Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 33
HönnunarMars
DesignMarch
Reykjavík
Á DesignTalks skoðum við
hönnun sem lykilþátt í
nýsköpun og skapandi
stjórnun, í viðskiptum, mótun
stjórnkerfa og sem leið til
bættra lífsskilyrða og
sjálfbærrar framtíðar.Harpa, Sifurberg, 10. mars, kl. 9.00-16:30
MARIA GIUDICE
Maria hefur yfir 25 ára reynslu af
stjórnunarstörfum í hönnun og viðskiptum, nú
síðast hjá Facebook og Autodesk. Nýlega kom
út bók hennar Rise of the DEO; Leadership by
Design.
JONATHAN BARNBROOK
Einn þekktasti grafíski hönnuður Breta,
sennilega þekktastur fyrir áralangt samstarf sitt
við David Bowie en einnig fyrir samstarf sitt við
Damien Hirst, Adbusters ofl.
LAUREN BOWKER
Lauren bruggar seið þar sem vísindi og tíska
renna saman og úr verða flíkur sem geta numið
tilfinningar manna, mengun og fleira. Fatalína
The Unseen hefur nú þegar vakið heimsathygli.
STUDIO SWINE
Þau Azusa og Alexander starfa að verkefnum út
um allan heim og hafa vakið mikla athygli og
hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar. Verk þeirra
byggjast á hönnunarrannsókn.
MARIA LISOGORSKAYA
Maria er arkitekt og einn stofnenda Assemble,
sem hlaut Turner Prize verðlaunin 2015. Maria
kemur til landsins í samstarfi við Hafnarborg
Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
TOM LOOSEMORE
Tom leiddi t.d. stafræna umbreytingu
þjónustugáttar bresku ríkisstjórnarinnar; GOV.UK,
hafði um árabil umsjón með internetstefnu BBC
og starfaði sem einn af ritstjórum Wired
Magazine.
Marco Steinberg arkitekt og sérfræðingur í nýsköpun innan hins
opinbera og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður og curator
DesignTalks munu leiða daginn og stjórna umræðum. Marco verður
einnig með sérstakan dagskrárlið um hlutverk hönnunar andspænis
áskorunum dagsins í dag.
Nánari upplýsingar: designtalks.honnunarmars.is
Miðaverð: 9.900 á harpa.is
Léttur hádegisverður og kaffi frá Kaffitári innifalið í miðaverði.
Innlend innslög: Dr. Þorvaldur Ingvarsson læknir og
framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Össuri, Katrín Ólína hönnuður,
Brynja Þóra Guðnadóttir hönnuður, Einar Gunnar Guðmundsson
forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka.
DesignTalks er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands
og styrktur af Reykjavíkurborg og Arion banka.