Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Aukið áreiti enskunnar í umhverfi
barna á máltökuskeiði er líklegt
til að breyta og rýra orðaforða og
kunnáttu þeirra til að nota málið.
Það kann einnig að leiða af sér tví-
tyngi sem getur við ákveðnar mál-
félagslegar aðstæður verið fyrsta
skrefið í tungumáladauða. „Ensk-
an er alls ráðandi í hinum staf-
ræna heimi. Snjalltækjabylting-
unni hefur því fylgt aukin
enskunotkun í samfélaginu. Þar
eru ung börn í sérstökum áhættu-
hópi því þau eru einstaklega mót-
tækileg fyrir máli,“ segir Sigríður
Sigurjónsdóttir, sem er prófessor
í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands.
Fjöldi fræðimanna flutti
erindi um ýmis efni á Hugvís-
indaþingi Háskóla Íslands sem
haldið var fyrir helgina. Þar var
meðal annars fjallað um málvís-
indi en nú – eins og áður – er
framtíð íslenskunnar í brenni-
depli. Máltaka íslenskra barna og
snjalltækjavæðing nútímans var
yfirskrift erindis Sigríðar. Þar
nefndi hún hve börn eru móttæki-
leg fyrir máli á fyrstu æviárum
sínum.
Móttækileg fyrir máli
„Fyrstu sex árin er mikilvægt
að nýta til að efla málþroska og
málskilning barna. Aldrei á lífs-
leiðinni eru þau jafn móttækileg
fyrir máli. Því er mikilvægt að
börn á leikskólaaldri hafi góðar
málfyrirmyndir og fái nauðsyn-
lega örvun,“ sagði Sigríður í sam-
tali við Morgunblaðið.
Það máluppeldi sem virðist
árangursríkast, segir Sigríður, er
að foreldrar og aðrir gefi sér tíma
til að tala við börn sín í önnum
hversdagsins, lesi fyrir þau – og
útskýri fyrir þeim orð sem þau
skilja ekki. „Börn sem eru heil-
brigð og alast upp við eðlilegar
aðstæður tileinka sér grundvall-
aratriði móðurmálsins að miklu
leyti sjálf. Það hversu góðir mál-
notendur þau verða fer þó eftir
málfyrirmyndum þeirra í æsku.“
Íslenskunni er stöðugt ögrað
og mestu efasemdamennirnir telja
hana ekki eiga sér langa framtíð.
Endur fyrir löngu var sagt að
rokktónlist gengi af þjóðtungunni
dauðri. Sjónvarpið átti líka að
vera ógn, illa skrifaðar bækur og
svo framvegis. Í seinni tíð beinast
sjónir þó helst að því hvaða áhrif
stafrænir miðlar og snjalltæki
hafi, sem bjóða upp á gagnvirk
samskipti við notendur.
Sítengd alþjóðlegum
menningarheimi
Sigríður segir stafræna tækni
jákvæða á margan hátt. Hún geti
þó dregið úr því að börn og full-
orðnir tali saman en það sé nauð-
synleg forsenda þess að börn nái
valdi á móðurmáli sínu.
„Hættan fyrir íslenskuna
felst meðal annars í því að
snjalltækjabyltingin leiðir af sér
aukna notkun ensku. Fólk er sí-
tengt alþjóðlegum menning-
arheimi sem er að verulegu leyti á
ensku,“ segir Sigríður. Hún telur
nauðsynlegt að ensk áhrif á ís-
lensku og netnotkun íslenskra
barna með tilliti til kunnáttu í ís-
lensku máli verði rannsökuð betur
og hefur hún ásamt fleirum sótt
um styrk til Rannís til slíks verk-
efnis. Ákveðnar staðreyndir liggja
þó fyrir frá árinu 2013, það er að
62% íslenskra barna byrja að nota
netið á aldrinum fimm til átta ára
og 14% yngri en fjögurra ára.
„Breytingar með aukinni
enskunotkun geta haft þau áhrif
að íslenskan missi notkunarsvið.
