Víkurfréttir - 06.04.1995, Side 12
12
6. APRÍL 1995
VllOIPFRÉTTIR
Þjóðvaki í
sjávarútvegi
Nú þegar styttist í kosningar
hafa línur orðið skýrari í stefnu
flokkanna í sjávarútvegsmál-
um. Formaður Framsóknar-
flokksins segir í Tímanum, 11.
mars, að flokkurinn hafi sam-
þykkt aflamarkskerfi á tlokks-
þingi sínu síðastliðið haust .
Þetta er rétt. Davíð Oddsson
formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur sagt að stefna Sjálfstæð-
isflokksins sé aflamarkskerfi.
Ekki minnast þeir á undantekn-
ingar frá aflamarkskerfinu.
enda er það skoðun Kristjáns
Ragnarssonar formanns L.I.Ú.,
að aflamarkskerfi þýði aðeins
eitt kerfi. Þeir bátar sem róa á
sóknarmarki í dag, krókaleyfis-
bátar, skuli l'ara á aflamark sem
þýðir aðeins eitt; að þeir skuli
brenndir eða niðurgreiddir sem
gjöf til annarra þjóða. Hvorki
formaður Framsóknar né Sjálf-
stæðisflokksins minnast á verð-
lagningu á fiski, enda er það
stefna alræðis aflamarkskerfis-
ins, að þeir sem hafa einkarétt á
að veiða fisk skuli líka hafa
einkarétt á að selja sjálfum sér
hann á spottprís eftir að hann
kemur á land. Skipti þá engu
þótt aðrir geti boðið hærra verð
og fái hærra verð fyrir hann við
sölu úr landi. Alræðið og ein-
okunin skuli gilda.
Alræði eða þ jóðræði
í næstu kosningum mun það
ráðast livort alræði í sjávarút-
vegsmálum verður fullfrágeng-
ið, með tilheyrandi fátækt og
misrétti undir forystu núverandi
sjávarútvegsráðherra. Óbreytt
stjórn þýðir það. Líka stjórn
Sjálfstæðisflokksins með öðr-
um. Aðeins með styrk Þjóð-
vaka mun þjóðin fá meiri hagn-
að af auðlegð sinni með auknu
frjálslyndi. I stefnuskrá Þjóð-
vaka segir: "Kannað verði ítar-
lega m.a. með samanburði við
fiskveiðistjórnunarkerfi í öðr-
um löndum, hvort annað fyrir-
komulag veiðistýringar, svo
sem svæðakvóti, veiðifærakvóti
eða kvóti á einstakar gerðir
fiskiskipa sé heppilegt og hag-
kvæmt við íslenskar aðstæður."
Eins og fram kemur í stefnu-
skrá Þjóðvaka, er þar engum
sérstökum skipum né fiski-
mönnum hafnað. Næg verkefni
á að vera að finna fyrir þau skip
sem fyrir hendi eru í dag og
koma þar veiðar fyrir utan
landhelgina helst til greina
samhliða tilfærslu á veiðiheim-
ildum með veiðileyfagjaldi. í
stefnuskrá Þjóðvaka er réttur
þeirra báta sem engum fiski
henda, né landa framhjá vigt,
krókaleyfisbátanna, viður-
kenndur. Lagt er til að öðrum
smábátum og dagróðrabátum
verði gefinn kostur á króka-
leyfi. Það er alkunna að hag-
vöxtur eykst oft þegar ný ríkis-
stjórn tekur við. Bjartsýni
eykst, fyrirtæki fjárfesta. Það
besta fyrir hagvöxtinn í þessu
landi er að nýtt fólk taki við.
Það mun aðeins gerast með
styrk Þjóðvaka.
Sigurgeir Jónsson,
sjómaður Sandgerði
Viktor á þing
N.k. laugardag höfum við
ungir kjósendur í fyrsta skipti
tækifæri á að velja okkar niann
á alþingi.
