Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 43

Morgunblaðið - 05.03.2016, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Í dag kveð ég elskulegan frænda minn, Rudolf Ás- geirsson. Rudolf og faðir minn, Heiðar Haraldsson, voru bræðrasynir og var mjög kært á milli þeirra. Rudolf og Sólborg kona hans voru tíðir gestir á heimili for- eldra minna, Heiðars og Svönu. Þá var glatt á hjalla þar sem Ru- dolf var mikill húmoristi, glað- lyndur, skemmtilegur og ávallt brosandi. Rudolf var vélstjóri og starf- aði árum saman sem yfirvél- stjóri á verkstæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en áður var hann vélstjóri á skipum Sam- bandsins og hafði hann gaman af að segja sögur af ferðum sínum til Sovétríkjanna. Rudolf og Sólborg voru einnig miklir vinir tengdaforeldra minna, Sigríðar og Magnúsar Smith, gegnum kvenfélagið Keðjuna. Lögðu þau mikla vinnu í byggingu sumarhúss kven- félagsins að Laugarvatni og var bygging þess húss og umhverfið þeirra hjartans mál. Þarna voru margar gleði- og ánægjustundir að hætti Rudolfs. Þau höfðu áð- Rudolf Ásgeirsson ✝ Rudolf Ás-geirsson fædd- ist 28. júlí 1931. Hann lést 10. febr- úar 2016. Útför Rudolfs fór fram 29. febr- úar 2016. ur byggt sér skemmtilegan bú- stað í gróðursælum lundi ekki langt þar frá. Þangað var gaman að heim- sækja þau og var ávallt tekið vel á móti okkur. Þessar heimsóknir voru mjög eftirsóttar af börnunum okkar enda var Rudolf einstaklega mikill barnakarl og fengu þau athygli hans óskipta. Genginn er góður maður. Elsku fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ljúfi Jesús, láttu mig lífs míns alla daga lifa þér og lofa þig ljúft í kærleiks aga. (Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson) Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson) Ólöf Inga Heiðarsdóttir. Margs er að minnast nú þegar mágur minn, Rudolf Ásgeirsson, er fallinn frá. Bogga systir mín og hann voru heitbundin þegar ég fæddist svo að Rudolf hefur ætíð verið hluti af tilveru minni. Þau Bogga kynntust raunar börn að aldri enda skildi ein- ungis lágt timburgrindverk lóð- irnar á Lindargötu og Sölvhóls- götu að. Því var ekki um langan veg að fara og grindverkið hætti endanlega að vera hindrun þeg- ar þau voru um tvítugt. Þessi tryggðabönd héldust allt þar til Bogga féll frá fyrir sjö árum. Ég fékk strax sem ungbarn athygli og umhyggju unga pars- ins og bera margar dásamlegar ljósmyndir því áþreifanlegt vitni, enda var Rudolf ötull mynda- smiður sem við, fjölskyldan öll, nutum góðs af á merkum stund- um, sem og í hversdeginum. Heimili þeirra hjóna var sem annað heimili mitt og ég leit á krakkana nánast sem systkini mín enda aldursmunurinn þar mun minni en á okkur systk- inunum. Ég lék mér mest við Ásgeir, frumburðinn, sem var hægur og staðfastur eins og faðirinn. Fyrstu hjúskaparárin var Rudolf vélstjóri á millilandaskipum og því langdvölum að heiman. Þau eignuðust síðan Sverri eldri, sem lifði einungis nokkrar vikur og var þeim foreldrunum harm- dauði alla ævi. Þegar Sverrir Þór, fjörkálfurinn sá, fæddist kom svo Rudolf í land og fór að vinna á Keflavíkurflugvelli þar sem hann vann alla starfsævi sína síðan. Ekki var hringlanda- hættinum fyrir að fara í því frek- ar en öðru. Hann var nefnilega ákaflega traustur og