Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.03.2016, Qupperneq 47
ráðs hins eldra 1981-92, er einn stofnfélaga í Félagi íslenskra lands- lagsarkitekta, FÍLA, 1978 og var formaður félagsins 1980-82 og 2005- 2008, er heiðursfélagi FÍLA frá 2015, var stofnfélagi og fyrsti for- maður SAMGUS, Sambands garð- yrkju- og umhverfisstjóra, hjá sveit- arfélögum árið 1992 og er heiðurs- félagi þess. Hann tók þátt í stofnun Kirkjugarðasambands Íslands og hefur setið innlendar og alþjóðlegar ráðstefnur á vegum þessara félaga. Áhugamál Einars snúast um vel- ferð fjölskyldunnar, vinnuna og hestamennsku sem hann hefur notið frá barnæsku: „Ég er alinn upp við hesta og hef alltaf verið mikill hestamaður eins og faðir minn. Svo má ekki gleyma sumar- landinu á Bergstöðum í Biskups- tungum þar sem stórfjölskyldan hefur átt griðastað í hálfa öld í frí- stundum, leik og starfi.“ Fjölskylda Eiginkona Einars er Helga Ás- geirsdóttir, f. 4.3. 1942, hjúkrunar- fræðingur og kennari. Foreldrar hennar voru Ásgeir Bjarnason, f. 27.9. 1900, d. 6.4. 1970, sjómaður og vekamaður á Siglufirði, og k.h. Guðný Guðmunda Þorvaldsdóttir, f. 28.3. 1908, d. 4.11. 1985, húsfreyja á Siglufirði. Börn Einars og Helgu eru Einar Ásgeir E. Sæmundsen, f. 20.10. 1967, landfræðingur, landslags- arkitekt og fræðslufulltrúi þjóð- garðsins á Þingvöllum, búsettur í Daltúni í Reykholti í Bláskóga- byggð en eiginkona hans er Herdís Friðriksdóttir skófræðingur og eru dætur þeirra Guðný Helga, f. 2002, og Þórhildur Júlía, f. 2004; Þorvald- ur Sæmundsen, f. 22.2. 1972, land- fræðingur í Reykjavík, í sambúð með Hrafnhildi Sverrisdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossi Ís- lands, en dóttir hans úr fyrri sam- búð með Örnu Hrönn Aradóttur er Elsa Karen, f. 2000; Signý E. Sæ- mundsen, f. 1.2. 1974, hjúkr- unarfræðingur í Kópavogi í sambúð með Sigurði Magnasyni lækni og eru dætur þeirra Lilja, f. 2005, og María, f. 2011, og Sólrún E. Sæ- mundsen, f. 2.6. 1975, markaðs- fræðingur í Reykjavík, í sambúð með Ríkharði Hjartarsyni, mat- reiðslumanni og sölustjóra, og er sonur hennar Patrekur Einar, f. 1994. Systkin Einars eru Ólafur Guð- mundur, f. 9.1. 1943, skógfræðingur í Kópavogi; Vilhjálmur, f. 6.4. 1947, fasteignasali í Kópavogi, og Jónína Guðrún, f. 17.5. 1948, móttökuritari í Kópavogi. Foreldrar Einars voru Einar Guðmundur Einarsson Sæmundsen, f. 18.9. 1917, d. 15.2. 1969, skógar- vörður á Suðvesturlandi, búsettur í Kópavogi, og Sigríður Vilhjálms- dóttir, f. 3.6. 1916, d. 12.8. 1999, hár- greiðslukona og húsfreyja. Úr frændgarði Einars E. Sæmundsen Einar E. Sæmundsen Guðrún Júlíana Jóhannsdóttir húsfreyja á Hrafnhóli Guðmundur Þorleifsson b. á Hrafnhóli í Hjaltadal Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík Einar Sæmundsen skógarvörður á Suðurlandi Einar G.E. Sæmundsen skógarv. á SV-landi og framkvstj. Skógræktarfél. Rvíkur Guðrún Jónsdóttir á Surts- stöðum í Jökulsárhlíð Halla Sigtryggsd. leikskólakennari Pétur Gunnarss. blaðamaður Pétur Valdimar Jóhannes- son b. í Teigi Sigríður Sæmundsen húsfr. í Winnipeg Þorsteinn Valdimars- son skáld Einar Árnason ritstj. Lögbergs í Winnipeg Soffía Emilía Haraldsdóttir húsfr. í Rvík Elín Sigríður Ellingsen húsfr. í Rvík Haraldur Ellingsen María