Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 2

Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íslandsmót Sleðahundaklúbbsins fór fram á Mý- vatni um helgina en um 60 keppendur á aldurs- bilinu 8-65 ára öttu þar kappi með sleðahunda sína sem var hægt að áætla vel yfir hundrað. Mótið tókst vel þrátt fyrir vont veður og voru bæði hundar og eigendur skælbrosandi eftir verðlaunaafhendingu. Mývatnssveitin skartaði sínu fegursta þótt vindur hafi blásið af miklum móð. Brautin var góð og aðstæður allar eins og best verður á kosið. Þá voru móttökur heima- manna til eftirbreytni samkvæmt upplýsingum frá Sleðahundaklúbbnum. benedikt@mbl.is Íslandsmót Sleðahundaklúbbsins fór fram á Mývatni Ljósmynd/Auðunn Níelsson Stuð hjá slefandi sleðahundum á ís Benedikt Bóas Kristján Johannessen „Þetta eru tvö sambærileg tilfelli á tiltölulega stuttum tíma. Þessi atvik hljóta að fá okkur til að hugsa um hvernig skotvopnaleyfum er úthlutað al- mennt og hvernig eftirliti er háttað,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, en andlega veikur maður skaut hið minnsta fjórum skotum úr haglabyssu á Akur- eyri í fyrrinótt. Í desember 2013 var andlega veikur maður skotinn til bana af sérsveit lögreglunnar eftir að hafa skotið úr haglabyssu í Hraunbæ í Reykjavík. Helgi segir að líkindin milli þessara tveggja manna séu töluverð þótt hann hafi ekki kynnt sér Akureyrarmálið til hlítar, einungis það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Í íbúðinni sem skotið var á býr 25 ára kona ásamt tveggja ára dóttur sinni og voru þær einar heima þegar atvikið átti sér stað. Ekki hefur verið hægt að yfirheyra byssumanninn. Byssumaðurinn á Akureyri var með leyfi fyrir tveimur skotvopnum að sögn lögreglunnar þar. Enginn slasaðist í skotárásinni og ekki er talið að atlagan hafi beinst gegn neinum ákveðnum ein- staklingi, en skotin hæfðu mannlausa bifreið og gler við útihurð á nærliggjandi íbúð auk fatnaðar barns og ungrar konu. „Líkindin virðast töluverð á milli málsins á Ak- ureyri og Hraunbæ 2013. Þetta fór betur en í Hraunbænum en málið er skelfilegt í miðju íbúð- arhverfi. Maður veltir því fyrir sér hverjir eru með skotvopnaleyfi en skotvopnaeign er algeng á Ís- landi. Ég held að menn hljóti að velta því fyrir sér núna, þegar svona skammt er liðið frá Hraunbæj- armálinu, að kortleggja betur hvar skotvopnin eru og hvar leyfin liggja og kanna málið af fullri al- vöru. Það eru byssur víða í íbúðarhverfum og að- gát er nauðsynleg,“ segir Helgi. Umsátursástand á Akureyri  Andlega veikur maður skaut fjórum skotum úr haglabyssu á Akureyri  25 ára kona og tveggja ára barn heima þegar árásin átti sér stað  Byssur víða í íbúðarhverfum Morgunblaðið/Skapti Árás Skotið var meðal annars í gegnum rúðu í forstofu íbúðar á Akureyri í fyrrinótt. Aflífa þurfti hestinn Júpíter eftir að hann fótbrotnaði illa. Júpíter og annar hestur í Mývatnssveit trylltust þegar leikmynd úr kvikmyndinni Fast and Furious fauk inn í girðingu þeirra með þeim afleiðingum að þeir hlupu stjórnlaust út í Búrfellshraun. Þar fótbrotnaði Júpíter svo illa að aflífa þurfti hann á staðnum. Hinn hesturinn er slasaður. Leikmyndin sem fældi hestana var eftir- mynd af ísjaka. Gríðarlega hvasst var í Mývatnssveit um helgina og fuku leikmyndir kvikmyndarinnar víða um sveit. Lá við stórhættu í sleðahundakeppni þegar leik- mynd fauk nálægt hundum og farartækjum. Júpíter birtist á síðum Morgunblaðsins síðasta sumar þegar greint var frá ferð Diljár Héðinsdóttur á hestinum í smalamennsku. Diljá er dóttir Héðins Sverrissonar, sem átti hestinn. Áætlað er að taka Fast and Furious- myndina upp í átta vikur á Mývatni. benedikt@mbl.is Kvikmyndaísjaki fældi hesta úr girðingunni  Aflífa þurfti eitt hross Morgunblaðið/Eggert Leirljós Erna og Diljá birtust í Morgunblaðinu fyrir ári. Diljá situr á Júpíter sem er til hægri, leirljós að lit. Fasteignasalan Eignamiðlun aug- lýsti á dögunum til sölu einbýlishús á 190 milljónir króna. Húsið er um 450 fermetrar að stærð og stendur við sjávarsíðuna í Skerjafirði, en það var byggt árið 1983. „Það hafa verið að seljast eignir á þessu bili þótt þær séu ekki marg- ar. Þetta eru tölur sem við höfum séð áður fyrir eign af þessari stærð og á þessum stað. Það er alltaf viss markaður fyrir þessar eignir,“ seg- ir Kjartan Hallgeirsson, fasteigna- sali hjá Eignamiðlun. Aðspurður hvort markaður sé að opnast frekar fyrir eignir á þessu verðbili segir hann að svo þurfi ekki að vera. „Menn eru kannski aðeins sýni- legri í að auglýsa eignirnar, alveg frá hruni hafa verið að seljast eign- ir á þessu verðbili þótt þeim sé ekki slegið upp í blöðunum. Það er ljóst að það er kaupendahópur þarna úti sem er að kaupa eignir á hátt í 200 milljónir,“ segir hann. jbe@mbl.is Einbýlishús í Skerja- firði til sölu á 190 milljónir króna Á Reykjavíkurskákmótinu, sem enn er í fullum gangi, er indverski stórmeistarinn Abhijeet Gupta efstur ásamt Sergei Movesian frá Armeníu en þeir eru með sex vinninga hvor eftir sjö umferðir. Efstir Íslendinga eru stórmeist- arinn Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjánsson og alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson með fimm vinninga. Áttunda umferð mótsins hefst í Hörpu kl. 15 í dag. Í tengslum við Reykjavíkurskák- mótið var í gær hraðskákmót ung- menna eða Barna-Blitz, sem fór fram í höfuðstöðvum GAMMA. Þar tefldu saman átta ungmenni, 13 ára og yngri, hraðskákir eftir út- sláttarfyrirkomulagi. Keppend- urnir unnu sér inn þátttökurétt í mótinu í gegnum fjórar undan- keppnir. Óskar Víkingur Davíðsson, ný- krýndur Norðurlandameistari í flokki 11 ára og yngri, varð hlut- skarpastur en hann vann allar sín- ar viðureignir 2-0. Í öðru sæti varð Stephan Briem og Alexander Oliver í því þriðja. Ungir skáksnillingar öttu kappi í GAMMA Framtíðin Óskar Víkingur Davíðsson, fyrir miðju, tefldi af mikilli snilli og sigraði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.