Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 36
36 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 AKUREYRARMESSA Í BÚSTAÐAKIRKJU - Sunnudaginn 6. mars 2016 kl: 14:00 Séra Pálmi Matthíasson þjónar í messunni. Ræðumaður verður Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Norðlenskir tónlistarmenn syngja og spila. Eftir messu verður boðið upp á Bragakaffi, Kristjánspunga, kleinur, Lindukonfekt og MIX. Tilvalið tækifæri fyrir brottflutta Akureyringa að eiga saman góða stund. AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laug- ardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður er Eric Guð- mundsson. Barna- og unglingastarf. Umræðu- hópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Í dag, laugardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 12. Ræðumaður er Einar V. Ara- son. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jens Danielsen. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður: Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Eydís Ýr Jóhannsdóttir, fermingarbarn og vinningshafi söngvakeppni SAMFÉS fyrir hönd frístundamiðstöðvarinnar Ársels, syngur. Stuttmynd 10-12 ára barna frumsýnd. Börn úr 6-9 ára starfinu syngja. Barn borið til skírnar. Emma Eyþórsdóttir, úr æskulýðsfélaginu sa- KÚL, syngur. Félagar úr æskulýðsfélaginu taka þátt í guðsþjónustunni. Prestur er sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna og Valbirni Snæ Lilliendahl. Undirleikari Kjartan Jósefsson Ognibene. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Barn verður skírt í messunni. Kristný Rós Gúst- afsdóttir sér um samverustund sunnudaga- skólans ásamt Jarþrúði Árnadóttur guð- fræðinema. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti er Magn- ús Ragnarsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Gogg- ur og gaman. Hressing og gott samfélag á eftir. Æskulýðsguðsþjónusta í Haukaheimilinu kl. 20. Unglingakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur og Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Undirleik annast hljómsveit sem er skipuð Friðriki Karlssyni, Þorbergi Ólafssyni, Þóri Rúnari Geirssyni og Matthíasi. Bryndís Svavarsdóttir prédikar. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sigrún Ósk, Jón Örn, Arngrímur Bragi, Bjartur Logi og sr. Hans Guðberg hafa umsjón með stundinni. Kirkjukaffi í Brekku- skógum sem ungmenni úr æskulýðsfélaginu sjá um. Æskulýðsguðsþjónusta kl 17. Ferm- ingarbörn hafa umsjón með lestrum og bæn. Magnús Orri Schram, ráðgjafi og fyrrverandi Álftnesingur, flytur hugleiðingu. Hljómsveitin Lærisveinar HANS leikur undir sönginn. Kirkju- kaffi í kirkjunni, sr. Hans Guðberg þjónar fyrir altari. BORGARPRESTAKALL | Æskulýðsguðsþjón- usta í Borgarneskirkju kl. 11 Fjölbreytt efni. Barnakórinn syngur. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Messa kl. 11, sr. Gunnar Kristjánsson prédik- ar og þjónar fyrir altari, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson, félagar úr Karlakór Kjalnes- inga leiða sönginn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Gísli Jónasson og sr. Þórhallur Heimisson. Organisti er Örn Magnússon. Nem- endur í Tónskóla Sigursveins flytja tónlist. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Barnakórar. Gospelkór unglinga. Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar. Daníel Ágúst Gautason djáknanemi talar. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum eftir messu. Akureyr- armessa kl. 14. Ræðumaður er Goddur, Guð- mundur Oddur Magnússon. Þorsteinn Pét- ursson flytur örsögu. Tónlistarfólk frá Akureyri spilar og syngur. Bragakaffi, Kristjánspungar, Lindukonfekt og Mix eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Æskulýðsdagurinn, messa kl. 11. Börn og unglingar úr barna- og unglingastarfi kirkjunnar taka þátt undir stjórn leiðtoga sinna og presta safnaðarins. Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Drengjakór íslenska lýðveldisins sjá um tónlist. Einsöngvari er Mar- teinn Snævarr Sigurðsson. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarfræðsla kl. 12.30. Tónlistarhefð kirkjunnar, lifað og leikið í kirkj- unni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og mán., mið. og fös. kl. 8, laug. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Fjölskyldumessa kl. 11, séra Sveinn Valgeirsson flytur hugleiðingu. Æsku- lýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Siggi Jón verða með brúðuleikhús o.fl., fermingarbörnin taka virkan þátt. Organisti er Kári Þormar og kór Menntaskólans í Reykjavík syngur. FELLA- og Hólakirkja | Æskulýðsdagurinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stef- ánsson þjónar ásamt Pétri Ragnhildarsyni sem hefur umsjón með stundinni. Mikill söngur og fjölbreytt dagskrá. Dýrfirðingamessa kl. 14. Sr. Svavar Stefánsson þjónar og Kristín Jónsdóttir úr Haukadal flytur hugvekju. