Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 42

Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 ✝ Haukur Jónas-son fæddist á Siglufirði 17. júlí 1926. Hann lést 23. febrúar 2016 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Guðmundsson, tré- smiður, ættaður frá Hofsósi, f. 25. maí 1885, d. 31. ágúst 1960, og Guðrún Ingibjörg Sigurjóns- dóttir, húsmóðir, ættuð úr Hörgárdal í Eyjafirði, f. 27. júní 1889, d. 19. apríl 1983. Systkini Hauks eru Sigurður, múrarameistari, f. 2. mars 1928, d. 29. ágúst 1977, og Jó- hanna Ásdís, húsmóðir, f. 4. maí 1929, d. 20. maí 2005. Upp- eldissystir þeirra systkina er Helga Jónína Dagbjartsdóttir frá Hofsósi, f. 14. desember 1917, d. 11. febrúar 2005. Haukur kvæntist 31. desem- ber 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rósu Aðalheiði Magn- úsdóttur frá Sauðárkróki, f. 20. desember 1924. Þau hófu búskap á Siglufirði lýðveld- isárið 1944 og eignuðust 20. júlí sama ár drenginn Jónas Haukur lauk gagnfræða- námi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og prófi frá Iðn- skóla Siglufjarðar. Húsgagna- bólstrun nam hann hjá Jó- hanni Stefánssyni á Siglufirði og lauk sveinsprófi árið 1947. Að námi loknu setti hann á stofn bólsturgerð og hús- gagna- og gjafavöruverslun á Siglufriði og sinnti þeirri starfsemi allan sinn starfsferil allt til ársins 2002. Á starfs- tíma sínum sem hús- gagnabólstrari útskrifaði Haukur fjóra sveina í því fagi. Hann gerðist snemma skáti og varð félagsforingi í skátafé- laginu Fylki. Hann var félagi í Iðnaðarmannafélagi Siglu- fjarðar og Lionsklúbbi Siglu- fjarðar ásamt því að starfa í Frímúrarareglunni. Virkur fé- lagi var hann í Stangveiði- félagi Siglfirðinga um árabil. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og stjórn Þor- móðs ramma hf. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyr- ir sveitarfélagið, sat lengi í kjörstjórn og var formaður í stjórn bygginganefndar við byggingu íbúða fyrir aldraða í Siglufirði allan byggingatím- ann. Alla ævi sína bjó hann og starfaði á Siglufirði. Útför Hauks fer fram frá Siglufjarð- arkirkju í dag, 5. mars 2016, og hefst athöfnin kl. 14. Magnús, en hann lést samdægurs. Kjörsonur þeirra er Sigurður Ómar Hauksson, f. 28.12. 1950. Eig- inkona hans er Kristín Jónasdótt- ir, f. 1.5. 1950. Börn þeirra eru: 1) Haukur, f. 15.10. 1971, maki hans er Solveig Ólöf Magn- úsdóttir, f. 8.12. 1969. Dætur þeirra eru Hildigunnur og Kristín Hólmfríður. Fyrir átti Solveig soninn Magnús Bjart. 2) Rósa Dögg, f. 18.4. 1974, maki hennar er Róbert Jóhann Haraldsson, f. 23.3. 1969. Dótt- ir Rósu Daggar er Rebekka Rut. Faðir hennar er Ingvar Kristjánsson. Saman eiga Rósa Dögg og Róbert soninn Tómas Orra. Fyrir þeirra sambúð átti Róbert soninn Kristófer. 3) Jónas Logi, f. 17.11. 1975, eig- inkona hans er Ester Torfa- dóttir, f. 11.6. 1979. Dætur þeirra eru þrjár, Magdalena, Maríanna og Viktoría. 4) Eva Björk, f. 10.11. 1979. Dóttir Evu Bjarkar er Isabella Ósk. Faðir hennar er Stefán Logi Magnússon. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þetta líf, þú varst orðinn þreytt- ur og lúinn þegar þú fékkst svefninn langa, en einhvern veg- inn er maður aldrei tilbúinn. Þú varst einn af þessum reffilegu körlum hér í bæ, ávallt vel til hafður, nýrakaður, klæddur í skyrtu með bindi, í spariskóm og skóhlífum ef illa viðraði, þeg- ar þú fórst og útréttaðir í Spari- sjóðnum. Í búðinni og á verk- stæðinu varstu alltaf klæddur í bláan slopp til þess að vera hreinn og fínn þegar einhver kom við. Það voru forréttindi að hafa ykkur ömmu í bænum því þá gat maður komið við eftir skóla, fengið að drekka, spilað (með smá svindli), tekið upp nýjar vörur, pakkað inn, sem var toppurinn, sem og margt fleira sem tilheyrði