Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 6 Stofnað 1913  61. tölublað  104. árgangur  HAFÐI EKKI HREYFT SIG AÐ RÁÐI Í 30 ÁR LEIKUR Í NÝJU VERKI Í NOR- RÆNA HÚSINU ÞARF AÐ EFLA MÁLÞROSKA FYRSTU SEX ÁRIN NÝ SÝN EFTIR SVÍÞJÓÐARDVÖL 26 PRÓFESSOR Í ÍSLENSKU 6JÁRNMAÐUR 12 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Rýma þurfti 21 hús á Patreksfirði í gærkvöldi vegna mikils óveðurs sem gekk yfir landið. Hætta var talin á að vatn hefði safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, ofan byggðarinnar þannig að krapi gæti hlaupið fram. Íbúum húsanna bauðst að gista á hóteli í bænum. Alls gistu þar um 40 manns en um 10 manns leituðu til fjölskyldna og ættingja í bænum, að sögn Helgu Gísladóttur, formanns Rauða krossins á Patreksfirði. Verst var veðrið í gærkvöldi á Norður- og Vesturlandi, en fyrsta asahláka ársins gerði rækilega vart við sig enda mikill hiti á landinu, en hann var á nokkrum stöðum yfir fimmtán gráðum. Rennsli í ám og vatnsföllum jókst verulega og á Bíldudal féll krapaflóð á hús við jað- ar bæjarins. Björgunarsveitir voru víða annars staðar kallaðar út í gærkvöldi, m.a. á höfuðborgarsvæðinu, Snæfellsnesi, á Akranesi og í Borgarnesi. Flest út- köllin voru þó á Vestfjörðum og vörðuðu mörg þeirra fjúkandi þak- plötur og brotnar rúður. Á Ísafirði var björgunarsveit köll- uð út vegna báts sem hafði losnað frá bryggju og einnig vegna þaks sem fokið hafði af fjárhúsi í Bolungarvík. Öllu innanlandsflugi var aflýst í gærkvöldi vegna óveðursins, en flog- ið var um Keflavíkurflugvöll. 21 hús rýmt á Patreksfirði  Um 50 íbúar á Patreksfirði þurftu að yfirgefa hús sín  Krapaflóð féll á hús á Bíldudal  Öllu innanlandsflugi aflýst  Talsverðir vatnavextir í asahláku Morgunblaðið/Golli Óveður Ferðaþjónustufyrirtæki þurftu mörg að aflýsa ferðum sínum í gær vegna óveðursins. Meðal annars var hætt við ferðir að Gullfossi og Geysi. Ljósmynd/Guðmundur Magnússon Krapaflóð Tjón varð á húsi á Bíldudal þegar krapaflóð féll úr Búðargili. Að sögn Helga Gunnlaugssonar, af- brotafræðings og prófessors við Há- skóla Íslands, er margt líkt með skotárás á Akureyri í fyrrinótt og Hraunbæjarmálinu svokallaða í des- ember 2013. Í báðum tilvikum skaut andlega veikur maður úr haglabyssu sinni í íbúðarhverfi. Endalok málsins á Akureyri urðu þó öllu betri en í Hraunbæ, byssumaðurinn var hand- tekinn óvopnaður á Akureyri en hinn var felldur. „Ég held að menn hljóti að velta því fyrir sér núna, þegar svona skammt er liðið frá Hraunbæjarmál- inu, að kortleggja betur hvar skot- vopnin eru, hvar leyfin liggja og kanna málið af fullri alvöru. Það eru byssur víða í íbúðarhverfum og að- gát er nauðsynleg,“ segir Helgi. »2 Líkindi með Hraunbæjar- málinu 2013 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skotárás Maður skaut fjórum skot- um úr haglabyssu sinni í fyrrinótt. Bændur á þremur bæjum í Árnes- hreppi á Ströndum hyggjast bregða búi næsta haust; á Bæ, Finnboga- stöðum og Krossnesi. Þetta er hátt hlutfall bænda í þessu fámenna sveitarfélagi, eða um 30%, en nú er búið þar með sauðfé á tíu bæjum. Bændurnir á Bæ og Finnboga- stöðum eru meðal yngstu bænda í Árneshreppi og ljóst að meðalaldur íbúanna hækkar talsvert við brott- flutning þeirra. „Ég óttast að það sem er að gerast hér í þessu litla, afskekkta samfélagi sé nákvæmlega sama sagan og í svo mörgum öðrum sveitum landsins áð- ur,“ segir Þorsteinn Guðmundsson á Finnbogastöðum. „Að lokum verða svo fáir eftir að þeir einfaldlega neyðast til að fara þó svo að þeir vilji alls ekki fara í burtu.“ „Það má mikið breytast til að það verði áfram heilsársbyggð í Árnes- hreppi eftir tíu ár. Fólk er að eldast og endurnýjun er lítil,“ segir Pálína Hjaltadóttir á Bæ, aðspurð hvernig hún sjái framtíð byggðar í Árnes- hreppi. » 10-11 Ljósmynd/Oddný Í Árneshreppi Í vetur hefur verið unnið að úrbótum í höfninni í Norðurfirði á Ströndum, en þaðan er talsverð sjósókn yfir sumartímann. Bændum í Árneshreppi fækkar um 30%  „Að lokum verða svo fáir eftir að þeir einfaldlega neyðast til að fara“ Stjórnarandstöðuflokkarnir eru klofnir í afstöðu sinni til tillagna stjórnarskrárnefndar. Björt framtíð og Vinstri grænir hyggjast að öllum líkindum styðja þinglega meðferð málsins þannig að þjóðin fái að segja síðasta orðið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Píratar hafa fellt tillögur nefndarinnar í rafrænni kosningu og hyggst þingflokkur þeirra ekki styðja þinglega meðferð málsins. Innan herbúða Samfylkingarinnar gætir óánægju með tillögurnar og létu fundarmenn á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar á laugar- dag hana í ljós. Þingmenn Samfylk- ingar hafa því ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir muni styðja málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fulltrúi flokksins, gagnrýndi í samtali við mbl.is að flokkar álykt- uðu um tillögur nefndarinnar fyrr en nefndin hefði lokið störfum. VG vilja að þjóðin hafi síðasta orðið. Tveir þriðjuhlutar þingmanna þurfa að samþykkja tillögurnar á Al- þingi eigi þjóðin að fá að kjósa um þær. »4 Klofnir í afstöðu til tillagna  Ótímabært að álykta um ákvæðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.