Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 41

Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 ✝ Lárus Valdi-marsson fædd- ist á Kirkjubæj- arklaustri 29. júní 1940. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Klausturhólum 22. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Valdimar Lárusson, f. 1908, d. 1985, póst- og símstöðvarstjóri, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 1914, d. 2010, húsfreyja. Systkini Lárusar eru Einar Ólafur, f. 1944, Elín Anna, f. 1950, Hauk- ur, f. 1954, og Trausti, f. 1956. Lárus kvæntist árið 1966 Sólrúnu Ólafsdóttur frá Þverá á Síðu, f. 28. febrúar 1948. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1966, bóndi í Keldudal í Skaga- firði, gift Þórarni Leifssyni, f. 1966. Þeirra börn eru: a) Þór- dís, f. 1995, b) Sunna, f. 1998, c) Þorri, f. 2001. 2) Fanney Ólöf, f. 1970, ráðunautur og bóndi á Kirkjubæjarklaustri II, gift Sverri Gíslasyni, f. 1969. Þeirra börn eru: a) Svanhildur, f. 1999, d. 1999, b) Sólrún Fjárbúskapur var ævistarf Lárusar. Hann átti góðan bú- stofn. Í heiðinni ofan Klaust- urs ræktaði hann mikil tún þar sem aðalheyskapurinn á Klaustri hefur verið síðan. Lárus var ekki nema 12 ára þegar hann fór í sínar fyrstu göngur. Síðar varð hann fjall- kóngur á miðparti Síðumanna- afréttar um langt árabil. Lárus var félagslyndur og tók virkan þátt í starfi ýmissa félagasamtaka. Má þar nefna Björgunarsveitina Kyndil á Kirkjubæjarklaustri og eins var hann einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Fylkis, þar sem hann var gerður að heiðursfélaga á sjötugsafmæl- inu. Hann var um langt árabil formaður Búnaðarfélags Kirkjubæjarhrepps. Lárus átti góða hesta sem hann tamdi sjálfur. Framan af ævi var Lárus mikið hreystimenni. Síðari hluta ævinnar átti hann hins vegar við heilsuleysi að stríða. Árið 2002 greindist hann með Parkinson-sjúkdóm og varð það til þess að þau Sólrún brugðu búi. Síðustu ár dvaldi Lárus á hjúkrunarheimilinu á Klaustri. Útför Lárusar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 5. mars 2016, klukkan 13. Lára, f. 2002, c) Sigurður Gísli, f. 2006, d) Ásgeir Örn, f. 2008. 3) Kristín f. 1971, bóndi á Syðri- Fljótum í Með- allandi, gift Guð- brandi Magnússyni f. 1962. Þeirra börn: a) Svanhild- ur f. 2000, b) Lár- us f. 2006. Lárus var uppalinn á Kirkju- bæjarklaustri. Hann var þrjá vetur í Skógaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1957. Eftir það gerðist hann bóndi á Klaustri þar sem hann átti síðan heima alla sína ævi. Hann stofnaði nýbýli á jörðinni sem hann nefndi Kirkjubæjar- klaustur II. Reisti hann pen- ingshús rétt út með hlíðinni vestan gamla Klaustursbæj- arins. Síðan þegar þau Sólrún hófu sambúð reistu þau sér íbúðarhús, ásamt fleiri pen- ingshúsum. Þegar þau létu af búskap á Klaustri um áramótin 2002-2003 reistu þau sér nýtt íbúðarhús á Klaustri. Í dag vil ég minnast frænda míns, hans Lárusar Vald, eins og hann var alltaf kallaður heima. Þegar ég hugsa til Lárusar leit- ar hugurinn til æskuáranna. Lárus var bóndi af Guðs náð og stundaði sauðfjárbúskap á Klaustri ásamt Sólrúnu frá því að ég man eftir mér. Sauðfjárbú- skapnum fylgdi smalamennska og henni fylgdu hestar. Ég man varla eftir Lárusi öðruvísi en