Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Frænka þín? Þögul leiftur nefnist ljósmyndasýning Vesturfarasetursins á Hofsósi sem opnuð var í Hörpu um helgina. Á sýningunni eru um 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum en sýningin
veitir innsýn í andlitsljósmyndun vestanhafs á tímum vesturferða á árunum 1870-1910. Nelson Gerrard, sem á ættir að rekja til Íslendinga sem settust að í Manitoba, átti hugmyndina að þessari
sýningu og vann hann hana með söfnun ljósmynda í Norður-Ameríku og á Íslandi. Hann sá jafnframt um gerð leiðsögukorta og upplýsinga um sýninguna. Gestir voru ánægðir með afraksturinn.
Golli
Sá magnaði maður um
margt, Jón Baldvin Hannibals-
son, er fyrstur hinna trúuðu
ESB-sinna til að segja það sem
allir ættu að sjá, að ekkert vit er
í því að streða við að ganga í
ESB eða taka upp evru við þær
aðstæður sem ríkja í Evrópu.
Svo kom þessi magnaða lýsing
hins orðhaga manns að ESB
væri eins og „brennandi hús“ og
engum dytti í hug að ganga inn í
eldhafið, það væri glórulaus vit-
leysa. En kjarninn í ummælum hans var
þessi og þess vegna hefur hann endurskoðað
afstöðu sína: „Einfaldlega vegna þess að
þegar ég horfi til Evrópu, þá sé ég Evrópu-
sambandið sem er nánast í sjálfsmorðsleið-
angri vegna þess að pólitíska forystan hefur
algjörlega brugðist – og það er kreppa eftir
kreppu eftir kreppu. Peningasamstarfið er
byggt á röngum grunni og stenst ekki. Það
mun ekki standast nýtt áhlaup. Tómt efna-
hagslegt rugl.“ Mögnuð lýsing um sorglegt
ferðalag en þessu var samt spáð í þessa veru
af vitrum mönnum um aldamótin. Við erum
heppnir, Íslendingar, og heppnari en Njáll
og synir hans forðum, þeir að vísu gengu inn
áður en kveikt var í en Skarphéðinn varaði
föður sinn við brennumönnunum, án árang-
urs. Við, andstæðingar þess að Ísland gangi í
ESB, höfum verið snupraðir og hæddir á
síðustu árum. Kjarkmaður Jón Baldvin og
engum krata líkur eins og Kári forðum. Þora
menn að fylgja hans fordæmi og viðurkenna
þann vanda sem ESB glímir við? Hvað segja
stjórnmálaflokkarnir á Alþingi, t.d. Píratar
og Vinstri-grænir? Píratar tala um að klára
inngönguna og halda viðræðum áfram,
sennilega við slökkviliðið. Eru Vinstri-
grænir enn á milli vita? Hvað segir foringi
ferðalagsins, Össur Skarphéðinsson? Hvað
segir atvinnulífið, ASÍ, SA og SI? Hvað segir
embættismannaelítan, t.d. í
utanríkisráðuneytinu, sem
skrifaði hið óljósa bréf sem
ráðherrann sendi í góðri trú?
Að rembast eins
og rjúpan við staurinn
Í harðri glímu innan míns
gamla og síunga flokks,
Framsóknarflokksins, er ég
þakklátastur fyrir að Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
kjörinn formaður þegar
flokkurinn engdist í ESB-
málinu, skyldi sjá hættuna strax og með
harðfylgi breyta stefnu flokksins. Hann sá
eins og fleiri að hagsmunum Íslands væri
betur borgið utan ESB. Íslandi vegnar nú
betur en nokkru öðru landi í Evrópu, það
stýrir sínum málum sjálft, á sínar auðlindir
og efnahagur landsins og landsmanna batn-
ar hratt.
Ég ætla ekki að Jón Baldvin Hannibals-
son sé að eilífu horfinn frá aðildarhugsun, en
það er hreinskilni og manndómur að ganga
fram og segja þjóð sinni frá hugsun sinni;
hún sé önnur í dag en hún var í gær. Slík
hreinskilni hefur nú sett eitt stærsta deilu-
mál Íslendinga í annað sviðsljós. Það verður
ekki auðvelt fyrir þráhyggjumennina að
hrekja ummæli Jóns Baldvins, en hann er
margreyndur stjórnmálamaður með víðtæk-
ari þekkingu á utanríkismálum en allur
fjöldi þeirra sem enn rembast eins og rjúpan
við staurinn.