Ellingsen leikkona Haraldur Sveinsson fyrrv. framkvæmdastj. Árvakurs Leifur Sveinsson lögfræðingur Sveinn K. Sveinsson verkfr. og fyrrv. forstj. Völundar Jón Loftsson fyrrv. skógræktar- stj. ríkisins Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt hjá Landmótum Vilhjálmur Sigtryggsson skógfræðingurEyþór Gunnarss. tónlistarmaður Þrúður Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Svana Helena Björnsdóttir verkfræðingur og fyrrv. form. Samtaka iðnaðarins Valgerður Vilhjálmsdóttir húsfr. í Rvík Svanlaug Vilhjálmsdóttir húsfr. í Rvík Sigtryggur Baldursson tónlistarm. Ingigerður Eiríksdóttir húsfr. á Reykjum, af Reykjaætt Þorsteinn Þorsteinsson b. á Reykjum á Skeiðum Þórdís Þorsteinsdóttir húsfr. í Rvík Vilhjálmur Vigfússon sjóm., verkam. og umsjónarm. í Rvík Sigríður Vilhjálmsdóttir hárgreiðslukona á Vöglum og í Kópavogi Sigríður Vigfúsdóttir húsfr. á Mosfelli og Gunnfríðarstöðum Vigfús Höskuldsson b. á Mosfelli og á Gunnfríðar- stöðum í Svínvatnshreppi Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Rvík og Kópavogi Bergljót Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Einar Sæmundsen kennari, var í Englandi og fór til Winnipeg 1885 Soffía Emelía Einarsdóttir húsfreyja í Stykkishólmi Gunnar Eyþórsson fréttamaður Vilhelmína Vilhjálmsdóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Kristján fæddist í Edinborg íSkotlandi 5.3. 1909 en ólstupp í Reykjavík. Hann var sonur Garðars Gíslasonar stórkaup- manns í Reykjavík, og f.k.h., Þóru Sigfúsdóttur húsfreyju. Garðar var sonur Gísla Ásmunds- sonar, hreppstjóra á Þverá í Dals- mynni, og Þorbjargar Olgeirsdóttur húsfreyju, en Þóra var dóttir Sigfús- ar Guðmundssonar bónda á Syðri- Varðgjá. Systir Garðars var Auður Gísla- dóttir, húsfreyja á Hólmum í Reyð- arfirði, amma Þórs Vilhjálmssonar, dómara við Mannréttinda- dómstólinn í Evrópu, og Ármanns Kristinssonar sakadómara. Bróðir Garðars var Ásmundur Gíslason, prófastur á Hálsi í Fnjóskadal, faðir Einars Ásmundssonar, hrl. og rit- stjóra Morgunblaðsins. Eiginkona Kristjáns var Ingunn Jónsdóttir húsfreyja sem lést árið 2005. Börn Kristjáns og Ingunnar eru Þóra, listráðunautur, sagnfræðingur og sérfræðingur hjá Þjóðminjasafn- inu um langt árabil, Garðar hæsta- réttardómari og Jón, lögfræðingur og stórkaupmaður. Að loknu stúdentsprófi stundaði Kristján nám í verslunarháskóla í Berlín. Hann hóf störf í fyrirtæki föður síns í Reykjavík 1930 en árið 1941 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Kristján G. Gíslason hf., og starfaði við það síðan. Kristján var ræðismaður Belgíu á Íslandi frá 1962 og aðalræðismaður frá 1964. Hann var sæmdur heið- ursmerkjum Belgíukonungs fyrir þau störf sín. Kristján var formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna 1959-63 og formaður Verslunarráðs Íslands 1966-68. Hann sat í stjórnum beggja samtakanna, sat í bankaráði Lands- banka Íslands um langt árabil, átti sæti í stjórn Verslunarráðs Íslands, Verslunarmannafélags Íslands og Vestrænnar samvinnu. Þá sat hann í stjórnskipuðum samninganefndum um verslun við Vestur-Þýskaland, Tékkóslóvakíu og Pólland. Kristján lést 12.12. 