Víkurfréttir - 06.04.1995, Side 13
WffURFRÉTTIR
6. APRÍL 1995
13
Annáll nafnaklúðurs
Undirbúningsnefnd sem kos-
in var sameiginlega af sveitar-
félögunum þremur, Keflavík,
Njarðvfk og Höfnum, Iagði til
þann I4. febrúar 1994 eftirfar-
andi: „Skoðanakönnun skal
fara fram um nafn liins nýja
sveitarfélags og skal nafnið á-
kveðið á grundvelli hennar.“
Þessi tillaga var síðan sam-
þykkt á sameiginlegum fundi
sveitarstiórnanna þriggja þann
17. febrúar 1994.
í auglýsingu í Stjórnartíðind-
um nr. 100/1994 þar sem til-
kynnt var um sameiningu þess-
ara þriggja sveitarfélaga sagði
svo í niðurlagi: „Skoðanakönn-
un skal fara fram um nafn hins
nýja sveitarfélags og skal nafn-
ið ákveðið á grundvelli hennar.
Nafn liins nýja sveitarfélags
skal auglýst sérstaklega."
Þessi lýðræðislega aðferð var
eins og fyrr getur samþykkt af
sveitarstjórnunum þremur á
sameiginlegum fundi og á-
kváðu af því tilefni að hafa
auða línu á kjörseðlinum, sem
menn gætu ritað það nafn sem
þeir helst kysu, en á hann voru
prentuð fimm útvalin nöfn sem
sveitastjórnirnar höfðu lagt
blessun sína yfir.
En þegar þeirra lýðræðis-
sinnuðu hjörtu fengu hugboð
um að ekki myndi fólk skrifa í
þessa línu nafn sem öllum
sveitarstjórnarmönnum væri
þóknanlegt, þá komu sveita-
stjórnirnar saman í Samkomu-
húsinu í Höfnum þann 13. apríl
1994 og samþykktu að ekki
mætti rita neitt af nöfnum
þeirra þriggja sveitarfélaga sem
voru að sameinast, í auðu línu
kjörseðilsins.
Þann 16. apríl 1994 fór at-
kvæðagreiðslan eða skoðana-
könnunin fram og skal ekki
niðurstaðan rakin að öðru leyti
en því að samtals greiddu 2237
manns atkvæði en ógildir voru
1165 eða rúm 52%. Talið er að
á flestum þeim seðlum hafi
staðið nafnið Keflavík, staðfest
Einnr Ingimundarson
hefur það ekki fengist. Nafnið
Suðurnes sem stóð á kjörseðl-
inum hlaut 631 atkvæði eð
28.2%.
Þann 27. júní 1994 var þessi
atkvæðagreiðsla úrskurðuð ó-
gild af Félagsmálaráðuneytinu.
Þegar menn tala um að það
hafi verið forsenda fyrir sam-
einingu þessara sveitarfélaga
að velja skyldi nýtt nafn á
sveitarfélagið og nota ekkert af
þeim gömlu, þá vil ég spyrja:
Hvenær var sú samþykkt gerð,
hvar var hún auglýst og
hvenær? Væri ekki ágætt fyrir
þá sem sátu í sveitarstjórnunum
þremur að rifja það upp hvað
þeir samþykktu þann 17. febrú-
ar 1994?
Ég lít svo á að með því að á-
kveða að skoðanakönnun fari
fram um nafnið, þá eigi hún að
vera þannig framkvæmd að
vilji íbúa sveitarfélagsins fái að
koma fram og að eftir því sé
síðan farið.
Þá má svona að lokum
minna á það að fólk utan þessa
svæðis er undrandi á samjtykkt
bæjarstjómar í þessu máli.
Ég ætla samkvæmt niinni
sannfæringu að skrifa Keflavík
yfir þveran kjörseðilinn og láta
nafnaskrípi bæjarstjórnar lönd
og leið.
Keflavík, 1. apríl 1995.
Einar Ingintundarson
SAGT HEFUR ÞAD VERID
AUtaf tekst okkur hér suður
frá að komast í fréttir vegna
skemmtilegra mála kjósum um
allt milli himins og jarðar,
rífumst út af safnaðarheimilum,
prestum og organistum svo fátt
eitt sé talið. Jafnvel þingkosn-
ingarnar falla algerlega í
skuggann af nafnamálinu
svokallaða. Alveg er stórfurðu-
legt að menn skuli ekki taka
orðskrípinu Suðurneskaupstað-
ur af tilheyrandi fögnuði.Ég
veit ekki betur en ég sé uppal-
inn í Hafnarfjörðum, hafi síðan
flutt til Akureyris og meðal
annars komið við á Hvamma-
tanga síðan. Eða eins og segir í
þjóðsöng okkar hér suður með
sjó...
Sagt hefur það veríð
um Suðurnessmenn
þeir kunnu ekki að kjósa
og kjósa því enn...
Yfir í allt annað og
óskylt.Mér hefur orðið dálítið
tíðrætt í pistlunum undanfarið
um breytingar á fólki og því að
sýnast annað en maður er. Ég
er sem sé einn af þessum
skrýtnu ntönnum sem held að
fötin skapi ekki manninn held-
ur öfugt. Ég hef aftur á móti
marg tekið eftir því.að viðmót
nianna mótast gjarnan af því
hvernig maður er klæddur og
kannske líka
hversu stór
maður er
með sig.
