Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 20

Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 ✝ JörundurTraustason fæddist í Ólafsfirði 14. maí 1950. Hann lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Ak- ureyri 5. mars 2016. Foreldrar hans eru Trausti Gests- son, f. 3. febrúar 1932, d. 28. sept- ember 2012, og Ás- dís Ólafsdóttir, f. 5. ágúst 1932. Fósturforeldrar hans voru Sigríður Þorsteins- dóttir f. 9. september 1909, d. 7. apríl 1987, og Trausti Árnason, f. 26. ágúst 1904, d. 13. júlí 1966. Systkini Jörundar eru Stef- anía, f. 5. september 1951, Marí- anna, f. 25. desember 1953, Ólaf- ur, f. 12. september 1961, og Gestur, f. 5. nóvember 1964. Fóstursystir er Lovísa Friðriks- dóttir, f. 30. nóvember 1932. Jörundur kvæntist 25. desem- ber 1973 Ingveldi Jóhannesdótt- ur, f. 23. nóvember 1954. For- eldrar hennar voru Jóhannes Ólafsson, f. 29. apríl 1920, d. 27. janúar 2010, og Þorgerður Jóns- námi fyrir frekara tækninám. Að því loknu fluttist hann til Þýskalands þar sem hann lærði skipasmíðar hjá skipasmíðastöð í Bremerhaven. Árið 1987 lauk Jörundur stúdentsprófi frá öld- ungadeild Menntaskólans á Ak- ureyri og innritaði sig síðan í Háskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist sem iðn- rekstrarfræðingur í fyrsta út- skriftarárgangi skólans árið 1989. Jörundur vann ýmis störf um ævina bæði til lands og sjávar en Slippurinn á Akureyri var sá staður sem hann vann lengstan tíma ævinnar og var honum kær- astur. Jörundur var mikill áhuga- maður um ferðalög og ferðuðust þau hjónin oft til fjarlægra landa. Tónlist var eitt af hugð- arefnum Jörundar og þau eru ófá stórverkin sem leynast í hill- um hans. Hann hafði mikið dá- læti á Bítlunum og hélt þar hvað mest upp á John Lennon. Göngu- skíði stundaði Jörundur af miklu kappi og tók hann þátt í Vasa- göngunni í þrettán skipti. Jörundur var mikill fjölskyldumaður og voru eig- inkona hans, börn og barnabörn honum allt. Útför Jörundar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 14. mars 2016, kl. 13.30. dóttir, f. 22. októ- ber 1922, d. 4. des- ember 1998. Börn Jörundar og Ingveldar eru: 1) Harpa, f. 9. októ- ber 1973, sonur hennar er Gunn- laugur, f. 2. októ- ber 1999. 2) Trausti, f. 28. nóv- ember 1975, eigin- kona hans er Fann- ey Kristinsdóttir, f. 28. maí 1980, börn þeirra eru Jörundur, f. 10. janúar 2001, Álfhildur Rós, f. 3. mars 2005, og Ingibjörg Ósk, f. 11. mars 2009. 3) Sigríður, f. 27. júlí 1984, börn hennar eru Ísa- fold, f. 3. nóvember 2004, Hákon Rúnar, f. 10. febrúar 2009, og Trausti Freyr, f. 14. september 2010. Jörundur var alinn upp í Ólafsfirði og lauk þar lands- prófi. Hann flutti til Akureyrar og hóf nám við Menntaskólann á Akureyri. Það nám átti ekki við hann á þeim tíma og færði hann sig yfir í Tækniskólann á Ak- ureyri og lauk undirbúnings- Ég var bara lítil stelpa í fanginu þínu og þú varst að kenna mér faðirvorið. Kenndir mér að spenna greipar og svo þuldum við saman bænina fyrir svefninn. Litlu lófarnir mínir í stóru lófunum þínum. Ósköp sem það var alltaf notalegt að kúra í pabbafangi, þar var allt- af heitt og næga ást að finna. Svona er mín fyrsta minning um okkur. Elsku pabbi minn, mikið finnst mér lífið ósanngjarnt núna. Þessi stund er óraun- veruleg. Mér finnst lífið vera dapurt og tárin renna niður kinnarnar mínar. Þegar ég nú hleyp í gegnum minningar lífs míns ert þú alls staðar. Þakklæti er mér mjög of- arlega í huga núna. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig, pabbi minn. Að hafa fengið að eiga þig fyrir pabba. Betri pabba hefði ég ekki getað átt. Ég vil að þú vitir það. Þú ert eini maðurinn sem ég hef getað stólað á og treyst. Betri mann er ekki hægt að finna. Ég er og verð litla pabbastelpan þín, alltaf. Takk fyrir að hafa alltaf ver- ið til staðar, takk fyrir að hafa verið einn af mínum betri vin- um. Það er ómetanlegt. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan þú veiktist. Núna ertu farinn frá okkur. Pabbi minn, heljarmennið sem aldrei fann til. Þú gast allt. Maðurinn sem hljóp fyrstur til að hjálpa ef eitthvað var. Það er með ólíkindum að hugsa til þess að þú hafir verið að hjálpa mér við að mála íbúðina mína nokkrum dögum áður en þú veiktist. Þarna var lífið svo ljúft og gott. Þarna var gott að vita ekki hvað beið okkar handan hornsins. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í þig til að fá góð ráð eða hjálp, við hvað sem er. Ég mun sakna þess að koma í Suðurbyggðina og sjá þig ekki í stólnum þínum með græjurn- ar í dúndrandi keyrslu. Ég mun sakna þess að hringja í þig og heyra sagt: „Sæl, vina mín, hvernig hafa krakkarnir það?“ þegar svarað er. Ég mun sakna þín. Svo ofsalega, ofsalega mikið. Ísafold, Hákon Rúnar og Trausti Freyr. Börnin mín þrjú sem elska þig svo mikið. Þú hefur reynst okkur svo vel. Þú gekkst þessum þremur barna- börnum þínum í föðurstað þeg- ar leiðir okkar pabba þeirra skildi. Börnin mín eru lánsöm að hafa átt þig fyrir afa. Sorgin er mikil í litlum hjörtum núna, pabbi minn. Þú varst svo duglegur, hetj- an okkar allra. Alveg sama hvert verkefnið var, þú kláraðir það og það á methraða. Upp- gjöf var ekki til í þinni orðabók og þrjóskan, eða staðfestan eins og þú kallaðir það sjálfur, fylgdi þér fram að leikslokum. Þó sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því kallaður varst þú á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða. Við hittumast samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma. Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Farðu í friði, pabbi minn. Þín pabbastelpa, Sigríður (Sigga). Elsku Jörundur minn, aldrei hefði ég trúað því að þú myndir fara svona fljótt. Ég var alltaf svo ánægð og stolt að eiga svona hraustan og flottan tengdapabba. Endalaust á hreyfingu, ef það voru ekki skíðin á veturna eða úti að hlaupa á sumrin, ark- andi upp á fjöll eða bara að að- stoða okkur með hitt og þetta. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa. Þú varst fyrirmynd okk- ar allra. Snerist í kringum börnin og barnabörnin þín. Þú varst varla sestur við matar- borðið þegar þau fóru að kalla: afi viltu setja teiknimynd í sjónvarpið, afi mig langar í ís eða afi viltu skera epli og alltaf hljópstu af stað og maturinn þá iðulega orðinn kaldur þegar þú loksins settist niður. