Morgunblaðið - 05.03.2016, Side 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016
Söfn • Setur • Sýningar
Laugardagur 5. mars: Sýningaropnun. Vinnandi fólk - ASÍ 100 ára
Sunnudagur 6. mars:
Kl. 14-16: Áttu forngrip? Sérfræðingar greina gripi almennings
Kl. 14: Fjölskyldustund um sýninguna Vinnandi fólk – ASÍ 100 ára
Þriðjudagur 8. mars kl. 12:
Sumarliði R. Ísleifsson fjallar um stöðu kvenna innan ASÍ
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Vinnandi fólk-ASÍ 100 ára í Myndasal
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan- Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru • Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Listasafn Reykjanesbæjar
Iceland Defense Force - Ásbrú
6. febrúar - 24. apríl
Íslensk náttúra, landslagsverk
úr safneign 15. janúar - 24. apríl
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Herinn sem kom og fór
6. febrúar-24. apríl
Þyrping verður að Þorpi
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
Duusmuseum.is
LISTASAFN ÍSLANDS
KVARTETT 15.1 - 1.5 2016
Chantal Joffe, Gauthier Hubert, Jockum Nordström, Tumi Magnússon.
Listamannaspjall með Tuma Magnússyni, sunnudaginn 6. mars kl. 14.
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
Leiðsagnir á ensku alla föstudaga kl. 12:10
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016
Leiðsögn með sýningarstjóranum Birgittu Spur, sunnudaginn 6. mars, kl. 15.
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2. - 16.9.2016
Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudagur 6. mars kl.14: Leiðsögn með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra
Hönnunarmars 10.-13. mars:
Frímerki í Kaffitári - Hönnun Thomasar Pausz í Sjónarhornum- Textílverk Signe
Emdal í lestrarsal - Primitiva Katrínar Ólínu á 3. hæð
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
Verið
velkomin
DUUS SAFNAHÚS
DUUS MUSEUM
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Vinnandi fólk. Alþýðusamband Ís-
lands 100 ára nefnist ljósmyndasýn-
ing sem opnuð verður í Myndasal
Þjóðminjasafnsins í dag kl. 15.
Á sýningunni eru ljósmyndir sem
veita innsýn í starfsemi Alþýðu-
sambandsins sem fagnar 100 ára af-
mæli sínu um þessar mundir. „Ljós-
myndirnar segja sögu þess fólks
sem myndaði hreyfinguna og vakin
er athygli á kjörum þess og kjara-
baráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og
vinnuumhverfi. Sjónum er beint að
vinnutíma verkafólks, vinnu barna
og jafnrétti karla og kvenna. Þá er
brugðið upp myndum af frístundum
verkafólks, húsnæði sem því stóð til
boða og hvernig félagsleg þjónusta
efldist smám saman.
Á sýningunni birtast margir
fulltrúar þeirra ólíku hópa sem
byggðu upp verkalýðshreyfinguna.
Þá er veitt innsýn í samfélag sem
tók örum breytingum; frá því að
vera að mestu leyti í framleiðslu á
hráefni og matvælum til meiri
verkaskiptingar og fjölbreyttari at-
vinnuhátta,“ segir í tilkynningu.
Textahöfundur sýningarinnar er
Sumarliði R. Ísleifsson, en sýning-
arstjóri Sigurlaug Jóna Hann-
esdóttir. Þess má geta að Sumarliði
heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafn-
inu um stöðu kvenna innan ASÍ
þriðjudaginn 8. mars kl. 12.
Ljósmynd/Guðni Þórðarson
Síldarsöltun Til marks um afköst
við söltunina er síldarpeningur sett-
ur í stígvél síldarsöltunarstúlku á
Siglufirði eftir miðja 20. öld.
Vinnandi fólk í
Myndasalnum
Innsýn í starfsemi ASÍ á sl. 100 árum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Alþýðusamband Íslands er 100 ára um þessar
mundir og af því tilefni viljum við sýna gersemar
úr safneigninni,“ segir Kristín G. Guðnadóttir for-
stöðumaður Listasafns ASÍ og sýningarstjóri sýn-
ingarinnar Gersemar úr safneigninni sem opnuð
verður í Listasafni ASÍ í dag kl.
16:30.
„Grundvöllurinn að stofnun
safnsins árið 1961 var stór-
fengleg listaverkagjöf Ragnars
Jónssonar í Smára til ASÍ. Síð-
an þá hefur safnið vaxið og
dafnað og við höfum eignast
mikið af góðum og áhugaverð-
um verkum,“ segir Kristín. Að-
spurð segir hún listaverkagjöf
Ragnars hafa samanstaðið af
125 verkum sem mörg hver eru
meðal þekktustu myndverka 20. aldar eftir nokkra
fremstu listamenn þjóðarinnar. Þeirra á meðal eru
Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes
Sveinsson Kjarval og Svavar Guðnason. „Perlan í
safni Ragnars er „Fjallamjólk“ Kjarvals, en Ragn-
ar fékk tilboð frá MoMA sem vildi kaupa verkið af
honum fyrir stórfé. Ragnar vildi ekki selja það þar
sem honum fannst að þetta verk sem og önnur sem
hann átti ættu að vera aðgengileg íslenskri alþýðu.
