja talsvert
mikla áherslu á ákveðnar atvinnu-
greinar, sem eru mannvirkjagerð og
ferðaþjónusta, með það fyrir augum
að kanna þar stöðuna. Báðar þær at-
vinnugreinar eru fjölbreyttar, auð-
vitað alls konar flóra og þar með talið
á virðisaukaskattsskilunum,“ segir
Skúli Eggert um stöðuna.
Fram kemur á vef Samtaka ferða-
þjónustunnar, SAF, að hækkun
lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í
11% í byrjun árs 2015 hafi haft áhrif
á ferðaþjónustuna. Jafnframt var
hærra vsk-þrepið lækkað úr 25,5% í
24%. Að óbreyttu ættu þessar breyt-
ingar að leiða til þess að munur á
innskatti og útskatti minnki. Hafi
raunin verið önnur kann það að hafa
vakið grunsemdir.
Samhliða þessari lagabreytingu
fékk Ríkisskattstjóri auknar heim-
ildir til eftirlits og aðgerða.
Í byrjun þessa árs tóku gildi
breytingar á virðisaukaskatti og
vörugjöldum sem snerta nokkrar
starfsgreinar ferðaþjónustunnar.
Meðal annars var fellt niður tíma-
bundið ákvæði um endurgreiðslu á 2⁄3
af virðisaukaskatti vegna kaupa á
hópbifreiðum.
Fyrirtækin yfirleitt heimsótt
Skúli Eggert segir engar húsleitir
hafa farið fram í tengslum við þessar
athuganir.
Rekstraraðilar séu oftast heim-
sóttir og upplýsinga óskað. Stundum
á grundvelli bréfaskrifta.
„Endurákvörðun opinberra gjalda
á sér stað í kjölfarið, í þessum til-
vikum á virðisaukaskatti ásamt við-
eigandi álagsbeitingu. Ef umfangið
er mikið, eða verknaður verið unninn
við aðstæður sem auka saknæmi
brotsins, kann málum að vera vísað
áfram til viðeigandi refsimeðferðar,“
segir Skúli Eggert Þórðarson.
Krefja fyrirtæki um gögn
sem varða virðisaukaskatt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ferðamenn í Reykjavík Ríkisskattstjóri hefur meðal annars fyrirtæki í ferðaþjónustu til sérstakrar skoðunar.
Veltan á uppleið
» Fram kom í Morgunblaðinu í
nóvember að veltan í mann-
virkjagerð á fyrstu mánuðum
síðasta árs var 8,9% meiri en
sömu mánuði 2014.
» Velta gististaða jókst um
18,8% á tímabilinu og var rúm-
lega 41 milljarður króna.
» Í veitingasölu og þjónustu
var aukningin 14,3% milli ára,
þar var veltan 49,4 milljarðar.
» Hagstofan birtir næst tölur
um veltu í virðisaukaskatts-
skyldri starfsemi 10. mars.
Ríkisskattstjóri kannar meðal annars félög í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð
Kvika banki skilað 483 milljóna króna
tapi á liðnu ári. Kvika varð til við sam-
runa MP banka og Straums fjárfest-
ingabanka um mitt síðasta ár og
markast ársreikningur félagsins
mjög af þeim umbreytingum.
Þegar leiðrétt hefur verið fyrir ein-
skiptisliðum, þar á meðal afskrift
skatteignar og kostnaði vegna sam-
runans, reyndist afkoma Kviku af
reglulegri starfsemi jákvæð um 685
milljónir króna á árinu 2015. Arðsemi
eiginfjár sem telst til eiginfjárþáttar
A var samkvæmt því 11%.
Vaxtatekjur bankans námu 1,1
milljarði króna og þóknunartekjur
voru 2,6 milljarðar. Fjárfestinga-
tekjur námu 350 milljónum króna.
Tæplega 300 milljóna króna neikvæð
viðskiptavild var tekjufærð á síðasta
ári.
Að sögn Sigurðar Atla Jónsonar,
forstjóra Kviku, eru skýr merki um
jákvæð áhrif samrunans í reikningum
bankans. Afkoma af reglulegri starf-
semi á síðari helmingi ársins hafi ver-
ið góð, með 464 milljóna króna rekstr-
arafgangi og 15% arðsemi á virkt
eigið fé. Hagræðingaraðgerðir sem
ráðist var í í kjölfar samrunans skil-
uðu 14% lækkun rekstrarkostnaðar,
miðað við sameiginlegan kostnað MP
banka og Straums. „Við gerum ráð
fyrir enn frekari samlegðaráhrifum á
þessu ári,“ segir Sigurður Atli.
Heildareignir Kviku námu 61,6
milljörðum króna um áramót. Eigið
fé án víkjandi þáttar nam 6,4 millj-
örðum króna og var eiginfjárhlutfall
bankans 23,5% í árslok 2015.
sn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Kvika Sigurður Atli segir samlegð-
aráhrif samrunans hafa skilað sér.
Kvika með hálfs
milljarðs króna tap
Afkoma síðasta
árs lituð af kostn-
aði vegna samruna
Skúli Eggert
Þórðarson
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands