Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Kristjana er menntaðurkennari og kerfisfræð-ingur og hefur starfaðvið hugbúnaðarþróun
síðustu ár, lengi vel hjá HugAx og
síðar Advania. Kristjana telur að
rekja megi þríþrautaráhugann til
heilsueflingar sem HugAx stóð fyrir
innan fyrirtækisins fyrir um það bil
9 árum.
„Í tengslum við heilsueflinguna
var stofnaður hlaupahópur og ég
fylgdist með honum út um gluggann
á skrifstofunni og hugsaði með sér
hvað þetta væri skemmtilegt,“ segir
Kristjana, sem sá þó ekki sjálfa sig
fyrir sér sem hluta af hópnum.
„Ég hafði greinst með bein-
þynningu og var oft að brotna og
var því sett á lyf. Ég var orðin
hvekkt og hætt voðalega mörgu, ég
hafði til dæmis haft gaman af að
fara á skíði, en eftir eitt fall í brekk-
unni þurfti ég að hunskast heim
með brákað rif.“ Kristjana náði þó
að telja í sig kjark og spyrja sam-
starfskonu sína, Bryndísi Bald-
ursdóttur sem leiddi hlaupahópinn,
hvort hún mætti vera með, eins og
hún orðar það sjálf. „Mér fannst ég
þurfa að biðja um leyfi, hugarfarið
var bara þannig, mér fannst ég svo
gömul.“
Lærði að hlusta á sjálfa sig
Kristjana hafði ekki hreyft sig
reglulega í rúmlega 30 ár og byrjaði
því á að hlaupa milli ljósastaura.
„Ég var í sveit þegar ég var krakki
og hljóp þar á eftir skepnum og
smalaði. Ég hafði gaman af því að
hreyfa mig og það hefur ekkert
Lífið snýst um að
vera óhræddur
Kristjönu Bergsdóttur fannst hún vera orðin of gömul þegar hún byrjaði í hlaupa-
hóp í vinnunni, þá 55 ára gömul. Hún hafði ekki stundað reglulega hreyfingu í
mörg ár en ákvað að slá til. Í dag er hún 63 ára og hefur tekið þátt í fjölmörgum
fjallahlaupum og lokið þremur Járnmönnum. Kristjana breytti lífsmunstri sínu
og segir mikilvægt að vera vakandi yfir því hvað manni finnst gaman að gera.
Ljósmynd/Arnold Björnsson
Kraftur Kristjana hefur alltaf verið góður sundmaður þó svo að hlaupin séu
hennar sterkasta hlið. Kristjönu finnst best að synda snemma á morgnana.
Simpansinn Dajo fagnaði eins árs af-
mæli sínu í síðustu viku og af því til-
efni færðu starfsmenn dýragarðsins í
Gelsenkirchen í Þýskalandi honum
dýrindis afmælisköku. Dajo var hins
vega ekki lengi í paradís þar sem
annar simpansi, eldri og stærri,
gleypti kökuna í sig, nánast í heilu
lagi. Starfsmenn dýragarðsins gátu
lítið sem ekkert gert í öllum hama-
ganginum en Dajo fékk þó einhverjar
leifar af kökunni, sem innihélt meðal
annars sultu og nóg af banönum.
Ekki er víst hvort hrekkjusvínið, eða
hrekkjuapinn, fær afmælisköku þeg-
ar hans dagur rennur upp.
Simpansinn Dajo lenti í hrakningum fyrsta afmælisdaginn
Hrekkjusvín át afmæliskökuna
Ljósmynd/AFP
AFP
Átvagl Simpansanum virtist vera
alveg sama um afmælisbarnið.
Afmælisapi Dajo
þurfti að láta sér
nægja að éta leif-
arnar af kökunni.
Það að líða vel er hið ákjósan-legasta ástand enda eyðamargir miklu púðri, tíma og
peningum í að hámarka þá upplifun
og leita að hamingjunni. Það er
auðvitað sjálfsagt og gott markmið
að vera hamingjusamur enda ef-
umst við lítið um gildi jákvæðra til-
finninga fyrir líf okkar.
Það sama er hins vegar ekki allt-
af sagt um neikvæðar tilfinningar.
Á þeim liggur oft þungur dómur.
Okkur finnst við sjálf og ekki síður
hinir vera of neikvæðir, ekki geta
fyrirgefið eða missa sig í reiði eða
kvíða þegar önnur viðbrögð væru
ásættanlegri eða þroskaðri. Það að
líða illa hefur oft á sér örlítið illt
orð og er jafnvel stimplað óverð-
skulduðum stimpli veikleika eða
ójafnvægis. Reiði er t.d. ein af for-
dæmdum tilfinningum dauðasynd-
anna sjö. Dauðasyndum! Já það er
nú aldeilis að það hlýtur að vera
rangt að vera reiður! Eða er það?
Merking tilfinninganna
Hvað er að gerast hjá okkur
þegar okkur líður illa? Hvaða
merkingu hafa erfiðar tilfinningar?
Getur jafnvel verið að þessar
tilfinningar séu okkur gagnlegar á
einhvern hátt? Tilfinningar hafa
miklu víðari merkingu og tilgang
en einungis að tjá það hvernig okk-
ur líður. Þær eru ekki bara við-
bragð við því sem gerist sem gufar
svo upp.
Þegar okkur finnst okkur ógnað
upplifum við ótta og þessi ótti hvet-
ur okkur til þess að bregðast við,
til þess að laga aðstæðurnar, svo
við forðum okkur eða tökumst á við
hættuna eftir því sem við á. Óttinn
berst gegn því sem við viljum ekki,
hann er drifkraftur sem hvetur og
hreyfir okkur til að gera það sem
þarf til að eyða ógninni.
Gagnlegt að hlusta
En þegar við finnum fyrir kvíða
við upphaf nýrrar vinnuviku? Hvað
getur sú kvíðatilfinning verið að tjá
okkur um aðstæður, vinnuálag,
verkefni eða samskipti á vinnu-
staðnum? Gæti kvíðinn mögulega
verið að segja okkur eitthvað sem
við þurfum að heyra? Um eitthvað
sem við þurfum að breyta, aðlaga
eða takast á við? Gæti verið gagn-
legt að hlusta og bregðast við?
Það sama á við í óendanlega
mörgum aðstæðum. Þegar við verð-
um óörugg þegar okkur finnst maki
okkar ekki sýna okkur athygli.
Þegar við verðum döpur og hugs-
um til þess sem við hefðum viljað
að væri. Það er nefnilega svo
merkilegt með allar þessar tilfinn-
ingar, þægilegar eða óþægilegar.
Þær segja okkur svo margt sem
gott er að heyra.
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafar-
þjónusta, Skeifunni 11a, Reykjavík.
www.heilsustodin.is
Morgunblaðið/Ásdís
Líðan Vanlíðan er oft ómaklega talin til marks um ójafnvægi og veikleika.
Það góða við það vonda
Heilsupistill
Mjöll Jónsdóttir
sálfræðingur