Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.1995, Page 11

Víkurfréttir - 06.04.1995, Page 11
Wkwrfréttir 6. APRIL 1995 11 Sérstaða Þjóðvaka FaUeinkunn w #• •• / I i qogur f117 Yfirstandandi kjörtímabil hefur einkennst af atvinnuleysi, svartsýni, aðgerðarleysi ríkis- stjórnarinnar til að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Innan rfkisstjórnarinnar hefur verið alvarlegt ósamkomulag s.s. um Evrópu- málin. Innan Sjálfsstæðis- flokksins eru skiptar skoðanir um inngöngu í Evrópusam- bandið en Al- þýðuflokkurinn vill afhenda Evrópulöndunum stjórnun fisk- veiða með því að ganga inn í Evrópusambandið. Hvernig í ó- sköpunum er hægt að treysta þessuni aðilum til að fara með fjöregg okkar, þjóðum sem stundað hafa rányrkju og yfir- gang eins og t.d. Bretum og Spánverjum. Framsóknarflokk- urinn hafnar inngöngu í ESB. Við teljum hag landsins betur borgið með aukinni samvinnu Norrænu landanna, samningum við ESB og aukinni áherslu á viðskipti við Bandaríkin. Um tvíhöfða þurs og þyrlukaup Ríkisstjórnin hefur liaft tvo formenn í sjávarútvegsnefnd. Þessir tveir formenn hafa róið í sitt hvora áttina og niðurstaðan er engin. Margar mikilvægar á- kvarðanir hafa beðið af- greiðslu. í þeim aflasamdrætti sem glímt er við þarf trausta stjórn og menn sem þora að taka ákvaðanir. Annað dæmi um aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar er að allt kjörtímabilið hafa sjómenn mátt bíða eftir á- kvörðun um þyrlukaup. Það mál er ríkisstjórninni til skammar. Vandræðagangur Vandræðagangur í ríkis- stjórninni hefur einnig stöðvað alla ákvörðunartöku varðandi frísvæðið. Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum hefur margítrekað óskað eftir svörum ríkisstjórnarinnar vegna máls- ins en enn hafa engin svör borist. Eg hef enga trú á að þeir flokkar sem nú sitja í ríkis- stjórn nái sanian í þessu mikil- væga máli okkar Suðurnesja- manna. Atvinnuleysisdraugurinn gerði einna fyrst vart við sig á okkar svæði. Stjórn SSS leitaði til forsætisráðherra og þar setti ég fram ósk um sértækar að- gerðir fyrir okkar svæði. En forsætisráð- herra þótti engin ástæða til að taka at- vinnuleysi á Suðurnesjum mjög alvarlega og sá engar forsendur fyrir slíkri aðstoð. Það kom því mjög á óvart þegar Vestfirðir fengu sértækar aðgerðir. Af hverju er atvinnu- leysi fyrir vestan litið alvarlegri augum en á Suðurnesjum? Siðferðisbrestir Á kjörtímabilinu hafa verið miklar umræður um siðferði í stjórnmálum. Sumar efmbætt- isfærslur einstakra ráðherra hafa vakið mikla athygli og ekki að ástæðulausu. I Ijósi þessa tel ég nauðsynlegt að mótaðar verði tillögur t.d. um ráðningar opinberra starfs- manna. Það getur á engan hátt talist skynsamlegt að t.d. utan- ríkisráðherra sé að eyða tíma sínum í að ráða starfsmenn í ýmis störf á Keflavíkurflug- velli, s.s. í Fríhöfn, tollverði eða lögregluþjóna. Það væri mun eðlilegra að viðkomandi yfirmenn tækju þessar ákvarð- anir og bæru ríkari ábyrgð á rekstri viðkomandi stofnunar. X-B: Einfaldlega betra Það er nauðsynlegt að koma ríkisstjórninni frá og hefja nýja sókn í atvinnumálum. Þjóðin þekkir störf Halldórs Ásgríms- sonar, formanns Framsóknar- flokksins. Hann er heiðarlegur og traustur stjórnmálamaður sem stendur við gefin fyrirheit. Það er mikilvægt að hann verði í næstu ríkisstjórn og því skora ég á þig ágæti lesandi, að merkja X