á hestbaki og hann stundaði hesta- mennsku alveg þar til undir það síðasta. Áhugi á hestum var ekki mikill á mínu heimili, en þó voru hestar á járnum. Það kom því oft í hlut Lárusar að hafa títluna á hinum bænum með í smala- mennsku og útreiðar með dætr- um sínum. Lárus var hæglátur en ekki fyrir að hangsa neitt. Það lærðist fljótt að fylgjast vel með, hlusta eftir „jæja“ og að vera tilbúin þegar leggja átti af stað. Ekki það að einhver væri skilinn eftir, því Lárus passaði alltaf vel upp á okkur krakkana, en maður lét ekki bíða eftir sér. Lárus kenndi mér líka að ríða hratt út, það var ekki verið að fara eitthvert fet eða hægt tölt heldur var farið hratt og örugg- lega á milli áfangastaða. Þetta situr nú ansi fast í mér ennþá. Mér er sérstaklega minnisstæð- ur síðasti reiðtúrinn með Lárusi en það var fyrir nokkrum árum, er ég var að koma af afrétti. Þá riðum við Lárus saman frá Skaftárrétt yfir heiðina og heim. Það var ánægjulegt að finna að lítið hafði breyst frá því í gamla daga, ég þurfti að hafa mig alla við til að halda í við Lárus og heimferðin tók stuttan tíma. Það eru margar fleiri góðar minn- ingar tengdar Lárusi sem var mér alltaf góður og er ég af- skaplega þakklát fyrir að hafa átt með honum samleið. Elsku Sólrún, Guðrún, Krist- ín, Fanney og fjölskyldur, ég votta ykkur innlegustu samúð mína. Hrund Lárusdóttir. Sterkbyggður, fráneygur, hraustur, tryggur og trúr eru orðin sem mér koma í hug þegar ég minnist svila míns, Lárusar Valdimarssonar frá Klaustri. Hann var einn af þeim mönnum sem allir gátu átt vísa hjálp hjá, ef á þurfti að halda, ósérhlífinn og bóngóður. Eftir nærri hálfrar aldar kynni er notalegt til þess að hugsa að aldrei brá þar skugga á. Lárus var dagfars- prúður maður og oft ekki „margra orða“ en gat þó, ef sá gállinn var á honum, verið manna hressastur, hrókur alls fagnaðar, góður sögumaður og naut þess að rifja upp skemmti- leg atvik og sérstakar persónur sem hann hafði kynnst á lífsleið- inni. „Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi – og því skal hann virtur (virður) vel“ var skráð fyrir meira en 170 árum en þau orð koma líka í hugann þegar Lárusar er minnst. Hann var sannarlega bústólpi í þess bestu merkingu sem hafði virðingu allra. Hann unni landinu og dýr- unum, var sjaldan sælli en kom- inn á hestbak og farinn að þeysa um heiðarnar. Bændastarfið var hans ævistarf og líklega hefur aldrei annað komið til greina. Hann tók einnig þátt í fé- lagsmálum, var ötull félagi í björgunarsveitinni Kyndli þar sem dugnaður hans og ósérhlífni kom sér vel hvort sem var á strandstað eða við erfiðar leitir til fjalla. Síðustu fjallaferðina fór ég með Lárusi og fleirum fyrir tæp- um tveimur árum. Þá voru veik- indin farin að setja mark sitt á hann en samt mátti svo glögg- lega sjá hvað hann naut þess að vera kominn í kyrrð og fegurð náttúrunnar á afrétti, koma við í afréttarkofa, rölta síðan um gamlar rústir og njóta andar- taksins. Elsku Sólrún, Guðrún, Fann- ey Ólöf, Kristín og fjölskyldur, ykkar er missirinn mestur. