Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 51

Morgunblaðið - 05.03.2016, Page 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2016 Metnaðarfull og skapandilist á alltaf erindi viðsamtíma sinn og tekst ávið hann á einhvern hátt, misaugljósan, allt eftir upplagi og ætlun listamannanna. Franski rit- höfundurinn Michel Houellebecq hef- ur á undanförnum tveimur áratugum verið í fararbroddi þeirra listamanna sem ögra vestrænum samfélögum, með því að fjalla opinskátt um og tak- ast á við tabúin og eðli manna; verk hans eru sjaldnast þægileg aflestrar, þau eru klámfengin, ögrandi og pirra marga, en það er engin leið að af- skrifa þau því hann er einfaldlega framúrskarandi og vitur höfundur. Undirgefni er fimmta skáldsaga Houellebecq og sú fjórða sem Friðrik Rafnsson þýðir listavel á íslensku. Það vakti gríðarmikið umtal þegar spurðist út um hvað hún fjallaði, yf- irtöku íslamskrar hugmyndafræði í frönsku samfélagi; og íslamskir hryðjuverkamenn réðust á ritstjórn- arskrifstofur Charlie Hebdo- tímaritsins og myrtu þar menn sama dag og höfundurinn var á forsíðu rits- ins vegna þessarar nýju bókar, sem gerði höfundinn enn alræmdari og söguna enn umtalaðri. Sögu sem á ríkt erindi, enda fjallar hún á athygl- isverðan hátt um hugmyndafræðileg átök samfélaga Evrópulanda og ísl- amstrúar, um ábyrgð einstaklinga á sjálfum sér og heildinni og það hvað samfélög geta mögulega tekið skjót- um breytingum ef almenningur telur það þjóna hag sínum þá stundina. Lesendur fyrri skáldsagna Hou- ellebecq kannast við aðalpersónuna, sjálfhverfa manninn sem hefur tak- markaðan áhuga á því lífi sem er lifað í kringum hann, sem segir hér frá í fyrstu persónu frásögninni og rifjar upp atburðina sem leiddu til þess að undir lok bókar er hann að takast á við umtalsverðar breytingar á lífi sínu. François er Parísarbúi á fimm- tugsaldri og kennir bókmenntir við eina deild Sorbonne-háskóla þar sem hann er sérfræðingur í frönskum 19. aldar höfundi, Joris-Karl Huysmans (1848-1907). François leiðist að kenna og leiðist ungt fólk, hefur samband við fáa og hann hefur rofið allt sam- band við foreldrana, sem látast bæði í sögunni án þess að það hreyfi við hon- um á nokkurn hátt, og honum finnst líf sitt að mörgu leyti vera búið. Það eina sem heldur honum gangandi og fær hann til að finnast hann vera venjulegur, er áhugi á kynlífi sem hann stund- ar með nemendum, sem eru helmingi yngri en hann sjálfur, og ungum vændiskonum. Og því er, eins í fyrri skáldsög- um Houllebecq, á stund- um lýst býsna ítarlega. François er þannig tómhyggjan og sjálf- hverfni holdi klædd, sem höfundur notar á athyglisverðan hátt til að spegla og fjalla um þá þróun og breytingar sem verða í sögunni á frönsku sam- félagi. Miklar hræringar verða í stjórnmálum Frakklands um og upp úr 2017, með átökum Þjóðfylkingar Le Pen og Bræðralags múslíma en það er leitt af snjöllum popúlista, Mú- hameð Ben Abbes, sem hófsamari öfl taka að vinna með til að koma í veg fyrir uppgang öfgaafla til hægri. Eft- ir nokkur ár átaka og ólgu í landinu nást sættir og múslímar sölsa undir sig menntakerfi landsins og gera á því miklar breytingar. François býðst þá að hætta að vinna á góðum eftir- launum og gera ekkert nema sinna áhugamálunum – kynlífinu. En sam- félagið breytist hratt, konur eru huld- ar klæðum og hverfa inn fyrir veggi heimilanna, þar sem stöndugir karlar mega eiga fjórar, og François þarf að taka afstöðu, hvað hann vill gera. Í þessari skáldsögu er margt undir og ótal spurningar vakna með lesand- anum. Sagan er hugvitssamlega sögð; bókmenntaumræða er fram- arlega og valið á Huysmans athygl- isvert; þegar leið á feril hans (höf- undar sem mun hafa verið nær gleymdur en er nú lesinn af kappi eft- ir útkomu Undirgefni) gerðist hann strangkaþólskur og sú þróun endur- speglast í hugleiðingum og gjörðum François, sem leitar líka að andlegri upplýsingu og lífsfyllingu en mögu- leikar múhameðs- trúarinnar kalla hærra á hann en þeir kristnu. Lesandinn spyr sig hvort þróun eins og hér er lýst gæti mögulega orðið á Vesturlöndum, og þar blandast inn blákald- ur veruleiki straums flóttamanna inn í Evrópu frá samfélögum sem eru mótuð af misöfgafullum túlkunum