Morgunblaðið - 14.03.2016, Síða 4
FRÉTTASKÝRING
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á meðal flokks-
manna stjórnarandstöðuflokkanna
um tillögur stjórnarskrárnefndar til
stjórnarskrárbreytinga. Píratar hafa
til að mynda hafnað tillögum stjórn-
arskrárnefndar í rafrænum kosning-
um og munu ekki styðja þinglega
meðferð. Nefndin hefur þó ekki skil-
að tillögunum endanlega frá sér til
forsætisráðherra.
Tillögurnar fara til meðferðar á
Alþingi þegar stjórnarskrárnefnd
hefur farið yfir umsagnir sem bárust
vegna þeirra og þarf lagafrumvarp
um stjórnarskrárbreytingar að
hljóta tvo þriðju hluta atkvæða þing-
manna til að það fari í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, samkvæmt bráða-
birgðaákvæði í stjórnarskránni sem
gildir til 30. apríl 2017.
Stefnt hefur verið að því að klára
málið á þessu þingi, en Páll Þórhalls-
son, formaður stjórnarskrárnefndar,
áætlar að nefndin þurfi tíma allavega
til mánaðamóta til þess að geta skilað
tillögunum endanlega frá sér til for-
sætisráðherra. Framhaldið er svo í
höndum stjórnarflokkanna tveggja.
Þrír fundir eru boðaðir hjá stjórn-
arskrárnefnd í þessari viku, sá fyrsti
á morgun.
Samfylkingin ósátt við tillögur
Frestur til þess að skila inn at-
hugasemdum við frumvarpsdrögin
rann út 8. mars sl. en drög að þremur
frumvörpum til stjórnskipunarlaga
voru birt hinn 19. febrúar sl. Tillög-
urnar fela í sér ákvæði um náttúru-
auðlindir Íslands og að þær tilheyri
íslensku þjóðinni, um umhverfi og
náttúru þar sem varúðar- og lang-
tímasjónarmið verði höfð að leiðar-
ljósi og þriðja frumvarpið felur í sér
ákvæði um að 15 prósent kosninga-
bærra manna geti knúið fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um lög frá al-
þingi.
Samfylkingin hefur ekki tekið af-
stöðu til þess hvort þingmenn flokks-
ins styðji þinglega meðferð tillagna
nefndarinnar. Á flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar á laugardag var
afgerandi meirihluti fundarmanna
mótfallinn tillögunum í núverandi
mynd.
Að sögn Valgerðar Bjarnadóttur,
þingmanns og fulltrúa Samfylkingar
í nefndinni, verður vinna nefndarinn-
ar að hafa sinn gang. „Þetta er stað-
an núna, við sjáum hvernig á að end-
urskoða þetta með tilliti til umsagna
sem nefndinni bárust um tillögurnar.
Sjá hvernig málið rekst áfram og við
tökum ákvarðanir eftir því sem ger-
ist,“ segir hún í samtali við Morg-
unblaðið.
Hún segir að einhverjir flokks-
menn hafi lýst mjög miklum varhug
og óánægju með auðlindaákvæðið og
aðrir með umhverfisákvæðið. „Þann-
ig að þetta fékk bara ekki góðar
undirtektir,“ segir hún og bætir við
að allir séu sammála um að ákvæði
um framsal ríkisvalds í þágu alþjóða-
samninga vanti.
„Við erum ekki með grundvöll í
stjórnarskrá fyrir þátttöku í því al-
þjóðastarfi sem við erum í,“ segir
Valgerður og bætir við að það gangi
ekki að stjórnvöld þurfi endurtekið
að taka afstöðu til þess hvort verið sé
að fara á svig við stjórnarskrá þegar
þátttaka í alþjóðastarfi er annars
vegar.
Spurð hvernig Samfylkingin ætli
að beita sér í málinu segir hún það
ekki enn komið í ljós. „Ég get ekki
svarað því hvernig á að fara með
þessar umsagnir sem bárust nefnd-
inni. Þetta verður að hafa sinn gang.“
Vinstri grænir og Björt framtíð
ætla að öllum líkindum að styðja
þinglega meðferð málsins þannig að
þjóðin fái að eiga síðasta orðið. Báðir
flokkar setja þann fyrirvara að
nefndin sé ekki enn búin að skila af
sér endanlegum tillögum.