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim sat ég hjá þér eitt kvöldið og hafði áhyggjur af því hvort þú fyndir til og ég var alltaf að spyrja þig en þá sagðir þú: „Fanney mín, ég læt þig vita“ og brostir til mín. Ég er mjög þakklát fyrir samtölin sem við áttum um lífið og til- veruna og ráðin sem ég fékk frá þér. Þakklát fyrir heima- námsaðstoðina sem nafni þinn fékk hjá þér, því afi vissi og kunni jú allt í öllum heiminum. Takk fyrir að hafa gengið um gólf með Álfhildi mína þegar hún var ungbarn, þú kallaðir hana Mariu Callas því hún org- aði svo mikið. Takk fyrir spjall- ið við Ingibjörgu um Mikka ref og Dýrin í Hálsaskógi þegar móðirin var alveg búin að fá nóg af þeim umræðum. Takk fyrir Trausta minn, fyrir að gera hann að þeim manni sem hann er í dag. Elsku Jörundur minn, takk fyrir að segja mér að ég væri einstök tengdadóttir – mér þótti svo vænt um það. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og tím- anum sem við áttum saman. Megi minning þín lifa áfram í börnum þínum og barnabörn- um. Nú finnur þú ekki lengur til og ert kominn í drauma- landið. Takk fyrir að vera þú. Við elskum þig. Fanney, Jörundur, Álfhild- ur Rós og Ingibjörg Ósk. Það eru ekki til þau orð sem lýsa þeim söknuði sem ég finn, að þú sért farinn er einfaldlega ekki raunverulegt í mínum huga en svona er samt bara líf- ið, elsku pabbi minn. Þú ert farinn og ég er hér. Set þennan texta hér inn þér til heiðurs enda ertu og munt alltaf verða aðalmaðurinn í mínu lífi. Er þú brýst fram gegn bylnum berðu höfuðið hátt óttastu ei myrkrið né ógn þess og mátt litríkur ljósheimur bíður og lævirkja söngurinn þíður. Áfram, stríðum stormi gegn áfram, strítt þó falli regn þótt drauma þína skilji ei neinn þú áfram, áfram ferð aleinn. Þó aldrei ertu einn aldrei ertu einn. Áfram, áfram, með hugprútt hjarta hugsaðu um framtíð bjarta þú arkar aldrei einn. þinn sonur, Trausti. Elsku pabbi, ferðalagi okkar saman lauk 5. mars en í raun breyttist heimur okkar allra 6. nóvember 2015 þegar við feng- um að vita hvað þú varst orðinn alvarlega veikur. Sjálfur talaðir þú alltaf um að maður ætti að meta hverja stund og að góðar minningar væru gulli betri. Ég er svo heppin að eiga margar minningar um þig sem eina af mínum bestu fyrirmyndum í líf- inu. Ekkert verk var of smátt eða of stórt, þér óx hreinlega ekk- ert í augum, við vorum kannski ekki alltaf sammála um fram- kvæmd og tímasetningar en fyrir þér var málið að ljúka því sem einu sinni var byrjað á. Ég lít í kringum mig og út um allt eru verksummerki um hand- verk þitt, stærst af öllu eru samt sólpallurinn, skúrinn og stéttin sem sennilega hefði seint eða aldrei klárast ef ekki væri fyrir þig og drifkraftinn þinn. Þú stappaðir í mig stálinu, hvattir mig áfram og gerðir mér ljóst að ég gæti gert allt sem mig langaði til bara ef ég skipulegði mig, bútaði verkefn- in niður og tæki síðan eitt skref í einu. Með þig og mömmu í klappliðinu fannst mér, alveg frá því að ég var lítil stelpa, eins og ég gæti sigrað heiminn. Þú kenndir mér líka mikilvægi þess að taka óheppni og ósigr- um, það væri hluti af lífinu, ekki væri hægt að ætlast til þess að allt gangi upp sam- kvæmt plani A og því væri gott að eiga plan B, C og jafnvel D en maður gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Áhugi þinn á verkfæraeign minni varð til þess að í gegnum tíðina hef ég eignast óteljandi verkfæri og lært að nota þau, ef þú rakst augun í að eitthvað vantaði þá mátti bóka að það kæmi í jólapakkanum næstu jól. Ætli ég