Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.2016, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Þorbjörn Guðjóns- son skrifar ágæta grein í Mbl. 25. febrúar sl. og spyr, „Hvað er nú samfélagsbanki?“ Við í Dögun, stjórn- málasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði, vorum með ágætan fræðslufund sem Þorbjörn hefði betur ekki misst af, því þar hefði hann fengið svör við öllum spurningum sínum, frá fólki sem þekkir samfélagsbanka af eigin raun, Ellen Brown og Wolfram Mor- ales. En sem betur fer, er enn tækifæri fyrir Þorbjörn og fleiri, eins og fjár- málaráðherrann á Íslandi, að horfa á streymi af fundinum á heimasíðum, bæði Norræna hússins og Dögunar www.xdogun.is. Þorbjörn ýjar að því að við sem tölum um þetta rekstrarform banka séum lýðskrumarar og að reyna að afla okkur fylgis með háværri en holhljóma umræðu. Vonandi opnast augu Þorbjörns, eftir að hafa kynnt sér málin og hann verður sannur baráttumaður í fremstu víglínu okk- ar í Dögun, fyrir betri stjórnun efna- hagsmála almennt, en sjáum til. Við sem tölum fyrir samfélags- bankahugmyndinni viðurkennum að við tölum fyrir daufum eyrum fjöl- miðla og stjórnmálamanna. Hér ein- kennist umræðan á Valhallarlygi eins og því að Íbúðalánasjóður sé samfélagsbanki. Nei, Íbúðalánasjóð- ur er ekki samfélagsbanki, Íbúða- lánasjóður er lánasjóður sem tekur dýr lán að langmestu leyti frá lífeyr- issjóðum, er bannað að endurgreiða þau ef hagstæðari lánakjör bjóðast annars staðar og lánar þessi lán síð- an út til íbúðakaupa eftir ákveðnum reglum. Svona starfar samfélags- banki ekki. Samfélagsbanki er viðskiptabanki (ekki fjárfestingarbanki) sem sinnir allri almennri viðskiptabankastarfs- emi, markmiðið er að bankinn hagn- ist á starfsemi sinni, en í stað þess að hagnaðurinn fari í launabónusa og arðgreiðslur til einkaaðila þá er arð- urinn greiddur til eigendanna, eða til samfélagsins þar sem hann starfar. Auðvitað getur verið að Þorbirni finnist þetta vera holur hljómur, en samt virkar hann og með fullri virð- ingu fyrir Þjóðverjum þó að þeir séu miklu fáfróðari um viðskipti en við Íslendingar, er það nú þannig að í Þýskalandi eru 40% viðskiptabanka samfélagsbankar og hefur verið þannig í meir en 200 ár, en þetta er allt hægt að fræðast um á fyrr- greindu streymi af samfélagsbankafundi Dögunar. Mig langar líka að benda Þorbirni á grein eftir mig á vefmiðlinum Kjarnanum, (Af hverju vilja spilltir stjórn- málamenn einkavæða banka), þar sem ég bendi á athyglisverða rannsókn Panicos De- metriades, sem er fyrrverandi seðla- bankastjóri á Kýpur, nú prófessor við Háskólann í Leicester. Í þeirri rannsókn kom fram að þau þjóð- félög, sem eru með sterkt og öflugt kerfi samfélagsbanka, skiluðu yf- irleitt betri afkomu til lengri tíma en þau, þar sem einkabankar eru ráð- andi. Annað merkilegt kom fram í þess- ari rannsókn og laut það að spillingu bæði innan bankanna sjálfra og svo milli einkabankakerfisins og stjórn- málanna. Ég er alveg sammála Þorbirni að við núverandi aðstæður á Íslandi, þar sem tveir stórir bankar eru í eigu íslenska ríkisins, er það glap- ræði að fara að selja þá til að einka- aðilar geti grætt á þeirri starfsemi sem þeir sinna. Ég held að það sé lag að taka 60% af eiginfé þessara banka inn í rík- issjóð, setja þeim skýra eigenda- stefnu og þar getum við leitað í smiðju Saparkassen í Þýskalandi og gert þá að öflugum samfélagsbanka sem þjónar framtíðarhagsmunum Íslendinga, en ekki framtíðar gróða- von vildarvina. Vonandi gefur Þorbjörn og aðrir þeir sem skilja ekki hvað er verið að ræða um þegar samfélagsbanki er nefndur, sér tíma til að kynna sér þessar heimildir og svo er hægt að halda áfram að læra, þegar sá grunnur er kominn. Af nógu er að taka. Samfélagsbanki – meir en óhljóð í tómri tunnu Eftir Sigurð Haraldsson »Nýlega hélt Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, fund um samfélagsbanka sem enn er hægt horfa á á www.xdogun.is Sigurður Haraldsson Höfundur er varaformaður, Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sann- girni og lýðræði. Undirritaður hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í ára- tugi og þar hefur í gegnum tíðina verið fjallað um flest málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Þar eru settar fram skoðanir, sem margar eru mjög athyglisverðar þó að fjarri fari að maður sé þeim öllum sammála. Það breytir því þó ekki að margt er þar vel sagt og fær mann til að hugsa málin út frá nýjum vinklum, sem er jú bara af hinu góða. Kannski má