VG og BF styðja málið á þingi
Brynhildur Pétursdóttir, þing-
flokksformaður Bjartrar framtíðar,
segir að þingmenn BF séu mjög sam-
stiga í málinu. „Við teljum það til
bóta að tillögurnar verði samþykktar
en það er svo þjóðarinnar að ákveða
það,“ segir Brynhildur. Hún bætir
við að BF hefði eflaust viljað ganga
lengra „en þetta er málamiðlun eins
og oft þarf að gera,“ segir hún og
bætir við: „Ég sé ekki hvernig það sé
betra fyrir þjóðina að hafna þessu.
Hvernig það geti leitt til þess að við
gerum frekari breytingar.“
Óttarr Proppé, formaður BF, var
ekki eins afdráttarlaus í máli sínu í
samtali við Morgunblaðið. Sagði
hann það mikilvægt að þjóðin fengi
að kjósa um málið ef samstaða næð-
ist um einhvers konar breytingu.
Hann sagði breytingarnar eins og
þær liggja fyrir núna vera til bóta, en
sagði ekki tímabært að segja til um
hver afstaða þingmanna BF yrði fyrr
en vinnu nefndarinnar lyki.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG
og fulltrúi flokksins í nefndinni, sagði
í samtali við mbl.is að flokkurinn
hefði talað fyrir stjórnarskrárbreyt-
ingum og verið reiðubúinn til að taka
þær í áföngum til þess að reyna að ná
sátt um breytingarnar.
„Það væri mjög sorglegt ef enn
eitt kjörtímabilið líður án þess að
neinar breytingar verði gerðar,“
sagði hún og bætti við að mikilvægt
væri að nefndinni yrði gefið ráðrúm
til að ljúka vinnu sinni áður en flokk-
arnir fara að álykta um ákvæðin áður
en þau eru komin til skila.
Segir hún að þó svo að meginlína
VG í málinu hafi verið að þjóðin fái að
eiga síðasta orðið, þá eigi flokkurinn
eftir að taka endanlega afstöðu til
ákvæðanna þar sem þau eru ekki
tilbúin.
Morgunblaðið/Golli
Flokksstjórnarfundur Tillögurnar mæta andstöðu hjá Samfylkingunni.
Ekki samhljómur í
stjórnarandstöðunni
Píratar styðja ekki þinglega meðferð stjórnarskrártillagna
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
PRAG
5.maí í 4 nætur
Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 2 í herbergi.HotelILF
M/BÓK.AFSL. TIL 15. MARS
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
irá
sk
ilja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
74.900
m/morgunmat
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fyrirhugaðar uppsagnir húsvarða í
Ráðhúsi Reykjavíkur má draga til
baka með aukinni starfsemi í húsinu
og betri nýtingu,
að sögn Kjartans
Magnússonar,
borgarfulltrúa
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík.
„Borgar-
stjórnarflokkur
Sjálfstæðis-
flokksins hefur
lagt til að Upplýs-
ingamiðstöð ferðamanna í Reykja-
vík, Höfuðborgarstofa og skrifstofa
menningar- og ferðamálasviðs verði
flutt úr leiguhúsnæði í Geysishúsinu
yfir í Ráðhús Reykjavíkur en með
því aukum við starfsemina í húsinu
til muna og getum tryggt áfram
störf þeirra húsvarða sem fyrir-
hugað er að segja upp í sparnaðar-
skyni.“
370 þúsund ferðamenn
Gífurleg starfsemi er í kringum
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í
Reykjavík og gegnir hún mikilvægu
hlutverki fyrir ferðaþjónustu í borg-
inni og á landsvísu. Kjartan segir að
um 370 þúsund erlendir ferðamenn
hafi heimsótt upplýsingamiðstöðina
á síðasta ári.
