Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Flugstjóra farþegaþotu flugfélags-
ins Air France tókst með naum-
indum að koma í veg fyrir árekstur
við dróna er hann var að búa sig
undir lendingu á flugvellinum
Charles de Gaulle í París. Frétta-
veita AFP greinir frá því að atvikið
hafi átt sér stað 19. febrúar síðast-
liðinn en flugvélin var þá á leið til
Frakklands frá Barselóna á Spáni.
Þegar flugmenn vélarinnar, sem
er af gerðinni Airbus 320, voru önn-
um kafnir við að undirbúa lendingu
sá flugstjórinn skyndilega dróna á
flugi fyrir framan þotuna. Brást
hann skjótt við, slökkti á sjálfstýr-
ingunni og tók stjórnina í von um
að koma í veg fyrir árekstur. Er tal-
ið að einungis hafi munað fimm
metrum að dróninn rækist í vinstri
væng farþegaþotunnar. Slíkur
árekstur hefði getað haft alvar-
legar afleiðingar. Málið er í rann-
sókn. khj@mbl.is
FRAKKLAND
AFP
Airbus Talið er að dróninn hafi verið í
fimm metra fjarlægð frá vélinni.
Dróni ógnaði öryggi
farþegaþotu Air
France yfir París
Ráðist var með
hnífi á þungaða
konu í miðbæ
Sutton Coldfield
á Bretlandi.
Fréttavefur
bresku Sky-
sjónvarpsstöðv-
arinnar greindi
frá því í gær-
kvöldi að konan
hefði hlotið al-
varlega stunguáverka og verið flutt
á sjúkrahús með þyrlu. Frekari
upplýsingar um líðan hennar voru
ekki gefnar fjölmiðlum.
Árásarmaðurinn, 41 árs gamall
karlmaður, var handtekinn á vett-
vangi, en skömmu áður hafði hann
verið yfirbugaður af vegfarendum
sem vitni urðu að árásinni.
„Það sem vitað er á þessum
fyrstu stigum málsins er að tveir
hugrakkir vegfarendur gripu inn í
hættulega og ofbeldisfulla atburða-
rás – skeytingarlausir um eigið
öryggi – og hrósa ég þeim fyrir
það,“ segir talsmaður lögreglu í
samtali við Sky. Þeir hlutu sjálfir
einhverja áverka í átökunum en
meiðsl þeirra voru í gærkvöldi talin
minniháttar. khj@mbl.is
BRETLAND
Réðst vopnaður
hnífi á ólétta konu
Lögreglan á Bret-
landi við störf sín.
Metfjöldi flótta-
manna leitaði
hælis í ríkjum
Evrópusam-
bandsins (ESB) í
fyrra. Alls komu
þá um 1.250.000
flóttamenn til
ríkja ESB og eru
það meira en
helmingi fleiri
flóttamenn en ár-
ið á undan. Hagstofa Evrópusam-
bandsins (Eurostat) heldur utan um
þjóðerni þessa fólks. Samkvæmt
þeim voru Sýrlendingar fjölmenn-
astir, eða 363.000 talsins, Afganir
alls 178.000 og Írakar 121.500.
FLÓTTAMANNAVANDI EVRÓPU
Um 1.250.000
flóttamenn í ESB
Fánar ESB blakta
við hún í Brussel.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Vopnaðir menn ruddu sér leið inn á
hjúkrunarheimili í borginni Aden í
suðurhluta Jemens í gær og skutu
þar minnst 16 manns til bana. Meðal
hinna látnu eru fjórar nunnur frá
Indlandi en samkvæmt fréttaveitu
AFP unnu þær við hjúkrunarstörf á
heimilinu.
Engin vígasamtök höfðu í gær
lýst yfir ábyrgð sinni á drápunum.
Öll spjót beinast hins vegar að
hryðjuverkasamtökum Ríki íslams
og al-Qaeda sem staðið hafa fyrir
fjölmörgum blóðugum árásum á
svæðinu að undanfönu.
Skotið með hendur bundnar
Lýsingar sjónarvotta á ódæðinu
eru sláandi. Eru byssumennirnir
sagðir hafa komist inn á hjúkrunar-
heimilið eftir að hafa skotið til bana
öryggisvörð sem gætti inngangsins.
Gengu vígamennirnir, sem sam-
kvæmt sjónarvottum voru fjórir
talsins, því næst rakleiðis til verks,
yfirbuguðu fjölmarga starfs- og
heimilismenn og bundu hendur
þeirra saman. Var varnarlaust fólkið
skotið til bana skömmu síðar.
„Ég fór út til bæna. Þegar ég kom
aftur sá ég að allir vinir mínir voru
látnir,“ hefur AFP eftir einum af
íbúum hjúkrunarheimilisins.
Meðan á þessu stóð héldu árásir
Bandaríkjahers á liðsmenn al-Qaeda
í Jemen áfram. Voru meðal annars
gerðar loftárásir á felustaði þeirra
með drónum og létust þá fjórir
hryðjuverkamenn samtakanna.
Nunnur og eldra fólk skotin til bana
Vígamenn réðust á varnarlaust fólk á hjúkrunarheimili
AFP
Hryllingur Liðsmenn öryggissveita
kanna vettvang eftir skotárásina.
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Leigjum og seljum steypumót frá
Vinnupallar
margar stærðir
og gerðir
Byggingakranar,
stálsteypumót,
álsteypumót,
mótaplötur,
H-20 bitar og
loftastoðir.
Steypusíló,
brettagaflar,
efnisgámar.
Álstigar og tröppur
fyrir iðnaðarmenn
Íslensk framleiðsla í 32 ár
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.