Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 14
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Að mati Lárusar Sigurðar Lárus-
sonar er margt sem mætti betur
fara í samrunaeftirliti á Íslandi.
Lárus er héraðsdómslögmaður hjá
Lögmönnum Sundagörðum en
starfaði áður hjá
Samkeppniseftir-
litinu og Per-
sónuvernd.
Meðal þess
sem Lárus telur
rétt að taka til
skoðunar er
hraði málsmeð-
ferðar hjá Sam-
keppniseftirlit-
inu.
„Samrunamál sem fara til Sam-
keppniseftirlitsins eru óvenjuleg að
því leyti að lög tilgreina hámarks-
tíma sem stjórnvöld hafa til að af-
greiða hvert mál. Er meðferðinni
skipt í tvo fasa; annars vegar 25
virka daga og hins vegar 70 daga.
Má bæta við 20 virkum dögum að
auki ef nauðsynlegt þykir til frekari
upplýsingaöflunar.“
Mánuðir í stað daga
Segir Lárus að þeim tilvikum
virðist fara fjölgandi þar sem mál
fara yfir í annan fasann, þegar
fyrsti fasi hefði átt að duga. Rót
vandans gæti verið vinnubrögð
stofnunarinnar frekar en að gera
þurfi breytingar á lögunum. „Regl-
urnar gera ráð fyrir því að Sam-
keppniseftirlitið sendi frá sér sér-
staka tilkynningu áður en fyrsta
fasa lýkur. Ef engin tilkynning er
birt telst málinu lokið og ekki hægt
að grípa frekar inn í samrunann.
Mér virðist að hér áður fyrr hafi
verið farin sú leið að leyfa 25 daga
frestinum að líða án frekari aðgerða
ef frumskoðun leiddi í ljós að ekki
var ástæða til afskipta af samrun-
anum. Nú virðist tíðkast að af-
greiða frekar öll erindi með form-
legum hætti, með tilheyrandi álagi
á starfsmenn stofnunarinnar og
drætti á endanlegri niðurstöðu. Út-
koman er sú að gagnrýni beinist í
vaxandi mæli að Samkeppniseftir-
litinu fyrir að mál sem hefði verið
hægt að ljúka strax á fyrstu dög-
unum fara í gegnum bæði fyrsta og
annan fasa án þess að fyrir því sé í
raun nokkur ástæða.“
Óhætt að hækka þakið
Tilkynna þarf samruna tveggja
eða fleiri fyrirtækja ef sameiginleg
velta félaganna nemur meira en
tveimur milljörðum króna á Íslandi
og ef minnst tvö af samrunafélög-
unum velta 200 milljónum hér á
landi. Lárus segir rétt að skoða
hvort mætti ekki hækka veltuvið-
miðin enn frekar. Þá segir hann að
núgilandi reglur virðist meira
íþyngjandi fyrir starfsemi fjárfest-
ingafélaga og fjármálastofnana en
ástæða er til. „Í litlu landi eins og
Íslandi kalla aðstæður á aukna hag-
ræðingu í rekstri sem felst þá iðu-
lega í samrunum eða samvinnu á
milli fyrirtækja, og eðlilegt að
spyrja hvort standi í vegi fyrir eðli-
legri þróun ef veltuviðmiðin haldast
óbreytt,“ segir Lárus en veltuþakið
var síðast hækkað árið 2008.
Hvað snýr að fjárfestingarfélög-
um segir Lárus að lögin líti á öll fé-
lög í samsteypunni sem eina heild,
jafnvel þó að rekstur hvers félags
sé algjörlega sjálfstæður og
ótengdur hinum. „Ef maður skoðar
heimasíður þessara sjóða má sjá að
þeir hafa sett sér alls konar siða-
reglur, hæfisreglur fyrir stjórnar-
menn og margt fleira sem á að
girða fyrir hættuna á hagsmuna-
árekstrum eða óeðlilegum upplýs-
ingaskiptum. Þegar Samkeppnisyf-
irlitið setur fyrirvara við kaup á
nýju félagi inn í samsteypuna virð-
ist sem þau skilyrði taki oft á sömu
eða svipuðum atriðum og þegar er
fjallað um í innri reglum fjárfest-
ingarfélagsins. Er sumsé verið að
reisa tvöfaldar girðingar.“
Það kann að vera til marks um að
breytinga er þörf að hlutfall inn-
gripa samkeppnisyfirvalda á Ís-
landi virðist hærra en í nágranna-
löndunum. Segir Lárus þó að
samkeppnislöggjöfin sé svipuð í öll-
um Evrópulöndum en há tíðni inn-
gripa kunni að stafa af smæð og
samsetningu íslensks atvinnulífs. „Í
öðrum löndum, þar sem hagkerfin
eru stærri, er kannski erfiðara fyrir
fyrirtæki að ná óeðlilegri stærð á
markaði. Engu að síður er alltaf
rétt að skoða hvort rétt jafnvægi sé
á hlutunum.“
Ófullkominn markaður
Er ekki tímaskekkja að reka
samkeppniseftirlit, og leysir ekki
frjáls markaður úr því fljótt og vel
ef fyrirtæki reyna að beita yfir-
burðastöðu sinni á óeðlilegan hátt?
