Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 35

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Nú þegar matar- og skemmtihátíðin „Food and Fun“ stendur yfir, og hófst með yfirskrift- inni „Food and Fut- ure“ – fæða og framtíð, gefst tækifæri til að skoða hvert eigi að stefna. Alþjóðasamfélagið samþykkti í París í desember síðastliðnum að vinna markvisst að sjálfbærri þróun með sérstaka áherslu á að fyrirtæki lagi starfsemi sína að þessari kröfu. Mikil gróska hefur verið í frumkvöðlaumhverfinu síðustu ár, einkum á sviði hugbún- aðar þar sem takmörk eru vart fyrir hendi. Nýlega var hleypt af stokk- unum frumkvöðlaprógrammi á svæði nálægt Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem níu frum- kvöðlar, ýmist með eigið fyrirtæki eða með aðilum á svæðinu, starfa við að þróa starfsemi sína í átt að full- kominni endurnýtingu og sjálfbærni (www.sadc.nl 21.02.2016). Þetta er metnaðarfullt verkefni í raunheimi þar sem áskoranirnar eru líf- vænlegt, ómengað umhverfi og and- rúmsloft. Val neytandans er í aukn- um mæli farið að taka mið af framleiðsluháttum, s.s. lífrænni ræktun og upprunalegum tegundum matjurta, en mikill vöxtur er í sölu gegnum aðila sem sérhæfa sig í slík- um vörum, svo sem Thrive Market í Bandaríkjunum (www.thrivemar- ket.com). Þetta eru dæmi þar sem samvinna og samtal er forrit- unarmálið og útkoman er samfélag- inu í hag – fordæmi sem eftir er tek- ið. Viðfangsefni frumkvöðlafyrirtæk- isins Spor í sandinn er heildstæð hugmyndafræði um fæði og framtíð – „Food and Future“ en helsta verk- efni þess er að þróa og byggja upp BioDomes – gróðurhvelfingar – í næsta nágrenni við neytendur. Þar verður boðið upp á ferskar, hreinar og heilsusamlegar mat- jurtir á markaðstorgi – svo sem salat, krydd- jurtir og ávexti, þar sem fólk fær tækifæri til að eiga samskipti og njóta endurnærandi umhverfis umlukið gróðri, birtu og yl allan ársins hring. Í anda yf- irskriftar hátíðarinnar sem stendur yfir núna, „Food and Fun“, verð- ur sett upp vönduð og úthugsuð sýning inni í framleiðslurýmunum, sem gegn að- gangseyri leiðir gesti um heim sem örvar skynjun, skilning og sögu þeirra ferla sem fyrir augu ber á fjölbreyttan hátt. Í takt við ákall al- þjóðasamfélagsins um sjálfbæra framtíð leikur BioDome hlutverk í að endurspegla það með framleiðslu sem einkennist af litlu sótspori (car- bon footprint) og vörulínu sem gefur kost á umbúðalausum viðskiptum. Viðskipti sem snúast um hollt fæði, skemmtun og framtíð – „Food, Fun and Future“. Framtíðarsýnin er að reisa Bio- Dome-klasa á nokkrum stöðum á landinu þar sem BioDome stendur fyrir sterku vörumerki hágæða- afurða, upplifunar og keðju sem mun á seinni stigum ná festu á er- lendri grundu. Viðskiptatækifærið sem BioDome felur í sér er margþætt. Sýnt hefur verið fram á að starfsemi sem þessi hefur hækkandi áhrif á fasteigna- verð í því umhverfi þar sem starf- semin er og hafa því þéttar borgir, s.s. Rotterdam, litið til hennar sem stefnumótandi leiðar í fasteigna- þróunarverkefnum. Dæmi hafa einnig sýnt að slíkur rekstur getur haft jákvæð áhrif á aðra þjónustu- starfsemi í umhverfinu, s.s. hótel, veitingastaði, skóla og dvalarheimili og virkað sem lóð á vogarskálar samlegðaráhrifa. Spor í sandinn reiðir sig á samtal og samvinnu við stjórnvöld, sterka bakhjarla, hagsmunaaðila og verð- andi viðskiptavini BioDomes – líkt og hollensku frumkvöðlarnir eru að gera í nágrenni Schiphol – til þess að stíga skref í átt að meiri sjálfbærni í samfélagi og um leið arðbærum rekstri. Þannig fer saman heildstæð sýn og metnaðarfull viðskiptaþróun. Þessi þróun er í anda náttúru- kapítalisma (Natural capitalism), þar sem mikil áhersla er á sjálfbæra nýtingu auðlinda, endurnýtingu, lok- uð kerfi, þjónustu við neytendur og rökrétt flæði innblásið af vistkerf- unum. Mikilvæg breyta í þessu er að setja í forgang fjárfestingu í slíkum verkefnum. Einn höfundur „Natural captialism“, Paul Hawken, hafði þetta að segja um BioDomes- verkefnið: „Þetta er vel ígrundað, mikilvægt, aðdáunarvert, gerlegt og miklu meira.