1993. Merkir Íslendingar Kristján G. Gíslason Laugardagur 95 ára Eyrún Guðmundsdóttir 85 ára Guðrún Leósdóttir Þóra Valdimarsdóttir 80 ára Álfheiður Þorsteinsdóttir 75 ára Einar E. Sæmundsen Halldór Benediktsson Jósefína Lára Lárusdóttir Logi Helgason Ævar Guðmundsson 70 ára Árni Guðmundsson Guðjón Jóhannsson Halldór Þorsteinsson Jóhanna Pálsdóttir Kristín Þ. Þorsteins Niels Christian Nielsen Oddur Eiríksson Rafn Baldursson 60 ára Elísa Björk Sigurðardóttir Inga Þóra Sverrisdóttir Jóhanna Arnleif Gunnarsdóttir Tryggvi Þór Haraldsson Þorsteinn Aðalsteinsson 50 ára Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir Elín Ragnhildur Jónsdóttir Emil Birgir Hallgrímsson Eyjólfur Ágúst Finnsson Guðjón Bragi Benediktsson Guðný Sjöfn Sigurðardóttir Guðrún Harðardóttir Haraldur Arnar Einarsson Hulda Gústafsdóttir Inga Dóra Sigvaldadóttir Ingibjörg R. Kristjánsdóttir Jóhann Yngvason Jón Viðar Sigurðsson Laufey María Hreið- arsdóttir Páll Hreinsson Sigurður P. Dagbjartsson Svanur Karl Friðjónsson Svava Steina Rafnsdóttir 40 ára Anna Elín Björnsdóttir Björgvin Guðmundur Haraldsson Bryndís Pétursdóttir Bryndís Steinunn Brynjarsdóttir Brynjólfur Ægir Sævarsson Eggert Þór Aðalsteinsson Einar Bergmann Sveinsson Ingibjörg Jóna Felixdóttir Marie Louise Fogh Schougaard Ómar Ómarsson Símon Helgi Wiium Þórir Hafnfjörð Jensson 30 ára Aðalheiður Rán Þrastardóttir Ásta Björk Guðnadóttir Dagný Sif L. Snæbjarnardóttir Eiður Bjarki Þórarinsson Einar Vilhjálmsson Elsa Gehringer Erla Rut Valsdóttir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir Leifur Eiríksson Marcin Piotr Skabiak Pétur Ólafsson Tinna Daníelsdóttir Ulrike Friesicke Sunnudagur 90 ára Jón Nordal Ragnar Sigvaldason Sigríður Ársælsdóttir 85 ára Arnfríður Gunnarsdóttir Ásta Garðarsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Karl Magnús Svafar Karlsson 80 ára Alda Sigrún Alexandersdóttir Dóra Hafsteinsdóttir Gunnar Hólmsteinsson Hrafnhildur Kristinsdóttir Jón Bjarnason Jónína Þorsteinsdóttir María Halldórsdóttir 75 ára Guðrún Elíasdóttir Jóhanna Kristinsdóttir Renate Jóhanna Einarsson Sonja Johansen Torfi Sverrisson Þórhallur Eyjólfsson 70 ára Dagrún Þórðardóttir Effat Kazemi Boland Friðþjófur Einarsson Guðbjörg Ester Ein- arsdóttir Kristín Ólafsdóttir Páll V. Bjarnason Ragnheiður Hallgrímsdóttir Sigríður Mathiesen Sturlaugur Pálsson 60 ára Erna Hrefna Sveinsdóttir Guðrún Björnsdóttir Hjalti Þór Björnsson Jón Kristinn Magnússon Kristín Hjaltalín Kristmar O. Höskuldsson Unnur Egilsdóttir 50 ára Borislav Bukarica Hildigunnur Halldórsdóttir Hörður Björnsson Ingibjörg Hannesdóttir Jón Örn Arnarson Kjartan Guðfinnur Björgvinsson Kjartan Snorri Ólafsson Kolbrún Guðjónsdóttir Kristján Pálsson Manassa Qarni Margrét Jónsdóttir Njarðvík Norlito Aquino Macan Sigríður Guðrún Baldursdóttir Unnur Árnadóttir Valka Jónsdóttir 40 ára Ása Björk Ásgeirsdóttir Baldur Már Helgason Díanna Rut Jóhönnudóttir Guðrún Steingrímsdóttir Hildur Helgadóttir Jónína Guðmundsdóttir Marinó Mortensen Skúli Þorsteinn Norðfjörð Sólveig Dröfn Ómarsdóttir Svala Einarsdóttir Tjörvi Bjarnason 30 ára Alexander M. Main Cernhoff Anna Soffía Ásgeirsdóttir Daníel Már Alfredsson Ingi Steinn Þorsteinsson Jón Óli Helgason Katarzyna Marszalek Margrét Samúelsdóttir Sara Petra Guðmunds- dóttir Signý Júlíusdóttir Til hamingju með daginn Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.