afgreiðslu- störfum. Snyrtipinninn þú, sem varst alltaf mættur með Old Spice-brúsann til að fá góða lykt eftir að konurnar úr frystihús- inu höfðu litið við lýsir þér svo vel . Í sveitinni nutuð þið amma ykkar í botn innan um allan gróðurinn, við að vitja um netin í vatninu og síðast en ekki síst njóta veðursældarinnar sem þar var oft á tíðum. Þvílíkur sælu- reitur þarna við Miklavatnið. En mikið eigum við Isabella eft- ir að sakna þín, hún sem var svo dugleg að koma til þín með eitt- hvað sem amma var búin að elda og vissi að þér fannst gott og fengir ekki á sjúkrahúsinu, teikna fallegar myndir eða föndra handa þér eitthvað sem sýndi hvað hún elskaði þig mik- ið. Við munum halda áfram að hugsa vel um ömmu, hjálpa henni eins og við getum og veita henni góðan félagsskap þangað til þið hittist aftur í Sumarland- inu. Hvíldu í friði. Ég veit að þú knúsar okkur mjög fast eins og þér var lagið, þínar afavinur, Eva Björk og Isabella Ósk. Fátt er jafn mikilvægt og góðar minningar, þær gleðja og ylja. Haukur afi var einstakur maður um margt, glettinn og hlýr. Alltaf gladdi það hann jafn mikið þegar börnin litu inn. Þeim var líka alltaf tekið tveim höndum. Krökkum á öllum aldri leið vel í návist afa, hann hafði gaman af spjalli um alla heima og geima eða bara að horfa á sjónvarpið í ró og næði. Ég held að ég hafi aldrei séð nokkurn fullorðinn mann hlæja jafn dátt og mikið að barnaefni eins og hann að Klaufabárðunum eða Tomma og Jenna. Haukur var líka skoðanafast- ur og lét hlut sinn ógjarnan í rökræðu og hafði ánægju af þjóðmálaumræðu. Þeir sóttu stundum fast hvor að öðrum nafnarnir í rökræðu um pólitísk dægurmál. Stundum svo að manni fannst nóg um. En þeir höfðu ánægju af þessum rimm- um og kvöddust alltaf af innileik því það var mjög kært með þeim. Þau voru fjölmörg tilsvörin og frasarnir sem afi hafði jafnan á takteinum og sum þeirra lýsa honum vel. Til dæmis ef hann þurfti að leita til læknis og ætt- ingjar spurðu hann hvað lækn- irinn hefði nú sagt, þá var svar- ið ávallt það sama: „Hann bað kærlega að heilsa ykkur.“ Og svo ekki orð um það meir. Mörg af þessum tilsvörum eru fyrir löngu orðin hluti af daglegu tali fjölskyldunnar og þau munu um ókomna tíð minna okkur á góð- an mann þegar til þeirra verður gripið. Það voru mér forréttindi að fá að kynnast manni eins og Hauki afa og fyrir börnin mín að eiga hjá honum öruggt skjól. Með kærri þökk fyrir opinn faðm fyrir börnin mín og mig. Solveig Ólöf. Elskulegur Haukur frændi á Sigló er fallinn frá. Hann og eft- irlifandi eiginkona hans, Rósa, og sonur þeirra, Ómar, tengjast bernskuminningum mínum frá upphafi. Haukur er bróðir móð- ur minnar, Jóhönnu Ásdísar, sem er yngst þriggja systkina sem hafa nú öll kvatt, en Sig- urður, hinn bróðir hennar, féll frá alltof snemma. Ég fæddist á Siglufirði í húsi afa og ömmu. Haukur, Rósa og Ómar bjuggu um tíma á neðri hæðinni, en heimili þeirra var síðan í húsinu sem var byggt við hús afa og ömmu. Trésmíðaverkstæði afa var í bakgarðinum og síðan hús- gagnabólstrun Hauks frænda á sömu lóð og síðar fallega hús- gagna- og húsbúnaðarverslunin hans á jarðhæðinni í húsinu þeirra. Ég flutti fljótlega eftir fæðingu til Reykjavíkur en sum- ardvöl á Sigló hjá afa og ömmu og síðar ömmu, eftir að afi lést, var fastur liður í tilverunni í nokkur ár. Það var notalegt og spennandi að koma á verkstæði afa á meðan hann var á lífi og svo þvældist ég einnig inn á húsgagnaverkstæði Hauks frænda þótt stundum væri ég plötuð út aftur af strákunum sem unnu hjá honum, líklega farin að trufla of mikið. Það er margs að minnast frá þessum sumrum og ein minning er sterk og hún er sú að frændi minn átti alltaf fallegt bros handa mér og gaf mér ís ef Óm- ar fékk ís. Haukur, Rósa og Ómar voru fastur liður í tilver- unni