Viktor er eini
frambjóðand-
inn undir þrjá-
tíu ára aldri
sem á mögu-
leika á því að
komast á þing.
Hann skipar
barát t u sæ t i
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjaneskjördæmi fyrir þess-
ar kosningar. Viktor er á þeim
aldri að hann þekkir vandamál
ungs fólks sem hefur lokið
námi, er að stofna til fjölskyldu
og að koma sér upp þaki yfir
höfuðið. Við getum því nýtt
okkur þekkingu og reynslu
hans til að berjast fyrir okkar
málurn.
Okkur hefur oft fundist að
ekki væri nægjanlega mikið
hlustað á unga fólkið af þeim
sem eldri eru, kannski vegna
þess að eldra fólk er að fást við
önnur vandamál
en við unga
fólkið. Nú er
komið að því að
við tökum
höndum saman
og komum okk-
ar málefnum á
alþingi. Ég
þekki Viktor vel
og veit að hann
mun af öllum
sínum krafti vinna vel fyrir
okkur.
A laugardaginn kemur, kæri
kjósandi, getum við staðið sam-
an og merkt x við D og þannig
komið okkar manni á þing.
Kristmundur Carter
stjórnarmaður í Heimi,
félagi ungra sjálfstæðis-
nianna í Keflavík,
Njarðvík og Höfnum
r dfopiiin
Hafnargötu 90 -1 47 90
Páskatilboð
20% afsl. af innimálningu
Birgir Guðnnson
Ánægður með
Keflavík-Njarðvík
Birgir Guðnason úldeildi þing-
mönnunum af miklu jafnaðargeði
og gaf þeim öllum sinn skerf.
„Eg spái Sjálfstæðisflokknum 4
þingsætum, kommum tveimur,
framsókn tveimur og krötum
tveimur en Þjóðvaki fær eitt og
Kvennalisti eitt. I nafnamálinu er
ég sáttastur við Keflavík-Njarðvík
og myndi ég styðja það ef það yrði
í boði. Eg held að það yrði heppi-
legasta niðurstaðan í málinu, alla-
vega þægilegasta lendingin. Eg vil
ekki sjá þessi sem eru í boði.“
Ámi Júlíusson
Hallast frekar á að
íhaldið fái sex menn
Árni Júlíusson spáir íhaldinu
sjötta manni frekar en að kratar fái
þriðja mann á laugadaginn.
„Ég spái krötunum tveimur sæt-
um, Framsókn tveimur, kommum
og Þjóðvaka einu en Sjálfstæðis-
flokkur fær að öllum líkindum sex
menn. Nafnakosningin verður ef-
laust ógild en þar spái ég því aö
Reykjanes verði ofan á. Annars
vildi ég hafa Keflavík-Njarðvík.
mér finnst það betra.“
Kiddi Dnn
Tryggjum Sigríði
brautargengi
Góðir kjósendur
Nú þegar þú gengur að kjör-
borðinu til að kjósa þér þing-
menn sem eiga að vera um-
boðsmenn þínir næstu fjögur
árin, vil ég benda þér á kosti
fulltrúa Alþýðubandalagsins og
óháðra, Sigríði Jóhannesdóttur,
sem skipar annað sæti listans.
Sigríður Jóhannesdóttir er
dugmikil félagshyggjumann-
eskja, sem hefur mikla reynslu
og hæfileika sem tvímælalaust
munu nýtast okkur Suðurnesja-
mönnum á Alþingi. Fjölmargir
þekkja hana að af góðu sem
kennara , en hún hefur ávallt
látið hag nemenda sinna miklu
skiptu, bæði hvað snertir nám
og persónulega hagi þeirra og
fjölskyldna þeirra. Sigríður hef-
ur mika reynslu af félags- og
kjaramálum kennara, en hún sat
í stjórn kennarasambandsins f
10 ár og var formaður stjórnar
orlofssjóðs kennarasambands-
ins þar til á síðastliðnu vori.