Dæmi þar um geta verið að þeir
sem spila tölvuleiki tali um þá á
ensku en ekki á íslensku. Breyt-
ingar á orðaforða hafa ekki eins
alvarlegar afleiðingar í för með
sér þótt enskuslettur séu hvim-
leiðar. En ef enskan verður ráð-
andi á sumum sviðum – eins og
kannski er orðið – er íslenskan í
hættu,“ segir Sigríður.
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ
Morgunblaðið/Golli
Íslenska Breytingar á orðaforða hafa ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér, segir Sigríður hér í viðtalinu.
Sigríður Sigurjónsdóttir
fæddist árið 1960. Hún er með
cand. mag.-próf í íslenskri mál-
fræði frá Háskóla Íslands og
doktorspróf í málvísindum frá
Kaliforníuháskólanum í Los
Angeles.
Síðustu tvo áratugina hefur
Sigríður starfað við Háskóla Ís-
lands þar sem hún er nú pró-
fessor. Eiginmaður hennar er
Eiríkur Steingrímsson og eiga
þau tvær dætur.
Hver er hún?
Heilbrigð börn tileinka
sér móðurmálið sjálf
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Jóhannes M. Gunnarsson, læknir og
læknisfræðilegur verkstjóri um
byggingu Landspítala, segir yfirlýs-
ingar síðustu daga um byggingu nýs
Landspítala á Vífilsstöðum, engu
breyta um byggingu Landspítala við
Hringbraut.
Að sögn Jóhannesar þolir bygging
spítalans enga frekari bið, ekki sé
rúm fyrir nýja staðarvalsgreiningu.
„Það er náttúrulega algjör kata-
strófa að hugsa sér það. Allur und-
irbúningur, ákvarðanataka og ný
hönnun tekur tíma. Ef menn ætla að
bíða eftir annarri byggingu, þá erum
við að tala um átta til tíu ár. Að
óbreyttu er ekki möguleiki fyrir spít-
alastarfsemina að lifa þann tíma af,“
segir hann.
Röskun á starfsemi spítalans
Byggingar við sjúkrahótel við hlið
Landspítalans við Hringbraut hafa
valdið nokkurri röskun á starfsemi
spítalans síðustu vikur. Að sögn Jó-
hannesar yrði ekki jafnmikil röskun
af framkvæmdum við stærstu ný-
bygginguna sem yrði fjær.
„Það verða ekki byggð hús öðruvísi
en að eitthvað
heyrist. Sá staður
þar sem fram-
kvæmdir eru
núna er næstur
íverustöðum
starfsfólks og
sjúklinga,“ aðal-
byggingin verði
að auki neðar í
landinu og fram-
kvæmdir valdi því
minni röskun.
Spurður um eldri byggingarnar og
hvort þær nýtist áfram undir þung
tæki og hátæknistarfsemi, segir Jó-
hannes að ætla megi að þær verði
nýttar undir létta starfsemi.
Endurbætur nauðsynlegar
„Í fyrsta áfanganum er gert ráð
fyrir að þyngri og tæknilegri starf-
semi verði færð yfir í nýja hlutann
sem verður kjarni til framtíðar í nýj-
um spítala,“ segir hann, gamli spít-
alinn verði fyrir léttari starfsemi.
Hann þurfi þó á endurbótum að
halda, húsin séu gömul og illa farin.
Meðal annars lýsti Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð-
herra, því yfir í pistli sínum að spítali
á Vífilsstöðum væri besti kosturinn,
en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, hafði þá gefið út að bær-
inn væri tilbúinn í samstarf við
stjórnvöld.
Í grein Sigmundar kom meðal ann-
ars fram að byggingarframkvæmdir
við Hringbraut yllu verulegri röskun
á starfsemi spítalans, slík röskun yrði
ekki á Vífilsstöðum. Einnig að fjár-
hagur ríkisins leyfði nú frekar en áð-
ur stórframkvæmdir á borð við ný-
byggingu. Sigmundur telur að auki
að bygging spítala við Hringbraut sé
hægvirk. Færir hann rök fyrir því að
bygging nýs spítala gangi hraðar fyr-
ir sig og sé mun hagkvæmari.