við B á kjördag. Drífa Sigfúsdóttir y Þjóðvaki er ekki hefðbundin stjórnmálahreyfing. Þjóðvaki er félagshyggjuhreyfing sem vill sameiningu félagshyggju- aflanna í næstu ríkisstjórn en Þjóðvaki vill meira. Þjóðvaki berst fyrir uppstokkun gamals og spillts flokkakerfis. Hvaða ríkisstjórn? Flokkakerfið hérlendis er áratuga gamalt og staðnað og flækt í vörslu eigin hagsmuna. Áhrif kjósenda eru ekki mikil þegar það er haft í huga að þeir fá ekki að vita hvernig ríkis- stjóm gömlu flokkarnir ætla að mynda í kosningum. Þjóðvaki er eina stjórnmála- hreyfingin hérlendis sem segir skýrt hvað hún ætlar að gera að loknum kosningum, ekki ein- ungis í skýrt orðuðum málefn- um heldur einnig hvers konar ríkisstjórn á að mynda. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn er for- ystuafl flokkakerfisins og laustengt hagsmunabandalag. Þegar á reynir veit Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf með hverjum hann tekur afstöðu. Hann ver hagsmuni stórfyrirtækjanna, hátekjumanna og stóreigna- fólks enda styðja flestir úr þeim stéttum Sjálfstæðisflokk- inn. Það er í mótsögn í sjálfu sér að fjölmargt launafólk Kæri kjósandi. Nú að lokinni loðnuvertíð, gefst loks tækifæri til þess að setjast niður og hugsa svolítið til framtíðar með tilliti til þess sem gerst hefur síðustu fjögur árin. Þann S.apríl nk. gefst þér kostur á breytingum til hins betra á öllum þeim þáttum sem viðkoma þér og þínum. Síðustu fjögur ár hafa verið miklar frosthörkur. Við völd hefur verið ríkisstjórn sem hef- ur Iagt mikið á sig til þess að rétta hlut fyrirtækja og fjár- magnseigenda og ekki verið vanþörf á, þar sem sultaról þeirra hefur verið að herðast um of. Álögur á sjúklinga Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur að sjálf- sögðu sótt fjármagn til þeirra þar sem “of mikið” hefur verið til af því, en það er hjá öldruð- um, öryrkjum, atvinnulausum, barnafjölskyldum og þeim lægst launuðu í þjóðfélaginu. Þetta fjármagn hafa þeir náð í með lækkun vaxtabóta, barna- bóta, skattfrelsismarka og með auknum álögum á sjúklinga. Sem dæmi um sjúklingaskatt get ég sagt þér að samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Keflavíkur er mjög algengt að konur sem fara í smáaðgerð, s.s speglun, þurfi að greiða reikn- inga á bilinu 10-13.000, en kon- ur þurfa oft á svona aðgerð að halda. Þetta eru nánast heil vikulaun verkakonu í frysti- húsi. Jafnhliða bættri stöðu fyr- irtækja og úthlutunar arðs til fjármagnseigenda hefur at- vinnuleysi farið stigvaxandi en styðji Sjálfstæðisflokkinn í kosningum. Það er augljós staðreynd að tekju- og eignaskiptingin er ranglát hérlendis. Sjálfstæðis- flokkurinn vill ekki breyta Agúst Einarssou þessu fyrirkomulagi. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hef- ur barist gegn fjármagnstekju- skatti, lækkun skattfrelsis- marka lágtekjufólks og afnámi eftirágreiðslu námslána. Það skal að niati Sjálfstæðis- flokksins setja verðmiða á flestalla félagslega þjónustu. Hægri flokkar í Evrópu eins og Sjálfstæðisflokkurinn njóta þar 10-15% fylgi og það svarar til hagsmuna þess fólks sem þeir eru í forsvari fyrir. Gefum Sjálfstæðisflokknum frí Það er markmið Þjóðvaka að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni í næstu rík- isstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þeir sem enga atvinnu hafa geta þó glaðst yfir því