á íslam. Það má til að mynda spyrja sig hvort kon- ur á Vesturlöndum myndu ganga svo fúslega inn í heim minnkaðra rétt- inda, eins og lýst er að gerist á skömmum tíma, en það hlýtur líka að vera eitt af markmiðum höfundarins að fá okkur til að spyrja hvað geti gerst, að velta fyrir okkur því mann- lega eðli sem Houllebecq er sérfræð- ingur í að sýna í írónísku en jafnframt óþægilega afhjúpandi ljósi. Um leið og útgáfu þessarar áhuga- verðu og vel þýddu bókar er fagnað, er ástæða til að setja út á fráganginn. Þetta er of sjoppuleg kilja, minnir á reyfara. Fyrstu tvær bækur höfund- arins sem komu út á íslensku voru innbundnar og þótt það sé ákjósan- legur umbúnaður þegar heims- bókmenntir eiga í hlut, þá hefði þessi lesandi sætt sig við vandaðri kilju með innslögum – þetta er einfaldlega of ódýr frágangur. Undirgefni er merkileg saga og mikilvæg fyrir umræðuna, á marg- víslegan hátt. Sem bókmenntaverk nær hún ekki alveg sömu hæðum og Kortið og landið, síðasta skáldsaga höfundarins, en engu að síður er þetta bók sem fólk á að lesa, hugsa um og ræða. Því eins og hér er sýnt fram á þá getur allt gerst. AFP Houellebecq lætur íslam bylta frönsku samfélagi Skáldsaga Undirgefni bbbbm Eftir Michel Houellebecq. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning, 2016. Kilja, 273 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Umdeildur Rýnir segir Undirgefni eftir Michel Houellebecq vera merkilega og mikilvæga fyrir umræðuna. Sagt er frá breytingum í Frakklandi. Samsýningin Sköpun bernskunnar 2016 verður opnuð í dag kl. 15 í Ketilhúsi, Listasafninu á Akureyri. Þátttakendur í sýningunni eru Hríseyjarskóli, leikskólarnir Hólmasól, Sunnuból og Pálmholt, grunnskólarnir Naustaskóli og Síðuskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Áki Sebastian Frostason, Anne Balanant, Björg Eiríksdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Egill Logi Jóns- son og James Earl Ero Cisneros Tamidles. Sýningarstjóri er Guð- rún Pálína Guðmundsdóttir. Sýningin er sú þriðja sem haldin er undir heitinu Sköpun bernsk- unnar og er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun allra skólabarna, á aldrinum tveggja til sextán ára, skv. tilkynn- ingu. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnar- húsi. „Sköpun bernskunnar er því samvinnuverkefni í stöðugri þróun og er hver sýning sjálfstæð og sér- stök,“ segir í tilkynningu og að sýningin hafi vakið verðskuldaða athygli og sé einstök hvað varðar samvinnu myndlistarmanna og barna. Einnig verða á sýningunni sýnd myndverk frá námskeiði sem haldið var í tengslum við Sköpun bernskunnar 2015 þar sem leið- beinendur voru Erwin van der Werve og Þóra Sólveig Bergsteins- dóttir. Sköpun bernskunnar 2016 stend- ur til 24. apríl og er listasafnið op- ið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12- 17. Leiðsögn um sýningar er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45 og er aðgangur ókeypis. Sköpun bernskunnar í þriðja sinn á Akureyri Ljósmynd/Daníel Starrason Bátar „Les bateaux“, verk eftir Anne Balanant sem sjá má á sýningunni. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Lau 5/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 11/3 kl. 20:00 45.sýn Lau 12/3 kl. 22:30 48.sýn Lau 5/3 kl. 22:30 43.sýn Fös 11/3 kl. 22:30 46.sýn Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 47.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 5/3 kl. 11:00 aukasýn Lau 5/3 kl. 13:00 aukasýn Síðustu sýningar! Kvika (Kassinn) Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 21:00 4.sýn Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 8/3 kl. 20:00 Fors. Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 9/3 kl. 20:00 Fors. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Fors. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Mið 25/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim Njála (Stóra sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Flóð (Litla sviðið) Sun 13/3 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 Styrktarsýning Vegbúar (Litla sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 6/3 kl. 13:00 Síðasta sýn. Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.