Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/4 kl. 19:30 12.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Fös 18/3 kl. 22:30 51.sýn Lau 19/3 kl. 22:30 53.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 50.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 52.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 54.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Kvika (Kassinn) Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/5 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Lau 14/5 kl. 14:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Þri 17/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Þri 3/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Lifandi tónlist og leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum Njála (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00 31.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Flóð (Litla sviðið) Mið 16/3 kl. 20:00 Styrktarsýning Allra síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 106.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 17/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl. tók nærri 6 klst. Þar lék ég Loka sögumann og Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstýrði. Á þessum árum vann ég líka með Íslenska dans- flokknum og lék auk þess í bæði sjón- varpi og útvarpi.“ Síðan er ég ráðinn á samning hjá Leikfélagi Reykjavíkur af Þórhildi Þorleifsdóttur og ætli það megi ekki segja að Borgarleikhúsið hafi verið þungamiðjan í mínum leiklistarferli en þar starfaði ég frá 1996 til 2008 eða í tólf ár.“ Tími til að prófa eitthvað nýtt Líkt og hjá mörgum Íslendingum varð breyting á starfsháttum Björns árið 2008. Hrun bankakerfisins kom niður á öllum sviðum samfélagsins og fundu leikhúsin og menningarlífið allt fyrir samdrættinum. Björn segir þó tímamótin frekar vera nýtt upphaf en endi á gömlu starfi. „Konan mín, Hlín Helga, er mennt- aður hönnuður og hún fékk tilboð um starf í Svíþjóð árið 2010. Árin á undan höfðu verið viðburðarík í okkar lífi en strákurinn okkar, hann Bjartur, kom í heiminn árið 2007, Hlín útskrifast sem hönnuður 2008 og sama ár missi ég vinnuna í Borgarleikhúsinu. Það var því kominn tími á að leita á önnur mið, prófa eitthvað nýtt og finna okk- ur á nýjum stað. Listaháskólinn í Stokkhólmi hafði boðið Hlín Helgu starf við skólann sem kennari í mast- ersnámi og við létum slag standa.“ Allir þurfa einhvern tíman að end- urmeta stöðu sína og spyrja sig heim- spekilegra spurninga. Björn segir flutninginn til Svíþjóðar hafa verið til- valið tækifæri til að hugleiða sína stöðu. „Ég var á þessum tíma búinn að vera viðloðandi leiklistina í nærri því 25 ár og helminginn af þeim tíma á samning í Borgarleikhúsinu. Kannski var hreinlega kominn tími til að gera eitthvað annað. Þess vegna ákvað ég að leita ekkert sérstaklega eftir því að fara að leika í Svíþjóð. Ég var kominn í nýtt umhverfi og vildi því prófa eitthvað nýtt.“ Gamall vinur í Stokkhólmi Leiklistin er aldrei langt undan og þrátt fyrir fyrirheit um annað tók það Björn ekki langan tíma að finna gaml- an vin úr leikhúslífinu og stíga aftur á svið. „Ég kynntist Peter Engkvist á leiklistarhátíð fyrir mörgum árum í Kristiansand, en það má kannski skjóta því hér inn í að hann kynntist konunni sinni þarna á sama tíma en hún er íslensk og heitir Bára Lyngdal Magnúsdóttir leikkona. Kynni okkar Peters þróuðust þannig að hann leik- stýrði mér fyrst í einleik sem heitir Lofthræddi örninn hann Örvar. Þennan einleik lék ég í Þjóðleikhús- inu og við frumsýndum hann 1994 ef ég man rétt. Síðan átti Peter Eng- kvist eftir að vinna talsvert meira hér á Íslandi, hann leikstýrði meðal ann- ars Ormstungu, Mr. Skallagrímsson, og fleiri verkum. Við hittumst næst í Beðið eftir Godot sem hann leikstýrði og var opnunarsýning Nýja Sviðsins í Borgarleikhúsinu. Þannig að þegar ég kom til Stokkhólms var hann að sjálfsögðu þar og náttúrulega Bára konan hans líka og þau reyndust okk- ur ákaflega vel allan þann tíma sem við vorum í Stokkhólmi,“ segir Björn. Peter starfrækir, ásamt fleirum, leikhúsið Teater Pero, í Stokkhólmi, þar er hann allt í senn leikhússtjóri, listrænn leiðtogi og leikstjóri, segir Björn en þess má geta að Bára er ein af fastráðnum leikurum sem þar starfa. „Teater Pero er frábært barnaleik- hús og hefur hlotið margar viður- kenningar bæði í Svíþjóð og erlendis og þegar ég hafði samband við Peter átti ég ekkert endilega von á því að hann myndi bjóða mér starf við leik- húsið en svona geta örlögin verið áhugaverð. Allt í einu var ég kominn á svið í Svíþjóð og farinn að leika á sænsku.