umhyggju- samur fjölskyldufaðir og gætti þess af kostgæfni að fjölskyld- unni liði sem allra best. Síðust barnanna var svo Anna, dúllan sem foreldrarnir snerust um, og eigum við Anna þetta sameig- inlegt þar sem við erum báðar örverpin. Þessir krakkar standa mér enn hjarta nær. Þau Bogga festu kaup á íbúð í smíðum á Laugarnesveginum áður en þau gengu í hjónaband og þangað fluttu þau nýgift og bjuggu þar alla tíð meðan bæði lifðu. Þau voru samhent um að hlúa fallega að heimilinu, Bogga heimavinnandi og sinnti bæði eigin fjölskyldu og stórfjölskyld- unni af stakri natni og þótt Ru- dolf væri fjarri á daginn að sjá fyrir fjölskyldunni gaf hann sig allan að heimilinu er hann kom heim á slaginu sex á kvöldin. Um helgar var svo brunað í un- aðsreitinn í Laugardalnum, bú- staðinn sem þau reistu sér, og á sumrin dvaldi fjölskyldan þar jafnan og Bogga reyndar ein með börnin þegar sumarleyfi Rudolfs lauk. Þegar börnin voru svo komin af höndum, tóku þau aftur upp fyrri háttu, að ferðast til útlanda, eins og þau höfðu gert barnlaus meðan Rudolf var í siglingum. Ég minnist þess með mikilli ánægju þegar þau komu til Frakklands með Önnu sína stálpaða er ég dvaldi í París á námsárum mínum og við lögð- um öll saman land undir fót. Þá urðu til margar góðar minningar sem verma nú þegar þau bæði eru öll. Huggun okkar í fjöl- skyldunni er sú að þau hjón séu nú saman á ný. Við þessi skil tekur Snorri undir með mér í þökk fyrir allar góðar minningar og umhyggju í áranna rás og við sendum börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, kæri mágur. Áslaug J. Marinósdóttir. Minningar fortíð- ar koma upp í hug- ann við fráfall Lil- lýjar frænku: Tvíeykið Eyfi frændi og Lillý í heimsókn hjá ömmu á Grettó. Hinn mikli harmur Lillýjar þegar Eyfi frændi lést eftir erfið veik- indi. Hún og amma að tala saman um harm sinn og missi á þann hátt sem nútíminn ráðleggur fólki að gera, því sorgin þarf að vera þátttakandi í lífinu. Lillý var mikil sögukona og sagði skemmtilega frá, oft í löngu máli. Henni varð tíðrætt um góð- ar stundir með Sirrý og Magnúsi eftir að hún varð ein. Hún sagði frá afrekum ömmubarnanna, skátastarfinu, handavinnunni og bústaðnum. Hún var góð kona og reyndist mér vel á mikilvægum tímamót- um í lífi mínu. Þegar ég átti að fermast lá mamma mikið veik á spítala og mér var orðið sama um þessa fermingu, vildi bara fá mömmu heim. Lillý tók til sinna ráða og fór með mig í verslunar- ferð að kaupa fermingarkjólinn. Við fundum fallegan kjól en Lillý, hin mikla saumakona, sagði að það væri nú miklu ódýrara að sauma kjólinn og að það gæti hún gert. Mér leist í fyrstu ekkert á blikuna og bjóst ekki við að heimasaumaður kjóll gæti orðið eins flottur og þessi í búðinni. En hún vissi sínu viti og saman fund- um við efni í kjólinn sem var mik- ill vandi að sauma. Á endanum varð kjóllinn miklu fallegri og vandaðri en sá í búðinni. Allt fór eins vel og hugsast gat og það var alsæl fermingarstúlka sem horfði þakklát á fjölskyldu sína í kirkj- unni en mamma hafði útskrifast af spítalanum daginn áður. Við Lillý höfum reglulega rifjað upp þessa sögu og ég er glöð yfir að hafa, í hvert sinn, getað þakkað henni fyrir. Alltaf leit hún þá á mig, kankvís með sérstakt blik í augunum, hallaði örlítið undir flatt og horfði á mig án