Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 13
Í mark Kristjana keppti í sínum þriðja Járnmanni í Flórída í fyrra. Hún lauk
keppni á 16 klukkutímum og 38 mínútum, og varð 11. í sínum aldursflokki.
breyst.“ Bryndís veitti Kristjönu
góða leiðsögn, en hún er fyrsta ís-
lenska konan sem hefur tekið þátt í
Járnmanni eða þríþraut. „Hún opn-
aði fyrir mér þá sýn að maður á ekki
að hlusta á neinn annan en sjálfan
sig. Ég hafði gaman af því að hlaupa
og þetta breytti lífsmunstrinu, börn-
in voru uppkomin en ég hélt í ýmsar
venjur, eins og að elda mat öll kvöld.
En ég hætti þessu þegar ég fór að
æfa á kvöldin í staðinn.“
Kristjana fór fljótlega að skrá
sig í hvert hlaupið á fætur öðru og
meðal keppna sem hún hefur tekið
þátt í er Landvætturinn, sem sam-
anstendur af fjórum þrautum, einni
í hverjum landshluta. „Ég og Hall-
dóra Gyða Proppé, vinkona mín,
skráðum okkur í Landvættinn,
keyptum okkur skíði og æfðum okk-
ur þrisvar fyrir Fossavatnsgönguna.
Við hlupum svo bara með skíðin á
fótunum og vorum ekki komnar með
góða tækni,“ segir hún og hlær.
Kristjana hefur auk þess þrisv-
ar sinnum hlaupið Laugaveginn,
tekið þátt í hálfum Járnmanni og
ýmsum fjallahlaupum hérlendis og
erlendis og hlaupið maraþon á veg-
um Félags maraþonhlaupara, auk
maraþona í París og Boston. Hún á
hins vegar Reykjavíkurmaraþonið
eftir.
Þegar Kristjana varð sextug
langaði hana að gera eitthvað nýtt.
„Mér hefur alltaf fundist gaman að
synda og ég er ágætis sundmaður.“
Vorið 2012 kynnist Kristjana Þríkó,
þríþrautarfélagi Kópavogs, þar sem
hún æfir í dag. Þá kom upp sú hug-
mynd að taka þátt í þríþraut. Í nóv-
ember sama ár tók Kristjana þátt í
sinni fyrstu þríþraut, ásamt félögum
sínum Halldóru Gyðu og Ásgeiri
Elíassyni. Fyrir valinu varð Coz-
umel-þríþrautin í Mexíkó. Í ágúst
2014 tók Kristjana þátt í sínum öðr-
um Járnmanni, þá í Svíþjóð og í
nóvember í fyrra hélt hún til Flór-
ída ásamt fimm vinkonum sínum úr
Þríkó.
Eins og fínasta árshátíð
„Við litum á Járnmanninn í
Flórída sem spennandi skemmtun.
Að fara í svona keppni er eins og að
fara á árshátíð. Það mæta allir í sínu
fínasta pússi með flottu hjólin sín. Á
keppninni er svo sýning þar sem
verið er að sýna allar nýjustu og
flottustu græjurnar sem maður þarf
og þarf ekki,“ segir Kristjana og
skellir upp úr. Keppnin hefst á 3,9
km sundi og í Flórída er synt í sjón-
um. „Það voru töluverðar öldur en
það gerði sundið bara meira
skemmtilegt.“ Eftir sundið tók hjól-
ið við. „Það var ágætis veður en
strax daginn eftir kom köld úrhell-
isrigning og vindur. En það þarf að
taka því sem að höndum ber, en
maður er raunar í vernduðu um-
hverfi, með drykkjarstöðvar og við-
gerðarbíla.“ Eftir að hafa hjólað 180
kílómetra tekur lokahlutinn við,
heilt maraþon. „Ég var orðin þreytt
í hlaupinu, en þá hægði ég bara á
mér og spjallaði við næsta mann.
Maður hittir ólíklegasta fólk í þess-
um keppnum.“
Kristjana er ein af fjölmörgum
konum sem æfa þríþraut hér á landi
og taka þátt í Járnmanni. Konur í
þríþraut telja réttara að nota orðið
Járnmaður en Járnkarl. „Við erum
svo heppin að eiga þetta orð: Maður,
yfir bæði kyn. Við höfum sent inn
ábendingu til ÍSÍ og þessi notkun er
að síast inn hjá fólki held ég.“
Hlakkar til að færast
upp um aldursflokk
Keppt er í aldursflokkum í
Járnmanni og mun Kristjana færast
upp um einn flokk bráðlega. „Á
næsta ári færist ég upp í 65-69 ára
og mig langar til að keppa að
minnsta kosti einu sinni í þeim
flokki, það er mitt markmið.“ Fyrst
tekur við fjallahlaup í Evrópu í vor
og í sumar langar hana að taka þátt
í Íslandsgarpnum. Keppnin er sam-
sett af þremur þrautum: Sjö tinda
hlaupi í Mosfellssveit, Jök-
ulmíluhlaupinu og Íslandsmótinu í
víðavatnssundi.