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra, og annarra ástvina Lár- usar, frá okkur Vigfúsi. Minn- ingin um góðan mann lifir. Hanna Hjartardóttir. Ég hitti Lárus fyrst árið 1962. Þá var ég 3. stýrimaður á Tungufossi, hann liðlega tvítug- ur og ég átta árum eldri. Hann og Einar Ólafur bróðir hans komu til að kynnast frændanum og nota tækifærið til að skoða skipið. Okkur varð strax vel til vina og hélst sá vinskapur út líf- ið. Eftir góð fyrstu kynni var farið að heimsækja Kirkjubæj- arklaustur. Þar kynnti Lárus mig fyrir sínum frábæru reið- hestum, og setti hann föður minn og mig á þá bestu gæðinga sem við feðgar höfðum kynnst. Í kjölfarið var riðið inn í Eintúna- háls í fallegu haustveðri. Þetta var fyrir mig einstök upplifun og pabbi mátti vart mæla, enda ekki farið á hestbak í mörg ár. Á heimleiðinni var stoppað í kaffi í Heiðarseli hjá Árna og Eyju, og heim var svo riðið í niðamyrkri. Ég fór þrisvar sinnum með Lárusi í haustsmölun á fjalli. Í þriðja sinn sem ég fór var hann orðinn fjallkóngur og hafði tekið við af Skúla á Geirlandi. Lárus sinnti þessu starfi í langan tíma af alúð og festu. Fyrir mig voru þessar afréttarferðir ógleyman- legar og þakka ég fyrir að hafa fengið að taka þátt í þeim. Hestafélagar í Hafnarfirði ákváðu að fara í sleppitúr og ríða Syðra- Fjallabak. Lárus var fenginn til leiðsagnar og keyrði hann sína hesta í vestur til móts við okkur. Í þeirri ferð fengum við að kynnast ótrúlegri þekk- ingu hans á kennileitum og land- inu öllu. Hann þekkti nánast hverja þúfu. Ég minnist þess að þegar við horfðum niður að Snæ- býli sagði Lárus: „Leifur, þetta er einhver skemmtilegasta ferð sem ég hef á ævinni farið“. Við héldum alltaf sambandi og reyndum alltaf að komast á bak saman ef mögulegt var. Eftir að sumarbústaðurinn okkar var byggður urðu samverustundir okkar fleiri, en heilsu hans hrak- aði allt of hratt. Ég kveð hér frænda minn og allra besta vin. Innilegustu samúðarkveðjur frá mér og Önnu til Sólrúnar, Guðrúnar, Fanneyjar og Krist- ínar, ásamt fjölskyldum þeirra, öðrum ættingjum og vinum. Kristleifur Einarsson. Lárus Valdimarsson HINSTA KVEÐJA Vertu sæll, vinur Lárus. Það verður vandfundinn annar eins höfðingi. Vera. ✝ Ásta Einars-dóttir fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 30. jan- úar 1940. Hún lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku 19. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinbjörg Brands- dóttir og Einar Kristleifsson. Systkini Ástu eru Ingibjörg, Brandur Fróði, Kristleifur Guðni og Sigríður. Eiginmaður Ástu var Frið- björn Guðni Aðalsteinsson, f. 27. júní 1938, d. 7. júlí 2011. Þau gengu í hjónaband 11. jan- úar 1964. Börn þeirra eru: 1) Magnús, búsettur á Ólafsfirði. þjálfaskólanum og var fyrsti þroskaþjálfi sem útskrifaðist á Íslandi. Hún vann á Kópavogs- hæli þar til hún flutti til Ólafs- fjarðar árið 1960, þar sem hún bjó allar götur síðan. Lengi vel gaf Ásta sig alfarið að barna- uppeldi og heimilisstörfum enda börnin fljótlega orðin fjögur. Síðar meir vann Ásta ýmis störf, svo sem við fisk- verkun, var þroskaþjálfi á leik- skóla og umboðsmaður fyrir Sjóvá. Auk þess sinnti hún bók- haldi á bílaverkstæði eigin- manns síns. Ásta hafði unun af því að ferðast. Þau hjón fóru í ensku- skóla í Englandi og í heimsókn- um til annarra landa eignaðist Ásta nokkur „börn“ sem hún hélt góðu sambandi við í fram- haldinu. Útför Ástu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 5. mars 2016, kl. 14. 