að atvinnu- leysið er ekki nærri því eins mikið og spáð hafði verið. At- vinnulausir geta nú tekið gleði sína á ný þar sem nú er spáð meiri hagvexti og uppsveiflu í atvinnulífinu sem mun koma þeim sem eiga peningana fyrir, mjög til góða. Atvinnuleysi Framundan er ekkert sem bíður atvinnulausra nema þá helst sumarafleysingar og at- vinnuátak í gegnum þriðja að- ila eins og það er kallað en þá geta fyrirtækin,- þessi “illa stöddu" -fengið greitt með Ragnhildur L. Giiðinutulsdóttir starfskraftinum úr atvinnu- tryggingasjóði. Nær væri að nota þetta fjármagn til atvinnu- uppbyggingar sem gæfi fólki kost á framtíðarvinnu við aukna verðmætasköpun. í síðustu viku (23/3-28/3) voru um 400 einstaklingar at- vinnulausir í bæjarfélaginu okkar og má búast við ein- hverri aukningu á næstunni. Hvað bíður þessa fólks? EKK- ERT, ef við berum ekki gæfu til þess að fella ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar. styður fákeppni olíufélaganna, tryggingafélaganna og annarra stórfyrirtækja. Minni fyrirtæki eiga þar ekki málsvara í reynd. Samkeppni sem er aðals- merki markaðsbúskaparins er ekki lykilatriði Sjálfstæðis- flokksins heldur einungis á þeim sviðum þar sem ekki er stuggað við máttarstólpum fyr- irtækja Sjálfstæðisflokksins. Trúnaður við fólkiö Þungamiðja stefnu Þjóðvaka er vörn fyrir velferð og vel- megun sem byggist á trúnaði við fólkið í landinu. Við viljum atvinnuuppbyggingu sem gerir kröfu til fyrirtækjanna að bæta framleiðni sína til að auka verðmætasköpun og bæta kjör og útrýma atvinnuleysi. Það er komið nóg af því að slegin sé skjaldborg um ís- lenskt atvinnulíf í formi lágra launa og langs vinnudags. Það er ekki þannig þjóðfélag sem við viljum. Atkvæði greidd Þjóðvaka í kjördæminu er ávísun á breytta stjórnarhætti, tryggari framtíð og heiðarlegri stjórnmálamenn. Stjórnmál snúast ekki ein- ungis um stefnu heldur einnig um fólk. Ágúst Einarsson, prófessor, skipar 1. á lista Þjóðvaka í Reykjarneskjördæmi. Annað viðhorf Alþýðullokkur segir, ísland í A-flokk ! Eg spyr, eiga þeir við A-flokk fyrir erlenda tjárfesta, þar sem búið er að festa í sessi láglaunasvæði og nægt at- vinnuleysi til þess að brjóta niður alla samstöðu verka- fólks? Þetta er Jafnaðarmanna- flokkurinn sem segist bera fyrir brjósti velferð þeirra sem minna mega sín. Sjálfstæðis- flokkurinn segir, Betra ísland ! Fyrir hverja? Jú, fjármagnseig- endur yrðu að sjálfsögðu glaðir ef þeir gætu orðið áskrifendur að árlegum arði fyrirtækja. Villt þú kjósandi góður, halda áfram að herða sultaról- ina til þess að fylla buddu fjár- magnseiganda? Ég er viss um að svo er ekki. Er ekki komin tími hlýindaskeiðs og gróanda með vinstra vori? Alþýðu- bandalagið og óháðir liafa lagt fram ítarlega stefnu í atvinnu- málum, sem felur m.a. f sér 2000 ný störf á næstu 12 mán- uðum, aukinni markaðsókn í öllum heimsálfum og jöfnun lífskjara með skattkerfisbreyt- ingum og gegnsærra launa- kerfi. G-listinn telur brýna þörf á því að laga skuldastöðu heimil- anna og endurbæta stöðu hús- næðismála. Eina trygging þín kjósandi góður til þess að fá fram breytingar í átt til betri framtíðar er með vinstri sigri, vinstri stefnu og vinstra vori. Veldu X við G þann 8. apríl nk. Með kærri kveðju til þín! Ragnhildur L. Guðnuindsdóttir Betri framtíi mei vinstri sigri

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.