Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 15
VÍffURFRÉTTIR 14. APRÍL 1994 15 • Leikfélag Keflavíkur: „HHálum blandið" frumsýnt á morgun Leikfélag Kellavíkur frumsýnir á morgun, föstu- daginn 15. apríl gamaneinþáttungana „Málum blandið“ eftir Englendinginn Alan Ayckbourn. Leikstjóri er Guðmundur Haraldsson. Sýningar fara fram að Iða- völlum 7. Þar hafa leikfélagsmenn og konur lagt nótt við dag við að búa til leikhús sem tekur 50 manns í sæti. Eins og áður hefur komið fram er félagið í miklum húsnæðisvanda og verður að fara úr Iðavallahúsinu um leið og sýningum lýkur. Bæjarbúareru hvattirtil að mætaá sýningunaog sýna í verki stuðning sinn við hið öfluga starf sem er innan leikfélagsins. Sýningarhefjast kl. 21:00 og miðaverðer 1000 krónur. Miðapantanir eru sýningardaga í síma 14818. ♦ Frá æfingn á „Málum blandið" Ujá Leikfclagi Keflavikur. Mynd: LK • Ár fjölskyldunnar 1994 í Garðinum: Opinn fundur um málefni fjölskyldunnar Ágætu Garðbúar! Eins og ykkur er kunnugt var ákveðið af Sameinuðu þjóðunum að árið I994 skuli vera Ár fjölskyldunnar. Einkunnarorð ársins eru „Fjölskyldan: úrræði og skyldur í breyttum heimi". Einnig hefur verið ákveðið að 15. maí I994 verði alþjóðlegurdagurtjölskyldunnar. Óskað hefur verið eftir að sveitarfélögin gefi málefnum fjölskyldunnar rækilegan gaum á Ári fjölskyldunnar. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað að skipa sérstaka undirbúningsnefnd. Nefndin er skipuð fulltrúum fé- lagasam-taka. Ákveðið hefur verið að gera ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar hér í Garðinum á Ári fjöl- skyldunnar. Þegar er búið að ákveða eftirfarandi: Opinn fundur múnudaginn 18. aprfl um málefni fjölskyldunnar í Santkomuhiisinu kl. 20:30. Stutta framsögn hafa: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. sóknarprestur í Grindavík. Einar Valgeir Arason, kennari Sandgerði. Ásta Ágústsdóttir, ritari stjórnar Bandalags ísl. skáta. Eftir frantsögn verður gert hlé og mun Kirkjukór Útskála-kirkju llytja nokkur lög. Foreldra- og kenn- arafélag Tónlistar-skólans selur kaffi og meðlæti í hléinu. Eftir hlé munu framsögumenn svara fyr- irspurnum. Allir eru hvattir til að mæta, en þetta er fundur fyrir alla fjölskylduna. F.h. nefndarinnar Sigurflur Jónsson, sveilarsljóri. Eins oggreint liefur verið ítarlega frá liér í blaðinu fögnuðu Griiidvt'kingar 20 ára kaupstaðarafmæli unt sl. helgi. Af því tilefni var efnt til mikillar hátíðar. Hluti dagskráritinar fór fram í íþróttahúsinu, þar sem Oddgeir Karlssson, Víkurfréttaljósim/ndari, tók meðfylgjandi myndir af ungu og efnilegu íþróttafólki. Deloitte & Touche * 1 Alþjóðleg itmgsil Frá og með 15. mars 1994 er Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. hluti af hinu alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki Deloitte Touche Tohmatsu International (DTTI). Fyrirtœkið starfar nú undir nafninu Endurskoðun Sig. Stefánsson - Deloitte & Touche. DTTI starfar í 116 löndum og er eitt af stœrstu endurskoðunarfyrirtækjum í heimi og leiðandi á sviði endurskoðunar og ráðgjafaþjónustu. Fjölþœtt þjónusta Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu og önnumst eftir sem áður: ■ Endurskoðun ■ Reikningsskil ■ Skattskil og skattaráðgjöf ■ Rekstrarráðgjöf og áœtlanagerð ■ Stofnun og sameining félaga ■ Bókhalds- og tölvuþjónustu Endurskoðun Sig. Stefánsson Deloitte & Touche. Útibú á Suðurnesjum Hafnargötu 90 - 230 Keflavík Sími 15533 Fax 12155 Deloitte Touche Tohmatsu international Eigendur: Sigurður Stefánsson, Magnús Elíasson, Þorvarður Gunnarsson, Ólafur Elíasson, Lárus Finnbogason, Guðmundur Kjartansson, Björg Sigurðardóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.