Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 17
WffUHFRÉTTIR 14. APRÍL 1994 17 Innbrot í skip Tilkynnt var um innbrot í skip í Njarðvíkurslipp á þriðju- dagsmorguninn. Hurðir höfðu verið brotnar upp í skipi sent var í dráttarbrautinni. Skemmdar- vargurinn eða skemmdarvarg- arnir höfðu á brott nteð sér myndbandstæki. útvarp og út- varpsntagnara ásamt ýtnsurn öðr- um varningi. Innbrol í skip hal'a vcrið algeng að undanförnu. Þar hafa menn verið að leita bæði af lyfjum og einnig hlutum sem auðvelt er að koma í verð. Ekki frekari bílakaup SBK Vilhjálmur Ketilsson lagði fram eftirfarandi bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, þriðjudaginn 5. aprfl sl. „Undirritaður getur ekki mælt með að farið verði út í frekari bílakaup fyrir SBK nema að á móti konii sala annana bíla. Skuldbreytingin ein nægir ekki fyrirtækinu eins og staðan er í dag. Niðurstöður ársreiknings sýna svo ekki verður unt villst að fyrirtækið berst í bökkum og tekjuafgangur fjárhagsáætlana síðustu þriggja ára hafa ekki staðist. En þar het'ur verið gert ráð fyrir allt að 12 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir. Fyr- irtækið sent skuldar orðið allt að því ársveltu sína verður að taka rekstur sinn. einu sinni enn til al- varlegrar athugunar áður en illa fcr". Undir þetta skrifaði Vil- hjálmur Ketilsson. STUTTAR fréttir Eiríkur endurkjörinn Eiríkur Hilmarsson var end- urkjörinn formaður Þroska- hjálpar á Suðurnesjum á að- alfundi félagsins nýverið. Aðrir í stjórn eru Þórdís Þórmundsdóttir, Bjarnfríðúr Jónsdóttir, Asa Kristín Margeirsdóttir, Sæ- mundur Pétursson, Stefanía Ólafsdóttir og Steinunn Njáls- dóttir. I varastjórn eru Halldór Leví Björnsson, Brynjólfur Nikulásson og Sigríður Eyjólfs- dóttir. Safnast þegar saman kemur Það er óhætt að segja að margt smátt geri eitt stórt. Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk að gjöf tæpar 37 þúsund krónur fá börnum á Suðurnesjum á síðasta ári. Börnin söfnuðu peningunum með því að halda hlutaveltur og afhentu síð- an ágóðann til Þroskahjálpar. Öll börn sem gefa peninga til Þroskahjálpar og Sjúkrahúss Suðurnesja fá mynd af sér í Vík- urfréttir. Bannað að leggja lengur en í 3 tíma Frá og með I. apríl sl. tók Bif- reiðagæslan hf. í Keflavík að sér rekstur og umsjón með bif- reiðastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á tímabilinu frá I. apríl til 30. nóvember er gjald- skylda fyrir afnot afmarkaðra langtímastæða norðan og vestan við flugstöðina. Stæðisgjald er 220 krónur fyrir hvern byrjaðan sólarhring. Á afmörkuðum stæð- um frantan við aðalanddyri flug- stöðvar verður óheimilt að leggja bifreiðum lengur en í 3 klukku- tíma samfleytt. Á þessum bíla- stæðum er hægt að leggja bílum ókeypis. 2ja herbergja íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 15194 frá og með mánudegi. Hvít stór IKEA kommóða. Uppl. í sírna 15194 frá og með mánudegi. Óskast keypt Fjallahjól ekki meira en 12 gíra. Uppl. gefur Garðar í síma 9U688888 og 92- 12346 á kvöldin. SUÐURNESJAMENN ATHUGIÐ! EROBIKKIÐ Á FULLU Auður, Kristjana og Svanbjörg nýkomnar af nám- stefnu í þolfimi og pallaleikfimi. Erum með hádegistíma, síðdegis- og kvöldtíma. Takið eftir! Þeir sem stunda líkamsrækt hjá okkur fá 15% afslátt í Ijós - bestu