þess að segja neitt. Það var líka ógleym- anlegt þegar hún dansaði og stýrði línudansi í brúðkaupinu mínu, þá komin vel á níræðisald- ur. Mér þótti undur vænt um Lillý og þakka henni samfylgdina. Ég veit að hún er nú loks í faðmi Eyfa síns. Við fjölskylda Lillu mágkonu (Emm Emm) vottum Lillý virð- ingu, við leiðarlok. Hvíl í friði. Margrét Blöndal. Fallin er frá ógleymanleg kona, hún amma Lillý. Kynni okkar hófust þegar við hjónin þurftum að fá pössun fyrir son okkar, Gunnar Þór. Okkur var sagt frá konu í götunni okkar, sem hugsanlega gæti tekið að sér pössun á ungbarni. Við röltum upp götuna okkar og hittum frúna. Eftir stutt samtal kom okkur saman um að hún gætti drengsins á meðan við foreldr- arnir værum í vinnu. Og þar með hófst okkar innilega og yndislega samband. Svo liðu árin og amma Edith Elsa María Nicolaidóttir ✝ Edith ElsaMaría Nicolai- dóttir fæddist 24. mars 1923. Hún lést 21. febrúar 2016. Útför Edithar fór fram 1. mars 2016. Lillý var alltaf til staðar. Hún var ald- eilis ekki ein á vakt- inni, því Eyfi, mað- urinn hennar var alltaf með eftir að vinnu hans lauk á daginn. Hjá þeim hjónum kynntist Gunnar Þór ýmsum góðum siðum. Þau hjónin voru virk í skátahreyfingunni og fékk Gunnar Þór margsinnis að fara með þeim austur að Úlf- ljótsvatni, þar sem þau áttu sum- arhús. Síðar tóku þau hjónin fleiri börn í dagvist og fengu þau öll sömu ástina og umhyggjuna og sonur okkar hafði notið fyrr. Að leiðarlokum langar mig að þakka ömmu Lillý fyrir kærleiks- ríka umönnun sonar okkar og bið afkomendum hennar blessunar. Steinunn Sigurðardóttir. Hún Edith Elsa María er dáin. Edith var nafnið sem vinahópur- inn kallaði hana. Aðrir kölluðu hana ömmu Lillý. En hvað sem hún var kölluð var hún einstök og yndisleg kona. Hún féll strax inn í hópinn með sínu góða viðmóti, söng og gleði. Fátt vissi hún skemmtilegra en að syngja gömlu góðu lögin eins og hún kallaði þau, hún kunni líka ógrynni af skátalögum en hún og Eyjólfur, maður hennar, voru sannir skátar. Aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni eða tala niður til vina sinna eða annarra. Þegar vinahópurinn kom saman mætti Edith alltaf ef heilsa hennar leyfði og söng með okkur fram á nótt og fór síðust heim þó hún væri orðin 89 ára. Ekki má gleyma snilld hennar sem handavinnukona, allar eig- um við minjagripi sem Edith gaf okkur, gripi sem hún prjónaði eða saumaði handa okkur. Við sem eftir erum í vinahópnum Blönduðum rósum þökkum Edith fyrir góða samfylgd og kveðjum hana með söknuði. Fyrir hönd Blandaðra rósa, Guðbjörg Ellertsdóttir. Hinsta kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta Lillý er farin heim eins og við skátar segjum gjarnan. Hún gekk ung til liðs við skátahreyf- inguna og lagði henni lið með ýmsum hætti. Helst minnumst við hennar fyrir störf hennar og Eyjólfs á Úlfljótsvatni og þá sér- staklega í tengslum við Gilwell- skólann. Fyrir hönd íslenskra skáta vil ég þakka liðveisluna og góðan hug. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (H.Z.) Bragi Björnsson, skátahöfðingi. ✝ Einar Ólafssonfæddist á Sel- látrum í Tálkna- firði 6. febrúar 1936. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 4. febr- úar 2016. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Guðbjörg Ein- arsdóttir, f. 5.1. 