Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 22

Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Birna Þórsdóttir, sem á þrjátíu ára afmæli í dag, situr í bæjar-stjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er á sínufyrsta kjörtímabili en sem kunnugt er vann Sjálfstæðisflokk- urinn glæstan sigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hlaut fimm fulltrúa í bæjarstjórn af sjö. „Þetta er mjög þroskandi og skemmtilegt að vera í bæjarstjórn og búið að kenna manni margt,“ segir Birna. „Ég sit í fjölskyldu- og tómstundaráði en við skiptumst á og sinnum öllum málum. Það er endalaust verið bíða eftir lausn á Landeyjahöfn. Við erum með hana á heilanum, en engar siglingar hafa verið þaðan lengi. Vonandi fara siglingarnar að hefjast og þá færist líf í Eyjarnar en það er ekki hægt að líkja þessu saman þegar ferðir frá Landeyja- höfn liggja niðri.“ Birna er hreinræktaður Vestmannaeyingur, er snyrtifræðingur að mennt og vinnur hjá Aroma sem er önnur tveggja snyrtistofa í bæn- um. Þegar hún er ekki að vinna eða sinna fjölskyldu stundar hún cross-fit. Eiginmaður Birnu er Davíð Þór Óskarsson lögreglumaður og sonur þeirra er Hreggviður Jens. Fjölskyldan var að kaupa sér einbýlishús á Höfðaveg 43. „Það er hálfpartinn uppi í sveit. Við ákváðum að slá saman afmælisveislu og innflutningspartíi um helgina. Svo ætla ég í dag að plata eiginmann- inn til að elda fyrir mig. Fjölskyldan Birna, Davíð Þór, Hreggviður Jens og hundurinn Perla. Þroskandi og gaman að sitja í bæjarstjórn Birna Þórsdóttir er þrítug í dag B irna fæddist í Reykjavík 14.2. 1966 og ólst upp á Háaleitinu. Hún gekk í Álftamýrarskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 1986 og BA-gráðu í fjölmiðlafræði og sálfræði frá University of Wash- ington í Seattle í Bandaríkjunum 1992. Nú leggur hún stund á meist- aranám í þýðingafræði við HÍ. Birna var fréttamaður á RÚV 1992-94, fréttaritari RÚV í Noregi 1994-97, leiðbeinandi við Grunnskól- ann á Þingeyri 1997-99, sinnti blaða- mennsku og ristjórnarstörfum í lausamennsku frá 1998, sinnti mark- aðsmálum, skýrslugerð og fleiru hjá Álfsfelli ehf. – Sjávareldi ehf. 2009- 2013 og hefur verið verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða frá 2014. Birna var bæjarfulltrúi í Ísafjarð- arbæ 1998-2010, sat þá í bæjarráði og ýmsum nefndum og vinnuhópum á vegum bæjarfélagsins og var for- seti bæjarstjórnar nær öll árin. Birna var fulltrúi fjármálaráð- herra í stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins 2001-2011, formaður skólanefndar Menntaskólans á Ísa- firði 2001-2012, varamaður í stjórn Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur – 50 ára Hjónin Birna og Hallgrímur í skemmtilegum myndaramma þar sem þau voru í vélsleðaferð skammt frá Ísafirði. Hleður batteríin og hvílist vel í Grunnavík Myndarleg Börn Birnu og Hallgríms: Hekla, Heiður, Hilmir og Hugi. Sunneva Rut Skaale, Guðlaug María Hallgrímsdóttir og Sigríður Vala Ólafs- dóttir héldu tombólu á Akranesi og söfnuðu 2.498 krónum til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.