Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.1995, Page 14

Víkurfréttir - 06.04.1995, Page 14
14 6. APRÍL 1995 VÍKURFHÉTTm SVAR TIL ÞORSTEINS VALS BALDVINSSONAR Ágæti Þorsteinn! Það er engan veginn auð- velt að svara opinberlega grein eins og þeirri sem þú kaust að birta í Víkurfréttum þann 30.mars. Bak við slíka grein liggur mikill sársauki og sorg sem enginn getur sett sig inn í nema sá sem reynir sömu atburðarás. Að reyna að réttlæta að fólk þurfi að horfast í augu við lát barns- ins síns væri ósæmandi og sennilega væri okkur best að þegja þunnu liljóði. Hins- vegar finnst okkur það skylda að skýra frá þeim að- stæðum sem við búum við og þeirri atburðarás sem kann að leiða til þess sem þið reynd- uð. Sjúkrahúsið býr við þær aðstæður að skurðstofa er hér opin fimm daga í viku með bakvaktir eftir skurðdaga en ekki yfir helgar. Auk þess er henni lokað átta vikur á sumrin og tvær vikur yfir páska og jól. Það hefur verið árviss rulla hjá okkur að benda á þetta misræmi. Við rekum hér þriðju stærstu fæðingardeild landsins en búum þó við þessar aðstæð- ur. Þetta hefur slundum sett óhóflegar kröfur á starfsfólk Sjúkrahússins, því við stönd- um stöðugt frammi fyrir því að reyna að útiloka á þessum lokunardögum öll þau bráða- ; tilvik sem geta komið upp og gera ráð fyrir að þau fari lil Reykjavíkur áður en í óefni er komið. Einkum geta þess- ar aðstæður verið erfiðar þegar skurðstofan er lokuð í lengri tíma eins og á sumrin og yfir stórhátaðir. En við þetta höfum við búið allan þann tíma sem sérfræðingar í fæðingahjálp hafa starfað við Sjúkrahúsið, það er s.l. 11 ár. Upphaflega var ástandið þó enn verra þar sem leita þurfti ásjár svæfingalækna í Reykjavík fyrir hvern skurð- dag og voru þeir þá á bak- vakt heima hjá sér í Reykja- vík. í dag erum við þó svo lánsöm að til okkar er fluttur svæfingalæknir þannig að bakvaktir eru til taks á staðn- uni þá daga sem skurðstofu- vakt er. Innan fæðingafræð- innar eru ákveðin sjaldgæf tilvik sem allir óttast. Ef naflastrengur fellur fram í fæðingu eða fylgja losnar, rofnar lífæðin milli móður og fósturs, súrefnisskortur verð- ur og ef ekki tekst að bregð- ast réttilega við deyr fóstrið. Ef fylgja losnar getur ástand- ið verið mis alvarlegt allt frá því að lítill hluti hennar losni frá legveggnum í það að hún losni öll skyndilega. Þetta á- stand gerir stundum boð á undan sér, en alls ekki alltaf. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli að hægt sé að grípa inn í slíka atburðarás I eins hratt og mögulegt er. En jafnvel við bestu aðstæður þegar allt er til reiðu þegar ó- lánið skellur á, tekst manni samt ekki að bregðast nógu skjótt við. Barnið getur mis- farist á leið frá fæðingastofu inn á skurðstofu jafnvel þótt engin bið verði. Oftast tekst þó vel til ef aðstæður eru réttar. Það getur enginn staðhæft hver útkoman hefði orðið í ykkar tilviki hefði bakvakt verið til staðar þeg- ar atvikið átti sér stað. Mín- útur jafnvel sekúndur skipta hér máli. Það kann líka að vera að það tilvik sem þú vitnar í hafi borið að á annan hátt en þú telur, jafnvel að móðirin sjálf hafi verið í lífs- hættu. Þessi orð réttlæta þó á engan hátt þá staðreynd að við skulum ekki hafa efni á bakvakt á skurðstofu um helgar eða þurfa að loka henni á sumrin. Hér er um að ræða póli- tíska ákvörðun sem starfs- fólkið fær lítið gert við annað en að benda á misræmið sem í þessu felst. Þeir sem á- kvarða fjármagnið til stofn- unar okkar telja nýtingu á bakvöktum á skurðstofu svo litla að það svari ekki kostn- aði að Itafa liana opna yfir helgar. Auk þess megi spara fjárútlát með því að loka skurðstofu á sumrin og um stórhátfðir. Við sem störfum hér benduni iðulega á að þrátt fyrir nánd við Stór- Reykjavíkursvæðið geta komið upp tilvik sem þessi. Það særir óneitanlega að þú skulir upplifa að Sjúkra- húsið geti ekki veitt aðra þá þjónustu en að gefa plástur þá daga sem skurðstofa er lokuð. Skurðstofa er hér opin 170-190 daga á ári en ekki 70 eins og þú heldur fram. Við liöfum sérstaklega reynt að leggja okkur fram við að auka þjónustustig við íbúa á Suðurnesjum. Um 92% af konum á Suðurnesjum fæða hér á deildinni þrátt fyrir allt og margar konur utan af landi. Ungbarnadauði er á ís- landi hvað lægstur í öllum heiminum. Hann er ekki hærri hér hjá okkur en annars staðar á landinu. Það skal einnig tekið fram, að þrátt fyrir allt gerast einnig slys og tilvik sem þú upplifðir innan veggja hátæknistofana. Það réttlætir þó ekki þá staðreynd að þið misstuð barn ykkar, hugsanlega sem afleiðingu þess að hér var ekki bakvakt á skurðstofu. Það væri mik- ill sigur fyrir heilbrigðisþjón- ustu svæðisins ef við hefðum efni á stöðugri bakvakt á skurðstofu, þjónustu sem við teljum að við getum veitt ó- dýrari hér en í Reykjavík. Osk okkar væri að geta stað- hæft að slíkt kæmi í veg fyrir svo voveifleg atvik sem þú hefur lýst, því miður er það ekki hægt. Keflavík, 04.04.95. Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir fæðingardeild- ar Sjúkrahúss Suðurnesja Oddný Guðjónsdóttir skipar 1G. sæti á A-lista í liúsi Verkalýðsfélagsins að TjarnargöÉu 8 á kosiiiiigadagiiin, 8. apríl nk. Opið allan dagiiin. Kosiiiiigasímar 37725 og 985-34110 Akstursþjónusta á kjörslaó. Alþýöiiflokkurinn, Sandgorði.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.