segja, að einn maður sé öðrum duglegri við að skrifa greinar, sem opnar manni nýja sýn inn í veruleika sem a.m.k. ég hef ekki velt mikið fyrir mér. Þessi mað- ur er Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Ís- lands. Jón hefur í greinum sínum dregið upp slíka mynd af þeim vinnu- brögðum sem viðgangast í Hæsta- rétti að mann setur hljóðan. Af grein- um Jóns má auðveldlega draga þá ályktun að á þessu æðsta dómstigi þjóðarinnar ríki slík spilling að undr- um sætir. Maður fær það á tilfinn- inguna að þarna ríki bæði vinavæðing og klíkuskapur, sem gerir það að verkum að maður fer að efast um að við búum í því réttarríki, sem við Ís- lendingar höfum státað okkur af í gegnum tíðina. Jón Steinar setur mál sitt þannig fram að þeir sem ekkert vita um klæki lögfræðinnar skilja um leið. Það er að mínu mati mikil guðs- gjöf að hafa þann hæfileika að setja hin flóknustu mál fram þannig að allir skilji um hvað það snýst. Hvernig stendur á því að engir úr lögmanna- stétt hafa sett fram skoðanir sínar á þessum skrifum Jóns Steinars? Get- ur verið að lögmenn á Íslandi þori ekki að lýsa skoðunum sínum varð- andi þessi mál af ótta við dómarana í Hæstarétti og það muni koma þeim í koll þegar þeir reka sín mál fyrir dóminum? Hvað um forseta hæsta- réttar? Hefur hann slíkt ofurvald að hann geti einn ráðið hverjir dæma í einstökum málum og þá er ekki spurt um hæfileika hvers og eins heldur hvort hann sé vinur eða a.m.k. ekki óvinur forsetans? Ef dómsmálin eru komin í þennan farveg þá er illa fyrir okkur komið. Mér finnst nauð- synlegt að Alþingi taki þessi mál til skoðunar, því þetta fyrirkomulag er með öllu ótækt. Jón Steinar sat um árabil í Hæsta- rétti Íslands og í bók sinni „Í krafti sannfæringar“ rekur hann mörg dæmi um afar furðuleg vinnubrögð í ýmsum dómum og gefur raunar í skyn að þar séu dómar sem séu bein- línis rangir. Mér finnst við eiga þá kröfu á alla lögmenn í landinu, að þeir tjái sig um þessi mál og lýsi sinni upp- lifun af störfum réttarins. Það getur ekki verið að einungis Jón Steinar hafi einn lögmanna þá skoðun að ekki sé allt með felldu í Hæstarétti Ís- lands. Er Ísland ekki lengur réttarríki? Eftir Guðmund Oddsson Guðmundur Oddsson » Getur verið að lög- menn á Íslandi þori ekki að hafa skoðun á vinnubrögðum Hæsta- réttar af einhverjum þrælsótta? Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Ragnheiður Elín Árnadóttir er við það að fremja stór afglöp með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, (heimagisting, veitinga- staðir án áfengisveit- inga, ótímabundin rekstrarleyfi) sem verð- ur að stoppa! Með þessu fumvarpi til laga undirstrikar Sjálfstæðisflokkurinn að hann er bú- inn að gleyma einkaframtakinu og einstaklingsfrelsinu. 18.000 skutlarar Í dag verslar unga fólkið ekki í rándýrum fatabúðum, heldur á net- inu. Í dag gistir unga fólkið ekki á lúxushótelum heldur á ódýrum hostelum, Airbnb, WWOOF, Workaway. Í dag ferðast unga fólkið ekki með hefðbundn- um flugfélögum held- ur lággjaldaflugfélög- um eins og Easy Jet og WOW. Í dag notar unga fólkið Uber eða Facebook-skutlur til að komast á milli, en ekki rándýra leigubíla. Þetta er deilihagkerfi unga fólksins sem við erum að horfa á og það þýðir ekkert að stoppa það. Stjórnvöld ætla samt að setja fleyg í tannhjól deilihagkerfisins, með hótunum við „skutlara á Facebook“ (18 þúsund manna deilisamfélag) og fangels- isvist ef þeir verða uppvísir að því að skutla fólki. 3.000 herbergjaleigusalar Svo á að hefta Airbnb-herbergja- leigu með því að setja hámark 60 til 90 daga á ári í leigu til útlendinga, en um 3.000 Reykvíkingar bjóða upp á þessa þjónustu, og ekki gleyma því að þetta eru ekki bara ferðamenn, heldur einnig erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem koma nokkra mánuði til landsins. Hverja eru stjórnvöld að verja hér? Stóru fyrirtækin í ferðaþjónustunni? Má enginn hagnast nema þessir stóru? Málið er einfalt, við eigum að vera í framvarðarsveit deilihagkerfisins og einkaframtakið á að fá að njóta sín og allir að vera með, svo má setja einföld lög og skatta á deilihag- kerfið. Smátt er smart og unga fólk- ið er framtíðin. Deilihagkerfið eða „corporatism“ Eftir Guðmund F. Jónsson Guðmundur F. Jónsson »Með þessu fumvarpi til laga undirstrikar Sjálfstæðisflokkurinn að hann er búinn að gleyma einkaframtak- inu og einstaklingsfrels- inu. Höfundur er hótelstjóri í Danmörku. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569- 1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.