“ Stofnkostnaður við fyrsta Bio- Dome-klasann er áætlaður um 800 m.kr. og gera áætlanir ráð fyrir að starfsemin velti 400-600 m.kr. á fyrsta heila starfsári. Með henni er sköpuð atvinna fyrir um 20 manns, bæði við stjórnun og þjónustu. Út- reikningar sem miða við 20 ára líf- tíma benda til að reksturinn beri um 30% innri vöxt. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á ráðstefnu Landsbank- ans þann 25. febrúar um áhrif Par- ísarsamþykktarinnar á atvinnulífið þarf markaðurinn að laga sig að breyttum tíma. Vistvæn starfsemi mun vera það sem skilur að þá sem halda velli. Fæða og framtíðarsýn Eftir Hjördísi Sigurðardóttur »Matar- og skemmti- hátíðin „Food and Fun“ hófst með yfir- skriftinni „Food and Future“ – Fæða og framtíð. Vangaveltur um hvert skuli stefna leita á hugann. Hjördís Sigurðardóttir Höfundur er löggiltur skipulagsfræð- ingur og framkvæmdastj. Spors í sandinn, www.sporisandinn.is. Streita er góð, nauðsynleg jafnvel og við kæmumst senni- lega ekki mjög langt án hennar. Hins veg- ar er varanlegt streituástand var- hugavert ástand fyrir líkamann og það get- ur skapað mikil vandamál, jafnvel þó streitan sé ekki endi- lega mjög mikil. Við höfum öll þessa sömu grunnbyggingu í okkur, að geta brugðist ofurskjótt við atburðum þegar mikið liggur við. Það er þegar líkaminn bregst við þeim hormónum sem er seytt út í blóð- rás okkar. Þetta grunneðli okkar má rekja til þeirra tíma þegar við vorum enn frummenn, upptekin af því að veiða okkur til matar og reyna að verða ekki máltíð ann- arra rándýra. Þar þurftum við að vera á verði, alltaf tilbúin að bregðast við skyndilegri árás, eða gera árás. Þó þessar hættur blasi aug- ljóslega ekki við okkur í dag, þá er þetta grunneðli í okkur engu að síður. Það birtist bara við annars- konar áreiti: erfiða verkefnið í vinnunni, hraðinn í umferðinni, upphæðin á kreditkortareikn- ingnum, veikindi fjölskyldu- meðlima. Listinn er langur. Munurinn er hins vegar sá að meðan við vorum frummenn feng- um við útrás fyrir orkuna sem streitan gaf okkur (með líkamlegu átökunum sem fólust í árás eða flótta), en slíkt er ekki stað- reyndin í dag, við fáum ekki endi- lega útrás fyrir orkuna sem streituástand veitir okkur. Það sem gerist er þetta: streitu- ástand myndast og líkaminn seytir hormóninu adrenalíni út í blóðið. Adrenalín gerir það að verkum að hjartsláttur verður hraðari, blóð- þrýstingur hækkar, sjáöldur augna minnka, andardráttur verð- ur hraðari, dregur blóðflæði frá meltingarfærum og út í vöðvana. Í stuttu máli sagt; allt þetta und- irbýr líkamann fyrir árás eða flótta. Að auki seytlast kortísól út í blóðið sem viðheldur þessu ástandi eins lengi og líkaminn þarf (eins lengi og hættan er til stað- ar). Ef við upplifum einhverskonar streituástand sem fær líkamann til að seyta adrenalíni og kortísóli daglega þá er líkaminn stöðugt á varðbergi og ef þetta er viðvar- andi ástand getur það skapað vandamál. Líkamleg einkenni geta farið að gera vart við sig til dæm- is: stöðugir verkir, minnkuð ein- beiting, minnisleysi, reiði, pirr- ingur og svefnvandamál svo eitthvað sé nefnt. Vegna þess hvernig kortísól starfar í líkamanum geta fleiri vandamál komið upp, til að mynda getur virkni ónæmiskerfis minnk- að sem gerir það að verkum að við verðum líklegri til að fá