1917, d. 16.4. 1996, og Ólafur Helgi Finnbogason, f. 31.1. 1910, d. 24.6. 1939. Ein- ar átti þrjú alsystkini, þau Guðjónu, f. 6.3. 1937, Gunn- björn, f. 18.3. 1938, og Guð- rúnu Ólöfu, f. 18.7. 1939, d. 13.10. 2014. Einnig átti hann fjögur hálfsystkini, þau Sig- urlínu, f. 1942, Guðnýju, f. 1944, Höskuld, f. 1948, og Hreggvið, f. 1953. Einar var fæddur og uppalinn á Sellátr- um, hann bjó og starfaði lengst af í Reykjavík. Fyrri kona Einars var Erla Bryndís Bjarnadóttir. Með Erlu átti Einar tvö börn: 1. Margréti, f. 1958, eiginmaður hennar er Valdemar Héðinn Seinni kona Einars var Ingi- björg Ólafsdóttir, þau áttu fjögur börn. Þau eru: 3. Ólafur Hafsteinn, f. 1961, eiginkona hans er Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Börn þeirra eru: a) Marta Rut, sem er í sambúð með Kristni Ólafssyni; b) Odd- ur, sem er í sambúð með Guð- rúnu Haraldsdóttur; c) Ingi- björg. 4. Ingibjörg Hrönn, f. 1962, hún var gift Jóni Bjarna- syni og synir þeirra eru: a) Brynjar, sem er í sambúð með Maríu Sif Þorsteinsdóttur, saman eiga þau: i) Emilíu Rán; b) Bjarni. 5. Þröstur, f. 1963, hann er í sambúð með El- ínborgu Björnsdóttur, fyrir átti Þröstur dótturina a) Ingi- björgu Sunnu, maður hennar er Jón Bjartmar Lárusson. Börn þeirra eru i) Ingibjörg Andrea og ii) Karl Birgir. 6. Rúnar Hrafn, f. 1965, hann er giftur Birnu Eggertsdóttur, þau eiga tvær dætur a) Freyju, b) Fjólu. Einar stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og að því loknu fluttist hann til Bandaríkjanna. Þar var hann á vegum SÍS og vann við versl- unarstörf til þess að kynna sér verslunarrekstur. Versl- unarrekstur og fasteignasala varð síðan hans aðalstarf megnið af hans starfsævi. Útför Ingimars Einars hefur farið fram í kyrrþey. Valdemarsson. Börn þeirra eru a) Valdemar Gestur, kona hans er Berglind Steina- dóttir; b) Erla Bryndís, í sambúð með Ólafi Björg- vini Her- mannssyni, Erla Bryndís á þrjá syni úr fyrra sambandi. Þeir eru i) Héðinn Máni, ii) Kristinn Svanur og iii) Bjartur Logi; c) Finnur, í sam- búð með Guðnýju Björk Kjærbó, þau eiga eina dóttur, i) Elísabetu Margréti; d) Ólafur Óðinn, í sambúð með Hrefnu Kristinsdóttur. Börn þeirra eru i) Emilía Björt, ii) Þórir Mikael; e) Bríet Sunna, í sam- búð með Gísla Þór Þórarins- syni. 2. Ólafur Helgi, f. 1959, eiginkona hans er Eva Lilja Ólafsdóttir. Börn þeirra eru: a) Svandís, b) Hlífar, í sambúð með Dagbjörtu Torfadóttur, þau eiga tvær dætur, i) Elínu Evu og ii) Erlu Lillý; c) Unn- steinn, í sambúð með Þorgerði Magnúsdóttur. Glíman hans pabba við syk- ursýkina og fylgifiska varð hon- um erfiðari með hverju árinu og trúlega er hann nú hvíldinni feginn. Óhætt er að segja að pabbi hafi ekki fylgt straumnum í gegnum líf sitt, sennilegt finnst mér að hefði hann haft góða stjórn hefði hann jafnvel farið fjölfarnari veg. Hár, myndarlegur, góðlegur, vel hærður með falleg brún augu, það er myndin af pabba. Hann var minnugur, glettinn, pólitískur og tilætlunarsamur, hafði enda gott lag á því í seinni tíð að láta Rúnar bróður snúast í kringum sig. Síðustu árin hans var sambandið við fjölskylduna á Hvoli meira en oft hafði verið. Oft í viku spjölluðu þau Ingi- björg, yngsta dóttirin á bænum, í símann. Þau spjölluðu um allt milli himins og jarðar, hún jafn- vel söng eða spilaði á