á þessum sumrum á Sigló. Frændi minn var líka einn af þessum sem sagt er að hafi góða nærveru. Þegar ég hætti að koma í árlega sumardvöl tóku við ár sem ég kom stund- um í heimsókn á sumrin, ár þegar ég bjó í útlöndum og reyndi að koma við á Sigló á sumrin í heimsóknum til Íslands og seinni árin sem ég kom af og til með fjölskylduna mína þó ekki væri nema til að kíkja á Síldarævintýrið og í seinni tíð til að fylgjast með hvernig minn fallegi og kæri bær hefur geng- ið í endurnýjun lífdaga. Alltaf hefur þessi fasti punktur minn, hann Haukur frændi og fjöl- skyldan hans, verið á staðnum. Sama brosið hjá honum, sama góða nærveran, sama góða faðmlagið og svo hafði hann einnig góðan húmor. Ég þakka samfylgdina og votta Rósu, Óm- ari og Stínu og fjölskyldum samúð mína. Blessuð sé minning Hauks Jónassonar, Guðrún Birgisdóttir. Einn af bestu vinum mínum á æviferlinum, Haukur Jónasson, fv. bólstrari og kaupmaður í Siglufirði, er látinn, vel við ald- ur. Fyrst er frá því að segja að við spiluðum saman brids viku- lega vetrarlangt í áratugi. Með okkur við spilaborðið voru Georg Fanndal, veiðarfæra- kaupmaður, og Sigurður Árna- son, skrifstofustjóri Síldarverk- smiðja ríkisins. Síðar bættust við Knútur Jónsson, starfsmað- ur Síldarútvegsnefndar og framkvæmdastjóri Húseininga, og Guðmundur Árnason, póst- meistari. Nú eru spilafélagarnir allir gengnir til feðra sina nema undirritaður. Við Haukur áttum lengi sam- leið í Lionsklúbbi Siglufjarðar, Frímúrarareglunni og samtök- um sjálfstæðisfólks í Siglufirði. Haukur var ötull félagsmála- maður og kom víða við sögu, m.a. byggingu íbúða fyrir aldr- aða í Siglufirði, rétt sunnan við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggð- ar. Stýring hans á því máli var til fyrirmyndar. Á síðari hluta ævi okkar fór- um við hjónin, Þorgerður og ég, Rósa og Haukur, og vinahjón okkar í Reykjavík, Margrét og Kristján, fjölmargar utanferðir, bæði austur og vestur um haf, einkum þangað sem sólin réð ríkjum. Haukur var í þessum ferðum gleðigjafi og hjálpar- hella – eins og endra nær. Alltaf sami góði og skemmtilegi drengurinn. Það var ævintýri að heim- sækja Rósu og Hauk í sum- arbústað þeirra við Miklavatn í Fljótum. Upp í hugann kemur lognkyrrt síðdegi þegar Haukur tók mig með í lítilli kænu út á vatnið til að vitja um silungsnet. Skammt undan var Fljótaá þar sem margur Siglfirðingurinn fékk sinn maríulax. Þarna fannst mér Haukur vinur minn falla inn í umhverfið: spegilslétt vatnið, fiskur í neti og fegurð Fljótanna allt um kring. Þarna vorum við eins og samgrónir umhverfinu – sköpunarverkinu. Að leiðarlokum þakka ég Hauki áratuga vináttu, sem aldrei brást, og árna honum far- arheilla til hins eilífa austurs. Ég og fjölskylda mín sendum Rósu, Ómari, Kristínu og afa- og ömmubörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Haukur Jónasson ✝ Arnkell Jóseps-son fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 31. des- ember 1935. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík 24. febr- úar 2016. Foreldrar hans voru Jósep Krist- jánsson bóndi og símstöðvarstjóri á Breiðumýri, f. 29. maí 1887, d. 14. febrúar 1981, og kona hans, Gerður Sigtryggsdóttir frá Hallbjarnarstöðum, f. 11. júlí 1896, d. 4. júlí 1978. Arnkell var næstyngstur níu systkina, hin eru Hallur, f. 1921, d. 2004, Kristján, f. 1922, d. 1993, Helga, f. 1926, d. 2008, Guðný, f. 1929, d. 1999, Guðrún, f. 1931, Óttar, f. 1933, og Ingiríður, f. 1940. d. 2006. Arnkell bjó alla tíð á Breiðumýri og var þar bóndi ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum. Hinn 25. desem- ber 1964 kvæntist hann Guðnýju Eddu Gísladóttur, f. 26. febrúar 1940. Sonur þeirra er Guðmundur Jón, f. 1970, sambýliskona hans er Lára Kristjana Hannesdóttir, f. 1969. Dætur þeirra eru Krist- jana Ylja, f. 1989, og Guðný Edda, f. 2003. Sambýlismaður Kristjönu er Garðar Þormar Pálsson, f. 1983. Dóttir þeirra er Sóley Arna. Útför Arnkels verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag, 5. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Síminn hringir og Gunna segir með skjálfandi röddu að nú sé nafni búinn að skilja við. Skilja við lífið í dalnum, við hana Eddu sína og hann Munda sinn, við Óttar sem ætíð er nærstaddur og Gunnu sjálfa sem titrar einbeitt á línunni milli okkar beggja. Síðan kemur þögnin. Tíminn sem rennur hljóðlaust. Myndirn- ar sem hrannast upp. Fyrst stór- ar hendur og glaðbeitt bros, kímni og gellandi hlátur. Síðan missirinn og angurværðin. Hver á nú að stríða lítill stelpu og fylla loftið og himingeiminn með hávaða og látum? Hver á að fara með pabba í ófærð yfir heið- ar og fjöll? Hver á að dreifa bór- sýru á gólfið í Þinghúsinu, svo hægt sé að dansa? Hver á að leggja á klárana og hleypa þeim á harðastökki yfir bala og grund- ir? Svarið er: „Ja, nú er ekki gott að vita.“ Eitt er hins vegar víst, og það er að við munum og mun- um muna. Munum hvern tón, hverja einustu hvíslandi rödd og hvert einasta viðbragð. Munum þannig að minnið er skýrast og mest sannleikanum samkvæmt langt aftur í tímann. Erum flausturslegri í nálægð og nútíð. Við munum að það er vetur og að áin hvílir undir hvítri fönn. Hægt er að stökkva og svífa af brúnni, að lenda, finna mýktina og sökkva niður í hvíta kyrrð. Getum hlustað á þögnina, lokað augunum og séð lyngið og gras- börðin, fundið fyrir roðanum yfir Helgastaðamónum, heyrt hólana sunnan við túnið, lautirnar og hundgána í fjarska. Myndirnar renna til og að lokum sjáum við fyrir okkur hesta sem koma frýs- andi, heyrum glamur í reiðtygj- um, hófa, sem gella á grundu og mann sem hverfur niður bakk- ana og austur yfir á. Við getum yljað okkur, hallað okkur hvert að öðru, grátið, sungið og hlegið, skipst á skoðunum, spurt til hvert um hagi annars. Takk, elsku nafni, fyrir að hafa leyft mér að vera órjúfandi partur af ykkur öllum. Fyrir ör- yggið og staðfestuna, sem eru svo nauðsynleg hverjum einasta einstaklingi. Fyrir kímnina og glettnina, hávaðann og sönginn og fyrir meiningar og skoðanir um allt sem lifir og hrærist. Vita skaltu eitt, og það er að við munum og geymum og fylgj- umst með. Höllum okkur að þér og hugsum til þeirra sem áttu hug þinn allan. Tórshavn í Færeyjum, Þóra Þóroddsdóttir. Elsku Addi minn, mér fannst reglulega vont að heyra, að þú værir allur, þótt ég hafi lengi vit- að að það væri þér og fjölskyld- unni fyrir bestu, því það er ekki gott að horfa á sína nánustu vera svona mikið veika, eins og þú varst orðinn. Margs er að minn- ast, öll skiptin sem við fjölskyld- an komum til ykkar á sumrin og vorum hjá ykkur Eddu í góðu yf- irlæti, bæði gistingu og mat, og allt gert fyrir mann, sem hægt var. Ég var frekar ung þegar ég kom fyrst með mömmu, pabba og Guggu systur og þá ákvað ég í samráði við þig, elsku Addi minn, að koma eins oft og ég gæti. Ég er svo fegin að hafa komið til ykkar með dætrum mínum og tengdasyni árið 2013, en við mæðgur vorum í heimsókn á Dalvík, hjá dóttur og tengdasyni, og þau buðu okkur í bíltúr til ykkar að Breiðumýri, fyrir það verð ég ævinlega þakklát, því þá leið þér vel. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Elsku Addi minn, Guðbjörg systir og hennar fjölskylda senda kveðju og þakklæti fyrir allt og allt. Við fjölskyldan þökk- um einnig fyrir allt, og sendum þér, elsku Edda mín, Guðmund- ur og fjölskylda og aðrir ástvinir, samúðarkveðjur. Kveðja Sigurbirna og fjölskylda. Arnkell Jósepsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar og lögfræðiþjónusta Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.