Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is
Skíðabogar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beiðekki boðanna þegar fréttir höfðu
verið sagðar af fram-
boði Magnúsar Orra
Schram til formanns
Samfylkingarinnar og
lýsti andstöðu sinni.
Hún telur að eftir að-
ild Magnúsar að
landsdómsmálinu sé
hann ekki til forystu
fallinn.
Þetta má til sannsvegar færa.
Framganga frambjóð-
andans var ekki mjög
geðsleg. Hann vildi
ákæra þrjá af fjórum
og var Ingibjörg Sól-
rún þeirra á meðal.
En Magnús er ekkieini formanns-
frambjóðandi Sam-
fylkingarinnar sem á
vafasama fortíð í
þessu efni.
Helgi Hjörvar vildiákæra einn af fjórum en að vísu
ekki Ingibjörgu Sólrúnu. Tæpast
skiptir það þó máli í þessu sambandi.
Helgi, líkt og Magnús, stóð aðákæru í landsdómsmálinu og
báðir fóru að auki klækjastjórn-
málaleiðina.
Núverandi formanni, Árna PáliÁrnasyni, hafa vissulega verið
mislagðar hendur í mörgu og flokk-
urinn hefur ekki beinlínis blómstrað
undir forystu hans.
En Árni Páll var þó ærlegri enmótframbjóðendurnir tveir
þegar á reyndi í landsdómsmálinu.
Jafnvel í kosningu innan Samfylking-
arinnar hlýtur það að hafa nokkurt
vægi.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Formenn og
frambjóðendur
STAKSTEINAR
Magnús Orri
Schram
Helgi Hjörvar
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk -10 skýjað
Þórshöfn 8 þoka
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 8 léttskýjað
Brussel 8 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 7 heiðskírt
París 10 heiðskírt
Amsterdam 7 heiðskírt
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 skýjað
Vín 5 alskýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 15 skúrir
Winnipeg 6 súld
Montreal 6 léttskýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 8 skúrir
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:48 19:27
ÍSAFJÖRÐUR 7:54 19:31
SIGLUFJÖRÐUR 7:37 19:13
DJÚPIVOGUR 7:18 18:56
„Ég tel með öllu ótímabært að gefa
út yfirlýsingar um að hvalveiðum
verði hætt,“ segir Sigurður Ingi Jó-
hannsson, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, en bandarísk stjórn-
völd binda vonir við að íslensk
stjórnvöld muni hugleiða það alvar-
lega að hætta hvalveiðum í atvinnu-
skyni.
Morgunblaðið óskaði viðbragða
bandaríska sendiráðsins á Íslandi
við þeirri ákvörðun Hvals hf. að
hætta hvalveiðum í sumar. Í svari
sendiráðsins var litið á tilkynningu
Hvals sem jákvæða þróun. Ítrekað
var jafnframt að Bandaríkin styddu
bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við
hvalveiðum í atvinnuskyni. „Íslenska
ríkið hefur nú tækifæri til að sýna að
Ísland sé leiðandi land í málefnum
tengdum sjávarvernd með því að
sporna við hvalveiðum í atvinnu-
skyni og viðskiptum með hvalaafurð-
ir,“ sagði m.a. í svari sendiráðsins.
Sigurður Ingi segist ekki ætla að
tjá sig sérstaklega um yfirlýsingar
sendiráðsins. Íslensk stjórnvöld bíði
nú eftir ráðgjöf Hafró um hve marg-
ar langreyðar og hrefnur sé óhætt að
veiða.
„Við byggjum afkomu okkar á því
að nýta auðlindir hafsins með sjálf-
bærum hætti og þá allar tegundir.
Mér finnst mikilvægt að sá réttur sé
virtur enda förum við að alþjóðalög-
um,“ segir Sigurður Ingi.
Hann bendir á að Hvalur hf. hafi
ekki treyst sér í veiðarnar vegna
tæknilegra erfiðleika í Japan. Lang-
an tíma taki að koma hvalaafurðum á
markað og ólíklegt sé að annar aðili
hefji hvalveiðar við þessar aðstæður.
„Þó að við höfum þennan rétt til
hvalveiða, og ef kvóti verður gefinn
út, þá er ólíklegt að hann verði nýtt-
ur nema aðstæður í Japan breytist,“
segir ráðherra ennfremur.
bjb@mbl.is
Beðið eftir ráðgjöf um hvalveiðar
Sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að réttur til sjálfbærra veiða sé virtur
Hætt hefur verið
við uppboð á
þremur fasteign-
um á Hlíðarenda
en Sýslumaður-
inn í Reykjavík
auglýsti fyrir
helgi fasteign-
irnar á Hlíða-
renda 2, 4 og 14
til uppboðs þar
sem gerðarbeiðandi var Reykjavík-
urborg.
„Þetta var komið til vegna þess
að fasteignagjöld á íþróttamann-
virki voru vitlaust reiknuð,“ segir
Brynjar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Valsmanna hf. Fasteignamat
á Hlíðarenda 14 er 188 milljónir
króna.
Erfiðlega gekk fyrir Valsmenn
að fá svör hjá ÍTR og borginni um
fasteignagjöldin og því fór málið í
þennan farveg. Brynjar segir að
þegar uppboð hafi verið boðað hafi
tekist að fá betri svör og uppboðið
því verið afturkallað.
„Það var búið að berjast í þessu í
tvo til þrjá mánuði að fá þetta leið-
rétt en það fengust fá svör og því
fór þetta svona. En hjólin fóru svo
að snúast og uppboðið því aftur-
kallað.“ benedikt@mbl.is
Brynjar Harðarson
Hætt við
uppboð
3 fasteignir Vals
auglýstar á uppboði