Hann var mjög framsýnn og mikill frumkvöðull á
því sviði að færa listina út til fólksins,“ segir Krist-
ín og tekur fram að enn í dag sé það stefna safnsins
að ná til sem flestra og af þeim sökum sé aðgangur
ávallt ókeypis.
Að sögn Kristínar hefur bæst í safneignina, því í
dag á safnið um þrjú þúsund verk. „Þar ber hæst
þrjár stórar dánargjafir eftir Kristin Pétursson ár-
ið 1982, Elínu Pjet. Bjarnason 2010 og Sigrid Valt-
ingojer 2013. Þessar þrjár gjafir eru mikilvægar
stoðir í safneigninni til móts við stofngjöf Ragn-
ars.“
Þrjú þemu á afmælissýningunni
Spurð nánar um sýninguna segir Kristín að
hana prýði verk eftir ofangreinda listamenn í
bland við aðrar og minna þekktar perlur úr safn-
eigninni. „Á sýningunni fléttum við þannig saman
verk gömlu meistaranna við verk yngri lista-
manna. Þarna mætast kynslóðir þegar við stiklum
á stóru í gegnum listasöguna,“ segir Kristín og
tekur fram að yngstu listamennirnir sem verk eiga
á sýningunni séu fæddir í kringum 1960. Þeirra á
meðal eru Erla S. Haraldsdóttir, Harpa Árnadótt-
ir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir.
Spurð hvort vinnan og hinn vinnandi maður sé
þema í myndefni sýningarinnar svarar Kristín því
neitandi. „Ekki á þessari sýningu, en á hinni af-
mælissýningunni okkar sem opnuð verður í haust
verður fjallað um vinnuna í íslenskri myndlist. Á
sýningunni sem opnuð verður á morgun eru þrjú
meginþemu. Í Ásmundarsal erum við með fjöl-
breytilegar birtingarmyndir náttúrunnar þar sem
kallast á eldri og yngri verk. Í Arinstofu erum við
með fígúratífa málaralist frá 1935 til 2013, en nýj-
asta verkið á sýningunni er eftir Erlu S. Haralds-
dóttur. Þetta eru fjölbreytileg verk sem sýna ýmsa
fleti á expressjónisma. Í Gryfjunni sýnum við ab-
strakt verk, bæði gömul og ný,“ segir Kristín.
Auk framangreindra listamanna eiga verk á
sýningunni m.a. Eiríkur Smith, Guðmunda Andr-
ésdóttir, Gunnlaugur Scheving, Hreinn Friðfinns-
son, Kristinn E. Hrafnsson, Lousia Matthíasdóttir
og Nína Tryggvadóttir. Sýningin stendur til 3. apr-
íl nk. og er safnið opið alla daga, nema mánudaga,
milli kl. 13 og 17. Aðgangur er ókeypis.
„Þarna mætast kynslóðir“
Listasafn ASÍ sýnir Gersemar úr safneigninni í tilefni af 100 ára afmæli ASÍ
Ljós Yngsta verkið er olíumálverkið Ræturnar
sem Erla S. Haraldsdóttir málaði árið 2013.
Samband
íslenskra
harm-
onikuunn-
enda efnir
til tónleika
í Salnum í
dag kl. 17.
Þar koma fram margir af bestu
harmonikuleikurum landsins og
flytja bæði einleiksverk og dúetta.
Þeir sem fram koma eru Bragi
Hlíðberg, Reynir Jónasson, Grétar
Geirsson, Sigurður Alfonsson, Mar-
grét Arnardóttir, Einar Guðmunds-
son, Flemming Viðar Valmundsson,
Guðmundur Samúelsson og Einar
F. Björnsson.
Harmonikutón-
leikar í Salnum
Í tilefni af níræð-
isafmæli Jóns
Nordal sunnu-
daginn 6. mars
heldur Tónlist-
arskólinn í
Reykjavík tón-
leika í Safnahús-
inu við Hverf-
isgötu honum til
heiðurs. Á efnis-
skránni eru verk eftir Jón, sem
nemendur úr skólanum leika og
syngja. „Jón starfaði um árabil sem
skólastjóri Tónlistarskólans í
Reykjavík og vann ómetanlegt starf
í þágu skólans og tónlistarmennt-
unar í landinu,“ segir í tilkynningu.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.
Níræðisafmæli
fagnað í tónum
Jón Nordal
Blint stefnumót nefnist sýning sem opn-
uð verður í Gerðarsafni í dag kl. 15. Þar
getur að líta verk úr safneign sem
spannar heila öld í íslenskri listasögu.
„Á sýningunni er leitast við að skoða
tengsl þeirra og um leið að huga að því
hvernig safneign af þessu tagi verður til
á löngum tíma. Verkin koma til safnsins
á ýmsum skeiðum, valin af starfsfólki á
hverjum tíma, og smátt og smátt verður
til flókin heild sem endurspeglar til-
gang og sögu starfseminnar,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að Gerð-
arsafn hafi að undanförnu gert átak í að
opna gestum innsýn í innra starf safn-
afólksins með því m.a. að setja upp
vinnu- og sýningaraðstöðu þar sem
hægt er að sjá hvernig verk eru tekin
fram, skoðuð og rannsökuð.
Blint stefnumót í Gerðarsafni
Hvítt Meðal verka á sýningunni er Lík-
neski III eftir Gabríelu Friðriksdóttur.
Kristín G.
Guðnadóttir