Þegar ég
var ungur og
ef ni1e g u r
kom ég í
tískubúð í
Reykjavík og eftir að hafa ver-
ið „stúderaður" um hríð af
tískuklæddu afgreiðslufólki á-
kváðu þau að tíma sínum væri
betur varið í að halda áfram að
spjalla en sinna svona „nörd“
sem trúlega hefði hvort eð er
ekki efni á að kaupa neitt af
viti. Ég fór út og hef aldrei
verslað við þessa verslun síðan
og er svo trúlega um fleiri, að
minnsta kosti gekk ekki rekst-
urinn sem skildi , eftir að nýja-
brumið fór af.
Þessu skaut öllu upp í koll-
inn á mér í vikunni og komst
þar með á blað, þegar ég hitti
gamlan félaga úr læknadeild-
inni. Þegar við vorum að velja
okkur lífsstarfið þá voru ýmis
sjónarmið sem réðu. Flestir
voru að
fara í starf
sem var
gefandi og
skemmti-
legt að því
er við héld-
um, en
ekki þessi
félagi minn. Hann viðurkenndi
einfaldlega, að hann ætti betri
„séns“ í kvenfólk sem lækna-
nemi en td í verkfræði.Þetta
gekk greinilega upp hjá kap-
panum,því þrátt fyrir fremur
takmarkaðan fríðleika var hann
innan tíðar kvæntur gullfallegri
stúlku.
Það var ekki að spyrja að
þvermóðskunni í undirrituðum
og því kynnti ég mig ekki sem
læknanema á skemmtunum, en
notaðist fremur við kennara-
titilinn, enda kenndi ég með
náminu.Ykkur kemur væntan-
lega ekki á óvart að minn tak-
markaði sjarmi dugði skammt
og vinsældir mínar meðal
kvenna voru ekki teljandi. Ég
þarf ekki að segja fyrrum
starfsbræðrum mínum sem nú
standa í launabaráttu það, að
konur sem voru að leita að
manni sent skaffaði vel voru
fljótar að snúa við mér baki. Af
einhverjum mér óskiljanlegum
ástæðum þykir líka rómatfskt
að standa í aðgerð í slopp, með
grímu og hallærislega húfu, en
rómantískir kennarar hurfu
með Guðrúnu frá Lundi.
Hvað hefur reynslan svo
kennt mér? Nákvæmlega ekki
neitt. Manngildið mælist nefni-
lega ekki í fatnaði, stöðu eða
flottum bílum.Litskrúðugar
umbúðir geta fengið okkur til
að kaupa vöru, en ef innihaldið
vantar þá kaupum við hana
ekki aftur.
Með Suðurnesssss kveðju
Hrafnkell
Ljóðið Keflavík
I framhaldi af vaxandi umræðu um
nafn á nýju sveitarfélagi við Stakks-
fjörð, hringdi skáldið Kristinn Reyr í
mig og óskaði eftir að hið mikla Ijóð
hans, Keflavík, yrði birt í Víkurfrétt-
um. Páll Ketilsson, ritstjóri, hefur
orðið við þeirri ósk skáldsins. Krist-
inn hefur um alllangt skcið átt við
vanheilsu að stríða, en hugurinn er
hér, enda þótt hann sé fluttur til
Reykjavíkur fyrir allmörgum árum.
Suðurnesjamenn óska Kristni heilla
um ókomin ár.
Hilniar Jónsson.
Kristinn Reyr:
Keflavík
I
Alda sunnan úr öldum
öndvegissúlur þvær.
Illt er útnes að byggja,
eystri héruðum fjær.
Þari tjöruna þekur,
þang á vogskeri grær.
Vítt sér af Vífilsfelli.
Vábyljir ganga hjá,
hrundið er bringuberum
byrðingi á fextan sjá.
Asmögur dregur ýsu
ófúsa úr saltri lá.
II
Einn á strandverði stendur
Stakkur, hið gamla hró.
Kotjörð handan við Hólmsberg
hnípir i aldar ró.
Kaupskip akkerum kastar
í keflvíkskan bárusjó.
Herrar utan úr heimi
höndla með kaffilús,
tóbak, brennivín, tjöru ...
Hér tróna verzlunarhús
konunga kotunganna,
Knudtzons, Fischers og Duus.
Bjarma af brennivínsleka-
byttu Faktorsins slær.
Og mjölið án maðkaveitu.
Á Melnum rís tyrfður bær,
en karl úr Keflavík vestra
í Keflavík syðra rær.
III
Sjóbrók hverfur, en sjóinn
sækja þeir héðan enn
fastlega - afar, feður
og fermingardrengir í senn.
Sagan um sjávarþorpið
er sagan um þessa menn.
Vorsól á Vatnsneskletta
og víkina þína skín,
vaxandi byggð í verki
og vonanna glæsisýn.
Skip þitt leggur frá landi
og landar í Aberdeen.
Völlur vestur í heiði
víðs fjarri nafn þitt ber,
en heilsar þjóðum, sem heiminn
og himnana ætla sér:
New York, Keflavík, Nizza,
Neptúnus, Júpíter.
IV
Illt var útnes að byggja,
er ekki fékkst bein úr sjó,
og illu verra að voka
og vakka í búðarkró.
En seiglan entist til sóknar.
í samtökum máttur bjó.
Kynslóð að kennileitum
kemur - og fer í hvarf.
Allt, sem áunnizt hefur,
er ákall um meira starf,
þrotlaust fómarstarf fyrir
framtíðarinnar arf.