Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 29

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 29
Huginn og TR berjast um Íslands- meistaratitil skákfélaga Sveitir Hugins og TaflfélagsReykjavíkur munu berj-ast um Íslandsmeist-aratitilinn í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga í Rima- skóla um helgina. Fyrir sjöttu um- ferð mótsins sem hófst á fimmtu- dagskvöldi hafði Huginn ½ vinnings forskot á TR en úrslit keppninnar gætu ráðist í dag þeg- ar sveitirnar mætast í næstsíðustu umferð. Efstu þrjár sveitir Ís- landsmótsins öðlast keppnisrétt í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Novi Sad í Serbíu næsta haust. Staðan fyrir lokaumferðirnar fjórar var þessi: 1. Huginn 32 v. ( af 40 ) 2. Tafl- félag Reykjavíkur 31 ½ v. 3. Skák- félag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbburinn 20 ½ v. 6. Huginn b-sveit 18 ½ v. 7. Tafl- félag Bolungarvíkur 16 v. 8. – 10. Skákdeild KR, Skákfélag Ak- ureyrar b-sveit og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ½ v. Hou Yifan komst yfir í heims- meistaraeinvíginu Kínverska skákdrottningin Hou Yifan sem talin er fremsta skák- kona heims í dag vann aðra skák- ina í einvígi sínu við heimsmeist- ara kvenna Maríu Muzychuk og eftir tvær fyrstu skákirnar er staðan 1 ½: ½ þeirri kínversku í vil. Einvígið fer fram í Lviv í Úkraínu. Í skákinni á fimmtudag- inn kom upp opna afbrigði spænska leiksins og lengi framan af var staðan í járnum. 2. einvígisskák: Spænskur leikur Hou Yifan – María Muzychuk Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3 Vinsælast er 9. Rbd2 og 9. De2 kemur einnig til greina. Be7 10. c3 O-O 11. Rbd2 Dd7 12. Bc2 Rxd2 13. Dxd2 Bg4 14. Bf4 Bxf3 15. gxf3 Had8 16. Hfd1 De6 17. De3 Hd7 18. Bg3 g6 19. a4 Rd8 20. axb5 axb5 21. f4 f6 22. exf6 Dxf6 23. De2 c6 24. Dg4 Hb7 25. f5 Bd6 26. Ha6! Vegna möguleikans – Hxd5 síð- ar meir reynist þessi leikur erf- iður viðfangs. Svartur á þó að geta haldið jafnvægi. Hg7 27. fxg6 Bc5?? Afleitur leikur. Eftir 27. … Bxg3 28. Dxg3 De6 er staðan í jafnvægi. 28. Kg2 hxg6 29. Hxd5! Bxf2 30. Bb3! Re6 31. Hd6 Bc5 32. Dxe6+ - og svartur gafst upp. Magnús Carlsen ver titilinn í New York Í áskorendakeppninni sem hefst í Moskvu 10. mars öðlast sig- urvegarinn rétt til að skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Átta skákmenn hefja leikinn og tefla tvöfalda umferð. Nú liggur fyrir að heimsmeistaraeinvígið mun fara fram í New York dagana 11.-30. nóvember nk. Fyrirtækið Agon, sem var framkvæmdaraðili heimsmeistaramótsins í hraðskák og atskák í Berlín sl. haust, mun annast einvígishaldið. Tefldar verða 12 skákir. Átta krakkar í úrslitum „barna-blitz“ Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið hefst í Hörpu á þriðjudag og eru um 250 keppendur skráðir til leiks. Reykjavíkurskákmótið hefur undanfarin ár fengið á sig æ meira svipmót skákhátíðar og meðal vinsælla keppnisgreina til hliðar við aðalmótið er hrað- skákkeppnin „barnablitz“ en þar er keppt eftir tímafyrir- komulaginu 4 2. Undankeppnir hafa víða farið fram síðustu daga en þeir átta krakkar sem munu tefla til úrslita í höfuðstöðvum að- alstyrktaraðila Reykjavík- urskákmótsins, GAMMA, eru Al- exander Oliver Mai, Joshua Davíðsson, Óskar Víkingur Dav- íðsson, Robert Luu, Sindri Briem, Sindri Snær Kristófersson, Steph- an Briem og Sæmundur Árnason. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Samfylkingin á nú í miklum tilvist- arvanda, þetta fyrrverandi sam- félag sósíalista úr Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista gengur illa að finna sig og hrópar í örvæntingu: hver er ég? Flokkurinn er nánast klof- inn í tvær jafnstórar fylkingar nu um stundir. Fylgi Samfylkingar mælist nu rúm 9%, hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu litla fylgi flokksins? Árni Páll, formaður flokksins, reif- ar það í bréfi sem hann sendi til flokksmanna nýverið. Hiklaust má telja að daður flokksins við ESB- aðild og framgangan í Icesave- málinu eigi mikinn þátt í þessu litla fylgi. Auk þess var gengið hart fram gegn skuldurum í rík- isstjórn Samfylkingar og VG með velþóknun Samfylkingar. Ekki þarf það að koma á óvart að flokkur sem að hluta til rekur fortíð sína til Kommúnistaflokksins sem stofnaður var 1930 njóti ekki mikillar tiltrúar kjósenda. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Samfylkingin í vanda BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Íslandsmót í paratvímenningi og yngri spilara Íslandsmótið í paratvímenningi fer fram helgina 12.-13. mars og verður spilað í Síðumúlanum. Þá fer einnig fram Íslandsmót yngri spilara á sama tíma. Aðalsteinn og Birkir Jón Íslandsmeistarar Þeir Aðalsteinn Jörgensen og Birkir Jón Jónsson sigruðu á Ís- landsmótinu í tvímenningi sem fram fór um sl. helgi. Þeir hlutu 1396,8 stig eða 55,4% skor. Nánast jafnir að stigum í 2. sæti voru Hrannar Erlingsson og Sverrir G. Kristinsson með 1395,8 stig sem einnig eru 55,4%. Í þriðja sæti urðu Jón Baldursson og Sigurbjörn Har- aldsson með 1370,8 eða 54,4%. Keppnin að þessu sinni var mjög jöfn og þegar langt var liðið á mótið gátu a.m.k. 8-10 pör unnið. Þátttak- an var dræm aðeins 22 pör og voru spiluð 6 spil milli para. Arnór og Gunnlaugur unnu meistaratvímenninginn á Suðurnesjum Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson sigruðu í fjögurra kvölda meistaratvímenningi brids- félaganna á Suðurnesjum en mótinu lauk sl. miðvikudag. Þeir nutu lið- sinnis Jóhanns R. Benediktssonar eitt kvöldið og voru með 57,5% skor. Garðar Garðarsson og Guðjón Svavar Jensen urðu í öðru sæti með 55,15% og Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson urðu þriðju með 52,75% Svavar og Garðar urðu í efsta sæti síðasta spilakvöldið með 63,1% skor en Gunnlaugur og Arnór voru með 55,4%. Þá urðu Þorgeir Ver og Garð- ar Þór þriðju með 54,8%. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund á miðvikudagskvöldum kl. 19. fasteignir N Ý PR EN T eh f. Karlakórinn Heimir TÓNLEIKAR Hljómahöllin föstudaginn 11. mars kl. 20.30. Grafarvogskirkja laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá Einsöngur: Ari Jóhann Sigurðsson, Birgir Björnsson og Einar Halldórsson www.heimir.is Forsala á midi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.