hafi verið nema um tíu ára þegar ég kunni að skipta um kló og setja saman ýmsa hluti, þú varst besti kenn- arinn og það er þér að þakka hversu sjálfstæð ég er í dag. Þegar hann Gulli minn fædd- ist og þú fékkst nafnbótina „afi“ átti hann hug þinn allan. Föstudagarnir þegar þú sóttir hann í leikskólann á Fiestunni eru ljóslifandi í huga hans þótt hann hafi ekki verið nema þriggja ára þegar þessi hefð komst á. Þið „kallarnir“ fóruð í sund og svo heim til ömmu að borða pylsur og Royal-búðing með rjóma, svo sofnaði hann úrvinda en sáttur í krikanum á afa. Ísrúntar, bryggjur, grill, gönguskíðaferðir í Kjarna, ferðirnar til Ólafsfjarðar, tón- listin, sögurnar, hláturinn, húmorinn, Liverpool, utan- landsferðirnar og svo margt, margt fleira. Óbilandi áhugi þinn á velferð okkar allra var augljós. Fjölskyldan var þér allt, mamma, við krakkarnir, barnabörnin og amma. Okkur er bæði ljúft og skylt að halda minningu þinni lifandi, ekki síst fyrir þau allra yngstu, og það munum við gera með sóma. Ferðalag okkar saman hófst 9. október 1973, takk fyrir sam- fylgdina elsku pabbi. Hvíl í friði, þín verður sárt saknað. Þín Harpa og Gunnlaugur (Gulli). Jörundur, bróðir okkar, er látinn, hann lést eftir snarpa en hetjulega baráttu. Við systkinin fylgdumst með hvernig eigin- kona hans, börn, tengdadóttir og móðir okkar tóku þátt og studdu hann og hvert annað. Ást og virðingin var þar í fyr- irrúmi. Missir þeirra allra er mikill. Hann var sterkur, hann bróðir okkar, hann fór vel með líf sitt og það sem honum var gefið. Hann var elstur okkar og tók það hlutverk alvarlega eins og hann tók eigin fjölskylduábyrgð alvarlega. Hann, eins og aðrir í fjöl- skyldunni, vildi sjá heiminn og fór til Þýskalands til náms og starfa en þegar Inga og börnin, Harpa, Trausti og Sigga, komu hvert af öðru inn í líf hans höfðu þau forgang og urðu hans ferðafélagar. Jörundur var lærður ketil- og plötusmiður en síðar þegar tækifæri gafst ákváðu hjónin að frekara nám væri af hinu góða og saman gengu þau mennta- veginn; fyrst öldunginn í MA og síðan rekstrarfræðina við HA. Þetta gerðu þau með heimili, þremur börnum, launa- vinnu og fóru létt með. Það er af mörgu að taka þeg- ar leitað er í gullkistu minning- anna. Styrkur bróður okkar og umhyggja fyrir fjölskyldunni kemur fyrst í hugann. Hann sýndi sig í umhyggju gagnvart foreldrum okkar og móður eftir að faðir okkar lést og er okkur systkinunum ómetanleg. Þar stóð hann ekki einn því Inga tók þar fullan þátt. Einnig er þess að minnast hvernig hann gat endalaust séð og fundið við- haldsverkefni á heimilum allra fjölskyldumeðlima. Það lék allt í höndum hans, nema garð- vinna, um hana urðu aðrir að sjá. Okkur fannst hann aldrei vera tómhentur, ef þar var ekki barn, var þar barnabarn eða verkfæri eða þá bara hárlokk- urinn sem hann hafði fyrir kæk að snúa upp á, líka eftir að þar var enginn fyrir. Hann fann sér alltaf eitthvað til dundurs; ljós- myndun, að grúska í sögu báta- smíða, að ekki sé talað um plötusafnið hans en um það væri hægt að skrifa lærða rit- gerð um poppsöguna frá 1960- 1970. Hann naut þess að ferðast til framandi landa auk ferðalaga víða um Evrópu og Bandaríkin. Stundum slóst eitthvert systk- ina með í för og þá var gaman. Þá var ekki síðri ást hans á úti- veru