Lárus segir að á fullkomnum og
heilbrigðum frjálsum markaði
gæti þetta átt við, en í reynd séu
ýmsar aðgangshindranir til staðar
sem torvelda innkomu nýrra aðila
á markaði.
Þetta umhverfi kalli á virkt sam-
keppniseftirlit. „Er rétt að minna
á að Samkeppniseftirlitið gerði
einmitt mjög ítarlega skýrslu um
opnun markaða í kjölfar hrunsins
og setti fram mjög ítarlegar til-
ögur handa stjórnvöldum. Efni
þeirrar skýrslu hefur ekki verið
veitt sú athygli sem það verðskuld-
ar.“
Lárus segir samkeppniseftirlit
einnig gegna lýðræðislegu hlut-
verki: „Bandarísk lög um hringa-
myndun voru einmitt samin til að
koma í veg fyrir að stórar sam-
steypur gætu haft óeðlileg áhrif á
lagasetningu. Sömu sögu var að
segja í Evrópu, þar sem löggjöfin
er lituð af reynslu Þýskalands þar
sem öflugar samsteypur fengu að
þrífast og léku visst hlutverk í
uppgangi nasismans. Samkeppnis-
löggjöfin hefur hlutverki að gegna
við að viðhalda eðlilegum leik-
reglum lýðræðisins.“
Samrunamál lengur til
meðferðar en þörf er á
Reglurnar „reisa tvöfaldar girðingar“ í kringum starfsemi fjárfestingarfélaga
Morgunblaðið/Golli
Atvinnulífið Lárus segir vaxandi gagnrýni beinast að Samkeppniseftirlitinu vegna mála sem hefði verið hægt að
ljúka á nokkrum dögum en fara þess í stað gegnum langt ferli. Lausnin gæti falist í breyttum vinnubrögðum.
Lárus Sigurður
Lárusson
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Breyttu heimilinu með
gluggatjöldum frá okkur
Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is
Samkvæmt samantekt KPMG
námu gjaldfærðir skattar HB
Granda samtals 4.180 milljónum
króna og innheimtir skattar 3.543
milljónum. Samtals var skattspor
fyrirtækisins því 7.723 milljónir
króna. Er þetta hækkun um 134
milljónir króna milli ára en á síð-
asta ári var skattsporið 7.589 millj-
ónir króna.
Þá greiddi félagið 3.810 milljónir
króna í virðisukaskatt vegna
kaupa á aðföngum og þjónustu
sem myndaði rétt til endur-
greiðslu. Í skýrslu KPMG kemur
fram að tekjur fyrirtækisins eru
að mestu vegna útflutnings afurða
sem ekki er lagður útskattur á.
Var útskattur á sölu innanlands
1.953 milljónir króna. Fékk félagið
endurgreiddan mismuninn, eða
1.875 milljónir króna. Er virðis-
aukaskattur ekki talinn með í
skattspori.
Einnig kemur fram í samantekt-
inni að verðmætasköpun af rekstri
fyrirtækisins á árinu 2015 hafi ver-
ið samtals 30.890 milljónir króna.
Skattbyrði fyrirtækisins var 4.180
milljónir króna á árinu eða 13,5%
af verðmætasköpun. Þriðjungur
skattbyrðinnar var vegna veiði-
gjalda. Afkoma félagsins nam
6.990 milljónum króna eða 22,6%
af fjárhagslegu verðmæti ársins.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Auður Starfsmaður færir ker á milli
staða við fiskiðjuver HB Granda.
Skattspor
HB Granda
7,7 millj-
arðar
● Það þykir mikil skrautfjöður í hatt fjár-
festingafyrirtækja að eiga í viðskiptum við
Norska olíusjóðinn. Að sama skapi þykir
það ekki góðs viti ef olíusjóðurinn ákveður
að slíta viðskiptunum og fara með pen-
ingana sína annað.
Sjóðstýringarfyrirtækið Pimco þarf
núna að sjá á eftir norska fjármagninu eft-
ir að hafa átt í viðskiptum við olíusjóðinn
frá árinu 2013. Financial Times greinir frá
að Norski olíusjóðurinn hafi kvatt Pimco á
síðasta ári. Var 2015 erfitt ár hjá Pimco
vegna slæmrar frammistöðu skuldabréfa-
sjóða fyrirtækisins.
Samkvæmt FT tóku fjárfestar 125 millj-
örðum evra meira út úr Pimco en þeir
lögðu inn á árinu sem leið.
Árið áður hafði Bill Gross, stjórnandi
og stofnandi sjóðsins, skyndilega látið sig
hverfa til að stofna nýtt sjóðstýringarfyr-
irtæki.
Brasilíski bankinn BTG Pactual var líka
látinn fjúka á síðasta ári. Bankinn flæktist
í Petrobras-hneykslið sem skekið hefur
brasilískt stjórnmála- og efnahagslíf og
minnkaði hlutabréfasjóður bankans um
helming. Var stjórnandi bankans handtek-
inn og honum gefið að sök að reyna að
hafa áhrif á rannsókn lögreglu. ai@mbl.is
Norski olíusjóðurinn
kveður Pimco