„Í dag er orðið nokkuð þröngt
um starfsemina og því æskilegt að
koma henni fyrir í stærra og hent-
ugra húsnæði. Margt bendir til að
það henti vel að flytja Upplýsinga-
miðstöð ferðamála í Ráðhús Reykja-
víkur. Húsið er á góðum stað í Mið-
bænum og var það beinlínis hannað
með það í huga að straumur fólks
lægi í gegnum húsið. Þannig er t.d.
aðalgangur Ráðhússins hannaður
eins og göngugata með dyrum í
þrjár áttir: suður, norður og austur.“
Mikill sparnaður
Ljóst er að verulegar fjárhæðir
myndu sparast með því að færa
starfsemina í húsnæði í eigu Reykja-
víkurborgar, að sögn Kjartans og
myndi hluti sparnaðarins geta varið
störf þeirra húsvarða sem segja á
upp.
Hægt að spara og bjarga
störfum húsvarða
Sjálfstæðisflokkurinn vill aukna starfsemi í Ráðhúsið
Kjartan
Magnússon
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Segja má að kvikmyndaáhuginn
hafi kviknað þegar ég keypti mér
8 mm kvikmyndatökuvél árið
1963. Þá var ég að þjálfa krakka á
Selfossi í íþróttum, aðallega fót-
bolta. Svo fórum við í mikið
keppnisferðalag til Húsavíkur sem
tók tvo til þrjá daga. Ég tók þetta
upp og þetta er mikil gersemi í
dag,“ segir kvikmyndagerðarmað-
urinn Marteinn Sigurgeirsson sem
hefur um árabil tekið og safnað
saman myndskeiðum af íþrótta-
starfi sem og myndskeiðum af
uppbyggingu Kópavogsbæjar auk
fleiri verkefna.
Marteinn starfaði um áratuga-
skeið í Myndveri grunnskólanna
en hefur nú látið af störfum sök-
um aldurs.
Voru viðstaddir 1940
Marteinn hefur safnað mynd-
skeiðum frá landsmótum UMFÍ.
Myndskeiðin ná allt til ársins 1946
og hefur hann meðal annars gert
tvær sögulegar myndir, aðra um
Ungmennafélag Íslands, sem sýnd
var í tilefni af 100 ára afmæli
UMFÍ árið 2007, og aftur þegar
landsmótin urðu 100 ára árið 2009.
Svo árið 2013 tók Marteinn að sér
fyrir tilstilli HSK að taka saman
myndefni um þau landsmót sem
farið hafa fram á Suðurlandi. Við
vinnsluna hefur hann tekið viðtöl
og meðal annars náðist í tvo við-
mælendur sem tóku þátt og voru
áhorfendur á landsmótinu í
Haukadal árið 1940.
„Um er að ræða klukkutíma
mynd með viðtölum og myndskeið-
um. Hugmyndin er að sýna þetta í
sumar,“ segir Marteinn.
Mynd um Þorstein loks sýnd
Söfnun á myndskeiðum af lands-
mótum hófst skömmu fyrir síðustu
aldamót. „Þetta byrjaði um 1997
þegar ég fór að safna myndefni
fyrir UMFÍ. Þá var mót í Borg-
arnesi og við sýndum efni frá
landsmótinu á Hvanneyri árið
1946. Þorsteinn Einarsson, sem
var íþróttafulltrúi ríkisins í 40 ár,
lýsti því sem fyrir augu bar, en
myndefnið var að sjálfsögðu þög-
ult. Þetta tókst býsna vel og ég
spjallaði meira við hann. Fljótlega
eftir það ákvað ég að gera mynd
um hann,“ segir Marteinn.
Þorsteinn lést árið 2001 en flest
viðtölin um ævi hans tók Marteinn
árið 2004 og það síðasta 2010.
Hefur myndin nú verið gefin út.
„Meiningin var að frumsýna
myndina árið 2013 á landsmótinu
á Selfossi en það tókst ekki,“ segir
Marteinn. Myndin hafði verið í
skúffu í nokkur ár en nú er vinnu
við hana lokið.
Gersemasöfn-
un í rúm 50 ár
Fékk átta millimetra vél árið 1963
Vélin Marteinn heldur á 8 mm kvikmyndatökuvél sem hann fékk árið 1963.