„Þetta snýst bara um að vera
vakandi fyrir því hvað er gaman að
gera og vera óhræddur. Það er
hægt að laga markmiðin að þeim frí-
tíma sem maður hefur úr að spila til
æfinga.“ Kristjana segist þó þurfa
að passa sig að æfa ekki of mikið.
„Ég mæli æfingarnar í klukkutím-
um frekar en vegalengd. Þegar ég
æfi sem mest þá syndi ég fimm
tíma, hleyp sex tíma og hjóla sjö
tíma, yfir alla vikuna. Ég vil ljúka
æfingunni með það í huga að ég get
æft daginn eftir.“
Við svona mikla æfingar segir
Kristjana að verkir séu óhjá-
kvæmilegir, að minnsta kosti hjá
þeim sem eru að byrja. „Ég hætti
aldrei, en ég hægi kannski á mér.
Ég fann fyrir verkjum í ökklum
fyrsta árið, en ég vissi að það væri
ekkert að, ég þurfti bara að styrkja
mig.“ Eftir að Kristjana byrjaði að
æfa af kappi finnur hún minna fyrir
áhrifum beinþynningarinnar og er
hætt á lyfjunum. „Beinþéttnin er
meiri og það er langt síðan ég
brotnaði, en það er líka af því ég er
hætt að detta, ég er orðin mun
sterkari. Ég lét þetta hefta mig áður
en ég geri það ekki lengur, þó að
slysin geti auðvitað orðið. Ég rist-
arbrotnaði til dæmis í fyrsta mara-
þoninu mínu.“
Kristjana segir að hreyfingin
smiti frá sér og áður en hún vissi af
var öll fjölskyldan komin af stað.
„Það er nóg að einn byrji. Börnin
mín hreyfa sig öll á sinn hátt og
maðurinn minn fór að hjóla og hefur
mikla ánægju af því.“ Kristjana
hvetur því alla til að stunda ein-
hvers konar hreyfingu, það sé aldrei
of seint að byrja. „Ef fólk hefur ein-
hvern tímann haft gaman af að
hreyfa sig er allt í lagi að hafa hvílt
sig í 30-40 ár.“
Sexurnar Margrét Valdimarsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé,
Irina Óskarsdóttir, Guðrún B. Geirsdóttir, Kristjana Bergsdóttir og Sigríð-
ur Sigurðardóttir æfa allar hjá Þríþrautarfélagi Kópavogs, Þríkó.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.volkswagen.is
Transporter hefur fylgt kynslóðum af
fólki sem hefur þurft á traustum og
áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem
leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Hann er framhjóladrifinn með fullkominni
stöðugleikastýringu og spólvörn en er
einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö
þrepa sjálfskiptingu.
Nýr Volkswagen Transporter
kostar frá
4.590.000 kr.
(3.701.613 kr. án vsk)
Byggir á traustum grunni
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Nýr Volkswagen Transporter
Þríþraut er íþrótt þar sem
keppt er í sundi, hjólreiðum og
hlaupi í mismunandi vega-
lengdum. Þríþrautafólk keppir
um sem bestan tíma í grein-
unum þremur og telst tíminn á
milli greinanna með í heildar-
tímanum. Þríþraut reynir mikið
á þol keppenda og þá sérstak-
lega lengri þríþrautirnar.
Fyrstu þríþrautirnar voru
haldnar um 1920 í Frakklandi
og árið 2000 var fyrst keppt í
þríþraut á Ólympíuleikum.
Járnmaður er ein tegund þrí-
þrautar, en helstu vegalengdir
sem keppt er í eru:
Sprettur: 400 m sund, 10-
12 km hjól og 2-3 km hlaup.
Hálfólympísk: 750 m
sund, 20 km hjól og 5 km
hlaup.
Ólympísk: 1.500 m sund,
40 km hjól og 10 km hlaup.
Hálfur járnkarl: 1.900 m
sund, 90 km hjól og 21 km
hlaup.
Járnkarl: 3.800 m sund,
180 km hjól og 42 km hlaup.
Hvað er
Járnmaður?
SUND, HJÓL OG HLAUP