“ Hlutverkin hjá Teater Pero urðu alls sex og sýningarnar eitthvað í kringum 600 sem Björn lék í meðan hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sví- þjóð. „Þetta var mjög skemmtilegur tími því það er hefð fyrir því í Svíþjóð að leikhús og þá sérstaklega barnaleik- hús ferðist með sínar sýningar. Þann- ig að mér gafst tækifæri til að koma fram á fjölda staða um allt landið.“ Reynslunni ríkari segir Björn ekki ólíklegt að hann komi á fót einhvers konar verkefni á Íslandi með svipuðu sniði og í sama anda og þær sýningar sem hann tók þátt í hjá Teater Pero. Aftur til Íslands Dvölin í Svíþjóð var góð og lær- dómsrík að sögn Björns en sumarið 2015 fluttu hann og kona hans aftur heim til Íslands. „Þá má kannski segja að það hafi verið verið landið og náttúran sem kallaði á okkur því ákvörðunin varð til eitt íslenskt sumarkvöld eins og þau verða hvað fallegust. Það er líka gam- an að upplifa það að maður fær oft aðra sýn á hlutina eftir að hafa verið búsettur annarstaðar og kann að meta hlutina á annan hátt og kannski gerir sér betur grein fyrir því hvað þetta land hefur upp á marga hluti að bjóða sem maður tók kannski sem sjálfsögðum hlut áður en maður flutti út. Lífsgæðin hér eru svo gífurleg og íslenska náttúran er vegur þar þungt og þess vegna finnst mér að okkur beri skylda til að vernda hana því hún er algjörlega einstök.“ Sótti á sjóinn og í Kaffi Vest Draumurinn að gera eitthvað nýtt, endurskoða sína stöðu og spyrja sig hvort áhugi væri fyrir einhverju öðru en leiklistinni varð loks að veruleika þegar Björn flutti heim með fjöl- skyldu sinni til Íslands sumarið 2015. Björn sótti þannig sjóinn um tíma og starfaði hjá Kaffihúsi Vestur- bæjar. Hann vissi þó að hann vildi aft- ur í leiklistina þegar María Ellingsen hafði við hann samband. „Eftir að við fluttum heim fannst mér eðlilegt að spyrja mig hvort ég vildi halda áfram að vinna sem leik- ari, enda búinn að vera í þessum bransa í nærri 30 ár. Hvort ég hefði þessa löngun, sem mér finnst vera svo mikilvæg að hafa ef maður ætlar að vera í þessu starfi. Þannig að þeg- ar María Ellingsen hringdi í mig núna um áramótin og spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með í leikriti sem hún ætlaði að setja upp var svar- ið já vegna þess að ég finn enn þessa löngun og þennan neista sem mér finnst svo mikilvægt að sé fyrir hendi í listsköpun.“ Enginn hittir einhvern Verkið sem María og Björn leika í nefnist Enginn hittir einhvern og var frumsýnt núna 11. mars og verður sýnt út apríl í Norræna húsinu. „Leikritið Enginn hittir einhvern eftir Peter Asmussen er opnunarsýn- ing í nýju leikrými Norræna hússins sem nefnist Black box. Hugmyndin á bakvið leiksviðið eða öllu heldur leik- rými Norræna hússins er að kynna og tryggja sýnileika norrænna höf- unda fyrir íslenskum almenningi,“ segir Björn en María er búin að fá til liðs við þau frábæra norræna lista- menn á borð við leikstjórann Simon Boberg frá Danmörku, tónlistar- manninn Andreas Ljones frá Noregi og höfund sviðshreyfinga, hina finnsku Raisa Foster. „Þetta er fyrsta verk Peter Asmussen sem sett er upp á Íslandi en það hlaut meðal annars dönsku leiklistarverðlaunin á sínum tíma. Hér er á ferðinni frábært leikrit, og allt þetta ferli er búið að vera stórkostlegt ævintýri og hefur virkilega sýnt mér fra má hvað það er magnað starf að vera leikari.“ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.