2) Klara Svein- björg, búsett í Reykjavík, hún á tvö börn og eitt barnabarn. 3) Birgir, búsettur í Hafnarfirði, eig- inkona hans er Borghildur Björk Sverrisdóttir, þau eiga þrjú börn. 4) Eygló, búsett í Reykjavík, eigin- maður hennar er Kristinn Gunnarsson, alls eiga þau átta börn, eitt þeirra er látið. Þau eiga sex barnabörn. 5) Ingi Aðalsteinn, búsettur á Selfossi, sambýliskona hans er Sonja Sól Einarsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Ásta lauk námi frá Þroska- Ásta mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Ég veit að þér hefði þótt það algjör óþarfi af mér að vera að skrifa einhverja þakkarræðu til þín, þar sem þú varst einstaklega hógvær mann- eskja. Ég var ekki nema 17 ára gömul þegar ég flyt til Ólafs- fjarðar með syni þínum og kynn- ist ykkur hjónum. Þegar ég hugsa til þín þá hlýnar mér um hjartarætur, því þú varst svo heil manneskja. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn þakklát og óeigingjörn eins og þú varst, Ásta mín. Ég veit vel að þú vildir ekki að það væri verið að lofa þig um of og hvað þá að halda ein- hverja væmna ræðu um þig. Ég er virkilega að vanda mig að vera ekki of væmin, því eins og þú veist þá er ég ekki sérlega þekkt fyrir það heldur. En þegar ég sest hér niður til að skrifa örfá þakkarorð til þín þá er ekki hægt annað en að lofa þig, því þú varst einfaldlega svo falleg og góð manneskja. Þú hafðir smekkleg- an, en látlausan stíl, þú vildir alls ekki líta út eins og eitthvert jólatré. Þú barst virðingu fyrir öllu lífinu, komst fram við alla af heilum hug og sást alltaf eitthvað fallegt í öllu. Alltof ung þurftir þú að hætta að vinna sökum gigt- ar sem hrjáði þig, en sá sjúkdóm- ur gerði ekkert annað en að versna eftir sem árin liðu. En þrátt fyrir sjúkdóm þinn, Ásta mín, þá var alltaf allt gott að frétta hjá þér og ekki yfir neinu að kvarta. Aftur á móti hafðir þú frekar áhyggjur af velferð ann- arra í kringum þig. Þú misstir mikið þegar hann Guðni þinn dó, enda kom sá missir alltof fljótt. Ég dáist að því hversu hátt þú barst höfuðið í gegnum veikindi hans, þú stóðst við hlið hans eins og klettur og stóðst vörð um vel- ferð hans þar til yfir lauk. Það var svo fallegt að sjá hversu vel þú passaðir upp á hann, þar fann maður fyrir því hversu sterkt hjörtu ykkar voru tengd. Við vor- um svo heppin að fá að hafa þig hjá okkur í eitt ár, það var þegar þú fórst í aðgerð og dvaldir hjá okkur á meðan þú jafnaðir þig. Þú ætlaðir þér nú örugglega ekk- ert að vera svona lengi að heim- an, enda leið þér best heima á Ólafsfirði og auðvitað fannst þér nærveru þinni vera ofaukið á heimili annarra í svona langan tíma. En veistu það, Ásta, það var svo notalegt að hafa þig, því þú hafðir svo góða nærveru. Við nutum öll góðs af því, þar sem þú varst komin nær okkur og við gátum því hitt þig oftar. Elsku fallega Ásta mín, betri tengda- mömmu var ekki hægt að hugsa sér. Þú varst mér og börnum mínum svo góð, það var virkilega gott að eiga þig að, þú átt alla mína virðingu. Ég á svo sann- arlega eftir að sakna þín og ég tala nú ekki um hlátur þinn sem var svo innilegur. Það verður skrítið að heyra ekki meira frá þér. Ég man þú sagðir við mig að þú fyndir fyrir Guðna þínum alla daga, að þú fyndir fyrir nærveru hans á hverjum morgni er þú vaknaðir. Nú kveð ég þig, Ásta mín, og ég veit að ef eitthvað bíð- ur okkar eftir þetta líf, þá ertu komin í faðm þíns heittelskaða Guðna og ert frjáls og laus við lú- inn líkamann. Þúsund þakkir fyr- ir allt, Ásta mín, ég geymi þig í hjarta mínu. Borghildur (Bogga). Elsku amma. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að hafa fengið að kalla þig ömmu. Þú varst með yndislegustu manneskjum sem ég veit um og þín verður sárt saknað hérna. Ég vildi bara fá að þakka þér fyrir allar dýrmætu minningarnar sem þú gafst mér og segja hvað ég elska þig mikið. Elsku amma mín. Það sem ég sakna þín. Þú gekkst á jörðu hér. Og deildir minningum með mér. En nú til afa ertu farin. Og þó svo að sálin mín sé marin veit ég að þú fylgist með mér. Og ég mun ætíð muna eftir þér. Bogey Tinna. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þá hefur hún Ásta mín horfið á vit nýrra verkefna á nýjum stað. Hún hefur nú loksins hitt Guðna sinn aftur og þau eflaust farin að plana ferðalög um ókunnar slóðir. Þakklæti er mér efst í huga fyrir þau forréttindi að hafa átt Ástu fyrir systur. Þakkir fyrir trúmennskuna og heilindin. Þakkir fyrir gleðina og hlátursköstin. Þakkir fyrir gest- risnina á Hlíðarveginum. Þakkir fyrir góðu ráðin og stuðninginn. Þakkir fyrir hlýjan faðm og hjartalag. Það var enginn í heiminum eins og Ásta systir. Söknuðurinn er sár en minningin skær. Þín systir, Sigríður (Sigga). Hvert er hún farin þessi litla, hláturmilda leiksystir okkar horfin kannski hún hafi falið sig bak við tré. Nei, hún er farin í ferðina miklu og skilur eftir sig minningar marglitu heiðablómin sem við tíndum saman. Og á morgun mun hún vakna aftur hlæjandi og leika sér við stjörnur og engla. Elsku frænka! Ég þakka þér samfylgdina. Innilegar samúðar- kveðjur til barnanna þinna, systkina og annarra ástvina. Þuríður Guðmundsdóttir. Við gluggann sitja þau óþreyjufull og á hlaðinu stjákla þau, litlu Runnasystkinin og öðru hvoru mæna þau fram á Brúar- enda. Það er von á góðum gest- um að norðan, væntanleg eru þau Ásta og Guðni með krakkana sína. Mikil er tilhlökkun litlu systkinanna og ekki er hún minni hjá fullorðna fólkinu; mömmu- nni, ömmunni og afanum. Þessari mynd hefur verið að skjóta upp í huganum undanfarið eða frá því að ljóst var hvert stefndi með uppáhaldsfrænkuna okkar. Ásta frænka var ein albesta manneskja sem við höfum kynnst. Það fór kannski ekki mikið fyrir henni, hún var ekkert að trana sér fram heldur fór sér hægt, enda vissi hún að allt hefst með hægðinni. Þrátt fyrir það er hún ein eftirminnilegasta konan í lífi svo margra og traustur klett- ur í okkar lífi. Það er þyngra en tárum taki að nú sé hún horfin og það sé ekki lengur hægt að hringja eða skreppa til hennar og fá hlýtt faðmlag. Hitt er þó hugg- un harmi gegn að nú er hún laus við kvalir og heilsuleysi og getur hlaupið um, hönd í hönd með sín- um kæra Guðna. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hafðu eilífa þökk fyrir allt sem þú varst okkur og okkar fólki. Litlu Runnasystkinin, Alda og Einar Steinþór (Steini) og fjölskyldur. Ásta Einarsdóttir á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.