Ijósabekkirnir. £•*= Sólbaðs- og þrekmiðstoðin Perlan Hafnargötu 32 Sími14455 KVOTI TIL LEIGU Tilboð óskast í þorsk 53.670 kg. og ýsu 5.970 kg. Tilboðum skal skilað fyrir 22. apríl 1994 fyrir kl. 16:00 í pósthólf 25 í Keflavík. Þeir tilboðsgjafar einir koma til greina sem eiga báta, gerða út frá Keflavík og landa aflanum á Fisk- markaði Suðurnesja eða til vinnsiu í Keflavík. Kvótakaupanefnd Keflavíkur Meirihlutinn í Keflavík bókar: Síðasta bæjarstjórn sinnti ekki lögboðnum eftirlitsskyldum Ellert Eiríksson. Sjálfstæðisflokki, lagði fram eft- irfarandi bókun meirihlutans á síðasta bæjarstjórn- arfundi í Keflavík vegna 4. máls bæjarráðs frá 30. mars 1994: „Borist hefur bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dag- sett 23/3 '94 varðandi málefni stjórnar Verka- mannabústaða í Keflavík á árunum 1986-1990. svar ráðuneytisins er eftirfarandi:" „Vísað er til bréfs yðar dagsett 7. júní 1993 og II. janúar sl. varðandi málefni stjórnar Verkamanna- bústaða í Keflavík á árunurn 1986-1990. Beðist er velvirðingar á því hve dregist hefur að svara erindi yðar. Ráðuneytið hefur kynnt sér rækilega ársreikn- inga ásamt bréfum löggilts endurskoðanda og lög- manns bæjarins er fylgdu tilvitnuðum bréfum. 1 skýrslunum kemur fram að ntikil óreiða hefur verið á störfum þeirra aðila sem hlut áttu að máli og að fyrr- verandi bæjarstjórn hafi ekki sinnt sem skyldi lög- boðnum eftirlitsskyldum sínum gagnvart þessunt að- ilum. Þá kemur fram að núverandi bæjarstjórn hafi unnið ötullega að úrbótum og að löggiltur end- urskoðandi bæjarins telji þessi ntál nú vera komin í það horf að vera til fyrirmyndar. Það tilkynnist yður hér með að ráðuneytið telur með hliðsjón að þeim tíma sem liðinn er síðan það atferli sem lýst er átti sér stað og þess að nú hafi málum þessum verið komið í gott horf sé ekki ástæða til þess að það aðhafist nokkuð frekar í málinu" Með hliðsjón af síðbúnu svari Félagsmálaráðu- neytisins hyggst meirihluti bæjarstjórnar Keflavíkur ekki aðhafast frekar í rnálinu. Trúnaði hefur verið aflétt. Undir þetta skrita Ellert Eiríksson. Drífa Sig- fúsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir. Björk Guðjóns- dóttir og Garðar Oddgeirsson. Matseðúl Marenerað heilagfiski Lambafille með gjLjáðu grœnmeti, fxaísarkartöflum ogpiparsásu. Konfektís með Qrand Mamier-sósu Húsiö opnaó fyrir matargesti kl. 19. Verðkr. 3.900,- Fyrir aöra en matargesti verður opnaö kl. 10. Verðkr. 1.500,- Veislustjórar: Dagbjartur G. Einarsson, útgeröarmaöur, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttarsemjari. Miða- og borðapantanir í síma 687111 ÞJOPS Ert þú af Járngerðarstaðaætt? Ættarmót á Hótel íslandi föstudaginn 15. apríl Fluttur veröur leikþátturinn „Innleiöing ætternisins“ Leikstjóri: Þórir Steingrímsson Sviðsmynd og lýsing: Tolli Morthens Sögumenn: Álfheiður Ingadóttir, Árni Bergmann, Elva Ósk Ólafsdóttir Guðrún Svava Svavarsdóttir Eftirtaldir tónlistarmenn úr ættinni koma fram: Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhanna Linnet, Einar Júlíusson, Rúnar Júlíusson, Pétur Kristjánsson, Edda Sigurðardóttir. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar skemmtir til kl. 03. ogniðjaraf Jámgerðaistaðaætt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.