Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.2016, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 CATAN DAGAR Afsláttur í verslunum okkar af öllum viðbótum og stækkunum við Catan grunnspilið til páska! Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir gönguleiðir. Þegar hefur verið unnið áhættumat fyr- ir fjölmargar göngu- leiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Áhættumat göngu- leiða má finna á heimasíðu Ferða- félags Íslands. Helstu áhættur í vetrarferðum fyrir göngufólk eru þessar:  Hætta á að hrasa – renna í hálku  Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku  Hætta á að hrapa fram af fjalls- brúnum / klettum  Hætta á að villast  Hætta á að lenda í óveðri  Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkæl- ingu – krókna  Hætta á að falla í gegnum ís á vatni  Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði/ aurskriðum  Hætta á að verða sambandslaus  Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að mað- ur er vanbúinn/illa búinn  Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig/verða uppgef- inn  Hætta á ofþornun og næringar- leysi.  Hætta á að komast ekki í skjól. Hér hafa verið nefndar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar vetrarferðir eru stundaðar. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hættu- legar aðstæður. Farið er í göngu- ferðir og fjallgöngur allan ársins hring og geta aðstæður að ein- hverju leyti verið sambærilegar að vori, sumri og hausti þó vetr- arferðir og aðstæður að vetri til séu yfirleitt meira krefjandi. Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð og með- al annars: Afla upplýsinga um aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aur- bleytu, vatnsföll eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu viðráðanlegar. Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 18 metr- um á sekúndu er rétt að fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á ör- skammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátt- takendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Vanda leiðaval og forðast snjóflóðaaðstæður. Gott er að kanna spár á www.vedur.is Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. Ef farið er í ferð þar sem von getur verið á snjóflóðahættu er nauðsynlegt að hafa skóflu, snjó- flóðastöng og snjóflóðaýli. Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: sokkar og nær- fatnaður úr ull eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch eða ull og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatns- heldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökkla og grófum botni. Legghlífar er oft gott að hafa. Gott er að hafa hálkubrodda til að varna því að renna og detta í hálku. Hálku- brodda á aðeins að nota þar sem ekki er hætta á að renna af stað því þeir duga skammt í brattari brekkum og krefjandi aðstæðum og veita þar falskt öryggi. Ef leið liggur um jökla, brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa ísöxi og kunnáttu í að stoppa sig með henni ef fólk rennur að stað. Ísbrodda (jöklabrodda) þarf að nota ef aðstæður í brekkum eru þannig að hætta er á að renna af stað ef fólk dettur, brekkur eru með hörðum snjó eða ís, grjót eða klettar eru fyrir neðan. Ef farið er á ísbrodda þá þarf viðkomandi allt- af að hafa ísöxi í hendi og kunna að nota hana. Fjallalínur og öryggisbelti getur þurft að nota á erfiðum gönguleið- um að vetrarlagi. Ef gengið er á jökla skal ávallt nota öryggisbelti, fjallalínur sem og hafa ísbrodda og ísöxi til taks. Mikilvægt er að hafa gps-tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. Áttavita og kort þarf að hafa meðferðis og kunnáttu í notk- un. Göngustafir eru góðir og veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn farsíma með í ferð. Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is. Gott er að hafa bak- poka með auka hlífðarfatnaði t.d. sokka, höfuðbuff, vettlinga, peysu eða dúnúlpu, sjúkrapoka, nest- isbita vatn og heitt á brúsa. Gott er að kaldstarta sem kallað er, þ.e. vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngu- manni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. Mikilvægt er að stoppa eftir 15-20 mínútna göngu og hagræða fatnaði eftir þörfum. Göngur og fjallaferðir að vetr- arlagi eru í eðli sínu meira krefj- andi vegna færis og veðurs. Skoða þarf veðurspár og huga að snjóa- lögum og aðstæðum. Mikilvægt er að lesa og fræðast um vetrar- gönguferðir og vetrarfjalla- mennsku og auka þannig þekkingu sína. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erf- ið eða mjög erfið að vetrarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttu. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Eftir Pál Guðmundsson Páll Guðmundsson » Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir fjölmargar göngu- leiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Öryggisreglur fyrir vetrarferðir í fjalllendi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.