fiðluna, hann gaf henni vísu og forvitn- aðist um búskapinn. Við eigum eftir að sakna þessa að heyra ekki frá pabba en vitum að hann hvílir í friði og við eigum góðar minningar. Þinn sonur, Ólafur Hafsteinn Einarsson. Einar bróðir minn hefði orðið áttræður 6. febrúar síðastlið- inn. Hann hélt ekki upp á það afmæli með okkur í fjölskyldu sinni, heldur kvaddi þennan heim tveim dögum fyrr. Hann var búinn að vera lengi veikur, svo að vissu leyti var það léttir að hann fékk að fara tiltölulega friðsamlega, en við söknum hans samt. Mig langar til að rifja upp örfáar minningar um Einar eins og ég man eftir hon- um. Hann var nokkru eldri en ég, svo að við áttum ekki mörg ár á sama heimilinu. Í sveitinni var það nokkurn veginn víst á þessum tíma að ef líkamlegt at- gervi var ekki í fullkomnu lagi var ekki hægt að búast við að leggja fyrir sig sveitastörf, þar sem þau byggðust að mestu leyti á líkamlegri vinnu. Einar óx mjög hratt sem unglingur og varð upp úr því bakveikur. Hann ákvað að mennta sig í Samvinnuskólanum á Bifröst. Þar gekk honum vel enda var hann góður námsmaður, gat það eins og flest annað. Þar var ákveðið að veita honum skóla- styrk til að fara til Bandaríkj- anna og kynna sér kjörbúðar- ekstur, sem var þá að hefja göngu sína hérlendis. Hann kom þaðan eftir árs dvöl með konu með sér, Erlu Bryndísi Bjarnadóttur. Þau eignuðust fljótlega tvö börn, Margréti og Ólaf Helga. Þegar ég fór til Reykjavíkur til náms buðu þau mér að búa hjá sér meðan ég væri að ljúka námi og reyndust mér ákaflega vel. Á meðan var Einar að fóta sig í verslunar- rekstri. Hann varð um þetta leyti kaupfélagsstjóri KRON á Skólavörðustíg og tók síðar við kaupfélagi á Álfhólsvegi 32 í Kópavegi. Einar og Erla Bryn- dís skildu og hann giftist Ingi- björgu Ólafsdóttur. Þau eign- uðust fjögur börn, Ólaf Hafstein, Ingibjörgu Hrönn, Rúnar og Þröst, en slitu einnig samvistum eftir nokkurra ára hjúskap. Einari voru allir hlutir til lista lagðir. Hann var hár og myndarlegur, vel máli farinn og gat flest sem hann tók sér fyrir hendur. Á æviferli sínum fór hann frá því að vera einn af efnilegustu framámönnum í verslunarrekstri hérlendis og yfir í það að missa tvær fjöl- skyldur, heilsuna, starfsferil sinn og mest af sínum verald- legu eignum. Það sem ég minnist hans þó helst fyrir sem barn að alast upp með honum sem unglingi var hvað hann var mér alltaf góður. Ef það kom fyrir að hin systkinin stríddu mér, eins og gengur í stórum hópi, var alltaf skjóls að leita hjá honum. Þenn- an kærleika hélt hann í alla sína stormasömu ævi. Jafnvel þótt hann ætti það til að vera stríð- inn og kerskinn í tali var það ekki meint í illu og fólk tók það yfirleitt ekki óstinnt upp. Hann hélt líka umhverfi sínu alltaf eins snyrtilegu og hægt var. Það var merkilegt að koma inn til hans, eins og stundum var ástatt hjá honum, að vel til- tekinni íbúð með listaverk á veggjum. Þannig hélt hann reisn sinni betur en hægt hefði verið að búast við. Þótt Bakkus hirti af honum flest sem honum þótti vænst um missti hann hvorki kærleikann né reisnina. Þrátt fyrir stormana í lífi hans fer hann héðan með væntum- þykju allra sem voru honum nánir. Þannig vil ég minnast hans. Sigurlína Davíðsdóttir. Ingimar Einar Ólafsson Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.