Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Tónlistarmenn heiðraðir Íslensku tónlistarverðlaunin 2015 voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi. Á meðal verðlaunahafanna var hljómsveitin Of Monsters and Men, sem var valin tónlistarflytjandi ársins í popp- og rokktónlist og lag hennar, Crystals, var valið besta popplag ársins. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari fékk heiðursverðlaunin að þessu sinni. Árni Sæberg Nú liggur fyrir Alþingi þings- ályktunartillaga um að fela mennta- og menningarmálaráðherra í sam- vinnu við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og stjórn Gljúfrasteins að hefja upp- byggingu Laxnessseturs að Gljúfra- steini í Mosfellsdal. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ fagna mjög þeirri tillögu enda er safnið að Gljúfrasteini og ævistarf nóbelsverðlaunahafans Halldórs Laxness dýrmætur þjóð- ararfur. Safnið býr í dag við ansi þröngan kost og mikilvægt er að úr því verði bætt hið fyrsta. Nóbelsverðlaunahafinn Halldór Laxness Halldór Laxness er eini Íslend- ingurinn sem hlotið hefur þann heið- ur að vera tilnefndur til Nób- elsverðlauna. Þau fékk hann árið 1955 fyrir „litríkan skáldskap sem endurnýjað hefur íslenska frásagn- arlist“ eins og sagði í tilkynningu sænsku akademíunnar á sínum tíma. Mikilvægt er að varðveita þann menningararf sem Halldór skildi eftir sig. Heimili Halldórs og konu hans Auðar var gert að safni árið 2004 eftir höfðinglega gjöf fjölskyld- unnar sem gaf ís- lenska ríkinu húsið og innbú þess. Safnið sem ber heitið Gljúfrasteinn – hús skáldsins hefur tekið á móti hátt í 100.000 gestum á þessum tíma. Safnið heldur úti fróðlegri heimasíðu www.gljufrasteinn.is um Halldór sjálfan og afrek hans, eiginkonu hans Auði, húsið og safnið sjálft. Auk þess hefur safnið staðið að áhugaverðum sýningum um lífsferil þeirra hjóna og lagt sitt af mörkum við að við- halda þekkingu ungra Íslendinga á Nóbelsverðlaunahafanum. Menningartengd ferðaþjónusta Húsið sjálft að Gljúfrasteini tak- markar mjög þann fjölda sem getur heimsótt safnið, starfsmenn eiga erfitt með að taka á móti stórum hópum og aðgengi og aðkoma stærri bíla að safninu er erfið. Þessa dag- ana er unnið að viðhaldi á Gljúfra- steini sem veldur því að safninu er lokað frá janúar og út mars. Bæj- aryfirvöld í Mosfellsbæ hafa ætíð sýnt mikinn áhuga á því að ráðist verði í frekari uppbyggingu að Gljúfrasteini. Landsvæði hefur verið tryggt í námunda við Gljúfrastein og lagðar hafa verið fram frumtillögur að hönnun mannvirkis sem aukið gæti afkastagetu safnsins til muna auk þess sem þar myndast tækifæri til að byggja upp alhliða menning- arsetur með áherslu á bókmenntir, rannsóknir, fræðslu og miðlun. Fjöldi ferðamanna sem sækir Ís- land heim vex á hverju ári og marg- ir þeirra vilja fræðast um listir og menningarlíf Íslendinga. Þar skipar Halldór Laxness og verk hans stór- an og mikilvægan sess. Bæjarráð Mosfellsbæjar veitti framkominni þingsályktunartillögu jákvæða um- sögn og tekur fagnandi hug- myndum um uppbyggingu á alhliða menningarsetri að Gljúfrasteini með áherslu á bókmenntir og rann- sóknir. »Heimili Halldórs og konu hans Auðar var gert að safni árið 2004 eftir höfðinglega gjöf fjölskyldunnar sem gaf íslenska ríkinu húsið og innbú þess. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur eru bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson Laxnesssetur að Gljúfrasteini Eftir Harald Sverrisson og Bryndísi Haraldsdóttur Á dögunum voru rituð ein athygl- isverðustu pólitísku orð þessa árs. Árni Páll Árnason, for- maður Samfylking- arinnar, skrifaði bréf til allra flokksmanna sinna þar sem hann rakti helstu mistök sem flokkurinn hefði gert á undanförnum árum. Þau voru hvorki fá né smá. En það merkilegasta í bréfi Árna Páls voru orð hans um ESB- umsóknina, um þá ákvörðun að Ís- land sækti um aðild að Evrópu- sambandinu, örskömmu eftir þing- kosningarnar 2009 þar sem annar stjórnarflokkurinn hafði einmitt ítrekað lofað að slíkt yrði ekki gert. Hvað skrifaði Árni Páll? Í bréfi sínu skrifaði Árni Páll: „Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjalda- samkomulagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðild- arviðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknarferlið.“ Þetta er mjög merkileg yf- irlýsing, sem ekki er gerð að van- hugsuðu máli heldur send út skrif- lega til hvers einasta félagsmanns í Samfylkingunni. En af einhverjum stórfurðulegum ástæðum láta frétta- menn eins og hér sé ekkert sérstakt á ferðinni. Þeir krefjast ekki skýrra svara frá Árna Páli og samráðherr- um hans um þetta baktjalda- samkomulag. Skyndilega hafa frétta- menn engan áhuga þegar formaður stjórnmálaflokks og fyrrverandi ráð- herra segist hafa gert „flókið bak- tjaldasamkomulag“ um afar umdeilt mál. Nú talar enginn fréttamaður um að almenningur eigi rétt á svörum. Hver er ástæða áhugaleysisins? Hvernig stendur á því að frétta- menn fjalla ekki um þetta aftur og aftur, þar til skýr svör fást við því hverjir hafi gert þetta „baktjalda- samkomulag“ og hvernig það hafi hljóðað? Væru þeir svona áhugalaus- ir ef aðrir flokkar ættu í hlut? Vinstri grænir lofuðu því ítrekað í kosninga- baráttunni 2009 að ekki yrði sótt um aðild að ESB. Steingrímur J. Sigfús- son margítrekaði það í síðasta um- ræðuþætti baráttunnar, kvöldið fyrir kosningar. Strax eftir kosningar var svo mynduð ríkisstjórn um það að sækja um aðild. Tveimur mánuðum eftir kosningar var búið að senda umsóknina til Brussel. Svo kemur núna formaður annars stjórn- arflokksins og segir frá því að gert hafi verið „flókið baktjalda- samkomulag“ um málið, en frétta- menn krefjast þess ekki að það verði skýrt í smáatriðum. Hvernig stendur á því? Einfaldar spurningar sem kalla á svör Landsmenn hljóta að krefjast þess að aflað verði skýrra svara við mjög einföldum spurningum. Hverjir gerðu þetta flókna baktjalda- samkomulag? Hvenær var það gert? Hvernig hljómaði samkomulagið? Hvers vegna fékk almenningur ekk- ert að vita? Hvers vegna sögðu for- ystumenn Samfylkingar og VG ekki frá því að slíkt samkomulag hefði verið gert? Jóhanna, Össur, Árni Páll, Steingrímur J. og Katrín Jak- obsdóttir. Fréttamenn hljóta að finna sér tíma til að afla raunveru- legra svara við þessum mikilvægu spurningum, jafnvel þótt þeir verði rétt á meðan að taka sér hlé frá sín- um eftirlætisvangaveltum þessa dag- ana: Hvaða ráðherra Jóhönnu- stjórnarinnar er vænlegastur sem næsti forseti Íslands? Því auðvitað finnst vinstrimönnum sjálfsagt að einhver úr ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, einhver sem þrisvar sinnum greiddi atkvæði gegn því á þingi að Íslendingar fengju að kjósa um Icesave-samningana, verði næsti þjóðhöfðingi. Eftir Bergþór Ólason »Hvernig hljómaði baktjaldasam- komulagið og hverjir gerðu það og hvenær? Hvers vegna fást ekki svör við því? Bergþór Ólason Höfundur er framkvæmdastjóri. Hverjir gerðu baktjaldasamkomulagið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.