Eftir Guðna Ágústsson
» Það verður ekki
auðvelt fyrir þrá-
hyggjumennina að hrekja
ummæli Jóns Baldvins.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
„Hið brennandi hús
Evrópusambandsins“
Í Kastljósþætti 3. mars síðastlið-
inn fjallaði Guðmundur Oddur
Magnússon um sýninguna „Aftur í
sandkassann“ sem nú stendur yfir í
Hafnarhúsinu. Á sýningunni er
fjallað um listir og róttækar
kennsluaðferðir fyrr og nú. Sýning-
arstjórinn Jaroslav Andêl setur þar
fram þá skoðun að skólakerfið drepi
sköpunarkraftinn. Þessi skoðun hef-
ur áður heyrst, meðal annars í mest
skoðaða Ted-fyrirlestri frá upphafi
sem Bretinn Ken Robinson flytur. Þetta er göm-
ul og þreytandi tugga sem mér finnst stundum
þeir smjatta mest á sem síst þekkja til. Margt
annað er þó athyglisvert í skoðunum Andêl. Eitt
af því sem hann varar til að mynda við er að
margs konar miðstýrðar aðgerðir og stefnur taki
yfir og stýri um of stefnumótun í menntamálum.
Hann nefnir til dæmis Pisa-mælingar og Bo-
logna-samþykktina sem að hans mati miða að því
að gera nemendur að tannhjólum í vélvæddu
menntakerfi sem verður sífellt uppteknara af
samræmdum mælikvörðum.
Ég hef unnið innan skólakerfisins í 20 ár og hef
ekki orðið vör við að kerfið sé sérstaklega upp-
tekið af því að drepa niður sköpunarkraftinn.
Þvert á móti dáist ég að grunnskólakennurum
sem sumir hafa kennt í næstum hálfa öld en
mæta þó með glampa í augum í vinnuna á hverj-
um degi og eru sífellt tilbúnir að taka næsta skref
og bæta við sig þekkingu og gera eitthvað nýtt.
Í íslensku skólakerfi er fjölbreytt og öflugt
listnám og tækifæri til skapandi nálgunar í flest-
um námsgreinum. Við höfum borið gæfu til að
standa vörð um og í raun sækja fram með
áherslu á vægi greina sem efla sköpunarkraft
nemenda og auka samkennd og tilfinninga-
þroska. Við höfum að mestu staðist þá freistingu
að fjölga kennslustundum í greinum þar sem ár-
angur er auðmælanlegur, á kostnað listnáms,
samfélagsgreina eða jafnvel heimspeki. Börnum
okkar stendur margs konar list-
nám til boða, innan grunnskóla,
framhaldsskóla, listaskóla og lista-
safna. Í nýrri menntastefnu
Reykjavíkurborgar fær list- og
tækninám aukið vægi. Í síðustu að-
alnámsskrá er lögð aukin áhersla á
listnám og skapandi nálgun í námi.
Við eigum frábæra tónlistarskóla,
vel menntaða listgreinakennara
sem eru eldhugar, taka áhættu og
smita nemendur af vinnugleði. Að-
staða til listnáms innan grunnskól-
anna er almennt góð.
Á hverjum degi koma börn og
ungt fólk mér á óvart með skapandi, gagnrýnni
og frumlegri tónlist, myndlist, leiklist, dansi, sög-
um og myndböndum. Í gær hlustaði ég á 11 ára
nemendur spila frumsamda tónlist af mikilli inn-
lifun og leikni og fjölluðu textarnir meðal annars
um ástandið í Sýrlandi. Ekki er langt síðan ungar
stúlkur heilluðu landsmenn með frábæru
Skrekksatriði sem gagnrýndi afstöðu samfélags-
ins til kvenna. Á morgun fer ég á frumsýningu
söngleiks í grunnskóla dóttur minnar og í vikunni
mun ég sjá frumsamið leikrit fimm ára barna um
risaeðlur. Skólastarf á Íslandi er skapandi og
kraftmikið. Við þurfum að hampa því sem vel er
gert, örva og þakka því frábæra fólki sem á
hverjum degi gengur til vinnu sinnar í skólum
landsins fyrir vel unnin störf. Við þurfum að
hvetja kennara til dáða og þannig sækja fram og
gera betur. Annars er hætt við að við drepum
sköpunarkraft þeirra!
Eftir Ingibjörgu
Jóhannsdóttur
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Sköpunar-
krafturinn drepinn?
» Á hverjum degi koma börn og
ungt fólk mér á óvart með
skapandi, gagnrýnni og frum-
legri tónlist, myndlist, leiklist,
dansi, sögum og myndböndum.
Höfundur er skólastjóri Landakotsskóla.