Bið eftir nýjum spítala yrði enn lengri
Bið eftir spítala á Vífilsstöðum átta til tíu ár Starfsemi spítalans lifir ekki af nýja staðarvalsgreiningu
Jóhannes M.
Gunnarsson
Jón Birgir Eiríksson
Anna Sigríður Einarsdóttir
Alþýðusamband Íslands og Reykja-
víkurborg skrifuðu á laugardag und-
ir viljayfirlýsingu um uppbyggingu
1000 nýrra íbúða sem leigðar verði
út til tekjulágra fjölskyldna og ein-
staklinga.
Skrifað var undir yfirlýsinguna í
Hörpu í gær þar sem aldarafmæli
ASÍ var fagnað.
Leita til aðildarfélaganna
Íbúðafélag verður stofnað um
íbúðirnar en að sögn Gylfa Arn-
björnssonar, forseta ASÍ, mun ASÍ
leggja 10 milljónir króna til í stofnfé
fyrir félagið og leita til aðildarfélaga
sinna um að þau veiti félaginu víkj-
andi lán upp á 100 milljónir.
„10 milljónir er ekki stór fjárhæð
en hún dugar til að vera með stofnfé
í svona samvinnufélagi og þegar því
er líka veitt bakland í formi víkjandi
láns þá gerir það félagið rekstrar-
hæft svo það geti tekið þessi erfiðu
spor til að byrja með,“ segir hann.
Lagasetning meginforsenda
Viljayfirlýsingin verður unnin á
grundvelli væntanlegra laga um al-
mennar íbúðir, sem nú liggur fyrir
Alþingi og er háð fyrirvara um sam-
þykkt þess og samþykki stjórnvalda
vegna stofnframlags ríkisins.
„Félagar okkar í BSRB hafa
ákveðið að fara í þetta með okkur.
Það er vilji í okkar baklandi að fara í
þetta. Nú munum við halda áfram að
undirbúa samþykktir fyrir félagið.
Borgin er búin að lýsa yfir sínum
vilja, en það þarf að ljúka gerð lag-
anna og semja reglugerðir. Við
leggjum mikla áherslu á að alþingi
hraði þeirri vinnu sem eftir er og við
viljum að þetta fari í gang sem allra
fyrst,“ segir hann.
Að sögn Dags B. Eggertssonar,
borgarstjóra, falla áform ASÍ full-
komlega að húsnæðisstefnu og hús-
næðisáætlun borgarinnar, sem miði
að uppbyggingu fjölbreytts húsnæð-
is á viðráðanlegu verði.
„Þessi yfirlýsing markar tímamót.
Það eru áratugir síðan verkalýðs-
hreyfingin hefur komið að byggingu
húsnæðis á viðráðanlegu verði með
jafn afgerandi hætti. Það er sérstakt
fagnaðarefni,“ segir hann.
1000 íbúðir fyrir
lágtekjuhópa
Samstarf Reykjavíkurborgar og ASÍ
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aldarafmæli Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra
og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Aðalfundur Spítalans okkar og málþing að honum loknum.
Þriðjudaginn 15. mars 2015 frá kl. 16.00-18.00
Icelandair Hótel Reykjavík Natura við Reykjavíkurflugvöll
Aðalfundur kl. 16.00
Venjuleg aðalfundarstörf
Málþing Spítalans okkar kl. 16.50
Sameinaðir kraftar í Vatnsmýrinni.
Setning.
Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður
Fyrirlestrar:
Mikilvægi samstarfs Háskóla Íslands og Landspítala.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
„Það á enginn eftir að heimsækja þig Sophía“.
Klara Guðmundsdóttir, læknanemi
Dýnamík í Vatnsmýrinni.
Sara Þórðardóttir Oskarsson, listakona
Lokaorð.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis
Fundarstjóri.
Ásta Möller, fyrrverandi alþingismaður