kvef og verðum lengur að jafna okkur, það getur aukið ofnæmi og astma- sjúkir geta upplifað svæsnari ein- kenni. Að lokum getur langvar- andi streituástand ýtt undir neikvæða upplifun af mistökum. Þannig getur streitan ýtt undir þunglyndi sem getur að lokum leitt til kulnunar þar sem ánægja minnkar (eða hverfur alveg) af verkum sem áður kölluðu fram gleði og ánægju. Þetta er ansi dökk mynd, en það er líka tilefni til. Streita er að verða eitt helsta mein í nútíma- umhverfi okkar og hefur áhrif á svo marga þætti er varða gott líf og góða heilsu. Það er engin ein skyndilausn til við svo stóru vandamáli en fræðimenn á sviði sál- fræði og geðlækninga eru nú farn- ir að sýna þessu útbreidda vanda- máli meiri athygli en áður. Þó eru til aðferðir sem auðvelt er fyrir alla að tileinka sér í daglegu lífi. Þessar litlu æfingar er gott að venja sig á, og þegar upp er staðið geta margar litlar, en góðar venj- ur haft mikið að segja um bata. 1. Jákvæðar hugsanir. Hljómar kannski of einfalt, en stór hluti af streitu verður til í huga okkar. Því er rökrétt að byrja þar. Það eitt að hafa áhyggjur af streitu getur valdið streitu. 2. Anda djúpt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðin önd- unartækni getur dregið úr streitu- áhrifum nánast samstundis. 3. Bros og hlátur. Hljómar of einfalt, en hefur mjög mikið að segja bæði um það hvernig okkur líður og hefur líka góð áhrif á fólk í kringum okkur. 4. Líkamsrækt. Fáðu útrás á já- kvæðan hátt fyrir orkuna; hlaup, lyftingar, sparka, kasta. Prófaðu það sem þér dettur í hug að gera og haltu þig við það sem þér finnst gaman. 5. Jóga og hugleiðsla. Lærðu að stjórna huganum og líkamanum. Æfingarnar veita þér útrás fyrir orkuna og á sama tíma beinir þú athyglinni að þinni eigin uppbygg- ingu. 6. Nudd. Að fara í nudd losar ekki bara um spennu í stífum vöðvum heldur getur líka haft ró- andi áhrif á hugann um leið. Próf- aðu jafnvel nokkrar útgáfur af nuddi; íþróttanudd, slökunarnudd, jóganudd. 7. Náttúran. Gefðu þér tíma í náttúrunni, farðu í göngutúra og sjáðu hvernig náttúran breytist milli árstíða og ára og fylgstu með dýrunum. Það er bæði heilnæmt að vera úti í náttúrunni, við önd- um að okkur hreinu lofti og fáum hreyfingu um leið – langir göngu- túrar geta verið ákveðið form af hugleiðslu ef við leyfum okkur það. 8. Talaðu um streituna. Það að deila áhyggjum og upplifunum setur hlutina stundum í annað samhengi, hjálpar okkur að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þeg- ar við erum undir miklu álagi, hugsum við ekki endilega rökrétt. Álit vinar eða meðferðaraðila get- ur hjálpað mikið. Mestu máli skiptir að reyna að hafa gaman af lífinu og verkefn- unum sem það færir okkur og taka sjálfa/n sig ekki of alvarlega. Eftir Eygló Egilsdóttur » ...þegar upp er staðið geta margar litlar, en góðar venjur haft mikið að segja um bata. Eygló Egilsdóttir Höfundur er jógakennari og ÍAK einkaþjálfari. Streitumein @@ Frábærlega staðsett 208,9 fm penthouse íbúð á 5. og 6. hæð við Skólavörðustíg í hjarta borgarinnar. Lyfta, tvennar svalir og stórkostlegt útsýni til sjávar-, fjalla- og borgar. Hér er um einstakt tækifæri til að eignast eigulega eign í miðju mannlífs miðborgar. Verð 119 millj. Á 4. hæð í sama húsi er einnig til sölu 183,1 fm hæð en þar hefur verið rekið gistiheimili til margra ára með átta herbergjum, tveimur eldhúsum og þremur bað herbergjum. Góðar tekjur. Verð 87 millj. Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali Nánari upplýsingar gefur Reynir Björnsson, löggiltur fasteignasali Sími 895 8321, reynir@eignamidlun.is Skólavörðustígur 16 Sala fasteigna frá gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.