Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 16

Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fram hefurkomið aðPíratar, sem nú mælast í könnunum stærsti stjórnmálaflokkur landsins, hafna því að tillögur stjórn- arskrárnefndar fái þinglega meðferð. Samfylkingin, sem er mun stærri á þingi þó að hún hafi fallið í könnunum, hefur einnig miklar efasemdir um til- lögurnar, eins og fram kom á flokksráðsfundi um helgina, og vill fara aðra leið. Þessi viðbrögð við tillögum sem setja átti fram til sátta sýna vel hversu mikið óráð það er að reyna að ráðast í breytingar á stjórnarskránni þegar engin nauðsyn kallar á breytingar. Eftir fall bankanna vildu há- vær öfl nýta tækifærið og um- bylta öllu. Eitt af því sem ráðist var á var stjórnarskrá lýðveld- isins, sem samþykkt hafði verið árið 1944 með 98,6% atkvæða og hefur þjónað landsmönnum vel allar götur síðan. Athyglisvert er að bera stuðning við breytingar saman við þennan mikla stuðning sem fram kom við lýðveldisstjórnar- skrána, en áhugamenn um breytingar halda því gjarnan fram að uppi sé rík krafa meðal almennings um að breytingar verði gerðar. Engin slík krafa er hins vegar uppi, þó að hávær minnihluti geti engan veginn sætt sig við að almenningur er ekki ósáttur við stjórnarskrána sína. Þetta kom skýrt fram þegar vinstri- stjórnin efndi árið 2010 til kosninga um stjórnlagaþing sem skyldi semja nýja stjórnarskrá. Aðeins rúmur þriðj- ungur kjósenda sá ástæðu til að mæta á kjörstað og styðja þannig áformin um stjórnarskrárbreytingarnar í verki. Sama áhugaleysi kom fram tveimur árum síðar þegar innan við helmingur kjósenda sá ástæðu til að mæta og greiða at- kvæði um tillögur að breyting- um á stjórnarskránni. Þegar áhugi á breytingum á stjórn- arskrá er skoðaður út frá því hversu margir þeirra sem þó mættu vildu breytingar má sjá að aðeins um þriðjungur þjóð- arinnar styður einhverja breyt- ingu á stjórnarskrá. Hvaða breytingu menn vilja er svo mjög misjafnt. Eftir allan þann hamagang sem sá litli minnihluti sem ákaf- ast vill breytingar á stjórnar- skrá hefur staðið fyrir er nið- urstaðan sú að almenningur styður ekki þetta stjórnarskrár- brölt. Og nú liggur líka fyrir, enn einu sinni, að engin sátt mun nást um breytingar á þessu kjörtímabili. Þarf skýrari skila- boð um að leggja þessi breyting- aráform til hliðar og verja kröft- unum þess í stað í að vinna að hagsmunamálum þjóðarinnar? Enn einu sinni er komið í ljós að áform um óþarfar breytingar á stjórn- arskrá gera ekkert annað en að sundra þjóðinni} Enginn stuðningur við stjórnarskrárbröltið Á föstudaginnvoru tíu ár lið- in frá andláti Slo- bodans Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu. Um 200 manns komu saman við leiði hans til þess að minnast þess- ara tímamóta. Ráðherra Sósíal- istaflokksins, Aleksander Vul- in, lagði minningarkrans á leiðið. Þó að athöfnin væri tiltölu- lega fámenn munu fleiri hafa sótt hana í ár en áður og ljóst var af viðstöddum að þeir litu á Milosevic sem hetju, og þökk- uðu honum fyrir að hafa boðið erlendum öflum birginn. Utan Serbíu er Milosevic ekki minnst með viðlíka hlýju. Það var ekki að ófyrirsynju að eitt af viður- nefnum Milosevic var „slátrar- inn frá Belgrad“. Milosevic bar mikla ábyrgð á Júgóslavíu-stríðunum á tíunda áratugnum, þar sem um 130.000 manns féllu, sem og ábyrgðina á þjóðernishreins- unum sem leiddu til íhlutunar Vesturveldanna í Kosovo. Réttarhöld hóf- ust yfir honum árið 2002 í Haag, en þau töfðust mjög vegna heilsubrests Milos- evic. Að lokum lést hann án þess að réttvísin næði fram að ganga. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá andláti Milosevic hefur staðan í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu breyst allnokkuð. Serbía hefur færst nær öðrum ríkjum Evrópu, sem er ánægju- efni. Minningarathöfnin um Milosevic minnir þó á að afar skammt er síðan hryllilegir at- burðir áttu sér stað í Evrópu, þrátt fyrir að Evrópubúar teldu sig hafa lært sína lexíu af tveimur heimsstyrjöldum. Og þá, líkt og fyrr á öldinni, þurfti atbeina Bandaríkjanna til að slökkva eldana. Eins og aðstæður voru laust fyrir miðja öldina kom ekki á óvart að Bandaríkin þyrftu að grípa inn í, en áhyggjuefni er að undir aldamót hafi Evrópuríkin ekki ráðið við að tryggja frið í álfunni. Minningarathöfnin um Milosevic er ágæt áminning} „Slátrarans“ minnst K atrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lýsti því yfir við lúðra- þyt og bumbuslátt síðasta mið- vikudag, að hún væri komin und- an feldi og hefði ákveðið að standa við það sem hún sagði upphaflega, að bjóða sig ekki fram til forseta nú í sumar. Auðvitað ekki. Mér er sem ég hefði séð upp- litið á þeim fáu stuðningsmönnum VG sem enn eru eftir ef Katrín hefði ákveðið innan við ári fyrir þingkosningar að hætta sem formaður og sækjast eftir því að verða forseti íslenska lýð- veldisins. Það liggur fyrir og hefur lengi gert að Katrín formaður er helsta, kannski eina, að- dráttarafl flokksins, varla eru þeir Steingrímur J. og Björn Valur það, sem hefðu að líkindum setið uppi með flokksforystuna ef Katrín hefði horfið á braut. Katrín hefði líklega aldrei haft í sér póli- tíska samvisku, eða pólitískt samviskuleysi, til að skilja mögulega stuðningsmenn eftir sem munaðarleysingja, höfuðlausan smáher, svo skömmu fyrir kosningar. Þar fyrir utan er ég því algjörlega andvíg að svo ung manneskja væri kjörin í forsetaembættið, sem myndi þýða óþarfa og allt of dýran bagga á okkar auma ríkissjóði í svo allt of langan tíma. Katrín hugsar kannski eins og Jóhanna gerði forðum: Minn tími mun koma! Vonandi alls ekki fyrr en eftir svona 25 ár eða svo. Hvað sem forsetar segja í upphafi fyrsta kjörtímabils, eins og bæði Vigdís og Ólafur Ragnar gerðu, um að hæfilegur tími til þess að sitja á forseta- stól sé tvö kjörtímabil, þá er nákvæmlega ekk- ert að marka slíkar yfirlýsingar. Þær eru inn- antóm orð. Vigdís sat í fjögur kjörtímabil og Ólafur Ragnar í fimm. Nú, eftir að ég veit ekki hversu margir hafa lýst yfir framboði, mér skilst sjö manns, hver öðrum minna spennandi, og aðrir sex eða sjö liggi undir feldi og hugsi sinn gang, vonandi ekki undir sama feldinum, álíka óspennandi kostir, held ég að stefni í gífurlegt offramboð og litla sem enga eftirspurn. Hvað gerir þá gamall refur eins og Össur Skarphéðinsson? Skríður hann undir feld með hinum, eða er hann þegar kominn þangað? Alla vega hefur Össur, ólíkindatólið sem hann er, ákveðna kosti, sem ég myndi íhuga vand- lega, færi hann fram. Hann getur verið með skemmtilegri mönnum; hann státar af langri pólitískri reynslu og síðast en ekki síst verður hann 63 ára á árinu, og sæti þannig ekki óbærilega lengi á forsetastól. En getum við verið viss um að Ólafur Ragnar hætti í sumar? Er engin hætta á því að hann stígi fram einhvern tíma í maí, með krosslagðar hendur á brjósti, þegar hann sér hverskonar kraðak hefur myndast í framboðsmálum, og segi að hann hafi að vandlega yfirveguðu máli ákveðið að bjarga þjóðinni frá því að kjósa sér hugsanlega 10% for- seta, fórna sér og sitja í fjögur ár í viðbót? Spyr sú sem ekki veit. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Hættir hann við að hætta? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is V art mælast lengur storm- ar miðsvæðis í Reykja- vík vegna byggingar nýrra húsa og aukinnar gróðursældar. Í kring- um 1970 mældust stormar álíka oft í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Á síðustu árum og áratugum hafa stormar reynst tíðir í Keflavík en fá- títt er að vindhraði fari yfir 20 metra á sekúndu í Öskjuhlíð í höfuðborg- inni. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrirlestri Haraldar Ólafs- sonar, prófessors við Háskóla Ís- lands, á ráðstefnu á Egilsstöðum um skógrækt á Íslandi. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á veðurfar á stóru svæði í Reykjavík og þegar ég segi stóru svæði þá á ég við marga ferkílómetra þar sem byggð er einna þéttust í Reykjavík,“ segir Haraldur. Hann segir að ekki megi vanmeta uppbyggingu húsa og vöxt trjáa í þessu samhengi. „Skjólið er víðtækt. Smám saman brotnar vindurinn niður þegar hann lendir á veggjum og trjágróðri,“ seg- ir Haraldur og bætir við. „Það er ljóst að Reykjavík var á veðursælum stað áður en borgin byggðist og trén uxu og er borgin núna líklega með veðursælustu stöðum á Íslandi.“ Leitun að annarri eins borg Veðurmælingar Veðurstofunnar fara fram á túni við hús stofnunar- innar á Bústaðavegi. Hann bendir á að næsta nágrenni vindmælanna hafi lítið sem ekkert breyst en engu að síður mælast stormar mun sjaldnar en fyrr. Það sé m.a. trjágróðri að þakka og ekki þurfi að fara lengra en í Öskjuhlíð til að sjá hvernig aðstæð- ur hafa breyst. Þar er mikill skógur sem tekur á sig vind. Spurður hvort veðurfar sé ólíkt eftir hverfum borgarinnar þá segir Haraldur ljóst að svo sé. Leitun sé að annarri borg þar sem bálhvasst er í einu hverfi á meðan logn er í öðru. Eins og sakir standa séu hins vegar ekki mælitæki til staðar í öllum hverfum. ,,Þess vegna er erfitt að fullyrða um ólíkt veðurfar milli hverfa,“ segir Haraldur. Hann bend- ir þó á að eflaust séu allmargir stormar á Seltjarnarnesi, í Grafar- holti og Norðlingaholti, svo dæmi séu nefnd. ,,Nokkuð ljóst er að hvassara er þar en við Bústaðaveginn. Til að geta kannað þessi mál til hlítar þarf að setja upp 20-30 mæla á Reykjavíkur- svæðinu, “ segir Haraldur. Hann segir að eins og sakir standa séu nokkrir mælar í notkun hjá ólíkum stofnunum, t.a.m. eigi vegagerðin mæli á Kjalarnesi og til langs tíma mældi Vegagerðin við Vífilsstaðaveg. Veðurstofan mæli m.a. á Veðurstof- unni, á Kjalarnesi, við Reykjavíkur- flugvöll og við Korpu, svo dæmi séu nefnd. Mikið vanti þó á til að hægt sé að gera sér skýra mynd af breyti- leika veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Spurður hvort lögð hafi verið fram bón um kaup á fleiri mælum þá segir Haraldur svo ekki vera. „Ætli það endi ekki með því að ég geri það. Það þýðir ekkert að vera að væla um að einhver annar eigi að gera hlutina,“ segir Haraldur í gamansömum tón. Aldrei stormur í sunnanátt Hann segir að fjallahringurinn umhverfis höfuðborgarsvæðið hafi mikil áhrif á veðurfar. ,,Ekki bara undir fjöllunum heldur teygjast áhrifin talsvert langt. Ef við lítum á Esjuna þá skýlir hún stórum hluta byggðarinnar í norðaustanátt, svo skýlir hún líka í norðanátt en ekki al- veg sömu hverfum. Svo virðist Esjan skýla Kjalarnesi og Mosfellsbæ glettilega vel í sunnanáttinni. Það eru t.a.m. aldrei stormar í sunnanátt á Kjalarnesi,“ segir Haraldur. Vart gætir storma í borginni lengur Rok og Rigning Stormviðri mælist orðið sjaldan í Reykjavík miðað við það sem var á árum áður. Bygging nýrra húsa og gróðursæld hefur séð til þess. Fjöldi stormdaga á ári * Miðað er við veðurathuganir á Bústaðarvegi í Reykjavík. 19 73 19 75 19 77 19 79 19 81 19 83 19 85 19 87 19 89 19 91 19 93 19 95 19 97 19 99 20 01 20 03 20 05 20 07 20 09 20 11 20 13 20 15 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Reykjavík Keflavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.