Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 6
6 14. APRÍL 1994 VllrtWÍFRÉTTIR • FRETTIR Ótgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. - Prétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bílas. 985-42917. - Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keflavík LEIÐARI: Hvað á btmtið að heita? Þegar stórt er spurt er ol't fátt uni svör! Það á þó ekki við í því tilviki þegar rætt er um nafn á nýja sameinaða sveitarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Fimm nöfn verða á atkvæðaseðli í nafnakosningu nk. laugardag í öllum byggðarlögunum. Verði meira en 25% þátttaka í kosningunni mun það nafn sem flest atkvæði hlýtur verða hið nýja nafn á bæjarfélaginu. Nái þátttakan ekki því hlutfalli munu sveitarstjórnirnar ásamt sérstakri dónt- nefnd velja nafnið. Valið í kosningunni stendur á milli fimm nafna, sem eru: FITJAR, HAFNAVÍK, NESBÆR, REYKJANES OG SUÐURNES. Ef kjósendunt líkar ekki við neitt of- angreindra nafna er þeim heimilt að rita það nafn sem þeir vilja í auða línu sem er á kjörseðlinum. Mikil umræða hefur verið um nafngiftina að und- anförnu. All margir hafa sagt skoðun sína á rnálinu hér í blaðinu, sem og út í bæ. Mest hefur umræðan verið um hvort nýja bæjarfélagið megi heita einhverjum þeirra nafna sem eru á bæjarfélögunum í dag. Bæjarfulltrúar úr Njarðvfk hafa undanfarna daga haft áhyggjur af þessu máli, í ljósi áhuga margra á Keflavíkurnafninu. Einn bæjarfuiltrúi Njarðvíkur segir í blaðinu í dag að það hefði verið heiðursmannasamkomulag um það að engin af þeim nöfnum, þ.e. Keflavfk, Njarðvík, Hafnir kæmu til greina. Þetta kannast bæjarfulltrúar í Keflavík ekki við og hafa bent á að engin skilyrði hefðu verið sett um auðu línuna á kjörseðlinum. Þar megi setja hvaða nafn sem er. Það hefur verið bent á hagræði í því að halda KeíJa- víkurnafninu. Nafnið er sennilega ásamt Reykjavík þekktasta bæjarnafn á landinu. Alþjóðlegur flugvöllur landsins er kennt við það svo dæmi sé tekið. Keflavík er ekki slæmur kostur þó svo önnur nöfn komi einnig til greina. Blaðið telur þó af þeim nöfnum sem á listanum eru, sé Suðurnes hagstæðasti kosturinn. Eflaust má þó benda á ýmsa kosti tengda öðrum nöfnum. Hvað sem hugrenningum um nýtt nafn líður þá á fyrst og fremst að láta bæjarbúa um það að kjósa nýtt nafn. Og þá er það ekki beint lýðræðislegt ef það á að útiloka einhver nöfn, allra síst jafn gott nafn og Keflavík. Það er til dæmis erfitt að ímynda sér að Reykjavík yrði útilokað sem nafn á sameinað sveitarfélag höfuðborgarinnar við nærliggjandi sveitarfélög. En það eru fleiri í nafnaleit en sameinað sveitarfélag. Ný björgunarsveit verður til í sameinuðu sveitarfélagi á laugardaginn. Þá halda Björgunarsveitin Stakkur og Hjálparsveit skáta, Njarðvík, sameiningarhátíð í Stapa. Frá og með þeim degi sameinast félögin í eitt og fá nýtt nafn sem verður gert opinbert á hátíðinni. Þessi nýja björgunarsveit verður án efa stærsta björgunarsveitin á Suðurnesjum, en eftir sameiningu hefur sveitin yfir að ráða um 100 björgunar- og hjálparsveitarmönnum. Við óskum sameinaðri björgunarsveit til hamingju með áfangann. Páll Ketilsson Hilmar Bragi Bárðarson USTASAFN VID GÖNGUGÖ TUNA ? Nefndarmenn Listasafnsnefnd- ar Keflavíkur skora á væntanlega bæjarfulllrúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi að tekið verði á leigu húsnæðið gengt Bókasafni Keflavíkur að Hafnargötu 57 undir starfsemi listasafns. 1 fundargerð nefndarinnar frá 23. mars segir að þetta húsnæði henti vel þeirri starfsemi sem listasafn verður að þjóna. Með tilkomu listasafn þar sem glæsi- legt bókasafn og kaffihús eru undir sama þaki er kominn vísir að menningarmiðstöð í hinu nýja sveitarfélagi. Bæjarstjórn Keflavíkur sam- þykkti á fundi sfnum í síðustu viku að vísa fundargerðinni til nýrrar sveitarstjórnar. fyrirsæta: Gunnur Magnúsdóttir ljósmyndun: Oddgeir Karlsson hárgreiðsla: Elegans förðun: Rúna Óladóttir skart: Skóbúðin Keflavík sérstakar þakkir: Bústoð umsjón: Siddý SKOBUÐIIN SAMKAUP Sími 11400 ^kobúdÍH fceflavik Hafnargötu 35 - Sínii 11230

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.