í íslenskri náttúru. Öll höfum við gengið með honum bæði stuttar og langar ferðir, upp um fjöll og niður í hella. Bróðir okkar var Liverpool- maður og mikill íþróttamaður, hann hljóp um fjöll og firnindi og stundaði skíðagöngu af miklu kappi. Þrettán sinnum gekk hann Vasagönguna. Hann skrapp upp á Kaldbak, uppá- haldsfjall, bara rétt si svona, sér til hressingar. Við systkinin horfðum á og hugsuðum: af hverju geri ég ekki svona? Við stöldrum nú við og spyrjum, af hverju hann núna? Þetta er svo óréttlátt og óskiljanlegt. Við kveðjum bróður okkar með sárum söknuði og höfum valið sem lokaorð ljóð sem lýsir vel tilfinningum okkar. Hann kemur mér í opna skjöldu þar sem hann blasir við á gamalli ljósmynd Það er ekki blikandi ljárinn sem kemur upp um hann heldur hnausþykk gleraugun Það hlaut að vera að hann sæi illa eins ómannglöggur og hann getur verið (Gerður Kristný) Stefanía, Maríanna, Ólafur og Gestur Traustabörn. Það var að kvöldi laugar- dagsins 5. mars sem mér barst sú sorgarfrétt að æskuvinur minn, Jörundur Traustason, væri látinn. Dauði hans kom þó ekki að öllu leyti á óvart því hann hafði glímt við erfið veik- indi frá því í nóvember og síð- ustu vikuna var ljóst að hverju stefndi. Við Jörundur vorum í raun- inni meira en vinir því stuttu eftir að hann fæddist, í maí 1950, tóku Sigríður amma mín og Trausti Árnason, seinni maður hennar, drenginn í fóst- ur. Á sama tíma var móðir mín kornung að stofna heimili og seinna á árinu eignaðist hún undirritaðan. Hún er einkadótt- ir ömmu og því var samgang- urinn svo mikill milli heimil- anna að ég hef alltaf litið á okkur Jörund sem uppeldis- bræður. Við uxum úr grasi saman, lékum okkur í skipaleik í fjörunni, stukkum ofan af hús- um í snjóskaflana á veturna og sátum saman í skólanum öll ár- in sem við stunduðum nám heima í Ólafsfirði. Jörundur var skarpur og góður námsmaður. Einkum voru það raungrein- arnar sem hann var sterkur í og oft bjargaði hann sessunaut sínum frá því að verða sér til skammar fyrir kunnáttuleysi með því að hvísla að honum réttu svari eða sýna honum út- reikninga. Hann varð snemma lunkinn við smíðar og mér eru enn í Jörundur Traustason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hurðarbaki, Grænumörk 2, lést á dvalarheimilinu Lundi 4. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 16. mars klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vinafélag Ljósheima og Fossheima. . Guðmundur Kr. Jónsson, Lára Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Esther Óskarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Gísli Árni Jónsson, Emilía Gränz, Sigríður Jónsdóttir, Valtýr Pálsson, Kári Jónsson, Kristjana Kjartansdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Fríða Bjarnadóttir, Ásmundur Jónsson, Margrét Alice Birgisdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR (DÚA), lést aðfaranótt 9. mars. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 18. mars klukkan 13. . Benedikt Ketilbjarnason Bára Sigurjónsdóttir Elín Jakobsdóttir Haraldur Þ. Benediktsson Kristjana Jakobsdóttir Einar Jakobsson Jakob Jakobsson Guðmundur Guðjónsson Sigurjón F. Jakobsson Kolbrún Harðardóttir Ingólfur Snær Jakobsson Margrét Karen Kjartansdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.