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Léttmessa kl. 20. Svavar Knútur leikur og syngur. Unga fólkið okkar úr æskulýðsstarfinu heldur utan um stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Lokasamvera ferm- ingarbarna og foreldra. Kór og hljómsveit kirkj- unnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er Guðmundur Páls- son. Prestar eru Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson. Heitt súkkulaði og veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. FRÍKIRKJAN Kefas | Fjölskyldusamvera kl. 11 þar sem heil hljómsveit spilar, við heyrum fræðslu um Jesú og börnin og einnig brúðu- leikrit. Börn úr sunnudagaskólanum munu einnig koma fram með eigin atriði. Í lok stund- ar verður boðið upp á pítsur í hádegismat. Al- menn samkoma kl. 13 þar sem Ármann Jakob Pálsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn, kaffi og sam- vera í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Þennan dag fyrir 110 árum var kvenfélag Fríkirkjunnar stofnað. Af því tilefni fer fram í guðsþjónustunni móttaka á nýjum altarisdúk sem kvenfélagið gefur kirkjunni. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið í safn- aðarheimilið þar sem gestum verður boðið upp á veitingar. GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af 50 ára afmælis Garðakirkju. Prest- arnir Jóna Hrönn Bolladóttir, Friðrik J. Hjartar og Hans Guðberg Alfreðsson þjóna fyrir altari ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Ís- lands. Hjónin Gullveig Teresa Sæmundsdóttir og Steinar J. Lúðvíksson flytja hugvekju. Blás- arasextett og Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja tón- list ásamt kór Vídalínskirkju og Jóhanni Bald- vinssyni organista. Kvenfélag Garðabæjar býður upp á veitingar í samkomuhúsinu Garða- holti kl. 15. Málþing kl. 16. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Krist- rún Gunnlaugsdóttir þjóna. Barna- og æsku- lýðskórar Glerárkirkju leiða almennan söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir prédika og þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og Matthías Pálsson. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - Kirkjuselið í Spöng | Sel- messa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Silvíu, Ástu Lóu, Hilmars o.fl. Öll börn velkomin. Messa kl. 11. Altarisganga. Sam- skot til ABC-barnahjálpar. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Nemendur úr Suzukitónlist- arskólanum í Reykjavík leika á hljóðfæri. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Hentar allri fjölskyldunni. Þor- valdur Halldórsson sér um tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta kl. 14 í hátíðasalnum. Séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir fyrrverandi dómkirkjuprestur þjón- ar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Krist- ínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Ferming- arbörn taka þátt í messunni og sýna helgileik, hvetjum foreldra fermingarbarna til að mæta í messuna. Sýnt verður myndband frá æsku- lýðsfélaginu. Kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Æskulýðs- messa og sunnudagaskóli kl. 11. Ferming- arbörnin taka þátt. Unglingakórinn syngur und- ir stjórn Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur. Prestar eru sr. Jón Helgi Þór- arinsson og Þórhildur Ólafs. Organisti er Dou- glas Brotchie. Morgunmessa 9. mars kl. 8.15. Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu á eft- ir. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Svana Helen Björnsdóttir fjallar um Biblí- una. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðs- dagurinn. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson og með honum þjóna Inga Harðardóttir, guð- fræðingur og æskulýðsfulltrúi, og hópur messuþjóna. Barnakór Ísaksskóla syngur við undirleik Bjarkar Sigurðardóttur. Stjórnandi er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjónusta 6.3. kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, ann- ast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjar- anson. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Greta Salóme Stefánsdóttir flytur ræðu. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og flytja bænir. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kári All- ansson. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Fjölskyldumessa kl. 11 í um- sjón sr. Sigfúsar, Markúsar og Hilmars. Guðs- þjónusta með stjörnustríðsþema kl. 20. Öll tónlist verður úr Stjörnustríðsmyndunum, leik- in á orgel af Brassbandi Reykjavíkur og kór kirkjunnar. Eftir signingu og bæn verða fluttar fjórar örhugleiðingar um stef úr Stjörnustríði og hliðstæður þeirra í Biblíunni. Að lokum munu prestar kirkjunnar ásamt sr. Toshiki Toma og Ólafi Jóni Magnússyni flytja bæn og blessun. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13. Matt Sorger prédikar. Barnastarf á sama tíma í aldursskiptum hópum. Kaffi og samfélag eftir stundina. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta í til- efni af æskulýðsdegi kl. 14. Unglingago- spelkórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Barnakór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur org- anista kirkjunnar. Bryndís Svavarsdóttir æsku- lýðsfulltrúi prédikar. Prestur er sr. Kjartan Jóns- son. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Yngri hópur í söng- og leiklist- arstarfi kirkjunnar syngur. Kvöldmessa kl. 20. Vox Felix syngur sem og eldri hópur í söng- og leiklistarstarfi kirkjunnar. Mánudagur 7.3. kl. 18.30. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, veitir fræðslu fyrir áhugasama á helgihaldi kirkjunnar. Skráning á keflavikurkirkja@kefla- vikurkirkja.is. Matur í boði. Miðvikudagur 9.3. kl. 12. Kyrrðarstund. Súpa og brauð. Fimmtudagur 10.3. kl. 20, sorg- arhópur. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Skólakór Kársness og skólakór Vatnsendaskóla syngja á æskulýðs- degi. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur leiðir stundina ásamt Þóru Marteinsdóttur og Bjarma Hreinssyni leiðtogum sunnudagaskólans. LANGHOLTSKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og prédikar ásamt Eddu Hlíf Hlífarsdóttur guðfræðinema. Kórskóli Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti ásamt Emmu Ey- þórsdóttur fermingarstúlku. Bryndís Baldvins- dóttir spilar undir. Messuþjónar og ferming- arbörn aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimili eftir stundina. LÁGAFELLSKIRKJA | Barna og æskulýðs- guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13. Sr. Arn- dís Linn og Hreiðar Örn. Gestur, Sigurður Ingi- marsson tónlistarmaður og Major í Hjálpræðishernum, spilar og syngur LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta samhliða. Ung- lingagospelkór Lindakirkju undir stjórn Áslaug- ar Helgu Hálfdánardóttur. Unglingar lesa texta dagsins og bænir. Batamessa kl. 17 í sam- vinnu við Vini í bata sem sjá um tólf spora starf í kirkjunni. Ávextir andans spila, vinir í bata segja frá trúarreynslu. Æskulýðsmessa kl. 20. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Unglingar sýna stuttmynd og lesa bænir. Sr. Sveinn og sr. Guðni Már leiða stundirnar. NESKIRKJA | Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 11 með barnakór og stúlkna- kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. Umsjón með stundinni hafa sr. Sigurvin, Katrín Helga, Andr- ea Ösp og Oddur Mar. Stefanía Steinsdóttir guðfræðinemi, og Una Torfadóttir flytja hugleið- ingar. Veitingar og samfélag á Torginu að venju. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fermingarmessa 6. mars kl. 10.30. Sókn- arprestur, Baldur Rafn Sigurðsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefán H. Kristinssonar organista. Meðhjálpari er Pétur R. Guðmundsson. SALT kristið samfélag | Lokasamvera kristniboðsvikunnar kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut. Ræðumaður Guðlaugur Gunn- arsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Guðbjörg Arnardóttir, organisti er Edit A. Moln- ár, Kirkjukórinn syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð í safn- aðaheimilinu á eftir, einnig er aðalsafn- aðarfundur að athöfn lokinni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Rósul- indar Gísladóttur. Biblíusaga og hreyfisöngvar, nýr límmiði og hressing í lokin. Æskulýðsmessa kl. 14, altarisganga. Sr. Bryn- dís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og Gunnar Hrafn Sveinsson flytur hugleiðingu. Ferming- arbön og unglingar úr æskulýðsfélaginu Sela taka virkan þátt í messunni og bjóða síðan upp á messukaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11. Leiðtogar í sunnudagaskólanum taka þátt ásamt félögum í Íþróttafélaginu Gróttu. Athöfn fyrir unga sem aldna. Litlu snillingarnir syngja ásamt Gömlu meisturunum undir stjórn Ingu Bjargar Stef- ánsdóttur. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á flygilinn. Allt Gróttufólk er hvatt til að mæta í gróttutreyjum. Vöfflukaffi. Fræðslumorgunn kl. 10. Mörður Árnason kynn- ir nýlega útgáfu sína á Passíusálmum sr. Hall- gríms Péturssonar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Messa 6. mars kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng, organisti er Sigurður Jónsson. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar ásamt fermingarbörnum. Eftir messu er boðið upp á kaffi og kökur í safnaðarheimili kirkjunnar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa 6. mars kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Kátir krakkar úr barnakórum kirkjunnar syngja. Hljómsveit fyrir ungt fólk tekur lagið. Kalla páskakanína kemur í heimsókn og segir biblíusögur. Jóna Hrönn, Heiðar Örn, Matt- hildur og Helga Björg taka vel á móti börn- unum. Tónlist, fræðsla og gleði. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð á æskulýðsdaginn kl. 11. Org- anisti er Antonía Hevesi. Einsöngur og fiðlu- leikur: Fanný Lísa Hevesi. Umsjón hafa sr. Bragi J. Ingibergsson, María Gunnarsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir. Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli 6. mars kl. 11 í umsjá Maríu og Heiðars. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís Þorgilsdóttir sér um stundina. Messa kl.14. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setur Guðmund S. Brynjólfsson inn í embætti djákna. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sér- staklega hvött til að mæta. Kór Þorlákskirkju syngur. Miklos Dalmay á orgelinu. Rán Gísla- dóttir er meðhjálpari. ORÐ DAGSINS: Jesús mettar 5 þús. manna Morgunblaðið/Helgi BarnasonKeflavíkurkirkja (Jóh. 6)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.