Árum saman sat Sigríður í
stjórn Norræna kennarasam-
bandsins og síðastliðin 4 ár hef-
ur hún verið formaður skóla-
nefndar Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Hún er núna formaður
Norræna félagsins í Ketlavík.
Einnig hefur hún starfað mikið
innan Alþýðubandalagsins, en
Sigríður er nú forntaður fram-
kvæmdarstjórnar flokksins.
Skilningur Sigríðar á samfé-
lagi okkar og áhugi hennar á
að koma á auknu réttlæti hér á
Islandi endurspeglast í helstu á-
herslupunktum G-listanna fyrir
þessar kosningar. Alþýðu-
bandalagið hefur bent á nauð-
syn þess að hér á landi verði
tekin upp ný atvinnustefna og
liafa bent á nyjar leiðir í at-
vinnumálum í Grænu Bókinni.
Setja á einstaklinginn og fjöl-
skylduna í fyrirrúm og ná fram
velferð og jöfnuði. Nauðsyn-
lega þarf að taka upp í landinu
nýtt gagnsætt launakerfi sem
feli í sér kjarajöfnun. þessu
tengist krafan um réttlátara
skattkerfi, að óréttlátum álög-
um sé létt af lág- og millitekju
fólki og aðgerða er þörf f hús-
næðismálum. Gera skal siðbót í
stjórnsýslu og fyrirtækjarek-
stri.Við þurfum að hverfa frá
núverandi fiskveiðistefnu.
Fiskistofnarnir eru þjóðareign
og þá ber að nýta á skynsam-
legan hátt. G-listinn hafnar
Sálveig Þórðnrdóttir
hugmyndinni um að binda ut-
anríkisviðskipti okkar einvörð-
ungu við gömlu nýlenduveldin
í E.S.B; heldur viljum við
einnig hafa viðskipti við fjar-
lægari heimshluta.
Sigríður er einstaklingur sem
ég veit að vel mun gæta hags-
muna okkar Suðurnesjamanna
ásamt því að vera góður fulltrúi
alþýðu þessa lands. Hún mun
ávallt taka heildarhagsmuni
fram yfir sérhagsmuni. þannig
einstaklinga vil ég sjá á Al-
þingi. Því skora ég á alla Suð-
urnesjamenn, sem leggja á-
herslu á jöfnuð, að tryggja Sig-
ríði Jóhannesdóttur brautar-
gengi í kosningum á laugardag-
inn kemur. þetta gerunt við
með því að setja X við G.
Sólveig Þórðardóttir
íhaldið sterkasti
flokkurinn
Björgvin Lúthersson, símstöðv-
arstjóri, spáir Sjálfstæðisflokknum
Björgvin Liíthersson
íhaldið má þakka
fyrir fjóra
Kiddi Dan. spáði fyrir okkur um
úrslitin og sagðist jafna þessu á
flokkana.
„Kratar, Framsókn, kommar og
Þjóvaki fá tvö þingsæti livert en í-
haldið má þakka fyrir ef þeir fá
fjóra menn inni að þessu sinni. Ég
spái hinsvegar Reykjanesi sigri í
nafnakosningunni."
sex mönnum og strikar út Kvenna-
listann í kjördæminu.
„Ég spái Sjálfstæðisflokknum
yfirburðasigri eða alls sex þingsæt-
um, kratar og Framsókn fá tvo hvor
og Alþýðubandalag og Þjóðvaki
einn.“
Kristinn Benediktsson
Allir fá
eitthvað
Kristinn Benediktsson í Bláa
lóninu var gjafmildur og spáði öll-
um þingmönnum.
„Alþýðuflokkur og Framsókn fá
tvo menn hvor flokkur. Sjálfstæðis-
flokkur fær Fimm menn en Alþýðu-
bandalag, Þjóðvaki og Kvennalisti
fá öll einn þingmann."